Morgunblaðið - 21.05.1994, Síða 7

Morgunblaðið - 21.05.1994, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1994 C 7 og þakið hvítu smelti. Eftir þetta samdi Alexander III. við Fabergé um að búa til páskaegg á hverju ári. Tvö skilyrði voru sett; hönnun- in átti að koma keisaraynjunni á óvart og formið varð að vera eins og egg. Þessi samningur var í gildi meðan Alexander III. lifði, eða í ellefu ár. Eftir lát hans hélt sonur hans Nikulás uppteknum hætti og gaf móður og eiginkonu sinni Alex- öndru páskaegg eftir Fabergé. Alls smíðaði Fabergé fimmtíu og sex páskaegg sem voru hvert öðru fal- legra. Það leið ekki á löngu að páskaegg keisarans voru orðin mik- ilvægustu gersemar sem Fabergé bjó tii. Það varð að undirbúa smíð- ina með löngum fyrirvara, því það tók oft meira en ár að smíða hvert páskaegg. Endalausar viðræður áttu sér stað meðal Fabergé og sérfræðinga hjá fyrirtækinu. Ótelj- andi skissur og teikningar voru gerðar af hveiju smáatriði. Mikil leynd hvíldi yfir verkinu þar sem hvert páskaegg skyldi koma keis- araynjunni á óvart. Keisarinn hafði enga vitneskju hvernig páskaeggin litu út fyrr en hann fékk þau. Ein- hvern tíma gat hann ekki leynt forvitni sinni og spurði Fabergé: „Hvernig lítur næsta páskaegg út.“ Fabergé svaraði: „Yðar hátign verður ánægð.“ Sú var raunin. Páskaegg Fabergé minna mörg á mikilvæga atburði í sögu keisara- fjölskyldunnar. Frægasta páska- eggið er frá 1897 sem Nikulás II. gaf Alexöndru móður sinni og minnnti á krýningarathöfnina árið 1896. Páskaeggið bar sömu liti og slá keisarans við krýninguna. I egginu var smækkuð mynd af skrautvagni keisarahjónanna úr gulli, rauðu smelti og demöntum. Páskaeggið frá árinu 1914 er snilldarverk. Það er úr platínu, þakið hundruð geimsteina. Mynda- rammi fylgir með smækkuðum vangasvipum barna keisarans. Sama ár skrifaði keisaramóðirin María Feodorovna til systur sinnar, Alexöndru drottningar Bretlands: „Páskaeggið í ár er ótrúlega fallegt og sannkallað meistaraverk. Fa- bergé er mesti snillingur okkar tíma. Ég sagði honum það.“ Eggið er í eigu Hillwood safnsins í Wa- hington. Fyrri heimsstyrjöldin hafði áhrif á starfsemi Fabergés. Minna var um pantanir. Margir af hans bestu handverksmönnum voru kvaddir í herinn. Engu að si'ður hélt hann áfram að búa til páskaegg fyrir keisarafjölskylduna. Páskaeggið sem Fabergé hannaði fyrir keisara- ynjuna árið 1916 er úr stáli ásamt litlu málverki af keisaranum og hermönnum á vígvellinum. Þetta IÖKMENNTIR ástæðum mjög eitt náttúrulegt fyr- irbæri, eldingar, og það er sökum þess veikleika sem hann týnir hesti sínum í þrumuveðri. Þetta hrindir af stað atburðarás sem leiðir til þess að John Grady og vinur hans hitta mannskepnuna fyrir og hún reynist öllu erfiðari viðureignar en náttúran og hrossin. Saman við þetta einkennilega stóðlíf fléttast auðvitað, já hvað annað en ástarsaga. John Grady og heimasætan á búgarðinum fella saman hugi — hann sá hana fyrst, já hvar annars staðar en á hest- baki. Þau njótast á laun um skeið, í blóra við fjölskyldu hennar, en síðan verður ástkonan í raun til þess að hann er framseldur fyrir meintan heststuld með áðurgreind- um afleiðingum. Hjónaband tekst því ekki með Bandaríkjunum og Mexíkó að