Morgunblaðið - 30.07.1994, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.07.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1994 23 borg skógfræðingur f. 1873, d. 1966 var frumheiji í skógrækt á Islandi. Hann undirbjó friðun Hall- ormsstaðarskógar (1905) og Va- glaskógar (1909), vann að undir- búningi að stofnun Skógræktarfé- lags Reykjavíkur árið 1901 og loks vann hann að setningu laga um skógrækt á Islandi. Hann lauk starfsferli sínum sem forstjóri danska Heiðafélagsins 1933- 1943. Áhugi manna á skógrækt fer nú vaxandi á íslandi, það sýndi hinn mikli íjöldi áheyrenda, er hlýddi á erindi skógræktarmanna þennan fagra sumardag að Hali- ormsstað. Ef menn halda, að á Islandi hafi einungis vaxið kjarr, þá ættu þeir að skoða steingervinginn í Kolfreyjustað og öll umgengni á staðnum til fyrirmyndar. Þoka er í mynni ijarðarins, svo við sjáum ekki Skrúðinn, en bót er í máli, að við átum hluta hans daginn áður, þar sem var lundi á Edduhót- elinu að Hallormsstað. Skrúðurinn er eyja í mynni Fáskrúðsfjarðar. Nú ökum við um Vattarnes- skriður til Reyðafjarðar og sem leið liggur um Fagradalsbraut til Egilsstaða. Langafi minn sr. Sig- urður Gunnarsson, f. 1848, d. 1936, prófastur á Valþjófsstað og þingmaður Sunnmýlinga flutti frumvarp um lagningu akbrautar um Fagradal og var það samþykkt á Alþingi 1893. Frá Egilsstöðum var haldið að Hallormsstað og ógleymanlegri hringferð lokið, hringurinn 252 km. STAÐARFJALL í Borgarfirði eystra. Legsteinn sr. Ólafs Indriðason- ar að Kol- freyjustað. steinasafni Petru Sveinsdóttur á Stöðvarfirði. Hann er úr tré, sem óx á íslandi fyrir óralöngu og var 6 metrar í þvermál. Skógfræðingar upplýsi lesendur Morgunblaðsins, hvað langt er síðan. VII Hinn 17. júlí höldum við austur í Skriðdal og sem leið liggur yfir Breiðdalsheiði og snæðum há- degisverð á Hótel Bláfelli á Breið- dalsvík. Þar er ávallt gott að koma til þeirra Ottesenshjóna. Þar er hópur ferðamanna fyrir og er há- karl og brennivín drifið í gestina, en kjötsúpa á eftir. við látum okk- ur nægja fiskrétt og brögðum að- eins á hákarlinum. Næst höldum við til Stöðvar- íjarðar, en þangað hafði ég aldrei komið áður. Við skoðum steinasafn Petru Sveinsdóttur. Þetta er stór- merkilegt safn með tugþúsundum steina og ætti enginn ferðamaður að fara þarna um án þess að stoppa hjá Petru. Næst liggur leiðin til Fáskrúðs- fjarðar og er áð að Kolfreyjustað, þar sem frændi minn Ólafur Indr- iðason var prestur (f. 1796, d. 1861). Við skoðum kirkjuna og ég mynda legstein sr. Ólafs, sem er hinn fegursti. Það er staðarlegt á VIII Ferðalok Mánudaginn 18. júlí höldum við heim á leið til Akureyrar eftir ógleymanlega Austfjarðadaga, ákveðin í því að koma sem fyrst austur aftur, því Jökulsárhlíðin og Hróarstungan eru eftir. Nú er dá- samlegt veður 22 stiga hiti á Egils- stöðum. Við rennum við hjá Snjólfi Björgvinssyni, hagleiksmanni á st.aðnum, og kaupum af honum lít- inn lerkikistil, sem við höfðum séð sýnishorn af á skógardeginum á Hallormsstað. Fagur minjagripur til þess að hafa með sér heim. Síðan er haldið á öræfin í átt til Mývatnssveitar. Ég var þess full- viss, að Herðubreið myndi ekki bregðast mér á heimleiðinni, enda er ekkert ský að finna á toppi henn- ar. Mér hefur alltaf fundist þessi drottning íslenskra fjalla fegursta fjall á íslandi. Snæfell er einnig að kalla hreint og enn sér til Vatnajök- uls, svo stórfenglegt er útsýnið. Ég stöðva bílinn, geng út og lít til Austíjarðafjallanna í síðasta sinn og tek undir með Jóhannesi frænda mínum: Þakka ykkur fyrir að ég kom. Höfundur er lögfræðingur og býr ýmist í Reykjnvík eðn á Akureyri. _______AÐSEIMPAR GREINAR_ Af hverju þessi himinhrópandi þögn? JÓN Sigurðsson framkvæmdastjóri ís- lenska Járnblendifé- lagsins hf. ritaði þann 17. júlí síðastliðinn firnalanga grein í Morgunblaðið undir heitinu „Hvers vegna er atvinnuleysið og hvað er til ráða?