Morgunblaðið - 30.07.1994, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 30.07.1994, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Björn Gíslason ÞÓR Magnússon, Magnús Oddsson, Pétur Björnsson og Davíð Stefánsson við skiltið á Möðruvöllum. Sög'ufræg’ir staðir merktir Listasumar ’94 Um helgina Sýningar Café Karólína. Hlynur Hallsson opnar sýningu sína, Innsetningu fyrir kaffihús, í dag. Hann sýnir þar vaxhúðaðar minningar, alls 36 kaffibolla úr ýmsum áttum, sem hver um sig segir sögu Listasafnið á Akureyri. Nú er síðasta sýning- arhelgi á mál- verkum Kristín- ar Jónsdóttur frá Arnarnesi auk nýrra verka Borghildar Óskars- dóttur og sýningar gullsmiðanna Erlings Jóhannessonar, Kristínar Petru Guðmundsdóttur og Þorbergs Halldórssonar. Deiglan. Sýningu Brynhildar Þorgeirsdóttur,. Sólveigar Eggerts- dóttur og Sigrid Valtingojer lýkur um þessa helgi. Myndlistaskólinn á Akureyri. Sýning Aldolfs Hasenkamps til ágóða fyrir sjóð um styttu af Jóni Sveinssyni, Nonna, stendur til 7. ágúst. Vinnustofugangurinn í gamla Samlagshúsinu. Lilla Leifsdóttir sýnir tískuljósmyndir Glugginn i Göngugötunni. Tinna Gunnarsdóttir sýnir verk sín. Allar sýningarnar eru opnar klukkan 14-18 alla daga nema sýning Hlyns á Karólínu sem er opin meðan húsið er opið og þeir sem eiga leið um Göngugötuna geta séð verkin í Glugganum allan sólarhringinn. Leiklist Alheimsleikhúsið á Akureyri frumsýnir tvo einþáttunga, Al- heimsferðir - Ema eftir Hlín Agn- arsdóttur og Eitthvað ósagt eftir Tennessee Williams í Deiglunni þriðjudagskvöldið 2. ágúst kl. 20.30 Tónleikar Sönghópurinn Hljómeyki og Haf- liði Hallgrímsson koma fram á Sumartónleikum á Norðurlandi í Akureýrarkirkju á sunnudag klukk- an 17. Á VEGUM ferðaátaksins „ísland, sækjum það heim“ hefur um nokk- urra mánaða skeið verið unnið að því að sögufrægir staðir og náttúru- vætti víða um land verði merkt sér- staklega. Áætlað er að í fyrstu verði komið upp merkingum við 50 staði á landinu og var fyrsta skiltið af- hjúpað við Möðruvelli í Hörgárdal í gær. Skiltin eru gerð í samvinnu við Þjóðminjasafn Islands en Vífil- fell hf. kostar gerð þeirra. Davíð Stefánsson, formaður framkvæmdanefndar ferðaátaksins „Island, sækjum það heim“, sagði, að fljótlega eftir að starf nefndar- innar hófst hafi komið til tals að mikil þörf væri á að merkja sögu- fræga staði og koma upp upplýsing- um og leiðbeiningum fyrir þá sem ættu leið um landið. Ákveðið hefði verið í tilefni 50 ára afmælis lýð- veldisins og ferðaátaksins „íslands- ferðar fjölskyldunnar 1994“ að hefjast þegar handa og koma upp leiðbeiningaskiltum við 50 sögu- fræga staði víðs vegar um jand á þessu ári. Á sama hátt og „ísland, Fyrsta skiltið afhjúpað við Möðruvelli í Hörgárdal í gær sækjum það heim“ væri langtíma- átak væri á dagskrá nefndarinnar að framhald yrði á þessum sögu- slóðamerkingum á næstu árum. Samvinna við Þjóðminjasafn Davíð sagði, að tekist hefði gott samstarf við Þjóðminjasafn Islands og á þess vegum væru valdir staðir þar sem skilti yrðu sett upp, valdar skýringarmyndir og samdir skýr- ingartextar á 5 tungumálum, ís- lensku, ensku, þýsku, frönsku og dönsku. Skiltin væru vegleg að allri