Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1994 B 7 ÍÞRÓTTIR Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson íina í lokaþrautinni, óð í gegnum mýri hraðast allra keppenda og var aðeins annar »igurbraut Búið spil \RALDUR Pétursson ók vel í keppninni, leiddi hana annað slagið í sérútbúna flokknum. inn missti af sigurmöguleikanum í drullupytt, festist fljótiega í lokaþrautinni. Allt á hvolfi AKUREYRINGURINN Einar Gunnlaugsson náði sér ekki á strik fyrr en undir lokin. í fyrstu þraut tók hann þessa kollsteypu, en ók vel seinni hluta keppninn- ar og náði í bronsverðlaunin. Fimmti sigur Schumachers óðverjinn Michael Schumacher vann sinn fimmta sigur á árinu í Formula 1 kappakstri á sunnudag- inn. Þá kom hann fyrstur í mark í kanadíska kappakstrinum á Benetton Ford keppnisbíl, en Bretinn Damon Hill á Williams varð annar. Þriðja sæti náði Frakkinn Jean Alesi á Ferr- ari, rétt á undan Austurríkismannin- um Gerhard Berger, sesnl einnig ók Ferrari. Schumacher leiddi keppnina frá byijun og skildi keppinauta sína eft- ir. Lengi vel hélt Jean Alesi öðru sæti, en Damon Hill skaust þó fram- úr honum á aflmeiri bílnum. Undir lokin átti Alesi í vandræðum með gírskiptinguna og bíll hans festist í öðrum gír. Hann komst þó í enda- mark, en félagi hans hjá Ferrari, Gerhard Berger hafði þá saxað veru- lega á forskot hans. Þeir félagar fá nýhannaðan keppnisbíl í franska kappakstrinum og vonast eftir enn betri árangri, en mörg ár eru síðan Ferrari hefur látið að sér kveða í Formula 1. David Coulthard náði fjórða sæti á Williams-bíl, en hann tók sæti Brasilíumannsins Ayrtons Senna í liðinu, en hann lést í San Marino kappakstrinum. Nú er spurn- ing hvort hann missir sæti sitt hjá liðinu, því talsverðar umræður eru nú um að Bretinn Nigel Mansell keppi aftur fyrir liðið. Mansell hefur keppt í Indy-kappakstri í Bandaríkjunum og varð meistari í fyrra. Hann vann um helgina Detroit-kappaksturinn, sem er liður í Indy-meistarakeppn- inni. Varð talsvert á undan Banda- ríkjamanninum A1 Únser jr. „Ég fagna því ef Nigel Mansell mætir aftur í Formula 1 kappakstur. Við erum hér til að beijast, Mansell er góður og það væri gaman að kljást við hann eins og aðra góða öku- menn,“ sagði Michael Schumacher eftir sigurinn í Kanada. Hann leiðir nú heimsmeistarakeppnina með 56 stig, Damon Hill hefur 23. Munurinn er því mikill og Williams leitar til Mansell til að auka einnig möguleika liðsins í keppni framleiðenda. Þar hefur liðið 25 stig, Ferrari 32 og Benetton 56. Liðið vantar tilfinnanlega toppöku- mann eftir fráfall Senna, um tíma reyndi Frank Williams að fá heims- meistarann Alain Prost til liðs við sig, en það gekk ekki eftir. Hvorki fyrir keppnistímabilið né eftir dauða Senna. Mansell er sá eini sem gæti haldið merki liðsins á lofti það sem eftir lifir keppnistímabilsins. Mansell hætti í Formula 1 árið 1992 eftir frábæra frammistöðu, kvaðst þreytt- ur á öllu umstanginu, slúðrinu og álaginu sem fylgir því að keppa í þessum hraðasta kappakstri heims. Nú virðist hann tilbúinn að koma aftur, enda miklir peningar i boði. ■ FINNUR Aðalbjörnsson, margfaldur