Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1994 ÍÞRÓTTIR JHORGUNBLAÐIÐ ítmnw FOLK ■ VASILIV Kudinow frá Rúss- landi var markahæstur í riðla- keppninni á Evrópumótinu í hand- knattleik sem lauk í Portúgal á sunnudag — skoraði 33 mörk. Hann var einnig markahæstur í úrslita- leiknum gegn Svíum á sunnudag með 9 mörk. Eslidor Vojca, Rúm- eníu, var næstur með 32 mörk, Carlos Resenda frá Portúgal þriðji með 30 mörk og Svíinn Erik Hajas kom næstur með 29 mörk. ■ MAGNUS Anderson frá Sví- þjóð var valinn besti leikmaður Evrópumótsins. ■ DOUICHEBAEV, handknatt- leiksmaðurinn snjálli frá Rússlandi sem var markahæstur á Ólympíu- leikunum í Barcelona, lék ekki með rússneska landsliðinu á Evr- ópumeistaramótinu. Ekki var gef- in skýring á fjarveru hans, en að sögn spænskra íþróttafréttamanna er hann að sækja um spænskan ríkisborgararétt og vildi því ekki vera með. Hann lék með Teka á Spáni í vetur. Ef rétt reynist mun hann leika með Spánveijum í heimsmeistarakeppninni hér á landi í maí á næsta ári. ■ JOSIP Weber, framherji Cercle Brugge, leikur með And- erlecht næsta keppnistímabil. Hann er 29 ára Króati, sem nýlega gerðist belgískur ríkisborgari. Hann hefur verið markahæstur í belgísku 1. deildinni síðustu þijú ár og vann hug og hjörtu Belga er hann gerði 6 mörk í fyrstu tveimur landsleikj- um sínum fyrir Belgíu, gegn Zambíu og Ungverjum. ■ ANTONIO Oliveira, fyrrum landsliðsmaður, hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Portúgals. Hann þjálfaði Braga síðasta keppnistíma- bil, en var áður með Sporting. Oliveira tekur við af Nelo Vingada sem tók við liðinu tímabundið af Carlos Queiros, sem hætti í desem- ber og gerðist þjálfari hjá Sporting. ■ JOZSEF Verebes er hættur sem þjálfari ungverska landsliðsins í knattspymu eftir slakt gengi liðs- ins í vináttuleikjum að undanfömu. Ekki hefur verið ákveðið hver tekur við þjálfun landsliðsins. ■ SILKEBORGv arð á sunnudag- inn danskur meistari í knattspyrnu í fyrsta sinn í sögu félagsins. En þjálfari liðsins er enginn annar en Sviinn Bo Johannsson, sem var landsliðsþjálfari íslands fyrir nokkmm ámm. Silkeborg vann AaB á heimavelli 2:0, en á sama tíma tapaði hitt toppliðið FC Kaup- mannahöfn fyrir OB 2:3. ■ 2.000 Búígarir hafa sótt um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna vegna HM, en aðeins 400 hafa feng- ið áritun. Sömu sögu er að segja um Rúmena, en aðeins nokkur hundrað hafa fengið áritun. 2.000 Nígerímenn hafa sótt um að kom- ast frá Lagos, en aðeins 150 hafa fengið áritun. Það má því segja að færri komast til Bandaríkjanna en vilja til að sjá HM. ■ THOMAS Strunz, miðvallar- leikmaður Þjóðveija, verður ekki með í opnunarleiknum gegn Bóliviu í Chicago 17. júní vegna meiðsla sem hann hlaut í æfingaleik gegn Kanada í síðustu viku. „Ég reiknað með að verða orðinn góður fyrir fyrsta leik, en nú stefni ég á leikinn gegn Spánveijum 21. júní,“ sagði Strunz. Talið er líklegt að Mario Basler frá Bremen taki stöðu hans á miðjunni gegn Bólivíu. ■ GUIDO Buchwald, fyrirliði Stuttgart, hefur einnig verið meiddur en æfði með liðinu um helgina í Alliston í Torontó í Kanada þar sem liðið hefur undir- búið sig fyrir átökin sem framundan em. Hann verður því væntalega til- búinn í slaginn á föstudaginn og eins þeir Thomas Haessler og Jiirgen Kholer, sem meiddust í leiknum gegn Kanada. HANDKNATTLEIKUR / EVROPUMOTIÐ I PORTUGAL Svíar tóku Rússana í kennslustund í Porto SVÍAR tóku Rússa í kennslu- stund í handknattleik í úrslita- leik Evrópumóts landsliða sem lauk í Portúgal á sunnudaginn. Svíar unnu með hreint ótrúleg- um