Morgunblaðið - 30.07.1994, Page 34
34 LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1994
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
AGUST
BJARNASON
irsóttur ræðumaður
við ýmiss konar til-
efni. Hann var virkur
félagi í mörgum félög-
um og var að vonum
víð_a valinn til forustu.
Islensk endurtrygg-
ing hf. stendur i þakk-
arskuld við Agúst
Bjarnason fyrir giftu-
rík störf- hans í þágu
félagsins. Fyrir hönd
félagsins, stjórnar
þess og starfsfólks
votta ég Ragnheiði og
fjölskyldunni innilega
samúð.
Bjarni Þórðarson.
+ Ágúst Bjarna-
son fæddist i
Reykjavík 30. apríl
1918. Hann Iést á
Borgarspítalanum
22. júlí síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Dómkirkj-
unni í gær.
ÁGÚST Bjarnason,
fyrrv. skrifstofustjóri
íslenzkrar endur-
tryggingar, var í gær
til moldar borinn. Ag-
úst réðst til starfa hjá
Stríðstryggingafélagi
íslenzkra skipshafna í júní 1941,
er félagið opnaði sérstaka skrif-
stofu, en hann hafði áður starfað
hjá Sjóvátryggingafélagi Islands
hf. um skeið. Hann varð skrifstofu-
stjóri félagsins 1945 og gegndiþví
starfi til ársloka 1978. Þá var Ág-
úst félagskjörinn endurskoðandi
íslenzkrar endurtryggingar frá ár-
inu 1987 til dauðadags.
Stríðstryggingafélagið var
stofnað í október 1939 og var hlut-
verk þess að tryggja skipshafnir á
íslenzkum skipum fyrir stríðsslys-
um. Meginverkefni Ágústs á stríðs-
árunum var að greiða sjómönnum,
sem höfðu slasast, bætur svo og
ekkjum og aðstandendum þeirra
sjómanna, sem fórust. Þá hafði
hann yfirumsjón með innheimtu
iðgjalda hjá útgerðarmönnum, en
sýslumenn og fógetar voru inn-
heimtuaðilar hver í sínu umdæmi.
Að styrjöldinni lokinni hóf félag-
ið endurtryggingarstarfsemi en frá
árinu 1947 var það nefnt íslenzk
endurtrygging. Samskipti félagsins
við innlend félög svo og við erlenda
endurtryggingarmiðlara urðu brátt
mikil og þá var það félaginu mikill
styrkur að njóta starfskrafta Ág-
ústs. Hann sá meðal annars um
innheimtur og greiðslur, en fjár-
málaumsvif voru mikil hjá félaginu
bæði vegna tryggingarviðskipta
innan lands og utan og vegna lán-
veitinga, t.d. til bæjarfélaga vegna
hafnarframkvæmda. Á hinu fag-
lega sviði hafði Ágúst mest af-
skipti af brunatryggingum. Hann
var um áratugaskeið fulltrúi félags-
ins í iðgjalda- og skilmálanefnd
Sambands brunatryggjenda á ís-
landi og lengst af formaður nefnd-
arinnar. Nefnd þessi vann mikið
starf, meðal annars ákvarðaði hún
iðgjaldataxta í brunatryggingum
lausafjár, innbús- og heimilistrygg-
inga og jafnframt tók hún til sér-
stakrar athugunar allar þær áhætt-
ur, sem taldar voru sérstæðar með
tilliti til brunaáhættu. Nefndar-
menn fóru oft á vettvang og skoð-
uðu aðstæður og gerðu tillögur um
úrbætur varðandi brunavarnir,
þegar svo bar undir, svo og ákváðu
þeir afslátt eða álag á iðgjalds-
taxta.
