Morgunblaðið - 30.07.1994, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ
MINNIIMGAR
LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1994 33
SKARPHEÐINN DAL-
MANN EYÞÓRSSON
+ Skarphéðinn
Dalmann Ey-
þórsson fæddist 8.
október 1921 í
Syðra-Tungukoti
(nú Brúarhlíð) í
Blöndudal í Austur-
Húnavatnssýslu.
Hann lést hinn 24.
júlí sl. á Landakots-
spítala. Foreldrar
hans voru Eyþór
Guðniundsson frá
Blönduósi og Hólm-
fríður Agústsdóttir
sem búsett var á
Blönduósi og sin
síðustu ár í Reykjavík hjá syni
sínum og tengdadóttur. Skarp-
héðinn átti sex hálfbræður og
eina hálfsystur samfeðra. Hann
kvæntist eftirlifandi konu sinni,
Sigurmundu Guðmundsdóttur,
hinn 18. maí 1946. Eignuðust
þau þrjú börn. Þau eru Sigurð-
ur Dalmann, f. 24.11. 1946,
kvæntur Ingibjörgu Jóhanns-
dóttur; Hólmfríður Guðrún, f.
17.4. 1951, gift Agnari Magnús-
syni; og Sigurmunda, f. 28.4.
1960, í sambúð með Eggerti
ísólfssyni. Barnabörn Skarp-
héðins eru fimm og barna-
barnabörn tvö. Skarphéðinn
var framkvæmdastjóri Hóp-
ferðamiðstöðvarinnar í 15 ár.
Síðustu tvö árin starfaði hann
hjá hópferðadeild Bifreiða-
stöðvar Islands. Utför hans fer
fram þriðjudaginn 2. ágúst frá
Fossvogskirkju.
MARGS er að minnast er við kveðj-
um afa okkar Skarphéðinn Dal-
mann, eða Dadda afa eins og við
barnabörnin kölluðum hann. Afi
var mjög góður og blíður, vildi allt
fyrir alla gera. Barngóður var hann
enda sóttu börnin mikið til hans.
Stundum fórum við í tjaldferðalög
og nú í seinni tíð var farið í sumar-
hús einu sinni til tvisvar á ári. Þá
var glatt á hjalla og var afi hrókur
alls fagnaðar. Sagði hann okkur
margar sögur bæði af sér úr sveit-
inni og ferðum þar sem hann var
rútubílstjóri og yfirleitt fylgdi ein
draugasaga með í lokin.
Alltaf var jafngaman að koma í
heimsókn til afa og ömmu, þau
áttu alltaf eitthvað gott í pokahorn-
inu. Svo ekki sé minnst á þegar
þau voru að koma úr utanlands-
ferð, þá keyptu þau fallega kjóla
handa okkur stelpunum og falleg
föt á strákana. Fylgdu yfirleitt leik-
föng og sælgæti með. Minnist ég
þess er við barnabörnin komum í
heimsókn þá tók afi okkur á hné
sér og söng fyrir okkur nokkrar
vísur. Langafabörnin tvö sóttu mik-
ið til afa og ömmu og leita þau að
langafa sínum er þau koma í heim-,
sókn.
Afi sinnti mörgum störfum á lífs-
leiðinni, meðal annars var hann
bifreiðarstjóri, var með eigið fyrir-
tæki í nokkur ár og síðan fram-
kvæmdarstjóri i 15 ár, auk annarra
starfa, og alltaf sinnti hann sínum
störfum af mikilli alúð og kost-
gæfni.
Afi var einn af stofnendum
hestamannafélagsins Neista í
Austur-Húnavatnssýslu, auk þess
sem hann sat í ýmsum nefndum.
Síðustu tvö árin átti afi við van-
heilsu að stríða, sem hann barðist
við af mikilli þrautseigju, dugnaði
og lífsvilja. Aldrei heyrðist hann
kvarta þótt hann væri sárþjáður.
