Morgunblaðið - 30.07.1994, Síða 21

Morgunblaðið - 30.07.1994, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGAKDAGUR 30. JÚLÍ 1994' 21 ÍSLENSK UMSVIF í KAMTSJATKA i i i i i i ) ) ) ) ) ) Fjölmörg tækifæri í Rússlandi Gunnar Gunnarsson, sendiherra íslands í Moskvu, ferðaðist til Kamtsjatka á austur- strönd Rússlands dag- ana 14.-19. júlí sl. í boði íslenska fyrirtækis- ins KamHnit, sem er í eigu verkfræðistofunn- ar Hnits hf., ísbús hf. og Ingólfs Skúlasonar. Ómar Friðriksson ræddi við Gunnar. Gunnar sagði í samtali við Morgunblaðið að liðið væri talsvert á fjórða ár frá því að samskiptin milli íslands og Kamtsjatka hófust fyrir alvöru og nú væri veruleg starfsemi á vegum íslenskra aðila á þessum slóðum. Aðspurður um einstök verkefni Islendinga á Kamtsjatka sagði Gunnar að Islenskar sjávarafurðir hf. hefðu í rúmlega eitt ár séð um rekstur á frystitogara UTRF, sem er stærsta útgerðarfyrirtækið á Kamtsjatka og jafnframt séð um vinnslu og sölu á afla togarans. Að sögn Gunnars er nýbúið að ganga frá samningum um framhald á þessu samstarfi næstu þijú árin. For- stjóri UTRF, Alexander Adranoff, hefur jafnframt boðið íslenskum sjávarafurðum að sjá um rekstur gámafrystihúss sem íslenska fyrir- tækið IceMac hf. smíðaði fyrir UTRF og hefur boðið fyrirtækinu að fjárfesta í frystihúsinu. Þetta mál er óútkljáð en viðræður eru í gangi að sögn Gunnars. Gámafrystihúsið sem IceMac smíðaði verður sent frá Islandi til Kamtsjatka innan skamms. Upp- haflega var áætlað að frystihúsið yrði sett upp í rússnesku skipi en að sögn Gunnars hefur nú verið fallið frá þeirri ákvörðun og verður það staðsett á landi. Því mun vera þörf á viðbótarútbúnaði við gáma- frystihúsið, meðal annars uppsetn- ing á frystigeymslum, og eru samn- ingar í gangi milli UTRF og Ic- eMac um það mál. Bygging seiðaeldisstöðvar KamHnit tók að sér byggingu og frágang sundlaugar fyrir út- gerðarfyrirtækið UTRF á síðasta ári og er því verki nú lokið. „Þessi sundlaug hafði staðið hálfköruð í mörg ár. Þeir tóku verkið að sér og niðurstaðan er glæsilegasta og jafnframt vinsælasta sundlaug á Kamtsjatka, sem gengur undir nafninu Bláa lónið,“ sagði Gunnar. Fram kom í máli hans að Kam- Hnit mun einnig sjá um fram- kvæmdir í kringum sundlaugina og meðal annars gera upp gamalt 30 herbergja hótel. Þá væri jafnframt áhugi á frekari framkvæmdum í þessa veru. KamHnit er einnig þátttakandi i byggingu seiðaeldisstöðvar á Kamtsjatka. „Fyrr á þessu ári tók- ust samningar við rússnesk-jap- anska fyrirtækið Pilenga Godo um byggingu seiðaeldisstöðvarinnar í samstarfi við fyrirtæki frá Suður- Kóreu og Japan. Hér er um að ræða ræktun laxaseiða sem sleppt verður í ár. Fjármögnun verksins hefur byggst á kaupum Japana á laxakvótum í rússneskri landhelgi en það fé sem þeir greiða fyrir hefur að hluta til farið til seiðaeld- is,“ sagði Gunnar. Hefur KamHnit m.a. á hendi lagningu og tengingu hitaveitu við seiðaeldis- stöðina ásamt frágangi. Þessu verki á að vera lokið fyrir lok október næstkom- andi og frá ug með næstu mánaða- mótum verða um 20 íslendingar, aðallega iðnaðarmenn, á Kamt- sjatka á vegum KamHnit allt þar til þessu verkefni lýkur. Sagði Gunnar að ágætar líkur virtust vera á fleiri verkefnum fyrir fyrir- tækið Pilenga Godo á þessum slóð- um. I Petropovolsk er starfrækt sam- starfsfyrirtæki í eigu UTRF, ísbús hf. og Ingólfs Skúlasonar sem ber nafnið Tamara Ltd. Er það fyrst og fremst starfrækt sem þjónustu- fyrirtæki í viðskiptum. Að sögn Gunnars hafa Ingólfur Skúlason Smugumálið hefur ekki áhrif Morgunblaðið/Guðmundur Björnsson. SUNDLAUG sem verkfræðistofan Hnit hf. og samstarfsaðilar byggðu 1993 fyrir útgerðarfyrirtæki á Kamtsjatka. Að sundlauginni, sem nefnd er „Bláa lónið", er leitt heitt vatn frá borholu í nágrenn- inu. Gunnar Gunnarsson segir þetta glæsilegustu og vinsælustu sundlaugina á Kamtsjatka-skaganum. og KEA á Akureyri einnig aðstoðað fyrrverandi ríkisbú við að endur- bæta vélabúnað mjólkuivinnslu búsins. Þetta verkefni er enn stutt á veg komið, að sögn Gunnars, og verður farið hægt í sakirnar en þetta fyn-verandi ríkisbú, sem