Morgunblaðið - 26.06.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.06.1994, Blaðsíða 11
f- MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Sverrir Nýstárleg Vitrun, Kristján Guttesen, Anna B. Ólafsdóttir og Helgi Már Hubner. Tónlistarvitrun MEÐAL nýstárlegra hljómsveita sem hafa látið á sér kræla undanfarið er Vitrun. Sveitin átti lag á safnplötunni Reif í tætlur og svo kom annað lag á „Algjöru kúli“. Tónlistarlegur leiðtogi Vitrun- ar er Helgi Már Hubner, sem sér um að semja öll lög, en text- arnir koma úr smiðju félaga hans Kristjáns Guttesens. Þriðja hjól undir vagninum er svo Anna Björk Ólafsdóttir. Helgi segist alltaf vera að í tónlistinni; alltaf að semja lög og að hljómsveitin Vltrun eigi eftir að halda áfram enn um hríð. Hann segir þriðja lagið væntanlega á safnplötu á næstunni, en ekki hefur sveitin komið nema einu sinni fram opin- berlega, enda segir hann að ekki sé mannaskipan fullráðin. „Vitrun hefur alltaf verið ég Kristján og Anna Björk, en svo höfum við fengið ýmsa til liðs við okkur eft- TÓNLIST í BÍÓ- DÖGUM Á NÆSTUNNI verður frumsýnd kvikmynd Frið- riks Þórs Bíódagar. í þeirri mynd leikur tónlistin nokk- uð stórt hlutverk og á næstu dögum er væntanleg samnefnd breiðskífa með lögum úr myndinni. Sögusvið Bíódaga er sjötti áratugurinn, og af því dregur tónlistin nokkurn dám og á plötunni eru nokkrar klassískar dægurperlur frá þeim tíma erlendar og inn- lendar. Einnig er eitt nýrra lag, sem á vísast eftir að glymja n\jög í sumar, en það er titillag myndarinnar sem Bubbi Morthens semur og flytur. Önnur lög á disknum eru Litli vin með Sigurði Ólafs- syni, Blikandi haf sem Sig- urður flytur með Sigurveigu Hjaltested, Þrek og tár, sem Haukur Morthens og Erla Þorsteinsdóttir syngja sam- an, Hvítu mávar og Manstu ekíri vinur, sem Helena Ey- jólfsdóttir syngur, Allt á floti í flutningi Skapta Ólafsson- ar, Við gefumst aldrei upp sem Erling Ágústsson syng- ur, Ragnar Bjarnason syngur Vorkvöld í Reykjavík, Karla- kór Reykjavíkur Litfríð og ljóshærð og Finna fjallsins auðn. Erlendu lögin flytja Kinks, You Really Got Me og Tired of Waiting for You, Roy Rogers, Ride Son Ride, og Animals, House of the Rising Sun. ir því sem þurft hefur, einna helst trommuleikarann Valdimar Kristjánsson." Helgi segir að þau stefni á að troða meira upp í sum- ar, eftir því sem þeim takist að koma saman hljómsveit. „Mér finnst mjög gaman að sitja heima og semja, en maður græðir ekk- ert á því, það verður að leyfa fólki að heyra þetta.“ Eins og áður segir hefur Vitrun sent frá sér tvö safnplötulög og eitt er á leiðinni, en Helgi segir að sveitin stefni ákveðið á að taka upp breiðskífu sem allra fyrst. Það taki þó tíma að kynna hljómsveit- ina og kannski ekki tímabært að gefa út plötu strax, en það kemur að því. Morgunblaðið/Kristinn Stuð Hunang á Gauknum. íslensk studsveit Á VORIN fara ballsveitinar á kreik, enda sumarið helsta ver- tíð í þeirri útgerð. Meðal þeirra sem hyggja á landvinninga í sumar er hljómsveitin Hunang, sem hefur meðal annars að vopni lag á safnplötu Skífunn- ar, Heyrðu 4. Hljómsveitin Hunang er tveggja mánaða gömul, þó hún hafí verið i burðarliðnum frá áramótum. „Þetta er norðlensk hljómsveit, skipuð Norðanmönn- um sem komnir eru heim eftir víking," segja þeir félagar glað- beittir, og bæta við að Hunang sé úrvalssveit, stofnuð uppúr Skriðjöklum, Stuðkompaníinu og Sniglabandinu. Fyrir skemmstu kom Hunang suður til að spila á Gauknum og segja Hunangsliðar að slíkar heimsóknir í höfuðstaðinn sé reglulegar, en annars er sveitin nánast fastráðin í Hreðarvatns- skála í sumar, því þar verða Hun- angsböll níu helgar í sumar. Eins og áður segir á Hunang lag á safnplötu Skífunnar sem kemur út á næstunni og þeir félag- ar segjast stefna á að koma sér upp bunka af eigin lagasmíðum, „enda á Hunang að vera íslensk stuðhljómsveit með íslenskt efni“. SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 19940 11 ÞJÓÐHÁTÍÐIN Á ÞIIMGVÖLLUM 17. JÚIMÍ1994 Endursýning í Sjónvarpinu Sjónvarpið og Þjóðhátíðarnefnd hafa ákveðið að sýna valda kafla úr sjónvarpsdagskránni 17. júní. Endursýningin verður sunnudaginn 26. júní n.k. og hefst kl. 12.45. 6. flokkur á leið til Vestinannaeyja, 5. flokkur á leið til Akureyrar, Old boys" á leið til Akureyrar! Aðrir knattspyrnuiðkendur! Við eruth í HM skapi og bjóðum því frábœr sértilboð á fótboltaskóm og öðrtnn fótboltavörum. fÓTBOLTAVEISLA I SPÖRTU LAVGAVEGI49. PUMA KING Sérlega mjúkur og þægilegur skór. Toppskórinn frá Puma. Nr. 57:-11 Verö 6.990 (áöur 8.990). PUMA EUROSTARS TOP Skór f. möl og gras úr mjúku og sterku leöri. Nr. 40-42 h Verö 3.990 (áöur 6.580). I Puma King Junior Fjöltakkaskór nr. 28-387-’. Malar/grasskór nr. 28-34. Verö aöeins 995. LE CAF ÍÞRÓTTAGALLAR Nr. 2-16 og S-XXXL. Verö barna frá 3.990. Verð fulloröins frá 4.990. NIKE INROAD nr. 26-38. NIKE PANTHEON | Nr. 39-46. Verö 3.515. ÍÞRÓTTASKÓR Á GÓÐU VERÐI 15% afsláttur aföllum öðrum fótboltaskóm. Restar á algjöru lá± Markmannshanskar: TUboð 1.490. Legghlífar nr. junior og Senior, tilboð kr. 690. 15% afsláttur af eftirtöldum öðrunt fótboltavörum: Marktnannsbuxum, tnarkmatmspeysum, markmattnshönskum legghlífiim, fótboltum, stuttbuxum og fótboltaskóm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.