svo stöddu. All the Pretty Horses er skrifuð í harðsoðnum stíl sem minnir svolít- ið á Hemingway, þótt útgefendur jafni höfundi, af ofrausn, við Mel- ville og Faulkner. Hugarástand söguhetjunnar er gefið til kynna með lýsingum á ytri kringumstæð- um og samtöl eru stuttaraleg. At- burðarás er ofurhæg á fyrstu tvö Fyrsta hænu- eggió fró 1885 úr hvitu smeiti og gulli. Neftóbaksdós úr gulli, smelti og demöntum sem keisarinn gaf Otto von Bismarck. egg er í mikilli mótsögn við fyrri páskaegg sem voru skreytt gulli, smelti og gimsteinum. Fabergé hélt áfram að vinna. Tvö páskaegg voru í vinnslu. Þegar kom að páskum var enginn keisari til að veita þeim móttöku. Arið 1917 var keisaraíjölskyldan flutt til Síberiu og líflátin árið 1918. Sama ár tókst Fabergé að flýja með hjálp breska sendiráðsins til Finnlands. Það er sagt að hann hafi aðeins tekið hattinn sinn. Ann- að skildi hann eftir í Rússlandi. Hann lést í Sviss árið 1920. Nýr heimur var að líta dagsins ljós. Fabergé heyrði sögunni til. Augusta, eiginkona Fabergés, lést í Suður-Frakklandi árið 1925. Tveir elstu synir hans flúðu til Parísar og opnuðu verslun þar und- Páskaeggió sem minnfi á krýninguna ásamf skrautvagninum sem Alexandra keisaraynja ók i vió krýninguna árió 1896. Páskaeggió frá 1916 var úr stáli. ir nafninu Fabergé. Yngri synir Fabergés störfuðu sem gullsmiðir í Sviss. Þegar Lenín lést árið 1924 var farið að selja skrautmuni eftir Fab- ergé á Vesturlöndum. Það var vin- ur Lenins, bandaríski miljónamær- ingurinn Armand Hammer, sem hafði milligöngu og seldi talsvert af keisara páskaeggjum Fabergés. Tilkomumesta Fabergé-safnið er í eigu útgáfufyrirtækins Malcolm Forbes. Það er til húsa við fimmtu götu í New York. Pákaegg Faberg- és sem var selt á uppboði árið 1973 fór á 250.000 dali. Tólf árum síðar keypti Malcolm Forbes það fyrir tvær milljónir dollara. Páska- eða ástaregg Fabergés frá árinu 1905 sem Nikulás II. gaf eiginkonu sinni, var selt hjá Sotheby’s í New York fyrir þijár milljónir dollara. Geza von Habsburg sem hefur sérhæft sig í listmunum Fabergés hefur sagt: „ Þegar þú sérð eða handleikur listmuni eftir Fabergé skynjarðu að þeir eiga eitt sameig- inlegt. Þeir eru fullkomnir!" Höfundur er fulltrúi Sotheby’s á Islnndi. hundruð síðum bókarinnar, á löng- um köflum virðist bókin ekki annað en þurr leiðarlýsing. Eftir stendur þó einhver kennd, tilfinning fyrir mikilúðlégri náttúru, jafnvel fyrir djúpstæðum sannleik, ef menn hafa þolinmæði til að ljúka lestrinum. Ekki er þó réttmætt að kveða upp dóm yfir verkinu að svo stöddu, því samkvæmt upplýsingum á bók- arkápu er þetta einungis byijunin á þríleik sem gerist við landamæri ríkjanna tveggja, svokallaðri Bord- er Trilogy. McCarthy kryfur þó ekki að ráði samskipti þjóðanna tveggja í þessu bindi, nema hvað hann skrifar heilu samtölin á spænsku og framandgerir þannig hluta textans fyrir þeim sem ekki hafa spænsku á hraðbergi. Lér konungur gengur aftur Maður þarf ekki á spænsku að halda við lestur annarrar verðlauna- sögu, A Thousand Acres, Þúsund ekrur, eftir Jane Smiley, en þar gæti þekking á Lé konungi aftur á móti komið í góðar þarfir. Jane Smiley er lslendingum að nokkru kunn. Eitt af skáldverkum hennar hefur verið