Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 12
ÍÞRfHllR KORFUKNATTLEIKUR / NBA Cassell fór ákostum - gerði síðustu sjö stig Houston SAM Cassell var hetja Houston gegn New York í þriðja leik lið- anna á sunnudagskvöld. Hann skoraði síðustu sjö stig Houston í leik sem var mjög spennandi og endaði 93:89 fyrir Houston, sem hefur nú 2:1 yfir, en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki verð- ur meistari. „Ég er ungur og ég er enn að læra. En félgar mínir í liðinu hafa trú á mér,“ sagði Cassell, sem er 24 ára. Leikurinn var spennandi í lokin. Hoston var reyndar yfir fram- an af og náði mest 16 stiga for- skoti, en New York náði að jafna og komast yfir þegar innan við mínúta var eftir. Þá var komið að þætti Cassells. Hann gerði þriggja stiga körfu og kom Houston yfir, 89:88, þegar 32 sek. voru eftir. Ewing fékk dæmda á sig umdeilda sóknarvillu í næstu sókn New York og Cassell svaraði með tveimur stig- um úr vítaskotum, 88:91, þegar 22 sekúndur voru eftir. í næstu sókn New York var brotið á John Starks þegar 4 sek. voru eftir — Starks skoraði úr fyrra vítinu, 89:91, og síðan kastaði hann viljandi í spjald- ið til að freista þess að ná frákast- inu og tryggja New York þannig framlengingu. En Houston náði frákastinu og síðan var brotið á Cassell þegar 2,8 sek. voru eftir. Honum brást ekki bogalistin og skoraði úr báðum vítaskotunum og sigurinn í höfn 93:89. „Þó að hann sé nýliði og r á fyrsta ári í NBA-deildinni, hefur hann mikla reynslu," sagði Hakeem Olajuwon um Cassell. „Hann er frá- bær.“ Olajuwon, sem gerði 21 stig og tók 10 fráköst, sagði að nú væri öll pressan komin yfir á New York. „Þessi sigur var okkur mjög mikilvægur.“ Pat Riley og Patrick Ewing voru ekki alveg sáttir við sóknarvilluna sem dæmd var Ewing j)egar 22 sekúndur voru eftir. „A þessum tímapunkti í leiknum, var þetta mjög strangur dómur,“ sagði Riley. „Eg held að þetta hafi ekki verið ásetningsvilla, þetta var rangur dómur að mínu mati,“ sagði Ewing. Góður endasprettur Knicks New York tryggði sér sigurinn í öðrum leik liðanna aðfaranótt laug- ardags með frábærum endaspretti. Leikmenn New York enduðu leik- inn, sem var í jafnvægi frá fyrstu mínútu, með því að gera 15:4 í lok- in og sigra 91:83. „Úrslitaleikirnir verða ekki spennandi fyrr en heimaliðið tap- ar,“ sagði Pat Riley eftir leikinn í Houston. „Ég held að varnarleikur- inn hjá New York hafði verið betri og það hafí ráðið úrslitum," sagði Rudy Tomjanovich, þjálfari Hous- ton. John Starks var stigahæstur í liði New York með 19 stig, Derek Harper var með 18 stig. Ewing lék mjög vel — gerði 16 stig, tók 13 fráköst, varði 6 skot, átti tvær stoð- sendingar og stal boltanum tvisvar. Hakeem Olajuwon var að vanda stigahæstur hjá Houston með 25 stig. Veron Maxwell, sem hitti illa í fyrsta leiknum, kom næstur með 20 stig og Robert Horry gerði 11 stig. Derek Harper hefur leikið vel með New York og skoraði 21 stig á sunnudag. Hakeem Olajuwon gerði 21 stig og tók 10 fráköst fyrir Houston. Hann sagði að nú væri öll pressan komin yfir á New York. ISHOKKI / NHL-DEILDIN Vancouver jafnaði Vancouver Canucks gerði sér lítið íyrir og sigraði New York Rang- es 4:1 í sjötta leik liðanna um NHL- titilinn á heimavelli sínum á laugar- daginn. Staðan er jöfn 3:3 eftir að Ney York hafði komist í 8:1. Úrslitin ráðast í Madison Square Garden í New York í nótt þar sem sjöundi Ieik- urinn fer fram. Stuðningsmenn Vancouver, um 50 þús. talsins, kunnu sér ekki læti og dönsuðu og sungu um götur borg- arinnar Liðið á nú í fyrsta sinn í 24 ára sögu félagsins. möguleika á að vinna