Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA Jflcrgu«Míiíiíi» B 1994 ÞRIÐJUDAGUR 14.JUN! BLAD adidas l Evrópumeistarar Svía í handknattleik leika í Adidas HANDKNATTLEIKUR / HM 1995 Styrkleika- flokkamir á íslandi klárir NÚ er það Ijóst eftir EM í Port- úgal hvernig Evrópuþjóðirnar skiptast í styrkleikaflokka í heimsmeistarakeppninni hérá landi á næsta ári. Dregið verð- ur í riðla í Perlunni í Reykjavík 23. júní næstkomandi. Styrkleikaflokkamir verða eftir- farandi: 1. flokkur: Svíþjóð, Rússland, Frakk- land og Sviss. 2. flokkur: ísland, Spánn, Tékkland og Þýskaland. 3. flokkur: Danmörk, Króatía, Ung- verjaland, Egyptaland. 4. flokkur: Hvíta-Rússland, 1. Amer- íkuþjóð, 1 Asíuþjóð og 2. Afríkuþjóð. 5. flokkur: Slóvenía, 2. Ameríkuþjóð, 2. Asíuþjóð og 3. Afríkuþjóð. 6. flokkur: Rúmenía eða Ástralía, 3. Ameríkuþjóð, 3. Asíuþjóð, 4 Afríkuþjóð. íslendingar geta valið sér mót- heija í riðlakeppninni.. .Fyrirkomu- lagið í drættinum 23. júní verður þannig að fyrst verður dregið úr styrkleikaflokkum eitt, þijú, fjögur, fimm og sex. Þegar það er afstaðið eru aðeins eftir þjóðirnar úr styrk- leikaflokki tvö. Islendingar fá þá að velja sér riðil. EMáSpáni 1996 Islendingar sleppa við að fara í forkeppni slitakeppni Evrópumóts landsliða í handknattleik karla 1996 verður á Spáni og verður dregið í riðla í haust. 34 lið taka þátt í Evrópukeppninni að þessu sinni og verður sama fyrirkomulag á keppninni og var í Portúgal, þ.e.a.s 12-liða úrshta- keppni. Fimm fjögurra þjóða riðlar verða í undankeppni Evrópumóts- ins. Þær 12 þjóðir sem léku í Portúgal komast beint í riðla- keppnina, auk Svisslendinga og íslendinga. En 14 Evrópuþjóðir þurfa að leika í sérstakri for- keppni um þessi sex lausu sæti í riðlakeppninni. Eftir riðlakeppn- ina fara tvö efstu liðin í hveijum riðli í úrslitakeppnina sjálfa, eða 10 lið og síðan bætast Evrópu- meistarar Svía og heimamenn, Spánveijar, við. Evrópukeppni kvenna verður í Danmörku 1996. Geir í Hauka? Miklar líkur eru á því að lands- liðsfyrirliðinn Geir Sveinsson gangi til liðs við Hauka á næstu dögum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun Jóhann Ingi Gunnarsson halda áfram sem þjálf- ari liðsins svo fremi að félaginu tak- ist að krækja í línumann. Geir er á Spáni en kemur heim á morgun og Jóhann Ingi er í Portúgal og kemur heim á fímmtudaginn og þá mun skýrast hvort af þessu verður, en nokkur félög munu hafa rætt málin við Geir. FH-ingar ætla að fá sér nýjan markvörð í stað Bergsveins Berg- sveinssonar, sem gekk til liðs við UMFA um helgina. Magnús mun hann heita, en ekki var ljóst í gær- kvöldi hvort það yrði Árnason, úr Haukum, eða Sigmundsson úr ÍR, en báðir koma þeir upphaflega úr FH. Báðir fóru frá FH með þeim formerkjum að ef þeir færu aftur í FH væri það án kostnaðar fyrir fé- lagið. FH-ingar eru að ljúka við að ganga frá samningum við þá leikmenn sem léku með félaginu í vetur og reiknað er með að þeir verði flestir áfram. FRJALSÍÞROTTIR Met Mörthu í Dublin Martha Emstsdóttir setti glæsilegt íslándsmet í 10.000 metra hlaupi í Evrópubikarkeppninni sem haldin var í Dublin á írlandi um helgina. Martha hljóp á 32 inínútum 47,40 sekúndum og bætti eigið met um 23 sekúndur. Hún sagði í samtali við Morgunblaðið alveg eins hafa átt von á því að bæta metið. „Kannski ekki svona mikið, en ég vissi að ég gæti þetta,“ sagði Martha. Það var ekki einungis Martha sem hljóp frábærlega, írska hlaupakonan Catherina McKiernan sigraði og náði besta tíma sem náðst hefur í heiminum í ár. Á mynd- inni virðir Martha fyrir sér árangurinn og hvernig hún hljóp hvern hring, ásamt landsliðs- og sambýlismannin- um Jóni Oddssyni, Þorsteini Þorsteinssyni fararstjóra og þjálfaranum Gunnari Páli Jóakimssyni, sem er lengst til hægri. ------------------------------------- ■ Allt um Evrópubikarkeppnina í Dublin / B4,B5 TORFÆRA: MEISTARINN Á SIGURBRAUT / B6,B7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.