Morgunblaðið - 21.05.1994, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAl 1994
C 9
LISTSAFN Reykjavíkur efnir í
tilefni Listahátíðar til sýningar á
íslenskri samtímalist að Kjarvals-
stöðum. Athyglinni er sérstak-
lega beint að höggmyndalistinni
og breytingum á henni.
alin hafa verið verk eftir 29
íslenska myndlistarmenn sem
fram hafa komið á eftir hinni svo-
nefndu SÚM kynslóð og sem end-
urnýjað hafa hugmyndir okkar um
skúlptúrlistina.
Lengi var listin bundin skýrum,
fagurfræðilegum og listrænum
viðmiðunum en með breyttum tím-
um í byrjun aldarinnar vöknuðu
spurningar um hið hefðbundna
listhlutverk og fram komu bylt-
ingarkenndar breytingar með
framsæknum listamönnum.
Það var í New York árið 1917
sem franski listamaðurinn Marcel
Duchamp stillti upp hlandskál sem
listaverki og kallaði það „Brunn-
inn“. Þessi gjörningur átti eftir
að hafa djúpstæð áhrif á framgang
listasögunnar. Listsköpunin hjá
Marcel Duchamp fólst m.a. í því
að velja ákveðinn hlut (t.d. hland-
skál, flöskuþurrkara) taka hann
úr sínu upprunalegu umhverfi,
svipta hann sínu fyrra hlutverki
og gefa honum nýtt nafn og nýja
merkingu. Þar með hafði hann
riðlað öllum hefðbundnum for-
sendum fyrir því hvað væri list og
í raun hefur stór hluti listasögunn-
ar frá þessum tíma snúist um það
að endurskilgreina listhugtakið.
Sjálfur undirstrikaði Duchamp að
þetta verk eða verknaður hefði
ekkert fagurfræðilegt gildi, heldur
væri það fullkomlega ófagurfræði-
legt. Listin var orðin hugmyndaleg
enda var það ásetningur hans.
Hugmyndir Marcels Duchamps
hafa síðan endurspeglast í mörg-
um liststefnum sem fram hafa
komið á þessari öld.
Spurningar um eðli listarinnar,
hvað væri list og hvað það væri
sem gerði ákveðna hluti að lista-
verkum, urðu sífelít áleitnari.
Segja má að listhugtakið hafi ver-
ið klofið upp í tvo meginþætti.
Annars vegar voru það þeir sem
héldu áfram að þróa listina út frá
form- og myndrænum forsendum
í gegnum fígúratíft málverk, geo-
metríska abstraktion og síðar
minimalisma. Hins vegar voru það
listamenn sem lögðu megináherslu
á listheimspekilegan þátt mynd-
listarinnar og þróuðu myndgerð í
gegnum dadaismann, poppið, ný-
raunsæið, conceptlistina, arte po-
vera og ljölda annarra listhug-
mynda sem fram hafa komið á
síðastliðnum áratugum.
Þessi listræni klofningur er ekki
talinn hafa náð hingað til lands
fyrr en seint á 7. áratugnum, þó
einstaka listamenn, sem búsettir
voru erlendis, hafi verið meðvitað-
ir um þessi umskipti í listinni.
Það eru einkum og sér í lagi
ready-made verk Marcels Duc-
hamps, conceptlistin, arte povera
og nokkru síðar minimalisminn
sem verða að teljast hráefnið í
undirstöður skúlptúrsins í íslenskri
samtímalist.
Einkenni þeirra listamanna sem
nú sýna að Kjarvalsstöðum og eiga
mislangan feril að baki er samruni
ólíkra listhugmynda og meðvituð
endurskoðun á þekktun liststefn-
um. Flestir vinna með ready-made
eða fundna hluti sem þeir slíta úr
sínu upprunalega samhengi eða
umhverfi og gefa nýja merkingu.
Ýmist út á eigin verðleika eða í
tengslum við aðra hluti. Þessi
umskipti á oft hversdagslegum
hlutum byggjast ýmist á fagur-
fræðilegum, félagsl'egum, tákn-
fræðilegum eða listheimspekileg-
um forsendum.
