Morgunblaðið - 30.07.1994, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 30.07.1994, Qupperneq 24
24 LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Aðalatriðið er að byrð- arnar komi réttlátlega niður, segir Krislján J. Gunnarsson, - á gömlu, breiðu bökin. ÁRIÐ ER liðið í aldanna skaut — þ.e.a.s. ár aldraðra 1993. Nú gengin er sérhver þess gleði (dans gamalmenna á Lækjartorgi í grenjandi roki og rigningu) og þraut (greiðsla fasteignagjaldanna nú á útmánuðum að herlegheitun- um afstöðnum). Já, fasteignagjöldin, vel á minnst. Sú var tíðin að pólitískir máttar- stólpar þjóðfélagsins eggjuðu okk- ur — þá unga og upprennandi kyn- slóð — lögeggjan að eignast eigið þak yfir höfuðið. Með þeim árangri að hlutfall húsnæðiseigenda varð á íslandi hærra en nokkurs staðar þekktist á byggðu bóli. Þetta húsnæði var stærra en feður okkar og mæður urðu við að búa. Og minna en börn okkar og barnabörn telja viðunandi. Sjö manna fjölskylda í 100 fer- metra íbúð þótti lúxus. Nú þykja 250 fermetrar lágmark fyrir geld- hjón. Til að þau haldi fullri reisn og njóti virðingar í samkeppnis- þjóðfélaginu. Núverandi gamlingjar borguðu sína íbúð upp í topp enda leyfðu þeir sér áratugum saman ekki slík- an lúxus sem bíóferð. Eftirkomend- urnir, margir hverjir, byggja sér villur sem þeir skulda upp í topp og þurfa nauðsynlega að berast töluvert á í hanastélum og heims- reisum svo ekki fari milli mála hvar heldri menn fara. En stjórnmálamennirnir vita að það eru fleiri og hressari kjósendur í þeim aldursflokkum en hálfdauð- um gamlingjahópunum og það væri vitlaus ríkisstjórns sem ekki beitti sér fyrir lækkun innlánsvaxta af almennu sparifé bankanna (sem þessir senílu gamlingjanirflar eiga 60% af) og samsvarandi bónusi til skuldaranna sem ríkið auk þess sendir uppúr Jónsmessunni tékka uppá nokkra milljarða í vaxtabætur vegna íbúðakaupanna. Og nú eiga leigjendur líka að fá hliðstæða tékka vegna húsaleigunnar svo að alls jafnræðis sé gætt. Allt er þetta gott og allt kostar þetta sitt. Við gamlingjarnir, þessir von- glöðu byggjendur eigin húsnæðis að undangenginni hvatningu átrúnaðargoða okkar í stjórnmál- unum, lentum því miður margir í þeirri ógæfu að kaupa ónýta steypu í húsin okkar. Steypu sem tók svo- nefndan alkalísjúkdóm. Sumir sögðu að um væri að kenna sement- inu sem ríkið seldi okkur, aðrir sandinum sem lenti inní steypunni samkvæmt náttúrulögmálinu. Ein- hveijum kverúlöntum úr hópi okkar íbúðarbyggjenda datt í hug að spyrja dómsvaldið hvort einhver ætti ekki að greiða okkur skaðabætur. Samkvæmt íslenskum lögum reyndist aðeins eins árs ábyrgð vera á efni í íbúðarhús sem við í grandaleysi létum okkur detta í hug að standa myndu um aldir alda. Svo fór um það og ekki man ég til að breyting hafi verið gerð á þeim lögum. Þetta var svosem ekki til að fárast um, hefur varla kostað húseigendur nema svosem nokkra miilj- arða króna á hveiju ári og auðvitað fór viðhaldskostn- aðurinn almennt vaxandi eftir því sem húsnæðið eltist. Eigendurnir sem upphaflega byggðu það eltust líka og höfðu minna líkamlegt og fjárhagslegt bolmagn til að halda því við. Þetta var samt framanaf allt í góðu lagi því að skattheimta ríkis- ins veitti okkur af örlæti sínu leyfi til þess að draga