Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ1994 B 5 að hlaupa undir 11 sekúndum. Hann hljóp á 10,95 sekúndum og lenti í 6. sæti. Haukur er aðeins 19 ára gamall og á framtíðina fyrir sér í greininni.__________________________ 1500 M HLAUP Finnbogi Gylfason keppti í 1500 metra hlaupi og var frammistaða hans verri en við var búist. Hann missti keppinauta sína fljótt fram úr sér og virtist hreinlega gefast upp. Hann kom síðastur í mark á 4.05,45 mínútum, sem er nokkuð frá hans besta árangri.__________________ HASTOKK Einar Kristjánsson bætti árangur sinn á þessu ári um tvo sentimetra. Hann stökk 2,08 metra í annarri til- raun og gerði þijár góðar tilraunir við 2,11 metra, og var mjög nálægt því að komast yfir. Hann jafnaði besta árangur íslands í Evrópubikar- keppninni og hafnaði í fjórða sæti. 400MHLAUP Ingi Þór Hauksson hljóp 400 metra hlaupið líkt og pabbi hans, Haukur Sveinsson, gerði í Evrópubikarkeppn- inni 1970. Árangur Inga Þórs var viðunandi, hann hljóp á 50,34 sek- úndum og hafnaði í sjötta sæti. Hann var ekki nógu ákveðinn fyrstu tvö hundruð metrana, sem gerði það að verkum að hann fór ekki undir 50 sekúndur eins og vonast var eftir. Hins vegar sló hann pabba sínum við, sem hljóp á 50,8 sekúndum árið 1970. SPJOTKAST Sigurður Einarsson náði viðunandi árangri í spjótkastinu. Hann kastaði 76,86 metra og varð annar. írinn Terry McHugh sigraði með 79,60 metra kasti. Sigurður á best 79,10 metra í ár og hefði þurft að bæta þann árangur til að sigra. Spjótin hans týndust á leiðinni til Dublin og komu ekki í leitimar fyrr en of seint fyrir keppnina. Hann gat því ekki notað eigin spjót, sem hefur eflaust haft sitt að segja.___________________ LANGSTOKK Jón Amar Magnússon keppti í langstökki, en náði aðeins að stökkva 7,14 metra, og hafnaði í sjötta sæti. Hann átti í erfíðleikum vegna óhag- stæðs vinds auk þess sem honum gekk illa að hitta á plankann. Fjögur af sex stökkum vom ógild, en þar á meðal vom stökk yfir 7,70 metra. Hefði allt verið í lagi og hlutimir gengið upp hefði hann átt að lenda í þriðja sæti.________________________ 10.000 M HLAUP Gunnlaugur Skúlason stóð sig frá- bærlega í 10 km hlaupinu. Hann hljóp á 31 mínútu 27,98 sekúndum, lenti í sjötta sæti og bætti eigin árangur um 23 sekúndur. KULUVARP Pétur Guðmundsson stóð fyrir sínu í kúluvarpinu og sigraði ömgglega. Lehgsta kast hans var 19,46 metrar, en fimm af köstunum sex flugu yfir nítján metra. Það sjötta var ógilt. Pétur lagði þama að velli m.a. Lithá- an Saulius Kleiza, sem kastað hefur yfir 20 metra á þessu ári.___ 4x100 Síðasta grein fyrri dagsins hjá körlunum var 4x100 metra boðhlaup. íslenska sveitin, sem skipuð var þeim Bjama Traustasyni, Agli Eiðssyni, Hauki Sigurðssyni og Jóni Arnari Magnússyni, hljóp á 41,96 sekúndum sem er þriðji besti árangurinn í Evr- ópubikarkeppninni frá upphafi. Sveit- in hafnaði í íjórða sæti. Sprettirnir allir voru mjög góðir en fyrsta skipt- ingin var slök.___________________ SLEGGJUKAST Guðmundur Karlsson hóf seinni daginn vel fyrrir karlaliðið. Hann kast- aði lengst 64,28 metra og hafnaði í öðru sæti. Hann bætti árangur sinn ■á þessu ári um tæpa tvo metra og hélt fyrir aftan sig mönnum sem eiga miklu betri árangur._______________ 110MGRIND Jón Amar Magnússon náði góðri útkomu út úr grindahlaupinu. Hann átti sjötta besta tímann af keppend- unum en náði fjórða sæti, hljóp á 14,61 sekúndu. Reyndar var hann nokkuð frá metinu sem hann setti fyrir nokkra, 14,36 sekúndum, en útkoman var engu að síður góð. 800 METRAR Finnbogi Gylfason hljóp 800 metr- ana, og gekk betur en í 1500 metra hlaupinu. Þrátt fyrir það kom hann síðastur í mark, á 1.56,13 mínútum, sem er nokkuð frá hans besta árangri. ÞRISTOKK Jón Oddsson var mjög óheppin í þrístökkinu. Hann meiddist í fyrsta stökki, sem mældist 13,54 metrar og gerði hann því ekki fleiri tilraunir. Hann lenti í sjöunda sæti.