Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR FRJALSAR/EVROPUBIKARKEPPNI LANDSLIÐA Met Mörthu stóð upp úr Bætti eigið met um 23 sekúndur og náði lágmarki fyrir Evrópumeistaramótið EVRÓPUBIKARKEPPNI lands- liða ífrjálsum íþróttum, keppni í 1. flokki 2. deildar, lauk á sunnudaginn í Dublin á írlandi. ísienska kvennaliðið hafnaði í sjötta sæta, fékk 55 stig og var sjö stigum á eftir írska liðinu sem varð í 5. sæti. íslenska karlaliðið lenti einnig í sjötta sæti, fékk 63 stig, en Litháen, sem varð í fimmta sæti fékk 77 stig. Bestum árangri ís- lensku keppendanna náði Martha Ernstsdóttir, hún hljóp 10.000 metra hlaupið einkar glæsilega og setti nýtt íslands- met og náði um leið lágmarki á Evrópumeistaramótið. Eini íslenski keppandinn sem náði að sigra í sinni grein var Pétur Guðmundsson, en Þórdfs Gísladóttir, Guðmundur Karls- son og Sigurður Einarsson náðu öll öðru sæti. Flestir ís- lensku keppendurnir stóðu sig vel og nokkrir náðu sínum besta árangri í ár og settu per- sónuleg met. Hætti ekki ef vel gengur ÞÓRDÍS Gísladóttir stóð fyrir sínu í Evrópubikar- keppninni sem var hennar tíunda keppni. Hún náði öðru sæti í hástökkinu, stökk 1,83 metra og var sátt við útkomuna. Að- spurð sagði Þórdís að hún væri ekkert að hugsa um að hætta þessu, þetta gengi vel og meðan svo væri mætti liðið ekki við að missa hana. „Mér finnst að það eigi eftir að koma gott stökk, þó svo að ég hafi ekki átt von á því í nú,“ sagði Þórdís. nmnR FOLX ■ ÍSLENSKA landsliðið í frjáls- um íþróttum gerði ýmislegt annað en að keppa í sjálfri Evrópubikar- keppninni meðan liðið dvaldist í Dublin. Liðið hélt kvöldvöku að fornum íslenskum sið eftir fyrri keppnisdaginn, og settu þá nokkrir landsliðsmenn á svið leikritið um Rauðhettu og úlfinn. ■ ÞAÐ er óhætt að segja að kringlukastarinn Vésteinn Haf- steinsson hafi unnið leiksigur með túlkun sinni á úlfinum í þessari uppfærslu. Sá eini sem komst nærri því að ógna yfirburðum hans á sviði leikhæfileika var Gunnar Páll Jóa- kimsson þjálfari, sem lék górillu í einskonar einsmannsleikhúsi. ■ ÞEGAR keppninni var lokið var haldið lokahóf mótsins. Þar hélt keppnin milli landanna áfram, þó ekki væri það í hefðbundnum grein- um. Liðin sátu saman við borð, og kepptust við að skora hvert á annað að gera betur í allskyns fíflalátum. Þetta byijaði á því að eitt liðið veif- aði öðru með munnþurrkum, en endaði með því að liðin voru farin að skiptast á kveðjum með allskyns undirfatnaði, einkum undirfatnaði kvenmanna. ■ ÞAÐ voru einkum liðið frá Portúgal, sem eingöngu var skipað karlmönnum, og það gríska, sem einungis var skipað kvenmönnum, sem tóku þátt í þessari uppákomu. ■ ÓLAFUR Guðmundsson kom inn í 4x400 metra hlaupið á síðustu stundu sem varamaður, fyrir Jón Arnar Magnússon. Það vakti hins vegar mikla athygli og kátínu þegar úrslitin lágu fyrir, að það var Pétur Guðmundsson kúluvarpari en ekki Ólafur sem hafði verið skráður í hlaupið. Pétur tók það fram þegar hann sá þetta að hlaupið hefði ver- ið það erfiðasta sem hann hefði tekið þátt í á stórmóti. Kvennaliðið atti kappi við lið frá Danmörku, Belgíu, Hollandi, írlandi, Grikklandi og úrvalslið frá smáþjóðum Evrópu. Stefán Karlaliðið mætti lið- Eiríksson