Morgunblaðið - 26.06.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.06.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ1994 B 7 straumvötnum og rykmýs í stöðu- vötnum. Fullþroska kvenfluga verpir eggi sínu í vatn þar sem það fellur til botns og þroskast í lirfu sem kemur sér fyrir, festir sig oft á steina og nærist á ör- svifi úr vatninu. Að nokkrum tíma liðnum myndar lirfan um sig hjúp og hættir að taka til sín fæðu. Þá hefst púpustig flugunnar sem all- ir silungsveiðimenn kannast við. Hver hefur ekki reynt páfugls- púpuna, einföldustu flugu sem hægt ér að hnýta? Öngull með löngum legg er vafinn páfuglsfönum, snúnum um binditvinnann, vegna þess hve fanirnar eru veikbyggðar. Næst auganu er gott að vefja rauðum glóþræði, eins og sjái í dýrið inni í hýðinu. Með þessu agni þarf að veiða niðri við botn, þar sem búast má við að silungurinn sé að éta hinar raunverulegu púpur af steinun- um. Best er að draga nógu hægt og láta fluguna helst hanga. Á grunnu vatni má stundum sjá fiskinn slafra í sig púpugerið. Inni í púpuhúsinu verður rót- tæk breyting á líkama dýrsins, það hefur hamskipti og syndir síðan upp á yfirborðið sem full- þroska fluga. Þegar þúsundir flugna klekjast út á sömu slóðum á sama tíma er veisla hjá silung- unum. Hins vegar er ekki sjálfgef- ið að veiðimaðurinn komist í sam- band við þá með sínum eftirlíking- um. Grípi fiskurinn fluguna á vatns- fletinum rétt áður en hún tekur flugið er vænlegt að kasta fyrir hann þurrflugu sem flýtur í vatns- skorpunni og er þá eins gott að bregðast skjótt við ef fiskurinn lætur freistast. Oftar en ekki nær silungurinn flugunni á leiðinni rétt áður en hún kemst upp á yfirborðið og má sjá ólguna þegar fiskurinn snýr sér og kafar á ný. Við þessi skilyrði reynist oft vel að nota flugur sem nefndar eru nymfur, kenndar við grískar vatnadísir, en kallaðar gyðlur á nýrri íslensku. Samkvæmt ís- lensku alfræðiorðabókinni er gyðla sögð vera lirfa skordýrs sem tekur ófullkominni myndbreyt- ingu, þ.e. líkist fullorðna dýrinu æ meir við hver hamskipti. Þetta getur varla átt við mý- flugur, því að þar skríður flugan sjálf í lokamynd út úr púpunni. Nymfufræði er fyrirferðarmikil og allvíðtæk vísindagrein meðal silungsveiðimanna í Bretlandi. Frank Saywer og Oliver Kite voru helstu sérfræðingar og spámenn í þeim fræðum. Það hefur sýnt sig að nymfur eru gott agn þegar flugan syndir upp. Nægir að nefna Fasanastél Saywers og Skraddarann, sem snillingurinn Svavar Ólafsson klæðskeri hannaði á sínum tíma. Þegar hefðbundnar silungaflugur bregðast er ráð að klippa af vængjunum og líkjast þær þá ein- mitt mýflugum sem ekki hafa náð að breiða út vængi sína í vatninu. Vanir vatnaveiðimenn vængstýfa gjarnan, auk fyrstnefndu flugn- anna, Pétur rauða og galdraflug- una Watson’s Fancy, sem margir hafa tröllatrú á, einnig í púpulíki. Óhætt er að segja að veröld vatnsins sé heillandi heimur sem veiðimenn þurfa að kynna sér. ÞJÓDLÍFSÞANKAR /Hvad vill þjóbmeyjan? Stökkbreytt stjómmálagen ÞAÐ ER engu líkara en stökkbreyt- ing sé að verða í genum íslenskra stjórnmála með þeim afleiðingum að formúlan hefur breyst. Fram undir þetta hefur íslenska þjóðin borið lotn- ingu fyrir vel menntuðum og slæg- vitrum stjórnmálamönnum og í fjar- lægð dáðst að leikfléttum þeirra og aldrei dottið í hug í neinni alvöru að þeir ættu að víkja þótt þeir yrðu berir að einhverri óskammfeilni. Menn hafa vissulega hneykslast dá- lítið í sumum tilvikum en brosað eigi að síður í kampinn og haft laun- dijúgt