Morgunblaðið - 30.07.1994, Side 22
22 LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
AUSTFJARÐABRÉF
HJALTASTAÐABLÁIN, olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson frá 1924,110x140 cm.
„ÞAKKA ÞÉR FYRIR,
AÐ ÉG KOM“
(sagði Kjarval)
Borgarfjörðurinn tók á
móti okkur baðaður
sólu, segir Leifur
Sveinsson, heiðríkjan
í svip hjúkrunarkon-
unnar og fegurð Borg-
arfjarðar voru eitt.
að var í byrjun júlí 1939,
að foreldrar mínir komu
í heimsókn norður í Mý-
vatnssveit, þar sem við
Haraldur bróðir minn vorum í sveit,
ég í Vogum, en Haraldur í Reykja-
hlíð. Heldur hafði ferðin gengið
brösulega, því í Varmahlíð hafði
hjöruliður brotnað í fjögurra ára
gamalli Chevroletbifreið frá Stein-
dóri og Steindór Einarsson skamm-
aði Jón bílstjóra Guðnason í 22
viðtalsbil. Nema hvað, nú sendi
Steindór nýjasta bíl sinn, Chevrolet
árgerð 1939, R-655, ökumaður
Ólafur Halldórsson frá Varmá í
Mosfellssveit. Þar sem Sveinn
bróðir og Guðrún Haralz móður-
systir okkar bræðra voru einnig
með í för, var fenginn bíll frá BSO
á Akrureyri, ökumaður Steingrím-
ur Níelsson frá Æskustöðum í
Eyjafirði. Hélt nú bílalestin af stað
áleiðis til Húsavíkur og gist í Hót-
el Ásbyrgi hjá þeim heiðurshjónum
Bjarna Benediktssyni og Þórdísi
Ásgeirsdóttur frá Knarrarnesi.
Þaðan var haldið austur Reykja-
heiði og gist á Grímsstöðum á Fjöll-
um. Frá Grímssstöðum var haldið
austur yfir Möðrudalsöræfi um
Jökuldal að Egilsstöðum og gist
hjá Sveini bónda Jónssyni.
Hinn 6. júlí 1939 var haldið yfir
Fjarðarheiði til Seyðisfjarðar og
haldið þar upp á 12 ára afmæli
greinarhöfundar að Hótel Elver-
höj. Rjómasúkkulaði og pönnukök-
ur.
II
Nú líða rösk 55 ár og hinn 15.
júlí sl. spyrst ég fyrir um það á
Hótel Snæfelli á Seyðisfirði, hvort
þetta sé gamla Hótel Elverhöj, nei
var svarið, það er nú íbúðarhús
og er þama á móti. Við hjónin
höfðum lagt af stað frá Akureyri
hinn 14. júlí sl. og fengið slæmt
veður yfir Möðrudalsöræfin, þrum-
ur og eldingar með stórrigningu í
Jökuldalnum. Gisting var tryggð á
Edduhótelinu á Hallormsstað hjá
Sigmari hótelstjóra. Þar er nú
komin sundlaug og má kalla að-
stöðuna þar frábæra, á betra verð-
ur ekki kosið, maturinn frábær,
hlaðborðið á laugardagskvöldum
ævintýri líkast og þau hjón mjög
samhent í að gera gestum sínum
dvölina sem ánægjulegasta.
III
í vetur bættist í málverkasafn
okkar hjóna stórt og mikið málverk
eftir Ásgrím Jónsson, Hjaltastaða-
bláin. Nú skyldi augum barið mó-
tívið, þar sem Ásgrímur stóð með
trönur sínar. Þannig segir í bók-
inni Ásgrímur Jónsson, sem Tómas
Guðmundsson færði í letur og út
kom í Reykjavík 1962: „Sumaríð
1924 sigldi ég norður um land og
austur til Seyðisfjarðar, en fór
þaðan upp á Fljótsdalshérað.
Dvaldi ég fyrst einn mánuð á
Breiðavaði og málaði þar allmikið,
bæði frá Lagarfljóti og eins undir
Fljótsdalsheiði, en hélt síðan að
Bóndastöðum. Þar gerði ég m.a.
frumdrög að þrem allstórum mál-
verkum, sem öll voru frá Hjalta-
ALTARISTAFLA Kjarvals í kirkjunni i Borgarfirði eystra.
