Morgunblaðið - 26.06.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1994 B 23
fjölgaði. Á árinu 1943 var farið að
sigla miklu stærri skipalestum beint
til Bretlands og þaðan þeim skipum
er voru á leið til Rússlands. Urðu
þá þær breytingar að ísland hætti
að vera áningarstaður skipalesta að
mestu.
Grimmileg baráttan á hafinu var
linnulaus. Kafbátaflotinn, sem
beitt var af mikilli tækni í hópum
gegn skipalestunum hvar sem varn-
irnar voru veikar fyrir, virtist um
hríð ætla að hafa betur. Er á leið
viðureignina tökst þó smám saman
að hrekja þá lengra út á hafið þar
sem þeir voru óhultir gegn flugvélum
sem voru þeim mjög skeinuhættar.
Hámarki náði orrustan vorið 1943.
Síðan í september árið áður hafði
aðal athafnasvæði kafbátanna á
Norður-Atlantshafi verið á stóru
svæði á hafinu miðju þar sem mikið
af skipalestum varð að fara um, en
nutu ekki verndar flugvéla. Síðustu
stóru skipalestaorrusturnar voru
háðar í mars 1943. Þrátt fyrir mikið
skipatjón var ljóst að með tilkomu
flugmóðurskipa er veittu vernd alla
leið yfir hafið og mjög langdrægra
flugvéla úr landi höfðu varnir skipa-
lestanna náð því stigi að kafbáta-
tjónið var ekki lengur í ásættanlegu
samræmi við ávinninginn. Lauk svo
að flotastjórnin þýska dró megin-
þorra kafbáta sinna af skipaleiðun-
um um norðanvert Atlantshaf í
maímánuði og tók þá skipatjóninu
loks að linna svo um munaði.
Þessi þáttaskil eru jafnan talin
marka sigur í orrustunni um Atlants-
hafið þrátt fyrir að kafbátaflotinn
sækti í sig veðrið um skamma hríð
haustið 1943 og 1944 og héldi óvin-
inum við efnið annars staðar allt til
stríðsloka.
Margir samverkandi þættir urðu
til þess að bandamenn unnu sigur í
þessari miklu viðureign. Þar er fyrst
og fremst að þakka tækniframförum
í búnaði og sérstaklega í beitingu
hans svo og óstöðvandi straumi
nýrra skipa er gerðu miklu meira
en að fylla í þau skörð sem höggvin
voru í kaupskipa- og herskipaflot-
ann. Framfarir í kafbátatækni töfð-
ust og Þjóðveijar komu ekki nýjum
og miklu öflugri kafbátum sínum í
notkun svo neinu næmi. Kafbátar
sem í reynd voru einungis litlir tund-
urskeytabátar sem gátu falist í und-
irdjúpunum skamma hríð máttu sín
lítils gegn flugvélum búnum ratsjám,
djúpsprengjum og tundurskeytum
sem beitt var af mikilli tækni er á
leið styijöldina. Langdræg fylgdar-
skip búin hljóðbylgjutækjum
(ASDIC/SONAR), ratsjám og tækj-
um til að miða út fjarskiptasending-
ar gerðu gæfumuninn auk flugmóð-
urskipa sem ásamt langdrægum
flugvélum úr landi náðu að spanna
síðustu griðasvæði kafbátaflotans.
Þá er ótalinn árangur vel skipulagðr-
ar og samræmdrar stjómunar allra
siglinga á hafinu. Nutu stjórnendur
aðgerðanna þess gjarna að geta les-
ið dulmálsskeyti kafbátahópanna og
stjórnenda þeirra nógu tímanlega til
að vara skipalestirnar við og breyta
stefnu þeirra framhjá hættunni, eða
gera þeim fyrirsát. Að sama skapi
lásu Þjóðveijar einnig mikið af dul-
málsskeytum óvinarins, en það dugði
ekki alltaf til, enda kafbátaflotinn
orðinn tæknilega úreltur á endanum
sé miðað við framfarir bandamanna
í vörnum gegn þessari fyrrum yfir-
þyrmandi vá.