mun, 34:21. Þeir léku frá- bæran varnarleik og Tomas Svensson, markvörður, var í banastuði og nánast lokaði markinu. Króatar sigruðu Dani í leik um bronsverðlaunin, 24:23. Svíar höfðu leikinn í hendi sér frá fyrstu mínútu. Rússar skorðu fyrsta mark sitt eftir 7,25 mínútur en þá höfðu Svíar gert fimm mörk og komust síðan í 13:5 og staðan í hálfleik var 18:9. Tomas Svensson fór á kostum í markinu og varði alls 15 skot í hálfleiknum, þar af 4 víta- köst. Það gekk allt upp og sóknarnýt- ing Svía í hálfleiknum var yfir 70 prósent. Síðari hálfleikur var aldrei spenn- andí því úrslitin vom ráðin og Rúss- ar búnir að sætta sig við tapið. Að sögn Þorbergs Aðalsteinssonar, landsliðaþjálfara, sem fylgdist með keppninni, léku Svíar sína hefð- bundnu 6-0 vöm sem var eins og múrveggur. „Rússar áttu aldrei möguleika. Þessi sigur sýnir og sann- ar að Bengt Johansson, þjálfari Svía, hafði rétt fyrir sér að velja þessa eldri og reyndari leikmenn í liðið, en heimafyrir var hann hart gagnrýndur fyrir að gefa yngri leikmönnum ekki möguleika. Nú kemur hann til Sví- þjóðar með enn einn titilinn og þagg- ar niður í öllum óánægju röddun- um,“ sagði Þorbergur. Erik Hajas var markahæstur í lið- ið Svía með 8 mörk, Per Carlén, Magnus Wislander og Staffan Olsson 5 mörk hver, Stefan Lövgren 4, Pi- erre Thorsson 23, Magnus Anderson 3/1 og Robert Anderson 1. Vasilij Kudinov var besti leikmaður Rússa, gerði 9 mörk, Valeiji Gopin 5, Oleg Grebnev 2, Dimitrij Torgovanov 2, Igor Vasiljev 2 og Dmitrij Karlov 1. Danir komu mjög á óvart í keppn- inn með því að komast í undanúrslit með sitt unga og óreynda lið. Þeir vom yfir í 57 mínútur í leiknum um 3. sætið við Króatíu, 13:12, yfir í hálfleik, en misstu unninn leik niður í lokin og töpuðu með eins marks mun, 23:24. A-riðill Þorbergur sagði að Rússar hafi verið með yfirburðarlið í A-riðli. „Þeir léku góða vöm og byggðu síðan á hraðaupphlaupum. Kudinov var þeirra besti maður. Ef frá er talinn úrslitaleikurinn Iéku þeir mjög agað. Það var einhver deyfð yfir Frökk- um og þeir náðu aldrei sið sýna sitt rétta andlit. Það var einhver óánægja Reuter Magnus Wislander lék vel með Svíum og skoraði fimm mörk gegn Rússum. Hér sækir hann að marki Rússa, en Oleg Kiselev er til vamar. á milli leikmanna og þjálfarans og það sást á leik þeirra. Þýskaland olli vonbrigðum. Þjóð- verjar hafa alltaf átt góða markverði og spilað grimma vöm, en nú léku þeir illa bæði í vöm og sókn og markvarslan var slök að sama skapi hjá þeim Stefan Hecker og Holpert. Rúmenar em að byggja upp nýtt lið og ég held að það eigi framtíðina fyrir sér. Þeir em með fjóra leikmenn sem era yfir tveir metrar á hæð og flóra um 1,95 á hæð. Þeir gætu orð- ið erfiðir f HM á íslandi. Króatar em sterkir þó svo að besti leikmaður þeirra, Puc, hafi ekki ver- ið í toppæfingu. Eins vantaði aðal Ieikstjómanda liðsins og því tel ég það gott hjá þeim að enda í þriðja sæti. Hvít-Rússar léku vel þangað til þeir vom öryggir með sæti á HM á Islandi, eftir það var eins og áhuga- leysi gripi um sig. Þeir vom greini- lega sáttir við að vera komnir með farseðilinn til íslands." B-riðM Þorbergur sagði að svipað hafi verið upp á teningnum í B-riðli, Svíar vom þar með sömu yfirburði og Rússar í A-riðli. „Svíar em gríð- arlega sterkir. Þeir em búnir að keyra næstum á sama liðinu í 8 ár, eða frá því á HM í Sviss 1986. Núna vora þeir með sjö leikmenn sem léku í Sviss. Þeir em allir tilbúnir að vera áfram í landsliðinu fram yfir Ólymp- íuleika í Atlanta 1996 og sönnuðu að þeir em til alls liklegir þar. Spánveijar náðu sér