ívar Valgarðsson notar máln-
ingadósir, rúllur og pensla á hlut-
stæðan hátt í rýmisverki. Haraldur
Jónsson gólfteppi, Ásta Ólafsdóttir
bækur, Ragnheiður Hrafnkels-
dóttir sæng, Margrét Magnúsdótt-
ir stóla, Anna Eyjólfsdóttir svunt-
ur, Finnbogi Pétursson hátalara,
Ólafur Gíslason málaratrönur í
tengslum við hvítan stöpul, Krist-
inn Harðarson stefnir saman alls
kyns hversdagslegum hlutum í
geometríska/minimaliska kassa,
Guðrún Hrönn vinnur með skúlpt-
úr/húsgagn, Stefán Jónsson stillir
upp eða setur á svið þekkta Lego
kalla, Þórdís Alda stillir saman
mismunandi „göfugum“ efnum,
Anna Líndal afvegaleiðir þekkta
„karlkyns-hluti" með því að spinna
Ástp Ólafsdóttir; „Án titils".
við þá kvenlegar viðbætur, Stein-
grímur Eyfjörð gefur hús-forminu
trúarlega merkingu, Daníel Magn-
ússon ljær skápnum nýtt inntak,
Erla Þórarinsdóttir gefur þekktum
hlut næsta yfirnáttúrulegt yfir-
bragð, Rúrí notar mælistokkinn
til að skilgreina og tæma merk-
ingu listaverksins og Þorvaldur
Þorsteinsson „endurbyggir“ og
vitnar um hluta af slökkviliðsstöð-
inni í Reykjavík. En hvað varðar
sjálfa útfærsluna eða sviðsetning-
una/innsetninguna, þá leyfa þeir
sér ennfremur í flestum tilfellum
að nýta sér hið nýja hlutverk rým-
isins sem kom fram með minimal-
ismanum, þar sem rými áhorfand-
ans rennur saman við rými lista-
verksins.
Aðrir listamenn, Svava Björns-
dóttir, Þóra Sigurðardóttir, Krist-
inn E. Hrafnsson, Guðjón Ketils-
son og Ólöf Nordal, einbeita sér
að því að þróa áfram hugmyndir
sem eiga rætur sínar að rekja til
modernismans. Þau vinna form-
rænt, finna upp ný form og tengja
þau ennfremur nýju hlutverki rým-
isins.
Og aðrir, Brynhildur Þorgeirs-
dóttir, Halldór Ásgeirsson, Stein-
unn Þórarinsdóttir og Finna Birna
Steinsdóttir vinna in situ, verk sem
þau græða beint inn í viðkomandi
umhverfi.
Og Bryndís Snæbjörnsdóttir og
Hlynur Helgason bijóta textanum
leið (út úr bókinni) inn í skúlptúr-
inn og lýmið.
Á þessari sýningu gefur að líta
mörg og ólík verk ungra framsæk-
inna listamanna og er henni eink-
um ætlað að draga fram í dagsljós-
ið nýjar hugmyndir og áherslur í
höggmyndalist og þá sérstaklega
ný merkingarsvið skúlptúrsins og
nýtt hlutverk rýmisins.
Sýningin á Kjarvalsstöðum
verður opnuð 21. maí og stendur
til 24. júlí. Sýningarstjórar eru
Kristín Ö. Guðnadóttir og Gunnar
B. Kvaran.
Samantekt úr sýningarskrá,
Svava Aradóttir.
Lifandi berg
Gultormur Jónsson: Könnun (gnbbró).
MYNDUST
Gallcrí IJ mbra
HÖGGMYNDIR
Guttormur Jónsson.
Opið 14-18 daglega til 1. júni (lokað
mánudaga). Aðgangur ókeypis.