Flestir kannast við orrusturnar um
Bretland, við Alamein og inn-
rásina í Normandí. Þeir eru ef til
vill færri er hugleitt hafa að hefðu
bandamenn ekki haft yfirhöndina í
þessum langa og mikla hildarleik á
Atlantshafinu hefði fátt verið um
eldsneyti fyrir flugvélar í orrustunni
um Bretland eða mannafla og búnað
fyrir innrásina miklu, og þá baráttu
á austur- og vesturvígstöðvunum
sem á eftir fýigdi. Er því verðugt
að minnast þessara válegu atburða
er gerðust hér við túnfótinn fyrir
hálfri öld og þeirra þúsunda manna
og kvenna er létu lífið fyrir málstað
sinnar þjóðar í þessum mikla hildar-
leik og þá ekki síður að fagna sáttum
sem hjálpað hafa til við að græða
sárin.
Höfundur er upplýsingafulltrúi
varnnrliðsins ogáhugamaður um
sögu íslands ísíðari
heimsstyrjiHdinni.
KAUPMANNAHAFNARBRÉF
Atvinnuleysi sem hugsjón
FYRIRSÖGNIN lítur kannski út
fyrir að vera einhver tröllslegur
misskilningur, því hver getur haft
atvinnuleysi sem hugsjón í lífinu?
Með því að leggja hlustimar við
tal ungs fólks hér þá hefur því
slegið niður í hausinn á mér að í
raun sé til töluverður hópur fólks
hér sem hefur atvinnuleysi sem
hugsjón. Það er atvinnulaust og
kærir sig í raun ekki um neitt
annað. Og það þarf heldur ekki
að kæra sig um neitt annað, því
félagslega styrkjakerfið er gróðr-
arstía fyrir þá, sem eru hæst-
ánægðir með að vera á framfæri
hins opinbera og vilja fást við það
sem þeir hafa áhuga á. Það hefur
lengi verið viðloðandi meðal hinna
atvinnulausu að þeir þyrftu að
skammast sín fyrir aðstæður sínar
og þannig hugsa líka margir enn.
En það er líka dijúgur hópur sem
sér möguleika á því sem atvinnu-
laus að sinna hinum og þessum
áhugamálum og láta allar hug-
myndir um fasta atvinnu lönd og
leið.
í fyrsta skipti sem það hvarfl-
aði að mér að atvinnuleysi gæti
verið hugsjón til að stefna að í
lífinu, var þegar ég heyrði skóla-
strák í níunda bekk grunnskólans
segja frá umræðum í bekknum
um hvað krakkamir ætluðu að
fást við í framtíðinni. í bekknum
var hress og ákveðin stelpa sem
stóð sig ágætlega í námi og hafði
eindregnar hugmyndir um hvað
hún ætlaði sér að verða þegar hún
yrði stór. Hún ætlaði að verða
atvinnulaus og ekkert annað. Á
þann hátt gæfíst henni gott tæki-
færi til að sinna áhugamálum sín-
um sem voru tónlist og leiklist þó
án þess hún vildi veðja á aðra
greinina í lærdóms- og atvinnu-
skyni. Og nú ætlar líka menning-
armálaráðherrann að rétta stúlk-
unni og skoðanasystkinum hennar
hjálparhönd. Á næstu árum verður
sem samsvarar rúmum 2,5 millj-
örðum íslenskra króna varið í alls
kyns menningarverkefni fyrir at-
vinnulausa.
Hugmyndin um styrk til áhuga-
hópa hvílir að hluta á þeirri stað-
reynd að þó einhveijir hafi at-
vinnuleysi sem hugsjón og stefnu,
þá veitist þó mun fleirum erfitt
að fá eitthvert innihald í líf sitt
þegar þeir eru atvinnulausir. Það
verður erfitt að vakna á morgn-
ana, erfitt að hafa samband við
fólk og viðkomandi koðnar al-
mennt niður. Atvinnulausir með
böm hafa börnin á dagvistarstofn-
unum, því þeir hafa rétt til þess
eins og aðrir, en allur kraftur og
vilji til að halda uppi góðu fjöl-
skyldulífi glatast. Böm atvinnu-
lausra alast því oft á tíðum upp
við heldur bágbornar og losaraleg-
ar aðstæður og læra lífsmynstur
atvinnuleysisins frá blautu barns-
beini, oft í hverfum þar sem at-
vinnuleysi er viðloðandi. Likt og
foreldrarnir missa þau því hæfi-
leikann til að einbeita sér að til-
teknum hlutum sem flestir þroska
með sér með reglubundinni vinnu.