núna er í eigu 250 starfsmanna þess, hefur ekki mikið handbært fé. Miklar hitaveituframkvæmdir í burðarliðnum Ráðgjafarfyrirtækið Virkir-Ork- int hf. hefur á undanförnum árum verið í samstarfi við aðila á Kamtsj- atka um jarðhitamál. „Það er jarð- hiti víða á Kamtsjatka og lands- menn hafa um alllangt skeið haft uppi áætlanir urn nýtingu hans en lítið hefur orðið úr framkvæmd- um,“ sagði Gunnar. „Virkir-Orkint skilaði af sér forkönnun í júlí 1992 um hitaveitu frá svonefndu Nutnovskíj-jarðhitasvæði, Fyrir- tækið gerði síðan hagkvæmniat- hugun, sem var fjármögnuð af Evrópubankanum. Þessi athugun var afhent yfiivöldum í Kamtsjatka fyrr á þessu ári og hafa þau lagt blessun sína yfir hana. Hér er um að ræða verkefni sem áætlað er að kosti nálægt 160 milljónum bandaríkjadala. Það hafa engar formlegar ákvarðanir verið teknar ennþá en svo virðist sem Evrópu- bankinn sé í grundvallaratriðum jákvæður gagnvart því að fjár- magna hluta verksins, að því til- skyldu að rússneska ríkið ábyrgist lánin. Ég átti fund með héraðsstjór- anum Vladimír A. Biriukov sem sagði mér að það hefðu verið haldn- ir fundir um þetta mál í Moskvu 15.-17. júlí og að stjórnvöld væru jákvæð gagnvart því að ábyrgjast lánin,“ sagði Gunnar. Sagði hann að þetta mál virtist vera komið á skrið en næstu skref væru viðræð- ur um ákveðin atriði sem taka þyrfti upp með Virki-Orkint og fulltrúum Evrópubankans. Möguleikar í ferðaþjónustu Gunnar sagði að eftir að hafa skoðað starfsemi íslenskra aðila á Kamtsjatka væri sér ljóst að ís- lenskum fyrirtækjum hefði tekist vel að hasla sér þar völl. Þó hafi gengið á ýmsu enda aðstæður þess eðlis á þessu mikla breytingatíma- bili sem ætti sér stað í Rússlandi en á bak við þann árangur sem Islendingar hefðu náð lægi mikil vinna og kostnaður. „Mér virtist af því sem þarna er að gerast og af viðtölum við menn að þarna gæti orðið fram- hald ,á og að þessi við- skipti muni eflast á kom- andi árum,“ sagði hann. Gunnar var spurður —....... hvort deilan um Smuguveiðar ís- lenskra skipa hefði engin áhrif haft á umsvif íslendinga á Kamt- sjatka og sagði svo ekki vera. „Menn sem fylgjast með fiskveiðum þekkja vel til Smugumálsins en það hefur ekki haft nein áhrif á sam- skiptin,“ sagði hann. Aðspurður um frekari tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki á Kamtsjatka sagði Gunnar að sá árangur sem þegar hefði náðst byggðist á mik- illi vinnu og viðkomandi aðilar hefðu oft þurft að stilla saman sína strengi. Ástæðulaust væri fyrir ís- lendinga að fara út í samkeppni sín á milli um verkefni á þessum Hörð sam- keppni um verkefni slóðum og þau fyrirtæki sem þarna væru ættu nú þegar í harðri sam- keppni um verkefni m.a. við fyrir- tæki frá Japan og Suður-Kóreu. „Hins vegar vil ég benda á að borgarstjórinn í Elisovo tók það sérstaklega upp við mig að hann vissi að Islendingar hefðu byggt upp ferðaþjónustu með mjög góð- um árangri og lýsti hann yfir áhuga á að íslendingar aðstoðuðu við upp- byggingu ferðaþjónustu á Kamt- sjatka, enda er landið mikil nátt- úruparadís," sagði hann. „Kamtsjatka er gott dæmi um hvaða árangri er liægt að ná í Rússlandi á þessum miklu um- brotatímum sem hér eru, ef vel er að því staðið," sagði Gunnar enn- fremur. Sagði hann ljóst að þau verkefni sem íslenskir aðilar hefðu _________ tekið að sér hefðu borið talsverðan ávöxt og reynslan frá Kamtsjatka leiddi skýrt í ljós hvað íslendingar gætu boðið á ——— sviði útflutnings á verk- mennt og þekkingu. Kvaðst hann telja að ýmsir möguleikar væru fyrir hendi á mörgum svæðum í Rússlandi ekki síst vegna þekking- ar okkar á fiskveiðum og fisk- vinnslu og við framkvæmdir í tengslum við jarðhitamál. í engu landi væri jafnmikill ónýttur jarðhiti og í Rússlandi, orkuverð þar færi síhækkandi og Rússar verði sér æ betur meðvitaðir um kosti þess að nýta jarðhitann. „Tækifærin í Rúss- landi eru fjölmörg en auðvitað er ljóst að það kostar mikla vinnu og tíma að nýta þau en Kamtsjatka getur vísað veginn á þessu sviði,“ sagði Gunnar að lokum. ÚTSALAN hefst þriðjudaginn 2. ágúst

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.