En að lokum varð hann að lúta í
lægra haldi fyrir hinum illvíga sjúk-
dómi seni hann barðist við.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Elsku afi, nú kveðj-
um við þig með sökn-
uði og trega. Minning-
in um þig mun lifa í
hjörtum okkar um
ókomin ár. Og elsku
amma okkar, söknuður
þinn er mikill, við biðj-
um Guð að varðveita
þig og styrkja í sorg
þinni. Sérstakar þakkir
færum við Sigurði
Björnssyni krabba-
meinslækni, starfsfólki
Landakotsspítala og
heimahlynningu
krabbameinsfélagsins.
Eyþór Dalmann, Helga
Kristín og fjölskylda.
Nú er hann Daddi afi okkar lát-
inn. Við eigum svo margar góðar
minningar um þennan góða mann
sem við vorum svo heppin að þekkja
eins vel og við gerðum. Fjölskylda
hans var honum allt og umhyggja
hans mikil í hennar garð. Afi vildi
allt fyrir alla gera sem í hans valdi
stóð, alltaf reiðubúinn og til staðar
þegar eitthvað bjátaði á. Þá minn-
umst við systkinin þess hve oft
hann hringdi í okkur bara til að
vita hvort allir væru ekki hressir
og við góða heilsu, þó hann sjálfur
hafi þjáðst af veikindum sern urðu
honum ofviða, en aldrei hvarflaði
að honum að gefast upp því hann
var ákaflega duglegur og bjart-
sýnn.
Nú kveðjum við elsku afa okkar,
þennan mikla baráttumann, með
miklum söknuði. Þín mun sárt
verða saknað. Elsku amma okkar,
Guð blessi þig og styrki í sorg þinni.
Skarphéðinn, Lilja Rós og
Agnar Már.
Þegar hópur rútubílaeigenda
kom saman árið 1977 til að stofna
nýtt fyrirtæki í ferðaþjónustu, Hóp-
ferðamiðstöðina hf., þá skipti mikiu
máli að velja þar til forystustarfa
mann sem gæti tryggt uppgang
og velgengni fyrirtækisins. Fyrir
valinu varð Skarphéðinn D. Ey-
þórsson. Hann var á þeim tíma
starfsmaður Togaraafgreiðslunnar,
en hafði mikla reynslu af rútubílum
og rútubílaakstri, hafði m.a. verið
bílstjóri og verkstjóri hjá Norður-
leið auk þess að vera með eigin
hópferðabíl. Skarphéðinn kom
strax til starfa og á ótrúlega stutt-
um tíma var fyrirtækið komið í
fullan rekstur. Þessi ráðning var
óneitanlega gæfuspor hjá Hópferð-
amiðstöðinni hf. því næstu fimmtán
árin var Skarphéðinn andlit fyrir-
tækisins út á við og óþreytandi í
að koma sínum mönnum á fram-
færi. Öll samningagerð fyrir fyrir-
tækið var á hans herðum og það
var eitt af einkennum Skarphéðins
að það þurfti ekki að standa í mik-
illi pappírsvinnu því orð skyldu
standa, ef menn höfðu tekist í
hendur upp á gerða samninga þá
stóð það og margir slíkir halda enn
í dag. Hann starfaði einnig mikið
að hagsmunamálum hópferða-
leyfishafa og var kjörinn heiðursfé-
lagi í Félagi hópferðaleyfishafa
árið 1991. Hann sat auk þess í
Ferðamálaráði og Skipulagsnefnd
fólksflutninga fyrir hönd Félags
hópferðaleyfishafa.
Hópferðaakstur er nánast vertíð-
arbundin atvinnugrein með mikilli
vinnuskorpu á sumrin. Þá voru fáir
sem gátu staðið vaktina til jafns
við Skarphéðin. Sagt var að hann
svæfi með símann á koddanum á
næturnar, því það var alltaf hægt
að ná til hans, nótt sem dag. Hann
þekkti vel til manna út um allt land
og ef þurfti að bjarga bílum þá var
hægt að treysta á að Skarphéðinn
þekkti menn. hér eða þar sem áttu
bíla og gætu bjargað málunum.