Þarna eiga styrkirnir til listastarf-
semi líka að koma til góða.
Hugmyndin er býsna falleg á
pappírnum, því þarna á að styðja
við þá mýmörgu áhugahópa í öll-
um listgreinum sem svo víða era
til og sem gefa lífi þátttakenda lit
og innihald. En málið á sér aðrar
hliðar og hugmyndin hefur fengið
blendnar móttökur atvinnufólks í
menningargeiranum. Úr röðum
leikara hefur meðal annars verið
bent á að hugtakið „áhugamanna-
leikhús“ hafi breytt um innihald
undanfarin ár. Áður hafi leikarar
í slíkum leikhúsum verið póstur-
inn, sparisjóðsstjórinn og skóla-
stýran í bænum. Nú séu áhuga-
mannaleikhúsin hópar fólks sem
sé atvinnulaust og hafi ekkert
annað starf en leikinn og leikhús-
reksturinn. Stuðningur við áhuga-
hópana og þar með fé til aðstand-
enda gerist í raun í samkeppni við
atvinnuleikhúsin, þar sem fólk
hafi heldur ekkert annað starf við
hliðina á. Sama gildir í öðrum list-
greinum.
Kerfið: vítt inngöngu, en
þröngt útgöngu
En stúlkan sem vitnað var í
áðan kom ekki úr neinu atvinnu-
leysishverfi og báðir foreldrar
hennar em háskólamenntaðir og
með ágæta atvinnu. Forsendur
hennar liggja allt annars staðar,
meðal annars í kerfi sem býður
upp á þokkalegt líf þrátt fyrir
enga atvinnu. En margt ungt
fólk sem ekki ætlar sér að hafa
atvinnuleysi að hugsjón heldur
lendir inni í atvinnuleysiskerfinu
gegn vilja sínum, kvartar yfir að
þar séu dymar viðar inngöngu,
en þröngar útgöngu. Kerfið
gleypir fólk fúslega, en vill líka
stýra því og stjórna.
í vikunni var haldin þriggja
daga ráðstefna ungs atvinnu-
lauss fólks. Einn af forsprökkum
fundarins sagði að hann vildi
gjarnan miðla öðra ungu og at-
vinnulausu fólki af réynslu sinni.
Hann var atvinnulaus eftir stúd-
entspróf. Félagsmálastofnun
sendi hann í vinnu á dagvistar-
stofnun í nokkra mánuði, eins
og tíðkast til að unga fólkið venj-
ist ekki á að hanga og gera ekki
neitt. Hann var ánægður með
vinnuna, en hún stóð stutt og
launin voru svo lág að hann gat
ekki sparað_ saman í drauma-
ferðalagið. Áður en hann vissi
af hafði kerfið lagt þvala hramma
sína á hann og honum fannst
ekki geta ráðið ferðinni lengur.
Það er einfalt að gagnrýna
kerfið, en erfiðara að koma með
uppbyggilegar ábendingar um
það sem betur megi fara. Og það
er kannski heldur ekki sársauka-
laust að breyta. Kjarninni í öllum
umræðum um atvinnuleysis- og
félagsmálakerfið er áhyggjur yfir
andlegri líðan þeirra sem þurfa
á því að halda. Peningaáhyggj-
urnar eru nefnilega að mestu
fyrir bí. Kerfið er einfaldlega svo
gott að enginn þarf að svelta,
heldur lifir fólk fjárhagslega séð
jafn góðu lífi á styrkjakerfinu
eins og þeir sem hafa láglauna-
störf. Þeir sem hafa borgað í
atvinnuleysissjóði meðan þeir
voru í vinnu halda að mestu laun-
um sínum.
