Morgunblaðið - 30.07.1994, Page 27

Morgunblaðið - 30.07.1994, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR30. JÚLÍ 1994 27 AÐSENDAR GREINAR Á HVERJU ári flytur.fjöldi íslendinga til ‘annarra landa og þá ekki síst til Norður- landanna. í flestum tilvikum flytur fólk vegna starfs síns, eða til þess að afla sér starfsréttinda og er þá oft búsett erlendis um árabil. Fjölmargir samningar hafa verið undirritaðir í því skyni að greiða götu ríkis- borgara Norðurlanda- þjóðanna, þegar þeir flytja frá einu landinu til annars. Um síðustu áramót tók gildi samingurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES), en Norðurlöndin eru aðilar að þeim samningi. í hugum flestra átti Umtalsverðar breyting- ar hafa orðið á réttar- stöðu fólks, segir Haf- dís H. Ólafsdóttir, þeg- ar það flytur sig um set milli Norðurlanda. aðild að einfalda alla flutninga milli Norðurlandanna, en annað hefur komið á daginn. Skert réttindi með tilkomu EES Með gildistöku EES-samnings- ins, hinn 1. janúar 1994, hafa orð- ið umtalsverðar breytingar á réttarstöðu fólks, sem flytur sig um set milli Norðurlandanna. Þessar breytingar hafa leitt til lak- ari réttarstöðu þess frá því sem áður var. Eftir 1. janúar 1994 getur fólk í ákveðnum tilvikum ekki lengur flutt með sér þau fé- lagslegu réttindi sem það hafði áunnið sér í heimalandi sínu. Með félagslegum réttindum er hér átt við rétt til atvinnuleysisbóta og öll þau réttindi sem fólk nýtur samkvæmt lögum um almanna- tryggingar, til dæmis greiðslur vegna fæðingarorlofs, sjúkradag- peninga, slysadagpeninga o.s.frv. Fyrir gildistöku voru þessi réttindi flytjanleg milli land- anna samkvæmt sér- stökum samningum. Með gildistöku EES hafa með öðrum orð- um verið felldar niður reglur sem áður var að fínna í Norður- landasamningum. Þetta hefur gerst þrátt fyrir loforð ráðherra Norðurlandanna frá 14. nóvember 1990, um að félagsleg rétt- indi Norðurlandabúa skyldu ekki skerðast við nánari tengsl land- anna við Evrópu. Réttur til atvinnuleysisbóta takmarkaður Til nánari skýringar skal tekið dæmi. Til þess að flytja rétt sinn til atvinnuleysisbóta milli Norður- landanna var og er meginreglan sú, að fólk verður að vinna í nýja landinu í 8 vikur innan 12 vikna frá því að það flytur sig um set. Þá fyrst er litið til þess hvort það uppfyllti lagaskilyrði síns lands um rétt til atvinnuleysisbóta þegar það flutti. Ef sú er raunin er hægt að sækja um að tímabili fyrir og eftir flutning verði lögð saman og bætur reiknaðar út í hiutfalli við lengd vinnutíma og laun. Við gildistöku EES féll niður mikilvæg undan- tekning frá þessari meginreglu um maka og sambýlismann þess sem hafði fengið fasta atvinnu í nýja landinu í að minnsta kosti 2 ár. Sú regla fannst í Norðurlanda- samningi um atvinnuleysisbætur og hafði verið í gildi að minnsta kosti frá árinu 1985. Makinn eða sambýlismaðurinn þurfti ekki að hafa útvegað sér vinnu í 8 vikur innan 12 vikna frá komu sinni, heldur nægði að hann uppfyllti skilyrði um rétt til atvinnuleysis- bóta í heimalandi sínu (hér á ís- landi skilyrði laga nr. 93/1993 um atvinnuleysistryggingar). Vinnan í heimalandinu varð síðan grundvöll- ur útreiknings atvinnuleysisbóta í nýja