Stanley bikarinn. Jeff Brown og Geoff Courtnall gerðu tvö mörk hvor fyrir Vancouver á laugardaginn. Markvörður liðsins, Kirk LcLean, átti enn einn stórleikinn og varði 28 af 29 skotum á markið í leiknum. „Við erum mjög ánægðir með tvo sigra í röð og nú er bara að fylgja þessu eftir í New York,“ sagði Pat Quinn, þjálfari Vancouver. „Við lék- um ekki mjög vel í fyrsta leikhluta en markvörðurinn hélt okkur inní Ieiknum. Eftir því sem liða tók á leik- inn small þetta sarnan." ÍÞtém FOLK ■ TONI Kukoc, sem lék með Chicago Bulls í vetur, er á leið til Evrópu aftur — til Panathinaikos í Grikklandi. Gríska liðið hefur mmmmm boðið 8 milljónir Frá dollara, eða 570 Gunnari milljónir íslenskar ^Bandan'kjunum krónur fyrir tveggja ara samnmg. Þetta er hæsta tilboð sem evrópskt körfu- knattleikslið hefur boðið í leikmann. Kukoc er Króati og lék með Tre- viso á Italíu áður en hann fór til Bulls í júlí í fyrra. „Þetta er sannar- lega rausnarlegt tilboð," sagði Luts- iano Capikioni, umboðsmaður Kukocs. „Boltinn er núna hjá Toni og Bulls.“ ■ JOHN Lucas, þjálfari San An- tonio Spurs, hefur sagt af sér eftir eitt og hálft ár í starfí. Hann sagð- ist ekki vera ánægður með stjóm félagsins. Hann hefur verið orðaður við Philadelphiu. Leikmenn liðsins er mjög óánægðir með ákvörðun þjálfarans. David Robinson, einn besti leikmaður liðsins, var óhress enda hefur hann haft fimm þjálfara síðan hann kom til liðsins. „Það er ekki hægt að búast við stöðugleika hjá liði sem skiptir svona oft um þjálfara,“ sagði Robinson. ■ DON Nelson þjálfari Golden State, hefur verið nefndur sem næsti þjálfari San Antonio. Hann hefur átt í útistöðum við stjórn Golden State. Hann á þó eftir eitt ár af samningi sínum, en líklegt er talið að hann fái sig lausan ef hann fet fram á það. ■ PORTLAND hefur enn ekki ráðið þjálfara fyrir næsta tímabil. Félagið bauð Mike Krzyzewski, þjálfara Duke-háskóla, 10 ára samning upp á 20 milljónir dollara, en Krzyzewski sagði: Nei. ■ Kevin Johnson, bakvörður Phoenix, hefur framlengt samning sinn við félagið um þijú ár. Hann er 27 ára og segist ætla að hætta 31s árs. Hann fékk það inní samn- inginn að félagið mætti ekki selja hann á samningstímabilinu því fjöl- skyldu hans líkar svo vel að búa í Phoenix. ■ TODD Martin frá Bandaríkj- unum sigraði besta tennismann heims, Pete Sampras frá Banda- ríkjunum, í úrslitaleik, 7-6 og 7-6, á opnu tennismóti í London á sunnudag. Martin er 23 ára og 1,98 m á hæð. Hann er góður vinur Sampras, en þeir leika oft golf sam- an í frístundum. En þetta var í fyrsta sinn sem hann vinnur Samp- ras. ■ RICHARD Krajicek varð á sunnudaginn fyrsti Hollendingur- inn í 20 ár til að sigra á opna hol- lenska meistaramótinu í tennis. Hann vann Karsten Braasch frá Þýskalandi 6:3 og 6:4 í úrslitaleik. H KYOKO Iwasaki, japanski Ólympíumeistarinn í 200 metra bringusundi kvenna, verður ekki með að heimsmeistaramótinu eða Asíu-leikunum. Hún náði ekki lág- mörkum á japanska meistaramótinu um helgina. Iwasaki, sem er 15 ára, náði aðeins þriðja sæti í 200 m bringusundi og það dugði ekki því aðeins tvær efstu í hverri grein kom- ast á HM. ■ VITALY Scherbo frá Hvíta- Rússlandi, sem vann sex gullverð- laun í fimleikum á ÓL í Barcelona, verður að gangast undir uppskurð vegna axlarmeiðsla síðar í þessum mánuði. Hann verður frá keppni alla vega fram að HM í nóvember. ■ BRASILÍA sigraði Kína 96:87 í úrslitaleik kvenna á heimsmeist- aramótinu í körfuknattleik sem lauk í Sydney í Astralíu á sunnudag. Bandaríkin unnu Ástralíu 100:95 í leik um þriðja sætið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.