vélsleðameistari, fjár- festi nýlega í 30 hestafla go-kart keppnisbíl í Englandi. Hann er einn margra sem hyggjast keppa í kapp- akstri á go-kartbílum, en braut hefur verið malbikuð við bílkross- brautina í Hafnarfirði. Öflug starf- „ semi er í Kartklúbbnum í Fákafeni, þar er braut fyrir go-kartbíla og innan skamms verður opnuð braut á skautasvellinu á Akureyri. Keppnisbíll er til sýnis í Kartklúbbn- um, en hann er aðeins íjórar sek- úndur frá kyrrstöðu í hundrað km hraða. ■ MICHAEL Doohan á Honda NSR vann sinn fjórða sigur á árinu í heimsmeistaramótinu í mótor- hjólakappakstri á sunnudaginn. Keppnin fór fram á Hockenheim i Þýskalandi og leiddi Doohan frá byijun til enda. Hann náði besta tíma í öllum tímatökum og fór fremstur af stað í rásmarkinu. T ■ KEVIN Schwantz hélt um tímaí við Doohan, en um miðbik keppninnar varð hann að gefa eft- ir. Doohan hefur 28 stiga forskot á Schwantz til heimsmeistara. ■ WAINE Rainey, fyrrverandi heimsmeistari í mótorhjólakapp- akstri, lamaðist fýrir neðan bijóst- kassa í óhappi í keppni í fyrra. Hann hefur þó ekki horfið frá kapp- akstursbrautinni, heldur rekur hann eigið Yamaha-lið í flokki 250cc mótorhjóla. Sonur fyrrverandi margfalds heimsmeistara, Kenny Robei-ts, er aðalökumaður liðsins. Hann ber sama nafn og faðir hans, en hefur ekki getað keppt frá því í vor vegna handleggsbrots. H UNNAR Már Magnúson, Karl Gunnlaugsson og Þorsteinn Marel keppa í mótorhjólakapp- akstri í Englandi um aðra heigi. Þeir munu skiptast á um að aka Honda CBR 600 í 800 km löngum þolakstri, en hver munu aka 20-30 km spretti. Keppni af þessu tagi er haldin tvívegis á ári í Englandi og notuð af verksmiðjuliðum til að prófa tækninýjungar í mótorhjólum. ■ RAGNARI SkúlasynA tor- færukappa hefur gengið vel í mót- um ársins, hann leiðir meistara- keppnina í flokki götujeppa. Engu að síður kveður hann jeppa sinn til sölu fýrir rétt verð. Hann þráir að taka sér hvíld frá amstrinu í kring- um torfærumót, en segir á meðan hann eigi jeppann, sé ekkert annað að gera en keppa. ■ JÓN K. Jacobsen vann fyrsta moto-kross mót ársins fyrir skömmu. í mótinu kepptu tveir þekktir vélsleðakappar Vilhelm Vilhelmsson. og Gunnar Hákon- arson íslandsmeistari í snjókrossi. Sá síðarnefndi kvaðst aldrei hafa upplifað aðra eins þrekraun og ' moto-kross á mótorhjóli. Hann stóð á öndinni eftir barning í erfiðri brautinni, en er engu að síður van- ur erfiður vélsleðamótum. Moto- kross er talinn en erfiðasta íþrótta- grein sem hægt er að stunda og krefst mikils styrks og úthalds. Vélsleðakapparnir hyggjast keppa í íslandsmótinu. ■ KARL Wendiinger, þýskur Formula 1 ökumaður, sem slasað- ist í keppni fyrir nokkrum vikum liggur enn í dái á spítala. Hann er einn margra ökumanna sem hafa slasast á árinu. Margir hafa skadd- ast á fótum hálsi og hrygg. Öku- menn hafa stofnað með sér hags- munasamtök, sem fyrrverandi heimsmeistari, Nlki Lauda, er í forsvari fyrir ásamt ökumanninum Gerhard Berger. Þeir munu taka út öryggi brauta og fylgjast með reglubreytingum og koma með til- ' lögur frá ökumönnum til að auka öryggi keppenda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.