gerð og Vegagerð ríkisins annaðist uppsetningu þeirra og frágang umhverfis. Auk skiltanna sjálfra væru smærri skilti við vegi sem vísuðu á þau með nokkrum fyrir- ÁGREININGUR hefur verið milli skattyfirvalda og Útgerðarfélags Akureyringa. Gerð er grein fyrir þessu í ársreikningum félagsins fyrir árin 1992 og 1993. Yfir- skattanefnd _ hefur úrskurðað í málinu og Útgerðarfélagið hefur greitt skatt samkvæmt niðurstöðu hennar. Ágreiningur um yfirfærslu skattlegra réttinda Samkvæmt upplýsingum frá Björgólfi Jóhannssyni fjármála- stjóra ÚA er hér um að ræða ágreining um yfirfærslu skattlegra réttinda við sameiningu ÚA og Hraðfrystihúss Keflavíkur árið 1990 og gjaldfærslu keyptra veiði- heimilda. Niðurstaða Yfirskattanefndar vara. Skiltin eru hönnuð hjá Teikni- stofu Halldórs Jóhannssonar á Ak- ureyri og framleidd hjá Merkingu hf. í Reykjavík. Vífilfell kostar gerð skiltanna Að sögn Davíðs Stefánssonar er ferðaátakið „ísland, sækjum það heim“ kostað af einkafyrirtækjum með auglýsingum og fjárframlög- um. Hann sagði að Vífilfell hf., umboð Coca-Cola á íslandi, kostaði gerð söguskiltanna sem upp yrðu sett á þessu ári. Fyrsta söguskiltið var afhjúpað við athöfn að Möðruvöllum í gæt'. Þór Magnússon þjóðminjavörður flutti stutt ávarp og rómaði þessa framkvæmd, sem Þjóðminjasafnið tæki auðfúsan þátt í. Pétur Björns- son framkvæmdastjóri Vífilfells hf. ávarpaði gesti og kvaðst hafa brugðist afar glaður við þegar þess var farið á leit við fyrirtæki hans að það tæki þátt í uppsetningu skilt- anna. Magnús Oddsson ferðamála- stjóri afhjúpaði fyrsta söguslóða- skiltið. hafi verið sú að Útgerðarfélagi Akureyringa bæri að greiða 80 milljónir króna í tekjuskatt vegna ársins 1990. Þessi upphæð hafi þegar verið greidd. Björgólfur tekur fram að þessi niðurstaða hafi ekki áhrif á skatt- greiðslur félagsins fyrir árin 1991-1993. Félagið hafi í árslok 1993 átt yfirfæranlegt skattalegt tap að upphæð 322 milljónir króna og því komi ekki til greiðslu tekju- skatts vegna yfirstandandi árs. Niðurstaðan yfirfarin Sérfræðingar Útgerðarfélagsins í skattamálum séu að yfirfara niðurstöðu yfirskattanefndar og muni stjórn ÚA í framhaldi af því taka afstöðu til þess hvort máli þessu verði vísað til dómstóla. Alþjóðlegt fornsagna- þing hefst á mánudag NÍUNDA Alþjóðlega fornsagna- þingið verður sett við athöfn í Akur- eyrarkirkju klukkan 10 að morgni mánudags. Um 200 manns, víðs vegar að úr heiminum, taka þátt í störfum þingsins Meginefni Alþjóðlegs fornsagna- þings að þessu sinni eru samtíma- sögur, einkum Sturlunga. Alls verð- ur fjallað um efni 76 fyrirlestra og fara þingstörf fram í tveimur mál- stofum í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Við setningarathöfn þingsins í Akureyriarkirkju mun Björn Steinar Sólbergsson Jeika á orgel, síðan munu forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, og mennta- málaráðherra, Ólafur G. Einarsson, ávarpa þinggesti. Að því loknu flyt- ur Jónas Kristjánsson fráfarandi forstöðumaður Árnastofnunar inn- gangserindi þingsins. Þingstörf heíjast eftir hádegi á mánudag í Verkmenntaskólanum og standa til föstudagskvölds, en þinglok og samantekt verða á