um frá Belgíu, Port- skrifarfrá úgal, Hollandi, Lithá- Dubl'n en, írlandi og smá- þjóðum Evrópu, en það lið skipuðu íþróttamenn frá Lúxemborg, And- orra, San Marínó og Möltu. Hollend- ingar sigruðu örugglega í kvenna- flokki, fengu 99 stig, en Belgar urðu í öðru sæti með 88. í karlaflokki snérist dæmið hins vegar við, Belgar sigruðu og fengu 102 stig, en Hol- lendingar urðu í öðru sæti með 97 stig. Keppnin í kvennaflokki Keppnin í kvennaflokki var hörð. Árangur í nokkrum greinum var góð- ur en árangur Mörthu Ernstsdóttur stendur þó uppúr, glæsilegt íslands- met. Hér á eftir verður keppnin rak- in frá fyrstu grein á laugardaginn til síðustu greinar sunnudagsins.______ KRINGLUKAST Guðbjörg Viðarsdóttir keppti í ringlukasti. Hún kastaði 39,88 ietra og varð í sjötta sæti. Árangur- m og sætið voru viðunandi. 400 M GRIND Þuríður Ingvarsdóttir keppti í 400 metra grindahlaupi, en hún kom inn í hlaupið á síðustu stundu fyrir Guð- rúnu Arnardóttur. Þuríður sýndi frá- bært keppnisskap og er óhætt að segja að árangur hennar hafi komið mest á óvart fyrri daginn. í síðari beygjunni var hún í næst síðasta sæti, en með mikilli hörku og karakt- er náði hún að komast fram úr þrem- ur stúlkum á síðustu 150 metrunum. Hún kom þriðja í mark á tímanum 61,35 sekúndur, og bætti eigin ár- angurin um 2,3 sekúndur._____________ Þórdís Gísladóttir keppti í tíunda sinn í hástökki í Evrópubikarkeppni og varð í öðru sæti, stökk 1,83 metra. Fríða Rún Þórðardóttir sýndi mikla keppnishörku og náði mun betra tíma í 3000 metra hlaupinu en reiknað hafði verið með. Hún hljóp á 9 mínút- um 33,51 sekúndu sem er langbesti árangúr hennar í ár, og varð í sjötta sæti. ÞRISTOKK Sigríður Guðjónsdóttir keppti í þrí- stökki og var nokkuð frá sfnu besta enda nýstigin upp úr veikindum. Hún stökk 11,94 metra og hafnaði í fjórða sæti. 4x100 íslenska sveitin, sem var skipuð þeim Snjólaugu Vilhelmsdóttur, Geir- laugu Geirlaugsdóttur, Sunnu Gests- dóttur og Guðrúnu Arnardóttur, varð í fimmta sæti og náði þriðja besta árangri íslands í Evrópubikarkeppn- inni frá upphafi. Sveitin hljóp á 46,79 sekúndum og var aðeins þremur hundruðustu úr sekúndu á eftir dönsku sveitinni. 100 M Geirlaug Geirlaugsdóttir náði þar besta árangri sínum á árinu, hljóp á 12,22 sekúndum og hafnaði í fjórða sæti. 800 M Margrét Brynjólfsdóttir keppti í 800 metra hlaupi. Hún hljóp á tveim- ur mínútum 19,95 sekúndum og kom síðustu í mark. 400 M HLAUP Snjólaug Vilhelmsdóttir keppti í 400 metra hlaupi. Hún hljóp á 57,49 sekúndum og hafnaði í fjórða sæti. Hún var um sekúndu frá sínum besta tíma. hún ætlaði sér. Hún rak sig í tvær grindur og setti það hana nokkuð út af laginu. HASTOKK Þórdís Gísladóttir keppti í tíunda sinn í hástökki í Evrópubikarkeppni og varð í öðru sæti, stökk 1,83 metra. Hún sýndi sína gömlu keppnishörku, átti í vandræðum í byijun með tækn- ina auk þess sem aðstæður voru ekki ákjósanlegar. Þetta var jafnframt í áttunda sinn sem hún varð meðal þriggja efstu í keppninni. Belgíska konan sem sigraði stökk sömu hæð og einnig í annarri tilraun líkt og Þórdís, en Þórdís fór í þriðju tilraun yfir 1,80 metra og það skildi á milli. 