landinu þar til vinna fékkst, í flestum tilvikum þó ekki lengur en í 12 mánuði. Mistök við undirbúning EES Síðastnefnd regla er, sam- kvæmt upplýsingum frá skrifstofu Norðurlandaráðs í Stokkhólmi, sögð hafa fallið óvart niður við undirbúning EES og alls óvíst hvenær þau mistök verða leiðrétt. Ljóst má vera að á þeim tímum atvinnuleysis sem nú ríkja, þá hefur fjölskyldum verið gert mjög erfitt fyrir ef þær hyggjast eða verða að flytja á milli landanna. Sá sem ekki hefur fengið vinnu áður en flutt er getur orðið alger- lega réttindalaus í dag í nýja land- inu, ef hann fær ekki vinnu innan 12 vikna frá flutningi. Réttarstaða þeirra sem í hlut eiga hefur því verið rýrð verulega frá því sem áður var. Rétt er þó að geta þess að ef einstaklingur hefur verið skráður atvinnulaus hér á landi í a.m.k. 4 vikur áður en hann flytur sig um set, getur hann að uppfyllt- um ákveðnum skilyrðum átt rétt á atvinnuleysisbótum frá íslandi í 3 mánuði. Skert réttindi skv. almannatryggingalöggjöf Auk framangreinds hefur réttur einstaklinga og fjölskyldna, sem hafa flutt sig milli Norðurlandanna eftir 1. janúar 1994, til greiðslu fæðingarorlofs, sjúkradagpen- inga, slysadagpeninga o.s.frv. skv. almannatryggingalöggjöf í ákveðnum tilvikum verið skertur og ekki er litið til þess lengur hvort eða hversu lengi viðkomandi hafði unnið áður en hann flutti. Er leiðréttinga að vænta? Þrátt fyrir að þessi mál hafi ekki verið mikið í umræðunni hér á landi, þá er aðra sögu að segja um hin Norðurlöndin, vegna mik- illa flutninga fólks milli landanna þar. Til íslands flytja hins vegar hlutfallslega fáir til lengri tíma. íslendingar, sem flutt hafa til ann- arra Norðurlanda, hafa fundið fyr- ir þessum breytingum. Breyting- arnar og mistökin skipta því miklu máli einmitt fyrir okkur. Nauðsyn- legt er fyrir þá sem þurfa og vilja dvelja erlendis um lengri tíma að skoða þessi mál vel og kynna sér breytta réttarstöðu sína og fjöl- skyldna sinna á Norðurlöndum eftir tilkomu EES, hvort til dæmis atriði eins og hjúskapur skipti máli og hvaða gögn er nauðsyn- legt að hafa með sér til nýja lands- ins. Líklegt er að lítið þokist í leið- réttingarátt í þessum málum á næstunni vegna hugsanlegrar inn- göngu Svía, Norðmanna og Finna í ESB. Engu að síður vil ég beina þeirri spurningu til þar til bærra stjórnvalda, hvort staðið verði við gefin loforð og leiðréttinga sé að vænta á næstunni? Höfundur er lögfræðingur. NÝ LYFJALÖG sem tóku gildi 1. júlí síðast- liðinn leysa af hómi tvenn eldri iög, lyljalög frá 1984 og lög um lyfjadreifingu frá 1982. I nýju lögunum er gert ráð fyrir ábyrgð lyfja- fræðinga á allri fram- leiðslu og dreifmgu lyfja. Er þetta í anda stefnu Aiþjóðaheil- brigðismálastofnunar- innar (WHO) í lyfja- málum þar sem segir m.a.: „Lyfjafra:ðingar hafi með höndum nauð- synlegt eftirlit til að riYggja gæði lyfja og þjónustu, við framleiðslu, innflutning eða útflutn- ing og á öllum stigum dreifingarinn- ar“. Óll nútímaleg lyfjadreifingar- kerfi grundvallast á því að skilið sé milli þess sem ávísar lyfi og þess sem fær ábata af sölunni. Með nýju Öll nútímaleg lyfjadreif- ing grundvallast á því, segir Ólöf Briem, að skilið sé milli þess sem ávísar