Morgunblaðið - 15.05.1994, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1994 41
I DAG
Dagbók
Háskólans
V
Mánudagur 16. maí kl.
8.30-17 á Hótel Sögu.
Námskeiðið er á vegum
Endurmenntunarstofnun-
ar og Félags um skjala-
stjóm. Efni: Nútíma
skjalastjórn. Aðalfyrirles-
ari: Michael Cook háskóla-
skjalavörður og lektor við
Háskólann í Liverpool.
Aðrir fyrirlesarar: Jó-
hanna Gunnlaugsdóttir
bókasafns- og upplýsinga-
fræðingur og Olafur As-
geirsson þjóðskjalavörður.
K1 17.15 í stofu 101 í
Tæknigarði. Námskeiðið
er á vegum Endurmennt-
unarstofnunar. Efni:
Tölvunetið INTERNET.
Fyrirlesari: Anna Clyde
dósent í bókasafns- og
upplýsingafræði við HÍ.
Kl. 8.30-12: Fyrirlestr-
ar nemenda í lyfjafræði
lyfsala í stofu 101 í Odda.
Yilborg Mjöll Jónsdóttir:
Áhrif fítusækinna ónæm-
isglæða á myndun og
dreifíngu mótefna. Krist-
ján Magnús Arason: Allýl-
amínafbrigði. Efnasmíð og
greining. Úlfur Ingi Jóns-
son: Samsetning á indólaf-
leiðum. Þórunn Kristín
Guðmundsdóttir: Áhrif
sápaðs lýsis og einstakra
fítusýra á flæði lyfja um
húð. Stefán Róbert Gissur-
arson: Áhrif fléttuefna úr
Sterocaulon alpinum á ta-
enia coli úr marsvínum.
Kl. 13.30-16. Einar
ORÐABOKIN
Fé - fjár
NÝLEGA benti góður
vinur þessara pistla mér
á, að í Mbl. 5. þ.m. hafi
eftirfarandi fyrirsögn
staðið fyrir smáklausu:
Lausn á hárvanda sauð-
fés. (Leturbr. hér.) I
sjálfri frásögninni segir
síðan: „Hárleysi ástr-
alsks sau ðfés kostar
Ástrali... um 35 milljón-
ir dala á ári ...“ Ljóst
virðist, að sá, sem skrif-
aði þessa frásögn um
ágtralska sauðféð, hefur
ekki á reiðum höndum
beygingu no. fé, enda
þótt hennar sé sérstak-
lega getið í málfræði-
bókum. Þrátt fyrir það
mun því miður svo kom-
ið, að ýmsir kunna hér
ekki skil á réttri beyg-
ingu orðsins, svo sem
ofangreint dæmi sann-
ar. Því er einsætt að
minnast á no. fé í þess-
um pistlum. Svo vill til,
að í nýútkomnu Tungu-
taki, nr. 70, sem er vett-
vangur umræðna um
málfar í Ríkisútvarpinu,
er minnzt á þetta no.
Vera má, að í þessum
pistlum verði hér stöku
sinnum hnykkt á ýmsu
því, sem þar er rætt og
varað við. Það á ekki
síður erindi til alls al-
mennings en innanhús-
manna á þeim bæ. Þar
segir svo: „Rétt beyging
á orðinu fé er á þessa
leið: fé, um fé, frá fé,
til íjár, og með greini:
féð, féð, fénu, fjárins."
Þá má minna á margs
konar samsetningar
með ef. orðsins: Jj'árbú,
fjáreign o.s.frv. Ofan-
greind fyrirsögn er því
einungis rétt á þessa
leið: Lausn á hárvanda
sauðfjár.
J.A.J.
Geir Hreinsson: Þróun að-
ferða til magngreiningar á
glýkyrrísínsýru í neyslu-
vörum og glýkyrretínsýru
á plasma. Guðrún Ýr
Gunnarsdóttir: Áhrif trík-
lósans á örverur. Tryggvi
Þorvaldsson: Hönnun og
prófanir á klórhexendín
hlaupi. Kristjana Ósk
Samúelsdóttir: Aðgreining
B12 bindipróteina með gels-
ium. Linda Björk Ólafs-
dóttir: Rannsókn á rist-
ilkrömpum.