HÖGGMYNDALIST í sínu hrein-
asta formi hefur löngum verið tengd
við suðrænan marmara og fagurlit-
að brons, en minna verið litið til
annarrá efna. íslenskir myndhöggv-
arar hafa ekki gert eins mikið af
því og vert væri að nýta sér ís-
lenskt berg sem liráefni, m.a. vegna
þess að það getur bæði reynst brot-
gjarnt og misjafnt að gæðum. Þó
hafa ýmsir orðið til að ríða á vaðið
á þessu sviði og sýna fram á að
íslenskt gijót getur boðið upp á
ríkulega möguleika í vinnslu, og
má benda á jafn ólíka hluti sem
hausa Siguijóns Ólafssonar og upp-
setningar Rögnu Róbertsdóttur sem
dæmi um sérstæð listaverk úr ís-
lenskum steini.
Guttormur Jónsson á ekki langt
listnám að baki, en hann hefur litið
til náttúrunnar og sækir þangað
hráefni sitt; hann hefur unnið flest
verkin hér úr basalti og storkubergi
sem hann hefur sótt í fjöruna á
Langasandi við Akranes. Einnig
hefur hann sótt gabbró til Snæfells-
ness, og unnið nokkur verk í tré.
Guttormur nálgast viðfangefni
sín fyrst og fremst út frá efninu,
eins og hann segir í kynningu:
„Hvert tré og gijót er einstakt og
ber að meðhöndla sem slíkt. Fyrir-
fram ákveðnar hugmyndir þurfa að
aðlagast eiginleikum þess, formi,
þéttleika og myndunarsögu. Niður-
staðan er sáttmáli milli mín og nátt-
úrunnar."
Þessi aðlögun að efninu kemur
vel fram hér. Basaltið er einkar lif-
andi í verkum listamannsins; fjöl-
breyttar loftrásir, mismunandi þétt-
leiki, litur og kornastærð verður til
þess að gefa þeim aukið formgildi,
þar sem hin slétta mótun verkanna
og þessir eðlisþættir efnisins skapa
skemmtilega spennu í yfirborðinu.
Á svipaðan hátt má segja að Gutt-
ormur vinni út frá eiginleikum trés-
ins, einkum í tveimur fallegum grip-
um úr sérstæðum suðrænum viði,
sem hann nefnir „Opnun“ og „Lok-
un“ (nr. 22 og 23).
Hvað varðar myndefni leitar
Guttormur mikið til hins smágerða
í lífríkinu, líkt og sjá má af heitum
eins og „Lirfa“, „Snigill", „Fugl“
og „Heimalningur". Sjálf eru verkin
einnig lítil um sig, og í þeim er
snigilformið áberandi, þar sem þau
vefjast upp í hringsæja heild. Úr-
vinnslan er afar fínleg, þannig að
efnið nýtur sín vel, og mörg verkin
eru í ákveðnum pörum, þar sem lit-
ur og aðrir eiginleikar efnisins
marka verkin ekki síður en formin.
Rýmið er ekki mikið í Gallerí
Úmbru, og því þarf að vanda upp-
setningu til að svo mörg verk njóti
sín sem skyldi. Þetta tekst vel;
nokkrar hlykkjóttar hillur skapa
með vissum hætti ákjósanlegar and-
stæður við mýkri sveigjur högg-
myndanna, og stærri verkin fá gott
rými. Stærstu verkin, virðuleg
„Lýðveldishjónin" (nr. 1) í sínu fín-
asta pússi, eru staðsett sem í önd-
vegi utandyra, liann með pípuhatt
og liún með spaðafald. Hér er efnið
annað og stærðin meiri en í minni
verkunum, en tengslin við þau eru
augljós í formvinnslunni.
Guttormur Jónsson er menntaður
húsgagnasmiður, en stundaði einn-
ig nám við höggmyndadeild Mynd-
listaskóla Reykjavíkur. Þessi sýning
er góður vottur þess að virðing fyr-
ir efninu og vönduð vinnubrögð
geta oft skipt meira máli en langt
skólanám, því árangurinn verður
aðeins metinn á grundvelli þeirra
verka, sem ber fyrir augu sýningar-
gesta hverju sinni.
Eiríkur Þorláksson