Morgunblaðið - 30.07.1994, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 30.07.1994, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1994 13 Laxeldis- stöðin Miklilax gjaldþrota LAXELDISSTÖÐIN Miklilax hf. í Fljótum er gjaldþrota og verður fyrirtækið formlega tek- ið til gjaldþrotaskipta á þriðju- daginn kemur. Reynir Pálsson framkvæmdastjóri Miklalax hf. segir, að fjárhagsstaða fyrir- tækisins hafi lengi verið slæm. Það hafi þó gert útslagið að nýrnasjúkdóms varð vart í stöð- l inni með þeim afleiðingum að stór hluti af einum árgangi hafi drepist. „Við mátum stöðuna þannig, að ekki væri lengur grundvöllur fyrir rekstrinum," sagði Reynir. „Við áttum ekki fé fyrir fóðri og áhvílandi skuldir á fyrirtæk- inu nema um 270 milljónum króna.“ Hann segir, að ekki sé ljóst hvað verði um rekstur fyrirtæk- | isins, en það verði skoðað í framhaldi af gjaldþrotaskipt- unum. „Eg veit það eitt, að það yrði skelfilegt fyrir sveitarfé- lagið ef reksturinn leggst nið- ur,“ sagði Reynir og bendir á að 12-14 störf séu i hættu. Líf slíkur jarðarbúa ► WHO biður Islendinga afsökunar Alþjóðaheilbrigðismálastofnun Sameinuðu þjóðanna (WHO) hefur beðist velvirðingar á þeim mistökum að ríki með minna en hálfa milljón íbúa voru ekki talin með í nýlegri fréttatil- j kynningu stofnunarinnar, þar k sem gerður var alþjóðlegur samanburður á lífslíkum jarð- arbúa. Þegar samanburðurinn var gefinn út í fréttatilkynningu stofnunarinnar, sendu utanrík- isráðuneytið og embætti land- læknis mótmæli vegna þess hvernig staðið var að þessari framkvæmd. Utanríkisráðu- neytinu barst fyrir fáeinum dögum svarbréf frá dr. Jean- I Paul Jardel, aðstoðarfram- kvæmdastjóra Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar, þar sem beðist er veivirðingar á þessum mistökum og tekið fram að ríki með minna en hálfa milljón íbúa, verði tekin með í tölfræðilegum gögnum stofnunarinnar í framtíðinni. Bíl flæddi > við Hjörsey PÓLSK hjón búsett í Sviss festu bíl sinn í Hjörseyjarsundi við Mýrar fyrir nokkrum dögum og fór bíllinn á kaf á flóði. Ekkert amaði að hjónunum, en bílinn skemmdist nokkuð þar sem salt- vatn fór um hann allan. | Vegslóði liggur úr landi og niður í Hjörsey og er hægt að komast um hann á fjöru. Slóðinn I er hins vegar varasamur fyrir ókunnuga. Pólverjarnir munu hafa misst bílinn úr hjólförunum og út í leirinn þar sem hann stóð fastur. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðu þau bílnum ekki upp fyrr en eftir að hann hafði flætt. Kranabíll frá GH verkstæði í , Borgarnesi náði í bílinn út í eyju daginn eftir óhappið. Að sögn viðgerðarmanns er bíllinn, I sem er nýlegur jeppi af fínustu gerð, ekki traust eign lengur. tviiialdur 1. mningur! Vertu með draumurínn gæti orðið að veruleika!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.