Morgunblaðið - 26.06.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.06.1994, Blaðsíða 22
22 B SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Omistan um Atlantshafið Bresk og bondarisk herskip á Noró- ur-Atlantshafi. Breska beitiskipió London á siglingu i Hvalfirói. Á læginu bióa kaupskip siglingar skipalestarinnar PQ-16 i mai 1942. eftir Friðþór Eydol Að undanförnu hafa menn víða um lönd minnst 50 ára afmæl- is innrásar bandamanna í Normandí sem nefnd hefur verið mesta hern- aðaraðgerð sögunnar. Brátt fer þeim fækkandi sem komnir voru til vits og ára er hildarleikur síðari heims- styrjaldarinnar stóð sem hæst og yngri kynslóðir minnast annarra stórviðburða sem nær þeim standa í tíma. Fljótt fennir í sporin og er því vert að staldra við og minnast annarrar hernaðaraðgerðar sem stendur okkur íslendingum nærri. Sú orrusta stóð óslitið allt frá þeim örlagaríka degi, 3. september 1939, er Lemp skipherra á þýska kafbátn- um Ú-30 sökkti breska farþegaskip- inu ATHENIA undan írlandsströnd, þar til að loknum átökum á megin- landi Evrópu 7. maí 1945. Orrustan um Atlantshafið var lengsta og ein harðvítugasta viðureign styijaldarinnar - viður- eign sem hvorugur aðili mátti við að tapa. Er ljóst varð að öxulveldun- um, Þýskalandi og Italíu, tækist ekki að knýja Breta til friðarsamn- inga í kjölfar velgengni þeirra í upp- hafi styrjaldarinnar var ekki annars úrkosta en að herja á skipaleiðir til og frá Bretlandseyjum og freista þess að svelta þjóðina til uppgjafar. Reyndar var hér ekki um nýja hern- aðaraðferð að ræða. Þrátt fyrir að öflugasti floti veraldar væri til varn- ar tókst þýska flotanum á árum heimsstyijaldarinnar fyrri, 1914- 1918, að sökkva 4.837 kaupskipum bandamanna, alls rúmlega 11 milljón brúttólestir, með kafbátaflota sem einungis taldi 365 kafbáta samtals byggða. Þetta gríðarlega kaupskip- atap hafði víðtæk áhrif á hernaðar- mátt Breta ekki síður en daglegt líf manna og breska heimsveldið allt. Á dögum heimsstyijaldarinnar fyrri hafði mönnum lærst að hin aldagamla aðferð að veija kaupskip með siglingum í skipalestum var besta vernd sem völ var á. Þessi háttur var því umsvifalaust tekinn upp, en því miður skorti verulega á fjölda og búnað fylgdarskipa. Þýski flotinn var alls óviðbúinn stórstyijöld við Breta. Þrátt fyrir háleitar áætl- anir var lítið komið til framkvæmda af byggingu stórra herskipa og kaf- báta sökum forgangs annarra her- gagna sem betur nýttust til land- vinninga í austurvegi. Hóf flotinn aðgerðir án úthafsflota og einungis með 47 kafbáta og var innan við helmingur þeirra hæfur til úthafs- siglinga. Sömu sögu mátti reyndar segja af breska heimsveldinu. Þar á bæ hafði skort verulega á endurnýj- un og stór hluti flotans úreltur, eða óhagkvæmur í rekstri. Þetta átti einnig við um kaupskipaflotann. Breski kaupskipaflotinn var sá stærsti í heimi, en meginuppistaða hans voru kaupskip sem byggð höfðu verið í flýti í styijöldinni 1914-1918 og höfðu ekki verið endurnýjuð sem skyldi sökum kreppuástands og átti það einnig við um kaupskip annarra þjóða svo sem Bandaríkjamanna sem þrátt fyrir mikla utanríkisverslun áttu mjög lítinn kaupskipaflota. Hófst nú uppbygging á báða bóga sem fór þó hægt af stað í fyrstu, en sumarið 1940 var baráttan um að halda sjóflutningaleiðum Breta opnum komin í algleyming. Með hernámi nánast allrar vestur- strandar Evrópu þá um vorið hafði Þjóðveijum tekist að bijótast út úr herkví breska flotans og áttu mun auðveldara með að sækja út á Atl- antshafið með herskip sín og kaf- báta og heija á skipaleiðirnar með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Staf- aði mikil hætta af herskipum sem fengu að athafna sig óhindrað á fjöl- förnum siglingaleiðum eins og sann- aðist á aðgerðum vasaorrustuskips- ins Graf von Spee á Suður-Atlants- hafí haustið áður. Eitt slíkt skip átti miklu hægara með að eyða heilli skipalest en fjöldi kafbáta. Lögðu Bretar því ofurkapp á að hefta för þýskra herskipa út á Atlantshafið, sérstaklega um þröng sundin milli Grænlands, íslands og Bretlands- eyja. Var hernám íslands og Fær- eyja vorið 1940 meðal annars liður í þessari viðleitni í framhaldi af þýsku hernámi í Noregi. Breski flot- inn Iagði tundurduflum út af Vest- fjörðum