viðhaldskostnað- inn frá tekjum þegar við gerðum skattskýrsluna. Eftir á að hyggja þótti forsjár- mönnum okkar á Alþingi þó að hér væri of langt gengið. Annars vegar í linkind og hins vegar í of lítilli tillitssemi. Fráleitt að íbúðaeigend- ur nytu skattfrelsis við endurbætur á hinu ágæta pródúkti, m.a. frá Sementsverksmiðju ríkisins, og að hinu leytinu voru fijálsir framtaks- menn í viðhaldsbiss- nessnum gerðir ófrjálsari ef húseig- endur höfðu hag af að telja fram vinnu þeirra. Sem sagt: Dæmist rétt vera að viðhald húsnæðis skuli ekki lengur vera frádrátt- arbært til skatts. Ekki þó án bóta. Fyrst í stað. Líklega hafa kosn- ingar verið einhvers staðar framundan. í skaðabætur fengu allir að draga 10% frá skattskyldum brúttó- tekjum. Stóð ekki lengi. Kosning- arnar hafa líklega komið vel út fyrir skattheimtumennina því þessi frádráttarregla fékk sviplegt and- lát. Afleiðingarnar liggja náttúrlega í augum uppi. íbúðarhúsnæðið sem stjórnmálamennirnir hvöttu okkur lögeggjan til að byggja er að grotna niður. Því hraðar sem það verður eldra og geta eigendanna til að sinna um það minnkar. Virðist eng- inn harma. Hvers vegna ætti þess- ari íjárfestingu líka að vera eitt- hvað vandara um en annarri? ís- lensk fjárfesting á hvaða sviði sem er virðist hvort eð er fara meira og minna til andskotans. Mig minnir að hér á dögunum væri frá því sagt að einhveijir hjartagóðir alþingismenn hafi hreyft þeirri tillögu að viðhald hús- næðis sem næmi á ári 100 þúsund- um eða meiru skyldi metið til ein- hvers skattfrádráttar. Falleg hugs- un og kemur að minnsta kosti þeim ríku til góða. Af sanngirni metið, meira að segja líka einhvetjum þeirra sem eru bjargálna, en fyrir fátæk gamalmenni sem lifa á elli- laununum sínum skiptir þetta engu máli. Þar eru 100 þúsund krónur ekki handbærar til viðhaldsverka hversu brýn sem þörfin kann að vera. Það má ekki minna vera en að við, hin aldraða sveit, þökkum stjórnmálamönnunum fyrir hvatn- inguna til að eignast húsnæði. Og bendum í allri hógværð á að í gegn- um byggingarstússið reyndum við beint og óbeint að leggja nokkuð af mörkum til þjóðarbúsins og að með þeim hagræðingum sem hér hefur verið drepið á hefur forsvars- mönnum okkar á Alþingi einnig tekist að láta okkur borga vel fyrir heilræðin sem þeir gáfu okkur. Auðvitað þykir okkur vænt um að þeir peningar sem þannig hafa frá okkur komið skuli nýtast sem lítilsháttar ölmusa í velferðarsjóð í þágu þeirra sem gera kröfu til að búa betur en við höfðum ráð á. Stundum hvarflar að manni sú hugsun hvort allir þeir sem hús- næðisbóta njóta í einni eða annarri mynd væru reiðubúnir til að spara við sig „lífsgæðin“ í sama mæli og okkar kynslóð varð að gera. En það er nú einu sinni þannig að einhveijir verða að færa fórnir þegar velferðarkerfið gaukar ölm- usu að þeim sem minnst mega sín. Aðalatriðið er að byrðarnar komi réttlátlega niður — á gömlu, breiðu bökin. Höfundur erfv. fræöslustjóri. í minningu „Árs aldraðra“ Kristján J. Gunnarsson. Um íslenskt mál ÞAÐ ER viðamikið hlutverk, sem liggur fyrir hveiju nýfæddu barni, að læra tungumál, þ.e. sjálft móður- málið. Þegar í vöggu verður það eitt af fyrstu námsefnunum á lífsleið- inni, en síðar kemur svo að, eftir atvikum, skipuiegu