____________ 3.000 METRAR Rögnvaldur Ingþórsson náði sínum besta árangri í ár þegar hann hljóp á 9 mínútum 16,69 sekúndum. Bæt- ingin var upp á fimm sekúndur en auk þess var þetta næst besti árang- ur í Evrópubikarkeppni frá upphafi. Hann lenti í sjötta sæti.________ 200 M HLAUP Haukur Sigurðsson kom inn í þetta hlaup á síðustu stundu, þar sem Jón Arnar Magnússon stífnaði upp í kálfa og gat ekki hlaupið. Haukur fékk því lítinn undirbúning, og náði aðeins sæmilegu hlaupi, en auk þess var mótvindur upp á 1.72 metra á sek. sem gerði þetta erfiðara. Hann hljóp á 22,87 sekúndum og varð í sjötta sæti. KRINGLUKAST Kringlukastinu var stillt upp sem einyígi milli Vésteins Hafsteinssonar og írans Nick Sweeney, en þeir höfðu báðir náð kasti upp á 64,28 metra á þessu ári. Sweeney hafði betur, kast- aði 63,16 metra, en Vésteinn kastaði 58,98 metra lengst, jafn langt og Litháinn Alekna, en hann átti lengra næstlengsta kast og hafnaði því í öðra sæti. Vésteinn varð því að gera sér þriðja sætið að góðu og á harma að hefna nk. laugardag á Reykjavík- urleikunum, þar sem Sweeney mætir til leiks. 5000 M HLAUP Sigmar Gunnarsson náði um sek- úndu betri árangri en hann náði í fyrra, en ætlaði sér að ná enn betri árangri og var hlaupið heldur slakt. Hann keppti í 10.000 metra hlaupi helgina áður, þar sem hann bætti sig veralega, og sat það líklega í honum. Hann hljóp á 14.57,52 og lenti f sjö- unda sæti. STANGARSTOKK Sigurður T. Sigurðsson keppti í stangarstökki í sjöunda sinn í Evr- ópubikarkeppni og stóð sig prýðilega. Hann náði besta árangri sínum f ár, stökk 4,80 metra og hafnaði í þriðja sæti. Hann átti mjög góða tilraun við 5,00 metra, fór hátt yfir en felldi samt naumlega. Árangur hans var mun betri en ráð hafði verið fyrir gert._____________________________ 4x400 í íslensku sveitinni voru Ólafur Guðmundsson, sem kom inn sem varamaður fy'rir Jón Amar Magnús- son, Geir Sverrisson, Ingi Þór Hauks- son og Egill Eiðsson. Þeir hlupu allir eins og við mátti búast, en Ingi Þór náði góðum spretti og reyndar mun betri en í 400 metra hlaupinu daginn áður. Sveitin hljóp á 3.19,01 mínútu og varð í fímmta sæti. Lokastaðan eftir báða keppnisdagana var sú að Belgía var í fyrsta sæti með 102 stig, svo komu í þessari röð Holland 97 stig, Portúgal 95 stig, írland 90 stig, Litháen 77 stig, ísland 63 stig og sináþjóðir Evrópu 35 stig. ánægður með kast- lengdina þessu nú - sagði Martha Emst- dóttir eftir að hafa sett íslandsmet í 10.000 metra hlaupi ÉG átti alveg von á að ná þessu meti nú, kannski ekki að bæta það svona mikið, en ég vissi aðég gæti þetta,“ sagði Martha Ernstdóttir eft- ir að hafa sett glæsilegt ís- landsmet í 10.000 metra hlaupi, 32 mínútur 47,40 sek- úndur, og náði um leið lág- marki fyrir Evrópumeistara- mótið. Aðspurð sagðist hún ekki hafa átt í neinum erfið- ieikum með þetta. „Þetta var ótrúlega létt, en þannig er það þegar maður er í góðu formi.