Þegar Hópferðamiðstöðin hafði
slitið barnsskónum og reist sér eig-
ið húsnæði undir starfsemina árið
1986 þá átti Skarphéðinn stærstan
þátt að öðrum ólöstuðum í að þar
tókst vel til. Þegar Skarphéðinn
ákvað að velja sér annan vinnustað
fyrir tveimur árum, var samt ljóst
að ferðaþjónustan átti hug hans
og fylgdi honum áfram, enda hefur
Skarphéðinn verið einn af þeim
MARGRET
BERGSDÓTTIR
+ Margrét Bergs-
' dóttir fæddist á
Bæjarskerjum í
Sandgerði hinn 18.
júní 1942. Hún lést
á Sjúkrahúsi
Suðurnesja hinn
22. júlí síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Pálína
Þ. Theodórsdóttir
(f. 29. maí 1921) og
Bergur V. Sigurðs-
son (f. 4. mars 1916
d. 28. janúar 1993)
í Sandgerði. Þau
hjónin eignuðust
níu börn, en þau eru: Þor-
björg, Vigdís Theodóra, Mar-
grét, Berglín, Einar, Hrönn,
Guðveig, Valgerður og Sigurð-
ur Skúli. Margrét átti sín upp-
eldisár í faðmi fjölskyldunnar
á Bæjarskerjum. Árið 1965
giftist hún Baldri Guðmundi
Matthíassyni, f. 13. október
1941, flugafgreiðslumanni á
Keflavíkurflugvelli, en Baldur
er einnig formaður Verkalýðs-
og sjómannafélags Sandgerð-
is. Þau hófu húskap á Tjarnar-
götu 8 í Sandgerði, en fluttu
árið 1968 í nýbyggt liús sitt á
Vallargötu 23, og hafa búið
þar síðan. Þau eignuðust þrjár
dætur sem allar búa í Sand-
gerði. Þær eru Elísa, f. 15.
febrúar 1965, gift Ingþóri
Karlssyni, þau eiga tvö börn,
Margréti og Vilhjálm Karl;
Bylgja, f. 16. sept-
ember 1970, gift
Þóroddi Sævari
Guðlaugssyni þau
eiga einn son, Bald-
ur Matthías; Inga
Rós f. 29. júlí 1976,
býr í föðurhúsum.
Margrét sinnti um
árabil ýmsum
störfum utan hús-
móðurstarfanna,
m.a. við mötuneyti,
fiskvinnslu o.fl. Út-
för Margrétar fer
fram frá Hvalsnes-
kirkju í Sandgerði
þriðjudaginn 2. ágúst næst-
komandi.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
Héðan skal halda,
heimili sitt kveður
heimilis prýðin í hinsta sinn.
Síðasta sinni
sárt er að skilja,
er. heimavon góð í himininn.
(V, Briem.)
Það er alltaf áfall að heyra um
andlát góðs vinar, jafnvel þó vitað
sé að hveiju stefnir. Elskuleg vin-
kona mín og frænka Margrét
mönnum sem skildu hvað orðið
þjónusta þýddi í heitinu ferðaþjón-
usta.
Starfsfólk Hópferðamiðstöðvar-
innar, bæði skrifstofufólk og bíl-
stjórar, horfa nú á eftir góðum
samstarfsmanni sem minnst verður
með söknuði. Við sendum fjölskyld-
unni innilegar samúðarkveðjur.
Sfeirfsfólk Hópferðamið-
stöðvarinnar.
Þegar ég var ráðin til starfa á
Hópferðamiðstöðina hf. haustið
1989 af þeim Jóni Ólafssyni endur-
skoðanda fyrirtækisins og fram-
kvæmdastjóranum Skarphéðni D.