laugardagsmorgni. Á miðvikudag fara þinggestir í kynnisferðir í Skagafjörð og um Þingeyjarsýslur. Formaður framkvæmdanefndar Alþjóðlegs fornsagnaþings á Akur- eyri er Sverrir Tómasson. Utilistaverk á Dalvík Dalvík. Morgfunblaðið. VALIN hafa verið tvö útilistaverk sem standa munu við Ráðhús Dal- víkur, en bæjarstjórn Dalvíkur ákvað í samráði við Sparisjóð Svarf- dæla að efna til keppni um útilista- verk við Ráðhúsið. Gert var ráð fyrir tillögum að tveimur verkum, öðru er ætlaður staður á hellulögðu svæði framan við ráðhúsið en ráðgert að hitt verk- ið verði á lóð hússins sem markast af Hólavegi og Goðabraut. Dómnefnd skipuð af bæjarstjórn Dalvíkur og Sparisjóði Svarfdæla svo og Sambandi islenskra mynd- listarmanna ákvað að velja fjóra þátttakendur til að gera tillögur að umræddum Iistaverkum í lokaðri samkeppni að undangengnu forvali. Verk Jóhönnu Þórðardóttur, Alda, og Sigurðar Guðmundssonar, Sjó- fuglar, voru valin til nánari út- færslu. Messur Akureyrarprestakall Guðsþjónusta verður í Akureyrarkirkju sunnudaginn 31. júlí klukkan 11. Sönghóp- urinn Hljómeyki syngur við athöfnina. Guðsþjónusta á Dvalar- heimilinu Hlíð sama dag klukkan 14. Kaþólska kirkjan Messa laugardaginn 30. júlí klukkan 18. Messa sunnudaginn 31. júlí klukkan 11. - Hvítasunnukirkjan Samkoma í umsjá ungs fólks laugardaginn 30. júlí klukkan 20.30. Vakningarsamkoma sunnu- daginn 31. júlí klukkan 20. Stjórnandi Ásgrímur Stefáns- son. Biblíulestur og bænasam- koma með Jóhanni Pálssyni miðvikudaginn 3. ágúst klukk- an 20. AÐALFUNDUR + KAUÐA KROSS ÍSLANDS 1994 Aðalfundur Rauða kross íslands verður haldinn í Stapa í Njarðvík 2.-4. september nk. Fundurinn verður settur föstudaginn 2. septemberkl. 17.00. Dagskrá samkvæmt 16. gr. laga RKÍ. Stjóm Rauða kross íslands. Leiðsöguskóli íslands Kennsla hefst 7. september nk. Upplýsingar og umsóknareyðublöð liggja frammi í skólanum frá 2. ágúst nk. kl. 10.00-14.00. Inntökuskilyrði: Umsækjendur skulu... * Hafa stúdentspróf eða sambærilega menr.tun/reynslu. *■ Vera orðnir 21 árs. * Hafa gott vald á helst 2 erlendum tungumálum, þ.e. aukensku t.d. þýsku, frönsku, hollensku, Norður- landatungumálum, spænsku, ítölsku eðajapönsku. ► Hafa reynslu af ferðalögum um ísland. * Vera þjónustuliprir, skapgóðir og jákvæðir í hugsun. * Hafa gaman af að umgangast fólk af ólíku þjóðerni og kynna því land og þjóð. * Vera reiðubúnir að vinna óreglubundna og jafnvel stopuia sumarvinnu. ______________Rekstrgrstjóri__________________ Við leitum að starfsmanni til að annast rekstur fasteigna, þ.e. útleigu, húsvörslu, minni háttar viðhaid og jafnframt að starfa við sumarieigu. Starfsmaðurinn mun einnig starfa að hluta til við afgreiðslu og hafa umsjón með verslunarrekstri stofnunarinnar (morgunsala). Við leitum að handlögnum rekstrarfræðingi, eða sambæri- legum, með gott valdi á tölvuvinnslu og staðgóða bók- haldsþekkingu. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Háskólans á Akureyri. FÉSTA Félagsstofnun stúdenta á Akureyri. Sfmi 96-30900, Gierárgötu 36, Akureyri. Yfirskattanefnd úr- skurðar í máli UA {. t t t t t t ú f C c c \ \ c ; \\ t i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.