Reynsla Dana hefur glögglega
sýnt að viðbrögð við atvinnuleysi
snúast aðeins í litlum mæli um
peninga. Málið er að hanna kerf-
ið svo að það haldi lífi í fólki, en
haldi ekki í það. Að finna jafn-
vægið milli stuðnings og þess að
gera það fráhverft vinnu. At-
vinnulausir í Danmörku hafa fé,
nóg til að framfleyta sér og vel
það. Fjögurra manna fjölskylda,
þar sem báðir foreldrar eru at-
vinnulausir og sem býr í leigu-
húsnæði, getur haft sem sam-
svarar rúmum 120 þúsund ís-
lenskum krónum í ráðstöfunarfé
á mánuði. Vandamálið er að ef
annað þeirra fær vinnu, er ekki
ósennilegt að ráðstöfunartekjur
minnki, því um leið glatast ein-
hver hluti styrkjanna. Það er
kannski ekki síst þessi staðreynd
sem gerir það að verkum að kerf-
ið verkar letjandi, því það er tölu-
verður hópur sem rambar á þess-
um mörkum.
Og svo er kerfið sumsé þannig
skrúfað saman að ungt fólk sem
kýs að helga ævina listrænum
viðfangsefnum og störfum, án
þess að vilja kasta sér út í það
sem nám fyrst og síðan atvinnu,
veit að það getur gengið að viss-
um tekjum, án þess að binda sig
fast. Eins og einn þátttakandi í
áðurnefndum fundi sagði, þá
skammaðist hann sín í fyrstu
fyrir að vera atvinnulaus. Nú er
hann kominn á kaf í ýmis félags-
leg verkefni og listræn störf og
getur alls ekki hugsað sér fasta,
launaða vinnu. Þegar hann er
spurður hvað hann geri, segir
hann ekki lengur að hann sé at-
vinnulaus, heldur að hann sé lífs-
starfsmaður.
Þegar útlendingar sem búa í
Danmörku hittast ber félags-
málakerfið oft á góma. Fyrir
stuttu barst efnið í tal við Na-
pólíbúa sem dvelur oft hér vegna
vinnu sinnar. Honum fannst al-
veg stórkostlegt hvernig tekið
væri á atvinnuleysinu hér. Að hér
gæti fólk bara ákveðið að vera
atvinnulaust og fengið styrki, ef
það kærði sig um og langaði til
að skipta um stefnu í lífinu og
fara að gera eitthvað annað. Til
dæmis eitthvað listrænt og skap-
andi. Nokkrir danskir kunningjar
hans höfðu valið þessa leið. Á
Italíu Jiekkist ekkert í þessa ver-
una. Eg sagði honum að ég væri
honum öldungis ósammála og
áliti þennan möguleika vera
hættulega gildra, því ég tryði því
að fólk væri betur sett með því
að þurfa að treysta á sjálft sig
og sitt val, í stað þess að geta
flúið í náðarfaðm hins opinbera.
Að mér þætti kerfið rækta upp
óholla lifnaðarhætti og draga úr
þeirri ábyrgðartilfinningu sem
hver og einn ætti að bera fyrir
sjálfum sér og eigin lífi, ekki síst
af því það væri letjandi fyrir
ungt fólk að finna sér vinnu.
Við gátum ekki orðið sammála
um þetta, því hér er um tvær
ósættanlegar skoðanir að ræða.
En ég á erfitt að sætta mig við
kerfí sem getur komið þeirri lífs-
skoðun inn hjá ungu fólki að at-
vinnuleysi geti verið hugsjón um
framtíðarstarf, rétt eins og það
að langa að verða smiður, prestur
eða bankagjaldkeri
Sigrún
Davíðsdóttir
Kynningarverð kr. 4.950,
5 greiðslur kr: 990,-pr. mánuð
♦ Einangraöu þau atriði sem ógna heilsu þinni meö
hjálp spurningalistanna.
♦ Bættu mataræðið til að draga úr líkum á
krabbameini og hjartasjúkdómum.
♦ Lærðu að kljást við hvunndagsstreituna.
♦ Hægöu á ellihrörnuninni og lifðu lengur og betur.
♦ Uppgötvaðu hvernig heilbrigður líkami starfar.
♦ Geröu þér áætlun um stigvaxandi líkamsrækt.
♦ Kynntu þér skyndihjálp og önnur viðbrögð við slysum,
og menning
Laugavegi 18, sími 24240
J