Eyþórssyni, hefði mig aldrei órað
fyrir því að sami sjúkdómurinn
myndi leggja báða þessa menn ein-
ungis tæpum fimm árum seinna.
Jón kvaddi okkur í febrúar og nú
hefur kvatt minn gamli góði vinur
Skarpi. Það er svo margt sem ber
að þakka og mér er efst í huga
umhyggjan sem þú sýndir mér og
Andreu. Sérstaklega ef veður voru
válynd og við að ferðast norður.
Oftar en ekki varstu búinn að
hringja „b'ara til passa stúlkurnar
þínar“ að þær kæmust heilar heim.
Þegar þú sendir allt að 30 sæta
rútu til að ná í mig á morgnana
ef snjóþungt var eða til að ná
Andreu heini úr skólanum. Allar
vísurnar sem þú kenndir mér og
spilastundirnar okkar á vetrar-
morgnum þegar var búið að fara í
bakaríið og nýlagað kaffið kom í
krúsirnar okkar. Þegar við vorum
að kaupa konfektið fyrir jólin og
skreyta Stöðina með greni og kert-
um.
Allar úrlausnirnar sem þú hafðir
þegar eitthvað kom uppá og æðru-
Ieysið sem þú bjóst yfir þegar
stundum var hálftími í að senda
þurfti bíl og enginn var til. Allt
leystir þú vel og það að við geymd-
um einu sinni hóp inni í Þórsmörk
sólarhring lengur en til stóð meðan
var verið að „teikna“ bíl, það var
ævintýri sem allir tóku vel.
Það sem einkenndi þig þó framar
öllu var þín létta lund. Hvort sem
heilsa eða annað plagaði þig gerðir
þú það ekki að aðalumræðuefni
dagsins.
Minningarnar eru kærar og gott
að muna það góða sem einkenndi
þig-
Kæri vinur, þakka þér samstarf-
ið og viðkynninguna.
Guð geymi Lillu, Hólmfríði og
aðra aðstandendur á erfiðri stund.
Ólöf V. Bóasdóttir.
Orð megna oft lítið þegar sorgin
knýr dyra. Samt langar mig í fáein-
um orðum að minnast Skarphéðins
Dalmanns Eyþórssonar eða
„Dadda“ eins og hann var jafnan
kallaður. Við hjónin kynntumst
honum fyrir ellefu árum er kynni
tókust með okkur og dóttur hans.
Áður en langt um leið kom á dag-
inn að ættir okkar tengdust og
eftir það hélt Daddi því ætíð fram
að ég væri frænka sín. Reyndar
varð aldrei fullsannað hvort svo
var, en Daddi lét sig ekki og
„frænkan hans“ skyldi ég vera.
Daddi var einkar ljúf og hjarta-
góð sál og vinmargur var hann
mjög. Hann unni ástvinum sínum
og hvergi leið honum betur en í
návist þeirra, einkum barnabarn-
anna. Það var sannur heiður að fá
að þekkja slíkan öðling.
Daddi og kona hans voru gestris-
in lijón og heimili þeirra hlýtt heim
að sækja. Við fundum einlægt að
þar vorum við velkomin og minn-
ingarnar þaðan hverfa okkur seint.
Fyrir rúmum tveimur árum
kenndi Daddi þess meins sem átti
eftir að draga hann til dauða. Hann
æðraðist þó aldrei og slikur var
hans innri kraftur að hann hélt sig
sífellt að starfi þó sjúkur væri.
Kraft máttarvaldanna fær þó eng-
inn sigrað og nú er jarðvist Dadda
lokið. Dapurleikinn grúfir yfir en
djúpt í depurðinni örlar á ljós —
ljós trúar og vissu um fagran heim
handan lífs og dauða.
Okkur hjónin langar til að þakka
fyrir samveruna með góðum manni.