Þriðjudagur 17. maí
kl. 8.30-12: Fyrirlestrar
nemenda í lyíjafræði lyf-
sala í stofu 101 í Odda.
Sigríður Guðný Árnadótt-
ir: Eiginleikar mjólk-
ursýrufjölliða sem húðun-
arefni við míkróhúðun.
Ólafur Steinn Guðmunds-
son: Míróhúðun lyfja með
úðaþurrkun. Þóranna
Jónsdóttir: Eðli mótefna-
myndunar gegn prótín-
tengdri pneumococca-fjöl-
sykru. Margrét Vilhelms-
dóttir: Bakteríuhemjandi
áhrif efna úr fléttunum
Parmelia saxatilis og Par-
melia omphalodes. Hildur
Ragnars: Einangrun
fléttuefna úr Cetaría is-
landica og áhrif þeirra á
Heliobacter pylorí in vitro.
Ingibjörg Aradóttir: Skert
sykurþol. Áhrif lyfjameð-
ferðar, áhrif megrunar.
Fimmtudagur 19. maí
kl. 13-17 í Tæknigarði.
Málþingið er á vegum End-
urmenntunarstofnunar.
Efni: Málþing um ís-
lenskar matvælarann-
sóknir og matvælaeftir-
lit. Umsjón: Franklín Ge-
orgsson fulltrúi í íslensku
matvælarannsóknanefnd-
inni.
Kl. 13-18 í Tölvu-
fræðslunni Akureyri.
Námskeiðið er á vegum
Endurmenntunarstofn-
unar HÍ. Efni: Notkun
Excel við fjármálastjórn.
Leiðbeinendur: Páll Jens-
son prófessor við HÍ og
Guðmundur Ólafsson hag-
fræðingur, kennari við HI.
Föstudagur 20. maí kl.
9-17 í Odda. Námskeiðið
er á vegum Endurmennt-
unarstofnunar. Efni:
Tölvunetið INTERNET.
Framhaldsnámskeið fyrir
bókasafnsfræðinga. Fyrir-
lesari: Anna Clyde dósent
í bókasafns- og upplýs-
ingamálum við HÍ.
Kl. 12.15-13. Stofa G6
að Grensásvegi 12: Föstu-
dagsfyrirlestrar Líffræði-
stofnunar. Efni: Erfða-
fræðirannsóknir. Fyrir-
lesari: Unnur Styrkárs-
dóttir.
Nánari upplýsingar um
samkomur á vegum Há-
skóla íslands má fá í síma
694371. Upplýsingar um
námskeið Endurmennt-
unarstofnunar má fá í
síma 694923.
E3ZSHSQ9
IJfXára afmæli. Á
| morgun, 16. maí,
verður sjötugur Erlendur
Siggeirsson, seljari,
Stangai-holti 30, Reykja-
vík. Hann og kona hans,
Málfríður S. Magnúsdótt-
ir, taka á móti gestum milli
kl. 17-19 í Kristniboðssaln-
um, Háaleitisbraut 58-60,
3. hæð, á morgun, afmælis-
daginn. Þeir sem vilja gleðja
afmælisbarnið láti Sam-
band íslenskra kristniboðs-
félaga njóta þess.
Með morgunkaffinu
l'C-'l ,1
I'------------
Ást er...
... að falla stundum með
látum.
3 Los Anptw Tlm— Syndlcate
Nú man ég einn góðan!
Þú stoppar mig bara ef
þú hefur heyrt hann
áður.
COSPER
Vaknaðu Sigurður! Þú ert kominn heim.
STJÖRNUSPA
cftir Franccs Drakc
NAUT
Afmælisbarn dagsins: Þú
hefur ábyrgðartilfinningu
og heldur verndarhendi yfir
þeim sem minna mega sín.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Einhver óvissa ríkir varðandi
viðskipti og ættingi er þér
ósammála. En þú nýtur þín í
kvöld og skemmtir þér vel.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Láttu þér ekki gremjast þótt
einhver sem þú átt samskipti
við í dag fari undan í flæm-
ingi. Félagar standa saman.
