Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1994 B 3 ÍÞRÓTTIR tofamt FOLK ■ BJÖRGVIN Þorsteinsson kylfingur úr Golfkúbbi Akureyrar og margfaldur íslandsmeistari, fór holu í höggi í fimmta sinn á laugar- daginn. Björgvin var meðal kepp- enda á stigamótinu í Grafarholti og gerði sér lítið fyrir og fór aðra holuna á einu höggi. Boltinn fór beint ofan í holuna án þess að lenda fyrst á flötinni og sagði Björgvin að þetta væri í annað sinn sem hann færi holu í höggi á flugi. ■ BJÖRGVIN Sigurbergsson úr Keili lék í kvennariðli fyrri dag keppninnar. Hann var í riðli með tvíburasystu sinni, Onnu Jódísi og Ragnhildi Sigurðardóttur úr Golfklúbbi Reykjavíkur. ■ ÁSTÆÐAN var sú að unnusta Björgvins var að útskrifast úr Kennaraháskólanum og tímasetn- ingin hentaði því betur fyrir Björg- vin. Ragnhildur var einnig að út- skrifat úr Kennaraháskólanum og 5ví þótti þessi lausn best. I ÞETTA olli nokkrum vandræð- um á fyrsta teig því ræsirinn skildi ekkert í því hvað karlmaður var að dunda sér uppi á hvíta teig á með- an stúlkurnar voru að slá á rauða teignum. Eftir að málið var útskýrt fyrir ræsi gekk allt vel. Björgvin átti teiginn allan hringinn, enda lék hann af karlateigum, sem eru nokk- uð aftar en kvennateigarnir og því þægilegra að láta hann slá fyrst. ■ BJÖRGVIN kunni vel við sig í kvenna„hollinu“ enda skrifaði systir hans skorið og því ekki að furða þó hann væri með forystu eftir fyrri daginn! ■ ATVINNUMENNIRNIR kepptu einnig í mótinu og þar sigr- aði Sigurður Pétursson golfkenn- ari hjá Golfklúbbi Reykjavíkur, lék á 152 höggum, einu höggi betur en Jón H. Karlsson. ■ SIGURÐUR setti niður langt og mjög erfitt pútt á síðustu hol- unni og tryggði sér þannig sigur. Árangur hans hefði dugað í þriðja sætið í keppninni, en atvinnumenn- imir keppa sem gestir. ■ SIGURÐUR var ánægður með síðasta púttið og gárungarnir höfðu áhyggjur af því að nú yrði ekki friður í golfskálanum þar sem hann yrði stöðugt að lýsa púttinu sínu. Hannes Eyvindsson var í riðlinum á eftir Sigurði og var talsvert fýrir utan 18. flötina í öðru höggi, en vippaði beint í. Þar með hafði Sig- urður ekki lengur ástæðu til að hrósa sér af púttinu. ■ STÚLKUNUM virðist vera að fjölga í golfínu því tíu stúlkur tóku þátt í stigamótinu að þessu sinni og hafa sjaldan eða aldrei verið fleiri. Anna Jódís varð raunar að hætta keppni eftir fýrri dag þar sem hún var tognuð. ■ SYSTKININ úr Keili komu mikið við sögu að þessu sinni. Auk þess sem áður eg getið með Björg- vin og Onnu Jódísi var „stóri“ bróðir þeirra, Guðbrandur nærstur holu á 18. braut eftir tvö högg, aðeins 68 sentimetra. ■ GÓÐ þátttaka var í mótinu því auk stúlknanna var 61 keppandi í karlaflokki og 75 í forgjafarflokki, alls 146 keppendur. Verðlaun, sem gefin voru af Sævari Karli voru glæsileg. ■ MIKIÐ er talað um að kyn- slóðaskipti séu að verða í golfinu hér á landi. Sigurður Hafsteins- son, úr Golfklúbbi Reykjavíkur sagði greinilegt að svo væri því hann hefði leikið með tveimur í riðli sem hefðu samtals verið 28 ára gamlir. ■ EINS og svo oft áður setti veðr- ið mark sitt á stigamótið um helg- ina og virðast það vera álög á kylf- ingum að þar sem stigamót er hald- ið þar er leiðinlegt veður. Að þessu sinni var sannkallað „Þjóðhátíðar- veður“, strekkingur og gekk á með skúrum. GOLF / STIGAMOT Fyrsti sigur Birgis Leifs á stigamóti Karen er örugg Islandsmeistari kvenna síðustu fimm árin, Karen Sævarsdóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja, sigraði í kvennaflokki og lék á sex höggum minna en Herborg Arnarsdóttir úr GR. Karlen lék á 158 höggum, Her- borg á 164 og Ólöf María Jónsdóttir úr Keili á 165 eins og Þórdís Geirs- dóttir, en Ólöf María hafði betur í bráðabana. „Þetta gekk svona þokkalega nema hvað rpér finnst ég nota allt of mörg pútt, án þess samt að ég sé að pútta illa,“ sagði Karen eftir sigurinn. Hún lék báða hringina á 79 höggum, notaði 39 pútt fyrri daginn og 37 seinni daginn þannig að það lætur