ekki á strik og vom ekki eins sannfærandi og oft áður. Rico markvörður er greini- lega farinn að dala. Þó að Spánveij- ar séu með gott lið á papímum, ná þeir aldrei árangri í stórmótum. Danir komu mjög á óvart í keppn- inni. Þeir em með ungt lið og það er greinilega kominn sænskur blær á leik liðsins eftir að sænski þjálfar- inn Uif Schefvert tók við. Besti leik- maður liðsins í keppninni var Jan Jörgensen og eins kom ung skytta, Flemming Petersen, mjög vel út. Ég spái því að þeir geti gert góða hluti á HM á íslandi. Ungveijar vom slakir og eiga langt i land. Þeir em frekar lágvaxn- ir og eini leikmaðurinn sem sýndi góða leiki var József Éles. Portúgalir þoldu ekki pressuna á heimavelli. Þeir þurftu aðeins að vinna einn leik til að tiyggja sér sæti á HM hér á landi, en það tókst ekki. Þeir æfðu mjög stíft fyrir mót- ið og kannski var álagið of mikið. Ég hefði viljað sjá Portúgal hér á íslandi því handboltinn er mjög vin- sæll þar. Slóvenía er ekki með gott lið og ég hef ekki trú á því að það geri stóra hluti á HM,“ sagði Þorbergur. GOLF ÚMar áljándi íÁlaborg Ufar Jónsson varð í 18. sæti á golfmóti sem fram fór skammt frá Álaborg í Danmörku um helgina. Úlfar lék á pari vallarins, 216 högg- um (73-72-71) en Svii sigraði á 7 höggum undir pari eftir bráðabana. „Þetta gekk ágætlega. Ég rétt komst í gegnum niðurskurðinn eftir tvo daga, það þurfti að leika á tveim- ur yfír til að komast áfram og síð- ustu sex holurnar lék ég á þremur undir þannig að ég slapp í gegn. Pútterinn minn fór í gang einmitt þegar á þurfti að halda," sagði Úlfar í samtali við Morgunblaðið í gær. Völlurinn er 6.400 metra langur og erfíðleikastuðullinn er 74. „Það var ein par sex hola á vellinum, en við vomm látnir spila af kvennateign- um þannig að holan var aðeins 550 metra löng og par fimm.“ Úlfar hefur nóg að gera því á föstu- dag hefst annað mót sem stendur fram á sunnudag og síðan hefst úr- tökumót á þriðjudaginn. Úlfar þarf að taka þátt í því og verður að kom- ast í eitt af 60 efstu sætunum til að fá rétt til að leika áfram á sænsku mótaröðinni. „Fyrsta árið er mjög erfitt í þess- ari mótaröð en síðan segja Svíamir að það sé erfitt að detta út af listan- um sé maður einu sinni kominn inn á hann. Ég verð að fara í þetta úr- tökumót þó svo mér hafí gengið ágætlega hingað til. Til að vera ör- uggur á þessum mótum þarf maður að vera meðlimur í sænska PGA og vera á topp 50 peningalistanum, en á honum era allir Svíar, líka þeir 25 sem leika á Evrópumótaröðinni, eins og Anders Forsbrand og félagar. Ég verð trúlega í vondum málum ef ég kemst ekki áfram í úrtökumót- inu, en þar verða um 300 keppend- ur. Komist ég hins vegar áfram er ég trúlega kominn með skýrteini fyr- ir næsta ár ef ég hef áhuga á því. Ég hef spilað ágætlega að undan- fömu og ætti því að komast áfram en maður veit aldrei hvað gerist á svona úrtökumótum," sagði Úlfar. Ragnarvelur landsliðið RAGNAR Ólafsson, landsliðsein- valdur í golfi, valdi um helgina ungl- ingalandsliðið, skipað leikmönnum 19-21 árs, sem tekur þátt í Evrópu- keppni í Esbjerg 6.-10. júlí. Þrír efstu kylfmgamir úr þremur stigamótum sumamins eru í hópnum en þeir eru Þórður Emil Ólafsson úr Leyni (með 150 stig) og Akur- eyringamir Sigurpáll G. Sveinsson (107 stig) og Öm Amarsson (104 stig). Ragnar valdi síðan tvo þá næstu úr stigamótunum, Vilhjálm Ingibergsson úr NK (97 stig) og Tómas Jónsson úr GKj (96 stig). Sjötti maður inn er síðan Tryggvi Pétursson úr GR (84 stig), sem var í áttunda sæti eftir stigamótin þrjú.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.