gaman af öllu saman. Þessi afstaða hefur svo haft sín áhrif á stjórnmálamennina og jafnvel hvatt suma þeirra til dáða á þessu sviði. Þannig hefur sannast að þjóð fær þá stjórnmálamenn sem hún verð- skuldar. von. Nú virðist allt í einu allt vera breytt og því ekki að furða þótt venjulegir stjórnmálamenn sýn- ist dálítið klumsa. Það er varla nema Hlutverk þeirra virðst hafa breyst, stikkorðin vera orðin önnur og replikkur mót- leikaranna oft varla lengur þekkj- anlegar. Sá sem leikstýrir á sviði mannlífsins virðist skjmdilega hafa ákveðið að setja upp allt annað stykki en það sem umræddir leikendur töldu sig aðal- leikara í. Fram undir þetta sýnist íslenska þjóðin hafa gert sömu kröf- ur til stjórnmálamanna sinna og ung og óþreyjufull stúlka til elskhuga n eftir Guðrúnu Guólaugsdóttur síns. Hún vill að hann sé spennandi, sjarmerandi og skemmtilega ófyrirle- itinn í ástleitni sinni. Slíkum elskhug- um verður jafnan vel til kvenna og fyrirgefst margt meðan á tilhugalífi stendur. Öðru máli gegnir þegar komið er út í hjónaband. Þá setja flestar konur öryggið á oddinn. Eig- inmaðurinn á að vera traustur og forsjáll, orðheldinn og heiðarlegur. Konur vita af innsæi sínu að slíkur maður er líklegastur til þess að stýra heimilisfleyinu heilu gegnum ólgusjó og misvinda hinnar mannlegu tilveru. Það virðist svo sem íslenska þjóðin hafi frá lýðveldisstofnun verið í hlut- verki hinnar ásthrifnu yngismeyjar. En nú þegar verulegar þrengingar hafa gengið í garð, virðist hin ís- lenska þjóðmeyja vera að hrökkva illalega upp úr ástardraumi sínum við það að háski steðjar að. Margt bendir til að þá gerist hún hvað líður afhuga elskhuganum fíflddarfa og vilji fá mann með aðra eiginleika að stýrinu. Upp virðast runnir þeir tímar að hinar fornu dyggðir séu settar í öndvegi á ný. Nú eiga þeir leikinn í þjóðarvitundinni sem hafa orð á sér fyrir eiginleika eins og heiðarleika, dugnað og einlægni. Tilvist stjóm- málamanns í dag kann að ráðast af því hvort hann er nægilega fljótur að læra hið nýja hlutverk og leika það þannig að allur almenningur láti sannfærast. Allt í einu hefur íslenska lýðveldisþjóðin fullorðnast og skilið að það skiptir máii fyrir afkomu hennar hvað stjómmálamenn hennar ákveða. Hún skoðar ekki lengur þess- ar ákvarðanir með umburðarlyndu brosi heldur setur í bi-ýrnar, óskar skýringa og að orð skulu standa. Ótrúleat tílboð tíl itruieq Benidi orm í júlí kr. 39.900 í 1 vikur Okkur tókstþað! Með því að tryggja okkur nýjan frábærlega staðsettan gististað á Benidorm getum við nú boðið einstök kjör á síðustu sætunum til Benidorm 13. júlí. Góðar, vel innréttaðar íbúðir, rétt fyrir ofan ströndina í hjarta Benidorm, studio eða íbúðir með einu svefnherbergi. Stór sundlaug, tennisvöllur og veitingastaður á hótelinu og þú nýtur góðrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann í fríinu. Bákaðu strax meðan enn er laust ax meaan enn er lausi 39.900 SW»sWS Verð kr. pr. mann m.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára, íbúð með einu svefnherbergi, Acuarium II. Verð kr. 49.900 pr. mann m.v. 2 í studioíbúð á Acuarium II, 2 vikur. Flugvallarskattar: Kr. 3.660 f. fullorðna og kr. 2.405 f. böm. Austurstræti 17 Sími 624600 ^ÍSA 7 ÞVOTTAKERFI, HLJOÐLAT, SPARNEYTIN TEKUR BORÐBÚNAÐ FYRIR 12 MANNS VERÐ 48.900 stgr, o Fjöldi áncegóra viðskiptavina er okkar besta viðurkenning UPPÞVOTTAVÉLAR HLJÓMFLUTNINGSTÆKI ÞVOTTAVÉLAR ARTÆKl KÆLISKÁPAR SJÓNVÖRP M YNDBA N DSTÆKI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.