“ Martha hefur átt við veik- indi að stríða síðan ’92, en hefur verið að ná sér síðast- liðið ár. „Það fóru þarna tvö ár í súginn, en núna er ég orðin rosalega frísk,“ sagði Martha. Hún sagði að mótið hefði verið mjög skemmti- legt, það væri góður andi í hópnum og hún væri mjög kát með að vera komin aftur í landsliðshópinn. Sátturvið árangurinn hjá mörgum Eg er mjög sáttur við árangur- inn hjá mörgum, en þegar á heildina er litið náðu stelp- urnar betri árangri og voru nær því að gera það sem við var búist. I kvennakeppninni settu meiðsli strik í reikninginn, líka mistök og óheppni, og því náðum við ekki að vinna Irana í stigakeppn- inni,“ sagði Þráinn Hafsteinsson landsliðsþjálfari eftir Evrópu- bikarkeppnina í Dublin. Aðspurður um karlakeppnina sagði Þráinn að útkoman hefði verið ágæt hjá kösturunum, fyrsta til þriðja sæti í öllum grein- um, stökkvurunum hefði líka gengið ágætlega, örlítil framför hefði verið í langhlaupunum en spretthlaupin væru enn veiki hlekkurinn. „Það eru ennþá alltof margar greinar veikar hjá okkur til þess að eiga einhverja mögu- leika í stigakeppninni hjá körlun- um,“ sagði Þráinn. Evrópubikarkeppnin er nú haldin á hverju ári, en áður var hún haldin annað hvert ár. Þráinn sagði að það væri ekki spuming að þessi breyting væri mjög til bóta og til þess fallin að efla Martha Ernstdóttir. starfið enn frekar. „Það er mjög gott að þessi keppni skuli vera hvert ár og það er alls staðar lagt meira og meira upp úr þess- ari keppni, eins og sást hér þar sem voru íþróttamenn í heims: klassa í fyölmörgum greinum. í framtíðinni þarf að byggja upp stemmningu í kringum þessa keppni, og það hefur tekist sæmi- lega til þessa,“ sagði Þráinn. Gaf alrt semégátti í hlaupið - sagði Þuríður Ing- varsdóttir sem sýndi mikið keppnisskap Þuríður Ingvarsdóttir var varamaður í kvennaliðinu og keppti í tveimur greinum. Fyrri greinin var 400 metra grinda- hlaup þar sem hún sýndi fádæma hörku og náði þriðja sæti. Hún bætti eigin árangur vemlega og aðspurð sagðist hún ekki hafa átt von á því. „Ég bjóst alls ekki við því að verða í einhverri bar- áttu, en þegar ég sá að ég átti möguleika gaf ég allt sem ég átti,“ sagði Þuríður. Þuríður hefur æft fijálsar síð- an hún var 13 ára eingöngu, en hún er 22 ára gömul. Hún hefur einbeitt sér að keppni í sjöþraut, og hefur sett stefnuna á Islands- met Birgittu Guðjónsdóttur. „Mig vantar enn 200 stig upp á metið, en það er ekki óyfirstíganlegt bil. Ég þarf að bæta mig í spjóti og kúluvarpi til þess að svo verði,“ sagði Þuríður. Ekki Pétur Guðmundsson. keyrslan of mikii. Eg keppi á Reykjavíkurleikunum um næstu helgi og ef ég kasta ekki lengra þar verð ég að fara yfir þetta allt frá byrjun og endurskipuleggja undir- búninginn fyrir Evrópumeist- aramótið,“ sagði Pétur. Jákvæð útkoma Guðmundur Karlsson náði öðru sæti í sleggjukasti og bætti árangur sinn á þessu ári nokkuð. „Þetta var jákvæð útkoma, sá sem var í þriðja sæti nú vann í fyrra og það var gott að halda honum fyrir aftan sig. Kastaramir hafa staðið sig vel og það er gaman fyrir mig að geta haldið mig á svipuðum nót- um, því ég er langt því frá að standa jafn framarlega og þeir í sínum greinum. Þetta var gott mót fyrir mig, þama voru fímm jafnir kastarar, og ég hefði getað verið hvar sem var í þeirri röð,“ sagði Guðmundur. Aðspurður sagði hann að stefnan væri að setja nýtt íslandsmet í ágúst; „Ég þori ekki að lofa því fyrr,“ sagði Guðmundur. Átli alveg eins von á Þráinn Hafsteinsson. PÉTUR Guðmundsson var eini íslendingurinn sem náði því að verða efstur í sinni grein. Hann kastaði lengst 19,46 metra í kúluvarpinu og sigraði örugglega. Pétur sagði að hann hefði náð settu marki, sem var sigur, en hann væri ekki ánægður með lengdina. „Það er eitt- hvað að, því ég var fyrir tíu dögum að kasta yfir 19 metra án atrennu. Ég er kannski þreyttur, kannski er Guðmundur Karlsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.