þýtt á íslensku, Grænlendingarnir, sem fjallar um íslendingabyggðina á Grænlandi forðum daga. Nýjasta skáldsaga Smiley heitir A Thousand Acres, og má telja víst að skáldkonan hafi leyft sér að brosa eftir útkomu hennar. Sagan hreppti nefnilega bæði Pulitzer- verðlaunin og National Book Critics Circle verðlaunin, sem verður að teljast bærilegur árangur. Þó hróp- ar bókin ekki beint á athygli, gerist til dæmis í landshluta sem fáar sögur fara venjulega af, landbúnað- arríkinu Iowa í miðvestrinu. Hún á það líka sammerkt með AII the Pretty Horses að lötra af stað; hrynjandin í frásögninni endur- speglar kyrrðina og fábreytnina í sveitinni. En þegar sagan nær loks tökum fléttast hún líka um mann og hríslast þannig að ekki verður aftur snúið. Við komum inn í friðsælt ástand, eins og í ævintýrunum, þar sem ekkill býr ásamt tveimur dætrum og tengdasonum; þriðja dóttirin flutt í bæinn. Elsta dóttirin, Ginny, segir söguna. Svo sameinast tveir atburðir í einum: Efnt er til teitis til að fagna týndum syni eins ná- grannans; sá verður reyndar nokk- urt hreyfiafl í lífi dætranna. Þá til- kynnir faðirinn að hann hyggist skipta búinu jafnt milli systranna þriggja. Tveimur lýst vel á það, en sú yngsta, lögfræðingurinn Carol- ine, lætur í ljós efasemdir. Þeim gamla er misboðið og hreytir í hana að ef henni líki ekki ráðagerðin fái hún ekkert. Þar með erum við kom- in á slóð erkitýpísks mynsturs sem Shakespeare gerði manna best skil, það var í Lé konungi. Ekki er neinum vafa undirorpið að Smiley ætlar okkur að hafa harmleik Shakespeares bak við eyr- að meðan við lesum A Thousand Acres. Lér konungur heitir hjá henni Laurence Cook, kallaður Larry, yngsta dóttirin heitir einnig áþekku nafni í báðum tilvikum, Caroline og Cordelia; hinar systurn- ar heita Rose og Ginny hjá Smiley, Regan og Góneríl hjá Shakespeare. Samkvæmt þessu er það önnur hinna „vondu“ dætra sem segir söguna, nokkuð sem býður upp á spennandi heilabrot þótt illskan angi reyndar ekki af síðunum. Smiley fylgir ekki leikritinu í blindni; útgáfa hennar býður upp á mörg athyglisverð frávik og kveðst með því móti á við tímana tvenna. Það er kannski þróun föðurins eftir ákvörðunina sem býður upp á mest- an samanburð við leikritið; Larry er að mörgu leyti rifinn úr fötum siðmenningarinnar, strípaður, en örlög annarra sögupersóna, ekki síst sögumannsins, eru þó ekki síð- ur athygli verð. Smiley gæðir frá- sögnina sérstæðri spennu með því að láta Lé og Larry togast á um framvinduna og dæturnar; það er ekki síður í misgengisspennunni en hliðstæðunni sem merkingarbrunn- ar bókarinnar leynast. Eitt eftir- tektarverðasta framlag Smiley er sifjaspellið, sem reynist ein helsta undirrótin að harmkvælum sögu- persónanna. Þetta gæti verið einkar athyglisverð túlkun á upphafi Lés konungs, þar sem gamli maðurinn lætur dæturnar tjá sér ást sína sem mest þær mega. En maður mætir ekki bara eilífð- arefnum á ekrunum þúsund. Smiley kallar til liðs nútímavanda á borð við offramleiðslu, mengun og sjúk- dóma henni tengda (er þar komið eitrið sem Góneríl notar á systur sína?). í bókinni felst því visst upp- gjör við sveitalíf nútímans. Rúnai' Helgi Vignisson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.