“ I greininni er komið mjög víða við og gerð tilraun til þess í senn, að greina þann efna- hags (og stjórnmála?) vanda sem^ við er að glíma á íslandi og einnig setur höfundur fram djarfar tillögur til lausnar. Það er ástæða til þess að taka leiðarahöfund Morgunblaðsins á orðinu, en hann hefur hvatt til umræðu um þau sjónarmið sem Jón Sigurðsson setti fram í grein sinni. Ekki síst vegna þess að það sætir óneitanlega nokkrum tíðind- um þegar maður með svo víðtæka reynslu sem Jón Sigurðsson, tekur til máls í umræðu dagsins. Þó grein Jóns Sigurðssonar sé mikil að vöxtum, er hún ekki að sama skapi ítarleg. Ástæðan er einföld; í greininni er svo víða komið við að telja má einskonar tilraun til haglýsingar. Það fer ekki hjá því að ýmislegt hlýtur að kalla á frekari skýringar. Hér verður látið duga að fjalla um at- riði sem undirritaður saknar sér- staklega í umfjöllun Jón Sigurðs- sonar. Um sumt er talað, en annað þagað Misheppnaðar ijárfestingar eru sem myllusteinn um háls íslenska hagkerfisins, eins og allir vita. Það hefur lítið á það. skort að menn hafi haft uppi stór orð þegar talað er um sjávarútveg _og landbúnað í þessu sambandi. Á hinn bóginn hafa stritast við að þegja um áhrif fjárfestingarmistaka á öðrum svið- um hér á landi. Það kom ýmsum á óvart að það er ekki meint offjárfesting í sjávarútvegi sem valdið hefur mestu um útlánatöp í bönkunum eins og þó hefur tíðum verið látið í veðri vaka. Athugun Samtaka fiskvinnslustöðvanna fyrr á árinu leiddi í ljós að útlánatöpin verða að lang mestu leyti vegna útlána til annarra greina en sjávarútvegs. Það skýtur því óneitanlega nokkuð skökku við þegar Jón Sig- urðsson fiskar sjávarútveginn sér- staklega út og segir „bera með sér einkenni verndaðrar atvinnu- greinar, með stórkostlega offjár- festingu í tækjum, búnaði og hús- um hvar sem litast er um í land- inu...“ Minni orkusala Þeim mun sérkennilegra er það þegar í ljós kemur við lestur grein- arinnar að ekki er orði minnst á ástandið í orkugeiranum. Þar hafa þó sennilega orðið einhver afdrifa- ríkustu fjárfestingarmistök síðari ára og áratuga. í svari iðnaðarráðherra við fyrirspurn minni á Alþingi 115. löggjafarþingi, um þessi mál kem- ur þetta einmitt injög skilmerki- lega fram. í stórum dráttum má segja að orkusalan hafi dregist saman í fjárhæðum talið á sama tíma og fjárfstingar voru miklar. Þannig nam orkusala Landsvirkj- unar 7,1 milljarði króna á árinu 1983, árið eftir var hún 8,1 millj- arður. Síðan virðist leiðin hafa leg- ið niður á við. Árið 1991, sem er síðasta árið sem svarið náði til, var orkusalan 5,9 milljarðar á sam- bærilegu verðlagi, eða um 2 milljörðum króna lægri en þegar best lét. Hlutfall tekna og skulda Athyglisvert er að á bak við þessa árlegu orkusölu upp á 6 til 8 milljarða króna stóðu skuldir sem voru sjö til áttfalt hærri. Þann- ig námu skuldir Landsvirkjunar á bil- inu 41 milljarði til tæpra 53 milljarða á árabilinu 1983 til 1991. Slíkt hlutfall skulda og tekna er auðvitað algjörlega óþekkt í íslensku atvinnulífi þó öllum sé að sjálfsögðu ljóst að ekki er unnt að öllu leyti að bera Eigi röksemdir auð- lindaskattsmanna við sjávarútveginn, segir Einar K. Guðfinnsson, hlýtur sama að gegna um nýtingu orkunnar. rekstur vatnsaflsvirkjana þar sem bréytilegur kostnaður er tiltölu- lega lítill, saman við annan at- vinnurekstur. Hitt gefur augaleið, að til þess að standa undir þessari skuldsetn- ingu hefur Landsvirkjun orðið