GREINARHÖFUNDUR í Hallormsstaðaskógi á skógardeginum
16. júlí við 19 metra ösp, sem er hæsta tré á íslandi.
staðablá, með Beinageitafjall í j
baksýn, en það er mikið fjall og .
einkennilegt með þremur burst- '
um ... Hjaltastaðablá eru víðlendir
mýrarflákar, og rennur Selfljót
eftir þeim, en hamrar og kletta-
borgir rísa á báða vegu. Þetta er
ævintýralegt landslag, ferskt og
nýstárlegt, og líkist engu öðru, sem
maður sér.“ Bóndastaðir eru nú í
eyði, en okkur tókst að finna nokk-
urn veginn þann stað, sem Ásgrím-
ur hafði staðið á, er hann málaði I
Hjaltastaðablána og vissulega er (
fagurt útsýni þarna og ekki spiila
Dyrfjöllin fyrir, þvi veður var frá-
bært hinn 15. júlí, er við lögðum
á Vatnsskarðið í átt að Borgarfirði
eystra.
IV
Ég hafði gert eina tilraun til
þess að skoða Borgarfjörð eystra. (
Það var sumarið 1972, en þá lenti i
ég í grenjandi rigningu og sá ekki .
til fjalla. Nú skyldi gera aðra til- '
raun. Til þess lágu nokkuð sérstak-
ar ástæður.
Hinn 15. desember 1902 fæddist
að Ósi við Borgarfjörð eystri,
Magnea Björg Ólafsdóttir, sem síð-
ar varð hjúkrunarkona í Reykjavík.
Hún hafði stundað foreldra mína
í langvinnum veikindum þeirra og
ég kynnst henni vel. Björg var '
glæsileg kona og hafði alia kosti I
til að bera, sem góða hjúkrunar- j
konu mega prýða. Hún lagði mesta
áherslu á tvennt, að hafa ávallt
nóg að gera og mega vera hjá
sjúklingum sínum síðustu stund-
irnar. Ég tel Björgu Ólafsdóttur
eina þá merkustu konu, er ég hefi
kynnst, því líf hennar var ein sam-
felld guðsþjónusta. Björg Ólafs-
dóttir andaðist 4. mars 1989. ,
Blessuð sé minning hennar. En
hvernig var umhverfi það, er slík '
kona ólst upp í? (
Það varð ég að skoða, minna
mátti ekki gera í minningu þessar-
ar göfugu konu. Og ekki varð ég
fyrir vonbrigðum. Borgarfjörður-
inn tók á móti okkur baðaður í
sólu, Svartfell og Staðarfjall í allri
sinni dýrð, en Dyrfjöll í ijarska.
Heiðríkjan í svip hjúkrunarkon-
unnar og fegurð Borgaríjarðar (
voru eitt. (
V (
Jóhannes Sveinsson Kjarval ólst
upp að Geitavík í Borgarfirði
eystra. Borgfirðingar hafa reist
honum minnisvarða hjá bæ þessum
og er þar klappað í steininn:
„Þakka þér fyrir, að ég kom, sagði
Kjarval, þegar hann kvaddi Þór-
unni fóstru sína í Geitavík." Engin
ferðamaður má koma í Borgarfjörð ’
án þess að skoða altaristöflu Kjarv- (
als í kirkju staðarins. Hún hefur (
ekki fengist vígð ennþá af biskupi
og er það miður. Að vísu eru Dyr-
fjöll ekki í Gyðingalandi, en Jesús
Kristur er alls staðar. Viiji kirkju-
yfirvöld ekki láta hlægja að sér
um alla framtíð, þá ættu þau að
drífa sig í að vígja altaristöflurnar
í Borgarfirði og Möðrudal.
Á heimleiðinni skoða ég kofa j
Kjarvals í Hvamminum hjá Ketils- |
stöðum við Selfljótið. Sá er ekki í
Hiltonstíl, en afrek manna á lista- (
sviðinu eru oft í öfugu hlutfalli við
fullkomleik aðstæðnanna. Mörg af
bestu verkum Kjarvals urðu til í
Hvamminum og nágrenni hans.
VI
Hinn 16. júlí sl. var haldinn
skógardagur að Hallormsstað, svo
sem gert er árlega um þetta leyti 1
sumars. Sigurður frændi minn i
Blöndal lýsti þá skógarsafninu að (
Hailormsstað og var erindi hans
stórfróðlegt. M.a. fræddi hann
okkur skógargestina um för
Christians Emils Flensborg yfir
Fjarðarheiði með fræpoka árið
1903, sem danskur lyfjafræðingur
í borginni Omsk í Síberíu hafði
sent fræverslun í Kaupinhafn.
Fræin voru gefin til Islands með
því skilyrði, að þeim yrði sáð beint
á jörðina. Árangurinn blasir nú
við, eitt fegursta blágreni landsins
gnæfir þar við himin. C.E. Ffens-