námi. í byijun mun einn mest mótandi þátturinn í þekkingaröfluninni koma frá hinu daglega umhverfi og svo síðar skól- unum, en þeirra hlutverk í námsupp- eldinu fer sívaxandi. Það er mikils um vert, að vel takist allt frá byrj- un, því lengi býr að fyrstu gerð: „Hvað ungur nemur gamall temur“. „Svo læra börn málið, sem það er fyrir þeim haft". Börn geta sjálf lítil áhrif haft á það, er þau læra, a.m.k. ekki fyrr en þau komast til nokkurs þroska. Þá geta þau farið að velja sér lesefni og höfunda, en (Sáning og uppskera) slíkt val byggist einnig á umhverf- inu, svo og upplagi hvers og eins. En hvað sem skólagöngu líður, þá hlýtur almennur lestur að móta málkennd og stíl. Sáningin: (Hvað er til að læra?) Hvernig er svo hin bókmenntalega flóra eða það lesefni, sem börn og fullorðnir geta lært af og tileinkað sér? Það er talað um góðar bók- menntir og vondar, bæði að efni og stíl. En hvernig á að finna þar fót- festu og hvar skal standa? Svarið er ekki auðvelt. En búast hefði mátt við, að yfirstjórn menntamála á hveijum tíma hefði reynt að gera reglur um form ritmáls sem einfald- astar. En hafi svo verið, verður að telja, að alvarleg mistök hafi átt sér stað. Hér skal bent á eftirfarandi: 1. Stafrófið nú á tímum er notað í tveimur útgáfum; annars vegar er ekki gerður greinarmunur á bókstöf- unum a á, e é, i í, o ó og y ý; hins vegar eru „broddstafirnir" að fullu greindir frá og meðhöndlaðir sjálf- stætt, og koma þannig fram í skipan efnis. Tökum þar dæmi: í Orðabók Menningarsjóðs, bæði frá 1963 og 1983, er efninu raðað án tillits til broddstafanna. Símaskráin er aftur á móti sett upp með þessa stafí að- greinda. Nú eru báðar þessar bækur og margar aðrar útgefnar af opin- berum stofnunum, og gæti því talist eðlilegt, að þarna væri full regla á og samræmi, þ.e. að stafrófið væri ávalt eitt og hið sama. Sjálfur tel ég að stafróf símaskrárinnar sé mun óheppilegra; oft viilist fólk í að finna nöfn, sérstaklega eins og Þorsteinn og Þórsteinn; Þorleifur og Þórleifur, og þá ekki síst, þegar þau raðast þannig sem föðurnöfn. í ritreglunum frá 1929 og 1974 sé ég hvergi ákvæði um þetta atriði. Eðlilegt gæti talist, að ríkisstofnanir stöðluðu slík mál í eigin bókaútgáfu. En ástandið er nú slíkt, að enginn veit, þegar hann opnar bók, eftir hvaða stafrófi efni er skipað. 2. Flestir, eldri sem yngri, lesa dagblöðin nokkuð reglulega, og hvernig er ástandið þar? Tökum nýlegt sunnudagsblað af Moggan- um. Hvað við kemur staf- og merkja- setningu mun óhætt að fullyrða, að það sé skrifað á 5-8 mismunandi tungumálum eða mállýskum: Leiðar- inn skrifaður eftir „gamla stíl“, (reglurnar frá 1929) með eða án zetu; Reykjavíkurbréf með sama stíl, en zetan notuð; Helgarspjall með sérstökum stíl „M“ og zetu; svo koma margar aðrar greinar bæði eftir fast starfsfólk og einnig að- sendar; sumar með gamla stíl, með eða án zetu, en flestar eftir hinum „nýja stíl“ (reglurnar frá 1973- 1977), en þó yfirleitt ekki eftir nein- um föstum reglum, a.m.k. hvað merkjasetninguna varðar. Með DV er alveg það sama. Frá degi til dags er sjálfur leiðarinn á ekki minna en þremur mismunandi tungumálum, og svo annað lesefni sam- kvæmt því. Þetta mun gilda með alla aðra biaða- og bókaútgáfu í landinu. Þetta