að verðleggja orkuna hátt til notend- anna. I því sambandi má líka minna á að hingað til hefur ekki tekist að laða erlenda fjárfesta hingað til samstarfs í atvinnulífi nema með sérsamningum um orkuverð. Atvinnulífið og landsbyggðarfólkið hefur borið byrðarnar Athyglisvert er að á þessu tíma- bili minnkandi tekna fóru fram gríðarlegar fjárfestingar. Á árun- um 1983 til ársins 1991 var fjár- fest fyrir 26,5 milljarða króna á vegum Landsvirkjunar. Þessi fjár- festing svarar til að minnsta kosti 50 frystitogara af þeirri gerð sem Grandi hf. og Útgerðarfélag Akur- eyringa hf. festu kaup á fyrir skemmstu. Byrðarnar af þessu hafa auðvitað notendurnir borið. Og notendurnir eru að sjálfsögðu atvinnulífið í landinu og almenn- ingur, einkum og sér í lagi á lands- byggðinni. Þannig má segja að það sé landsbyggðarfólkið og hið al- menna atvinnulíf sem borið hefur byrðarnar að þessu leyti, auk ríkis- sjóðs. Þeir sem eru svo heppnir að njóta hitaveitna ellegar sér- samninga um orkutaxta sleppa að mestu. Dæmi um það eru að sjálf- sögðu stóriðjufyrirtækin svoköll- uðu, Isal, Járnblendiverksmiðjan og Áburðarverksmiðjan. í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa fjárveitingar til raforkuniður- greiðslna vegna húshitunar aukist stórlega. það hefur þó ekki gert mikið betur en að eyða áhrifunum af verðhækkunum Landsvirkjun- ar. Ef ekki hefði komið til þessi atbeini ríkissjóðs, þá væri hitunar- kostnaður þessara heimila stórum hærri en hann er í dag; og er hann þó nógu sligandi. Þannig birtist þessi vandi bæði almennum notendum í formi hárra orkutaxta og ríkissjóði vegna aukinna fram- laga til orkuverðsjöfnunar. Um hina himinhrópandi þögn Ekkert af þessu nefnir Jón Sig- urðsson í sinni löngu grein, þó að hann veiji all löngu máli í að „greina nokkur þeirra vandamála sem þjóðin sem heild, hópar innan þeirrar heildar og fjölmargir ein- staklingar eiga við að fást um þessar mundir", eins og orðrétt segir í greininni. Sýnist manni þó að þessi atriði hefðu átt erindi inn í hið nýja pólitíska „testament", en Morgunblaðið nefnir grein Jóns Sigurðssonar „drög að stjórnmála- stefnu í nokkrum mikilsverðum málum þjóðfélagsins". Hin himin- hrópandi þögn um þessi atriði grefur mjög undan gildi þeirrar greiningar sem getur að líta á vanda Islendinga, í Morgunblaðs- greininni. Auðlindaskatt á hitaveitur? Og svo er það eitt að lokum. Jón Sigurðsson kyijar auðlinda- skattssönginn enn eina ferðina og Morgunblaðið tekur að sjálfsögðu hraustlega undir, eins og búast mátti við. En einnig þar er hijómurinn holur og bjallan klingj- andi. Því ef röksemdir auðlinda- skattsmanna eiga við um sjávarút- veginn þá hlýtur hinu sama að gegna um nýtingu orkunnar, í hvaða formi sem er. Talsmenn auðlindaskatts, hvort sem það eru Jón Sigurðsson, Morgunblaðið eða einhveijir aðrir, geta alls ekki lengur hliðrað sér hjá því að setja fram kröfu um sérstaka skattlagn- ingu orkunnar, vilji þeir vera sam- kvæmir sjálfum sér. Með öðrum orðum: Þeir sem vilja leggja afla- gjald (auðlindaskatt) á sjávar- útveginn hljóta að krefjast orku- gjalds vegna nýtingar orkunnar í landinu. Endurreisnaráætlun Jóns Sig- urðssonar er vissulega afar um- deilanleg. En vandséð er að hún standist einfaldar og sjálfsagðar kröfur um rökrænt samhengi nema að henni fylgi viðbót þar sem tillaga er mótuð um orkugjald auk aflagjalds. Höfundur er alþingismnður fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Vestfjörðum. Stokke tripp trapp Stóllinn sem vex með barninu 5 ára ábyrgð Sama verð og annars staðar á Norðurlöndunum kr. 9.760,- Faxafeni 7 s. 687733 Einar K. Guðfinnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.