200MHLAUP Sunna Gestsdóttir hljóþ 200 metra hlaupið og bætti verulega eigin árangur. Hún hljóp á 24,67 sekúnd- um og náði fjórða sæti, en átti best áður 24,92 og bætti sig því um einn fjórða úr sekúndu. Sunna er aðeins 18 ára gömul og á mikla og góða framtíð fyrir sér i fqálsum._________ SPJOTKAST Birgitta Guðjónsdóttir kom veru- lega á óvart í spjótkasti. kvenna og bætti sig um þrjá metra á þessu ári. Hún kastaði 49,18 metra, var alveg við sinn besta árangur, og hafnaði í fíórða sæti.________________________ 1500 M Fríða Rún Þórðardóttir hóf keppn- ina seinni daginn með 1500 metra hlaupi. Hún missti þær bestu fljótt fram úr sér og átti ekki möguleika á að ná þeim. Hún átti líka við ofur- efli að etja, en þama kepptu m.a. hin írska Sonia O’Sullivan. Fríða kom sjötta í mark á tímanum 4.37,38 mínútur. KULUVARP Berglind Bjarnadóttir kastaði 11,77 metra í kúluvarpi og hafnaði í 6. sæti. Hún var aðeins frá sínu besta, en náði mun betri árangri en náðist í síðustu Evrópubikarkeppni. Hún hefur mikla hæfíleika og með bættri tækni á hún að geta náð að bæta árangurinn til muna. 100GRIND Guðrún Arnardóttir náði þriðja sæti í hlaupinu, hljóp á 13,72 sekúnd- um og náði ekki alveg þeim tíma sem LANGSTOKK Sunna Gestsdóttir kom beint úr 200 metra hlaupinu í langstökkið. Hún meiddist á hné strax í fyrsta stökki, náði þó að stökkva 5,18 metra og hafnaði í sjötta sæti.____________ Martha Ernstsdóttir átti glæsilegt 10.000 metra hlaup, bætti eigið Is- landsmet um 23 sekúndur og náði lágmarki á Evrópumeistaramótið. Hún hefur átt í erfiðleikum á hlaupa- brautinni sl. tvö ár vegna veikinda, en sýndi svo ekki verður um villst að hún er kominn í fyrra form, og gott betur. Hún hljóp af mikilli skyn- semi en jafnframt hörku, og virtist eiga í litlum erfiðleikum. Arangur hennar er óumdeilanlega hápunktur keppninnar hjá íslendingum. 4x400 Snjólaug Vilhelmsdóttir, Þuríður Ingvarsdóttir, Guðlaug Halldórsdóttir og Guðrún Arnardóttir hlupu 4x400 metra hlaupið. Þuríður kom inn á síðustu stundu fyrir Sunnu, sem meiddist í langstökkinu. Sveitin hljóp á 3.47,68 mínútum sem er aðeins betri árangur en náðist í fyrra, og náði fimmta sæti. Guðrún Arnardótt- ir átti eftirminnilegan endasprett, vann upp dágott forskot írsku stúlk- unnar og fór fram úr henni á síðustu skrefunum. Hún sýndi með þessu að hún á að geta ógnað íslandsmetinu í 400 metra hlaupi. Eftir þessa síð- ustu grein ljóst að íslenska liðið hafn- aði í sjötta sæti, sjö stigum á eftir írum sem urðu í fímmta sæti. Lokast- aðan var þannig að Holland sigraði með 99 stig, Belgía varð í öðru sæti með 88 stig, Grikkland í þriðja með 76, Danmörk í -fjórða með 74, írland í fimmta með 62, ísland í sjötta sæti með 55 stig, og smáþjóðir Evrópu ráku lestina með 22 stig. Keppnin í karlaflokki Péturs Guðmundssonar, kúluvarpari, náði bestum árangri karlaliðsins — varð í fyrsta sæti. '400 M GRIND Egill Eiðsson byijaði mótið fyrir hönd karlaliðsins og átti gott hlaup í 400 metra grindahlaupi. Hann sýndi mikið öryggi, hljóp á 53,75 sekúnd- um, og hafnaði í 5.sæti. Egill hefur mikla keppnisreynslu og nýttist hún honum vel. 100MHLAUP Haukur Sigurðsson keppti fyrir íslands hönd og náði í fyrsta skipti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.