nærri að helmingur högga hennar hafi verið pútt og það er of full mikið. Herborg lék á 81 höggi fyrri dag-. inn og var því aðeins tveimur högg- um á eftir Karenu. Síðari daginn dró í sundur með þeim því Herborg lék á 83 höggum. Ólöf María var í 4. sæti eftir fyrri daginn en tókst að skjótast upp fyrir Ragnhildi Sigurð- ardóttur úr GR seinni daginn, lék á 82 höggum en Ragnhildur á 84. Þórdís lék á 81 höggi síðari daginn og skaust einnig upp fyrir Ragnhildi en tapaði síðan fyrir Ólöfu Maríu í bráðabana og varð í fjórða sæti. r þriðja sætið bæði í karla og kvennaflokki. í kyennaflokki léku tvær stúlkur, Ólöf María Jónsdóttir úr Keili og Þórdís Geirsdóttir, einnig úr Keili. í karlaflokki léku Tryggvi Traustason úr Keili, Þórður Ólafsson úr Leyni og Hjalti Páls- son úr Golfklúbbi Reykjavíkur. Alls voru því fimm kylfmgar í bráðabana. Ólöf María sigraði Þórdísi í bráðabana um þriðja sætið strax á fyrstu braut en þær stöllur höfðu báðar leikið holurnar 36 á 165 höggum. í karlaflokki helltist Akurnes- ingurinn ungi, Þórður Emil Ólafsson úr lestinni á fyrstu holu, fékk skolla á meðan Tryggvi og Hjalti fengu par. Á annari holu fékk Tryggvi par en Hjaiti skolla og þar með voru úrslitin ljós. BIRGIR Leifur Hafþórsson frá Akranesi sigraði á þriðja stiga- mótinu í golfi, Boss-mótinu, sem fram fór á Grafarholtsvelli um helgina. Þetta var fyrsti sigur Birgis Leifs á stigamóti, og ekki sá síðasti, ef marka má spila- mennsku drengsins að þessu sinni. Einu höggi á eftir varð Björgvin Sigurbergsson úr Keili og félagi hans í Hafnarfirði, Tryggvi Traustason varð þriðji eftir bráðabana við tvo aðra kylf- inga. Birgir Leifur lék á 74 höggum báða dagana, eða 148 höggum samtals sem er sex höggum yfír pari vallarins. Hinn Skúh ungi kylfingur var Sveinsson öiyggið uppmálað á skrífar seinni hring, sem og þeim fyrri, og ef hann lenti í einhveijum vandamálum leysti hann þau vel. „Heppnin var nú með mér seinni partinn í dag. Ég lenti í vandræðum á fjórtándu braut, boltinn lá í snarr- rót eftir teighöggið, þaðan sló ég í brautarglompu og var hætt að lítast á. En þriðja höggið var alveg upp að pinna og ég fékk auðvelt par,“ sagði Birgir Leifur í samtali við Morgunblaðið eftir mótið. Hann bjargaði sér líka skemmtilega á næstu braut. „Maður verður að hafa heppnina með sér til að vinna í svona móti/‘ sagði kappinn. „Eg fór út á völl til að gera mitt besta og leika mitt golf. En ég neita því ekki að þegar ég kom á átjándu brautina var ég orðinn dálítið stress- aður. Maður er ekki ennþá orðinn nógu sjóaður í svona stöðu og ég er því ánægður með að ná að klára án þess að klikka," sagði Birgir Leifur, en hann setti niður þriggja feta pútt eftir að hafa grandskoðað allar að- stæður. „Ég ætlaði ekki að klikka á þessu pútti, enda á maður ekki að gera að því maður hefur æft svona pútt svo mikið," sagði sigurvegarinn. „Ég æfði heldur meira í vetur en veturinn þar á undan. Við höfum ágæta aðstöðu á svölunum í íþrótta- húsinu og þar æfum við á vetuma. í vor fór ég í æfingaferð með ungl- ingalandsliðinu til Englands þannig að maður hefur æft vel. Stutta spilið hefur gengið mjög vel að undanförnu enda hef ég lagt mikla áherslu á það.“ Ertu á golfvellinum frá morgni til kvölds? „Já, ég vinn þar! Ég mæti þama á morgnanna og er að vinna fram undir tvö eða þijú, skýst heim í sturtu og aftur upp á golfvöll og æfi síðan fram á kvöld. Ég er því á golfvellin- um frá morgni til kvölds," sagði Birg- ir Leifur, sem er nýorðinn 18 ára. Björgvin átti eitt högg á Skaga- mennina Birgi Leif og Þórð Emil Ólafsson eftir fyrri dag. Þessir þrír voru saman í riðli síðari daginn og tókst Skagamanninum unga með yfirvegun og góðum leik að vinna tvö högg af Björgvini á síðari 18 holun- um og sigra með einu höggi. Morgunblaðið/Þorkell Púttað til sigurs BIRGIR Leifur Hafþórsson frá Akra- nesi sýndi mikið öryggi á þriðja stiga- móti sumarsins og sigraði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.