Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ1994 B 9 HESTAR Berglind Hólm grípur hér eplið af öryggi án þes að stöðva hest sinn Seif. Og þá er þaö kókosbollan sem þurfti að borða, Eva Dögg er hér handar- lengd frá því að ná bollunni á Tarsan. Seilstí gullið hjá Sigurbimi Það bar helst til tíðinda á frekar leynilegu Reykjavíkurmeistara- móti sem haldið var fyrstu helgina í júní að Sigurbjörn Bárðarson vann ekki öll gullin í fullorðinsfiokki. Hulda Gústafsdóttir sigraði til dæmis í fimmgangi á Stefni frá Tunguhálsi og mun það líklega í fyrsta skipti sem kvenmaður sigrar í þessu karlavígi hjá Fáki eða á Reykjavíkurmeistara- móti eins og það heitir víst í dág. Þá sigraði Alexander Hrafnkelsson í gæðingaskeiði, en eitthvað gekk illa að hemja vekringana J)ví einkunnir voru óvenju lágar þar. í öðrum grein- um sigraði Sigurbjörn. Þátttaka var afar léleg í mótinu að þessu sinni. Hefur reyndar verið svo síðustu árin en megin ástæðan nú er sjálfsagt sú að mótinu var frestað vegna farsótt- arinnar títtnefndu. Þá var mótið frek- ar lítið kynnt og svo hitt að það fell- ur nokkuð í skuggann af öðrum mót- um sem haldin voru þessa sömu helgi. En allt fór þetta vel fram þótt fá- mennt væri,- því segja má að góð- mennt hafi verið á mótinu. ■ Úrslit / B11 Fyrstog fremst ánægjunn- ar vegna Hann hefur tekið þátt í fjörutíu og einu móti hjá Herði í Kjósar- sýslu og segist ekkert frekar vera að hætta þessu keppnisstússi. Hér er verið að vitna í Kristján Þorgeirs- son 76 ára hestamann í Mosfellsbæ sem á sjálfsagt met hvað varðar þátt- töku í félagsmótum Harðar. Hefur hann tekið þátt í öllum gæðingamót- um sem félagið hefur haldið frá stofn- un að tveimur undanskildum en þá var hann staddur erlendis og því erf- itt um vik. Kristján mætti nú með hest sinn Þrym frá Þverá til leiks í A-flokki gæðinga og í 250 metra .skeiðið á móti Harðar sem haldið var fyrir skömmu. Ekki náði hann verðlaunum í A-fiokknum að þessu sinni en þeir urðu hinsvegar þriðju í skeiðinu og fengu bronsið launum. Oftar en ekki hefur það verið hlutskipti Kristjáns að hirða verðlaun. Hann segist að sjálfsögðu ávallt stefna á verðlauna- sæti en auðvitað gangi það ekki allt- af upp. „Ég er í þessu fyrst og fremst ánægjunnar vegna“ segir Kristján og aðspurður bætir hann við að hann sé ekkert frekar að hætta þessu. „Ég þarf að endumýja hestakostinn, losa mig eitthvað af þessu foladóti sem ég er með. Maður er ekki lengur til neinna stórræða í tamningunum og framhaldið ræðst náttúrulega af þeim hestum sem maður hefur úr að moða“ segir keppnismaðurinn Kristján að lokum og var þar með rokinn í fyrri sprettinn í skeiðinu. Þrautakóngur og OmmutöK ÞRÁTT fyrir allt mótaflóðið bregður stundum við að sett er á mót með stuttum fyrirvara. Tvö slík mót voru haldin um helgina þegar Geysismenn héldu stutt töltmót í Gunnars- holti og Harðarmenn héldu svokallað Opið ístexmót á Varmárbökkum. Var þar um að ræða nokkuð nýstárlegt mót fyrir börn og unglinga og afa og ömmur. Keppt var í ásetukeppni, skeiði, þrautakóngi, víðavangshlaupi og afa- og ömmutölti. Þarna var leikgleðin í fyrirrúmi og kannski ekki aðalmálið að Valdimar vinna. í töltkeppni Kristinsson krakkanna var fyrst skrifar og fremst metin áseta og stjórnun en minna tillit tekið til gæða hestanna. í þrauta- kóngnum leystu þau af hendi ýmsar þrautir svo sem að ríða yfir eða láta hestana stökkva yfir dekkja- hrúgu. Grípa kókósbollu á ferð og éta, stökkva yfir tvær hindranir, Ríða inn í þröngan bás og láta hest- inn bakka út eða snúa honum þar. Þá þurftu þau að grípa epli sem hékk í bandspotta. Tekinn var tími en einnig fengu keppendur refsistig ef þrautirnar voru ekki leystar af hendi m_eð þeim hætti sem til var ætlast. ístex í Mosfellsbæ gaf öll verðlaun til keppninnar og styrkti mótið og sagði Jón Haraldsson sem afhenti verðlaun fyrir hönd fyrir- tækisins að líklega yrði framhald á þessu samstarfi, svo vel sem nú hefði tekist til. Að endingu var öll- um boðið upp á pylsur og drykk í Harðarbóli, þar sem dregnir voru út vinningar frá ístex, að sjálfsögðu lopapeysur. Á töltmóti Geysis í Gunnarsholti voru 24 skráðir til leiks, en keppnin sett á fyrst og fremst til að gefa mönnum kost á að glíma við lág- markseinkunn í töltkeppni lands- mótsins, sem er 80 stig. Fjórir náðu lágmörkum eh sigurvegari varð Sævar Haraldsson á Brjáni frá Kíl- hrauni. ■ Úrsiit / B11 Krakkar komið og fáið eiginhand- aráritun hjá besta knattspyrnuliði á íslandi í dag. Efsta lið Tropi deildarinnar Akranes kynna Lotto íþróttaskó í Hagkaup, Kringlunni í dag milli kl. 13 og 15. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Davíð Matthíasson sigraði (tölti og fjórgatigi barna á Vin frá Stokks- eyri, varð stigahæstur í sinum flokki og fimmti í fimmgangi unglinga og ungmenna. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson. Sævar Haraldsson fór vel yfir landsmótslágmarkið í töltkeppninni í Gunnarsholti á hesti sínum Bijáni frá Kílhrauni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.