lyfi og þess sem fær ábata af sölunni. lyfjalögunum hafa íslendingar einn- ig stigið þetta skref til fulls. Skýrt er tekið fram í lögunum að starf- andi læknar, tannlæknar og dýra- læknar - megi ekki vera eigendur, hluthafar eða starfsmenn lyfjabúða. Horfið er ákvæði sem heimilaði hér- aðslæknum að stunda sölu á dýra- lyfjum. Reyndar er rúmt ár þar til sá hluti Iaganna tekur gildi að lyfja- sala héraðsdýralækna falli niður og má líta á það sem einskonar aðlög- unartíma. Framkvæmd laganna Hingað til hefur dýralækirinn selt lyf, bæði lausasölu- og lyfseðil- skyld dýralyf. Þannig hefur hann verið í aðstöðu til að velja fremur dýrara lyf en ódýrara vegna eigin hagsmuna en þetta breytist frá og með 1. nóvember 1995. Nú mega allir dýralæknar kaupa á heildsölu- verði lyf en aðeins til notkunar á stofum sínum og í sjúkravitjunum. Kostnaður vegna slíkra lyfjakaupa fellur undir rekstrarkostnað. Þeim verður heimilt að afhenda skjólstæð- ingi sínum lyf í bráðatilfellum gegn ákveðinni þóknun sem ákveðin er af lyfjaverðsnefnd í samráði við yfirdýra- lækni. Sú þóknun er óháð verði lyfsins. Af- hending lyfsins er þá eingöngu vegna þjón- ustu við skjólstæðing- inn og dýralæknirinn hefur ekki fjárhagsleg- an ábata af. Stéttarfélag ís- lenskra lyfjafræðinga fagnar því að slíkt ákvæði skuli vera í nýju lögunum. Afkoma apó- teka á landsbyggðinni batnar trúlega við þetta en öll lyfsala dýralækna hefur rýrt afkomugrundvöll þeirra. Er það gleðiefni því að nýju lögin gefa ekki beinlínis til kynna að auð- veldara verði að manna lítil apótek á afskekktum stöðum en nú er. Andstaða En gagnrýnisraddir heyrast vegna breytinganna og eru þær einkum af tvennum toga. Annars vegar hafa menn áhyggjur af því að erfiðara verði um vik að nálgast dýralyf þar sem þau fáist ekki leng- ur keypt hjá dýralækninum. Nú þurfi þeir að leggja leið sína í apó- tek eftir að hafa nálgast lyfseðil hjá dýralækninum ef um lyfseðilskyld dýralyf er að ræða. En þetta er ein- mitt sú leið sem við mannfóikið þurfum að fara ef við þurfum á lyfj- um að halda og þá gildir einu hvort við búum í þéttbýli eða dreifbýli. Mikið er um það hér á landi að læknar noti símalyfseðla og einnig færist í vöxt að senda lyfseðla með bréfsíma. Ætti þetta einnig að koma að góðum notum við lyfjagjöf til dýra. í afskekktum byggðum í ná- grannalöndum okkar, Noregi og Færeyjum, fá neytendur lyf sín iðu- lega send í pósti og þarf ekki að taka langan tíma ef rétt er að stað- ið. Þau eru reyndar ófá atriðin hér á landi sem benda á að dreifbýlis- fólk þurfi að sækja þjónustu iangan veg og þar er ekkert raunhæft til úrbóta annað en bættar samgöngur. Hitt atriðið sem gagnrýnt hefur verið kemur frá hagsmunahópum. Augljóst er að héraðsdýralæknar missa þarna spón úr aski sínum. Það mál er þó allt önnur saga. Og finna þarf lausn á hvernig bregðast skal við tekjutapi sem þeir verða fyrir vegna lagasetningar sem lítur að alþjóðastefnu í lyfjamálum og færir þjóðina nær nútímanum. Höfundur er formaður stéttarfélags ísl. lyfjafræðinga. EES og skert félagsleg réttindi N or ður landabúa Hafdís H. Ólafsdóttir Lyfjasala dýra- lækna - nei takk Ólöf Briem

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.