og milli Austfjarða og Fær- eyja til að hefta skipaferðir, alls yfir 110.000 duflum. Ein frægasta sjóorrusta sögunnar átti sér stað er orrustuskipin Bi- smarck og Prinz Eugen freistuðu þess að laumast suður í haf um Grænlandssund. Lauk þeim leiðangri með því að stærstu herskipum Breta og Þjóðveija, Hood og Bismarck, var báðum sökkt eins og frægt er. Nú var ljóst að það kæmi í hlut kafbátaflotans að hindra aðflutninga til Bretlandseyja og yrði það helst gert með því að sökkva sem flestum kaupskipum hvar sem til þeirra næðist. Reið á að fækka skipum hraðar en næmi nýsmíði og hefta þannig flutningsgetuna. Er fylgdar- skipum fór, að fjölga á árinu 1941 og tækni bandamanna við kafbáta- varnir jókst fluttu kafbátarnir sig á fjarlægari slóðir í leit að auðveldari bráð. Mest munaði um góðæri þeirra er nýrri og langdrægari kafbátar hófu óhindraðan hernað á skipaleið- um með austurströnd Norður-Amer- íku og á Karíbahafi. Mikið af þess- ari skipaumferð var á leið til Bret- lands og því einfaldast að ná tii þeirra á þeim stöðum er varnirnar voru veikastar. Bandaríkjamenn hófu aðgerðir til varnar skipum á Atlantshafi snemma árs 1941, þrátt fyrir að þeir væru enn hlutlaus þjóð. Roose- velt forseti og fylgismenn hans voru staðráðnir í að koma Bretum til hjálpar, enda töldu þeir fyrirséð að ella drægjust þeir inn í styijöldina fyrr en síðar. Bandarísk stjórnvöld gerðu samning við Bretland og ís- land um að taka við vörnum lands- ins af breska herliðinu sem hingað hafði komið óboðið og þar með hófst fylgd bandarískra herskipa með skipalestum út á Atlantshaf og til íslands. Einnig höfðu Kanadamenn brugðist hart við og hafið uppbygg- ingu flota síns nánast frá grunni og sáu orðið um fylgd skipalesta á þessu svæði að verulegu leyti. Þrátt fyrir að bandaríski flotinn ætti ekki í stríði við Þjóðveija fór ekki hjá því að til átaka kæmi og skutust bandarísk fylgdarskip og þýskir kafbátar nokkrum sinnum á haustið 1941 með þeim afleiðingum að einum tundurspilli var sökkt og annar mikið laskaður. Við upphaf styijaldarinnar á Kyrrahafi í desem- ber 1941 urðu Bandaríkin beinn aðili að átökunum og gátu hafið fylgd skipalesta alla leið til Bret- lands. Þeirra þáttur varð þó aldrei eins stór og Breta og Kanadamanna á Atlantshafinu, enda bar bandaríski flotinn hitann og þungann af átökun- um á víðáttum Kyrrahafsins. Hretar höfðu í upphafi styijaldar- innar leitað til bandarískra framleiðenda um hergögn og nauð- synjar sökum gríðarlegrar fram- Ieiðslugetu bandaríska iðnaðarins. Ekki var þó nóg að geta útvegað vörur og hráefni handan hafsins heldur varð að afla skipa til flutn- inga og tryggja að þau gætu fært varninginn heim. Við bættist að flytja yrði bandarískt herlið til Bret- landseyja ef von ætti að vera til þess að innrás á meginland Evrópu yrði að veruleika. Þegar svo þýski herinn hóf sókn gegn Rússlandi sumarið 1941 jókst flutningsþörfin enn. Má heita að sérhver koppur hafi verið dreginn á flot og nutu bandamenn þjónustu hlutlausra og hernumdra þjóða er mörg áttu stóra kaupskipaflota svo sem Norðmenn. Þá nutu bandamenn einnig mann- afla og herskipa hernumdra þjóða og þjóða breska samveldisins. Voru mörg bresk herskip mönnuð af þess- um þjóðum og sigldu einnig undir eigin fána. Brátt tóku skipasmíðastöðvar vestanhafs að framleiða raðsmíðuð kaupskip í stórum stíl svo endurnýj- un fór að hafa undan hinu mikla skipatapi. Flutningar til Rússlands fóru um hafnir við Persaflóa og varð að sigla alla leið fyrir Góðravonar- höfða og um hafnir á Kólaskaga og við Hvítahaf. Þessi leið, þó styttri væri, var mun áhættusamari enda hluti leiðarinnar innan seilingarfæris flughers og flota Þjóðveija í Norður- Noregi. ísland er nánast í beinni stefnu milli Austurstrandar Kanada og norðurodda Noregs og því kjörinn áningarstaður á þeirri leið eins og raunin varð. Var skipum frá Bret- landi og Bandaríkjunum safnað sam- an í lestir í Hvalfirði sem einnig var lægi orrustuskipa er veittu lestunum vernd úr fjarlægð, yrði þýskum orr- ustuskipum beitt gegn þeim. ísland var einnig áningarstaður fylgdar- skipa uns tækni við eldsneytistöku í hafi hafði verið fullkomnuð og nýrri og langdrægari fylgdarskipum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.