Tvíburar
(21. ma! - 20.júní) 5»
Þú þarft að sýna aðgát i fjár-
málum og nú er ekki rétti
tíminn til að lána öðrum pen-
inga. Ástvinir eiga saman gott
kvöld.
Krabbi
(21. júní — 22. júlí) >"18
Þú kemur vel fyrir og skemmt-
ir þér vel á mannfundi í dag.
Vandamál tengt vinnunni
leysist af sjálfu sér fyrir kvöid-
ið.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þér hentar ekki að standa í
heimaviðgerðum i dag. Þú
sérð vandamál úr vinnunni í
nýju ljósi og slappar af í kvöld.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
Hjá sumum rikir nokkur
óvissa í málefnum ástarinnar.
Vinur reynist traustur banda-
maður. Samkvæmislífið heill-
ar.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Þú finnur réttu leiðina til að
ná góðum árangri í starfi, en
smá heimilisvandi er torleyst-
ari. Einhugur ríkir hjá ástvin-
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóvember) Cj(j0
Gagnkvæmur skilningur ríkir
hjá ástvinum í dag, en mis-
skilningur getur komið upp
milli vina. Þú átt von á gest-
um.
Bogmaóur
(22. nóv. -21. desember)
Láttu góða dómgreind ráða
ferðinni í fjármálum í dag.
Villandi upplýsingar krefjast
þess að þú sért vel á verði.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar) m
Þú vilt fara eigin leiðir, en
þarft að koma til móts við
óskir þinna nánustu. Það væri
við hæfi að bjóða heim gest-
um.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar) ðh
Hafðu hagsýni að leiðarljósi í
dag og eyddu ekki tímanum
til einskis. í kvöld eru ást og
afþreying ( sviðsljósinu.
Fiskar
(19. febrúar-20. mars)
Vandaðu valið á þeim sem þú
gerir að trúnaðarvinum í dag.
Sinntu fjölskyldumálum og
bjóddu ástvini út í kvöld.
Stjörnuspóna d að lesa sem
dœgradvöl. Spár af þessu
taji byggjast ekki á traust-
um grunni vísindalegra
staóreynda.
HVITASUNNAN
í FLJÓTUM
Áhugafólk um skíðaferðir og fuglaskoðun!
Bjóðum upp á 3-5 daga dvöl um hvítasunnuna, 10-12
manna hóp. Leiðsögn.
Fylgist með sérstæðri vorkomu í einni mestu snjóa-
sveit landsins.
Kynningarverð.
Ferðaþjónustan Bjarnargili, Fljótum,
sími 96-71030.
Til sölu
á
Höfn I Hornafirði
Húsið var byggt 1951 og er hæð, kjallari og ris. Það var klætt
stáli 1979 og gluggarþá jafnframt endurnýjaðir. Bílgeymsla er
í kjallara og í risi er m.a. sauna.
Lóðin er á fallegum stað í bænum. Hún er ræktuð og á henni
vandað gróðurhús.
Til greina kemur að skipta á minni eign á
Stór-Reykjavíkursvæðinu.
Nánari upplýsingar gefur Kristján Þorbergsson hdl. í símum
91-621018 og 91-687191.
10 KRONUR
Það er alveg rétt, að til eru
ódýrari dýnur en DUX-dýnur.
Munurinn finnst líka á endingunni.
Venjulegar dýnur endast í 5 - 8 ár.
DUX-dýnur endast oft í 30 - 40 ár.
Við hjá DUX leggjum nefnilega aðaláhersluna
á gæði og endingu.
Þegar dæmið er reiknað til enda kemur því í ljós að
DUX-dýnur eru ekki dýrari en aðrar dýnur. Miðað við
30 ára endingu, kostar DUX-nóttin 10 krónur.
Það er stundum dýru verði keypt
að kaupa ódýrt.
Á harðri dýnu liggur
hryggsúlan I sveig
DUX
Á Dux-dýnu liggur
hryggsúlan bein
r GEGNUM GLERIÐ
Faxafeni 7 (Epalhúsinu). Sími: 689950