er eitt „Kaós“. Spyiji nú hver og einn fyrir sig og svari: Er þetta æskilegt og/eða _ viðunandi ástand? Ég segi nei. Nú skulum við hugsa okkur, að eldra fólk eða yngra, hvort sem það hefur notið einhverrar skólagöngu eða ekki, vildi læra og temja sér gott og fallegt mál. Hvar á það þá að bera niður um lestur og hvar verður fyrirmyndina að finna? Og því kemur upp sú spurningin: Þyrfti ekki að fara að taka til og sópa gólfið? Til frekari Hvar á fólk að bera nið- ur, spyr Haukur Egg- ertsson, ef það vill læra o g temja sér gott og fallegt mál? skýringa ofangreindra sjónarmiða vísa ég til tveggja greina minna undir sama heiti og þessi, „Um ís- lenskt mál“, í Mbl. 21. júní og 16. júlí s.l. Uppskeran, (sem rekja mætti til framangreindrar óreiðu:) „Ef ekki er hægt að vekja það að vori vaknar það líklega ekki, seg- ir Kristinn Björnsson sem hvetur fólk i óvígðrí sambúð til að gifta sig í Morgunblaðinu“. (DV 16. maí 1994). „Að nota hugtak eins og konur sem minnihlutahópur/konur sem ákveðinn félagshópur getur aðeins verið aðferðafræðilega réttlætanlegt ef meðlimir þess hóps/hópa .... “ (Tíminn 28. júlí 1982). Þegar veðrið er gott, sólin skín glatt, fuglarnir kvaka, sauðfé dreifir sér um hagana og ég ligg marflatur ígrasinu líður mér vel. (Tvíræð setn- ing!). Hvað þýðir hún þannig: og ég ligg marflatur, í gras- inu líður mér vel. - eða svona: ... og ég ligg marflatur í grasinu, líð- ur mér vel. (Stj.tíð. B, nr. 133/1974). Þetta er skýringardæmi í reglu- gerðinni um merkja- setningu, en þarna eru tvær merkingar jafn- mögulegar. (En vel að merkja: Heimilt er að setja kommu milli liða í setningu [...] til að koma í veg fyrir mis- skilning (margræðni), en það var ekki gert þarna í reglugerðinni sjálfri). „Dragðu ramman sem birtist nið- ur“. Ég endurtek: „Dragðu ramman, sem birtist, niður“. (Úr kennslubók um notkun tölvu). Hvor er meining- in??? „Samtök foreldra langveikra barna í burðarliðnum“. (Mbl. 22. maí 1994). „Theodór hefur þann starfa að reka það sauðfé sem gengur laust frá bæjarfélögunum á Suðurnesj- um“. En hvernig þannig? Theodór hefur þann starfa að reka það sauðfé, sem gengur laust, frá bæj- arfélögunum á Suðurnesjum. „ Víða má búast við næturfrosti á morgun mun hlýna“. Veðurfréttir. 10. sept 1991. Veðurfræðingurinn las fréttina þrisvar; staldraði alltaf við „ ... næturfrosti á morgun ... “ Loksins komst hann svo fram úr efninu: Víða má búast við nætur- frosti, á morgun mun hlýna. „Mín skoðun er að meinið, sem allir ræða um, sé að skólarnir eru hættir að veita æskunni þá vits- munalegu ögun og rækta hjá henni þau vinnubrögð og þann smekk, sem fæst af því að greina mál sitt, vega og meta það sem sett er á blað“. (Jón Hafstein Jónsson). „Á sínum tíma lagði ég nokkra áherslu á að læra lögboðna stafsetningu, með misjöfnum árangri, en hringlið sem hófst fyrir um það bil tveimur ára- tugum olli því að nú nota ég hvorki hina gömlu stafsetningu né hina nýju“. (Haraldur Ólafsson). Eiga þessi ummæli ekki enn við um fram- angreind málblóm? Höfundurerfv. iðnrekandi. Lokað þriðjudaginn 2. ágúst Útsalan hefst miðvikudaginn 3. ágúst kl. 7.00 Ioppskórinn VELTUSUNDI VIÐ INGÓLFSTORG SIMI: 21212 Haukur Eggertsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.