Veit honum hvíld, Drottinn, og lát
ljós þitt lýsa honum um eilífð alla.
Okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Helga Áinundadóltir,
Ari Ólafsson.
Bergsdóttir er látin eftir erfiða
baráttu, sem hún háði af æðru-
leysi, við krabbamein, sjúkdóminn
sem allt of marga leggur ótíma-
bært að velli.
Það eru að verða 30 ár síðan
vinskapur okkar efldist til muna,
þegar við tvenn ung hjón, fluttum
inn í nýbyggðu húsin okkar við
Vallargötu í Sandgerði. Alla tið
síðan hefur ríkt með fjölskyldum
okkar kærleiksríkur og traustur
vinskapur og margar ánægjustund-
ir höfum við átt saman.
Það var gott að heimsækja
Möggu og Baldur. Gestrisni og
hlýjar móttökur voru þar í fyrirrúmi
að ógleymdu heimabökuðu góðgæti
sem alltaf var boðið upp á. Magga
var mikil búkona og þau voru mörg
veisluborðin sem voru hlaðin góm-
sætu bakkelsi og matföngum sem
voru hennar handverk, en margir
leituðu liðsinnis hjá Möggu þegar
halda þurfti veislu og alltaf var hún
boðin og búin til hjálpar, hvort sem
var í þeim efnum eða öðrum.
Magga var atorkusöm kona.
Dugnaður og vandvirkni voru henni
í blóð borin. Til margra ára starf-
aði hún utan heimilis og var eftir-
sótt til vinnu. Þrátt fyrir það kom
það ekki niður á umhyggjusemi
liennar fyrir sínum nánustu og
þeim málefnum sem hugur hennar
stóð til. Hún hafði mikla ánægju
af handavinnu og liggja mörg fal-
leg handverk eftir hana. Til hinstu
stundar, meðan henni entist þrek,
var hún að pijóna á litlu sólargeisl-
ana sína, barnabörnin.
Við hinstu kveðju koma margar
ljúfar og góðar minningar upp í
hugann. Þegar við Nonni fórum
okkar fyrstu utanlandsferð saman,
þá fórum við til Lúxemborgar árið
1975, með Möggu og Baldri. Þessi
ferð var einhver sú skemmtilegasta
sem við höfum farið og var í mörg
ár á eftir verið að rifja upp hin
ýmsu skemmtilegu og skondnu at-
vik sem upp komu. Stutt var í
glettnina hjá Möggu og mikið var
hlegið.
Til margra ára var það tilhlökk-
unarefni að fara saman á þorrablót
þotufólks. Eitt slíkt bar upp á af-
mælisdaginn minn. Þegar kom að
því að seldir voru happdrættismiðar
sagði Magga við mig: Jæja Lóa
mín, nú verður þú heppin í kvöld
í Lilefni dagsins. Þetta reyndust orð
að sönnu því ég hreppti tvo góða
ferðavinninga.
Magga var tilfinningarík og
næm, en því kynntumst við sem
þekktum hana best. í sorg jafnt
sem gleði var gott að eiga hana
fyrir vin. Nú syrgja margir og
sakna góðs vinar.
Elsku Baldur, Elísa, Bylgja og
Inga Rós, ykkar og barnanna er
þó söknuðurinn og sorgin mest.
Elsku Palla mín, þinn missir er
mikill.
Við Nonni og fjölskylda okkar
sendum ykkur og öllum ástvinum
innilegustu samúðarkveðjur og
óskum ykkur Guðs blessunar. Megi
minningin um Möggu lifa. Hvíli hún
í Guðs friði.
Nú ertu leidd, mín ljúfa,
lystigarð Drottins í,
Þar áttu hvíld að hafa
hörmunga’og rauna frí,
við Guð þú mátt nú mæla,
miklu fegri en sól
unan og eilíf sæla
er þín hjá lambsins stól.
(H.P.)
Olafía Guðjónsdóttir.