Ágúst gegndi mörgum trúnaðar-
störfum fyrir vátryggingarfélögin
sameiginlega. Hann var um árabil
fulltrúi vátryggingarfélaganna í
stjóm Brunamálastofnunarinnar
og miðlaði þar af mikilli reynslu
sinni og þekkingu jafnframt því
sem hann gætti hagsmuna bruna-
tryggingafélaganna en á þessum
tíma greiddu þau kostnaðinn við
rekstur stofnunarinnar. Þá var
Ágúst fyrsti formaður samtaka ís-
lenzkra sjótryggjenda og fulltrúi
þeirra á mörgum alþjóðlegum ráð-
stefnum. Auk framangreindra
starfa Ágústs var hann fagjegur
ráðgjafí Hústrygginga Reykjavík-
urborgar um áratugaskeið.
Ágúst var sterkur og eftirminni-
legur persónuleiki og vakti athygli
hvar sem hann fór, háttvís í fram-
komu og vinsæll. Hann var rökfast-
ur og raddmikill, orðheppinn og
tjáði skoðanir sínar á hreinskiptinn
hátt. Ágúst var frábær sögumaður
og í samkvæmum var hann manna
skemmtilegastur, því var hann eft-
Kveðja
I gær var til moldar borinn vinur
minn Ágúst Bjarnason fyrrverandi
skrifstofustjóri.
Við kynntumst haustið 1937.
Við vorum jafnaldrar, ég þó heldur
eldri í árinu, og höfðum báðir orðið
stúdentar um vorið, hann í Reykja-
víkurskóla, ég á Akureyri. Fundum
okkar mun fyrst hafa borið saman
í „Rússagildi“, þar sem fagnað var
nýstúdentum í Háskóla íslands.
Ágúst vakti þegar í stað sérstaka
athygli mína. Þennan vetur og
framvegis áttum við margar góðar
stundir, meðal annars í hópi stúd-
enta og annarra sem sungu og
glöddust saman, og með okkur
stofnaðist vinátta sem staðið hefur,
án þess að skugga bæri á, nærri
57 ár. Ég átti því láni að fagna
að kynnast æskuheimili hans, og
yfír því er í huga mínum alveg
sérstakur Ijómi. Þar ríkti einstakt
jafnvægi alvöru og gleði. Kirkju-
höfðinginn séra Bjarni Jónsson
vígslubiskup rækti embætti sitt
með þeim virðuleika og andríki, að
mér fínnst enn að hann hafi borið
af öðrum kennimönnum sem ég hef
kynnst, en hann kunni líka vel að
gleðjast með glöðum. Engan mann
var skemmtilegra að hitta á góðri
stund og snjallari tækifærisræður
hef ég aldrei heyrt en þær sem
séra Bjarni flutti. Frú Áslaug Ág-
ústsdóttir hefði með sóma getað
borið drottningarkórónu hvaða
stórveldis sem var, en hún hafði
það fram yfír flestar eða allar
drottningar að hún lék ljómandi vel
á píanó. Það var gaman að heyra
þau mæðginin syngja og spila sam-
an.
Ekki spillti það vináttu okkar
Ágústs þegar hann kvæntist ná-
frænku minni, Ragnheiði Eide,
haustið 1943. Hjónavígslan var sú
hátíðlegasta sem ég hef verið við-
staddur og giftingarveislan sú veg-
legasta. Þarna var líka stofnað
hjónaband sem stóð í meira en
hálfa öld, og dauðinn einn batt
enda á. Heimili þeirra, fyrst í Lækj-
argötu, síðan á Snorrabraut, lengst
við Kleifarveg og nú síðast á Jökul-
grunni, var fagurt, bjart og hlýtt,
þangað var alltaf gott að koma og
þar var ávallt vinum að mæta.
Ævistarf sitt vann Ágúst
Bjarnason á vettvangi tryggingar-
mála, Jengst sem skrifstofustjóri
hjá íslenskri endurtryggingu.
Fjöldamörgum trúnaðarstörfum
gegpidi hann á þessu sviði, og voru
mörg þeirra nefnd hér í Morgun-
blaðinu þegar sagt var frá andláti
hans laugard. 23. júlí. Af þeim
hafði ég ekki mikil kynni. Leiðir
okkar lágu saman í tómstundunum,
og þá einkum á vegum Karlakórs-
ins Fóstbræðra.
Ágúst tók á fyrri árum mikinn
þátt í starfi K.F.U.M., enda var
faðir hans formaður þess félags frá
1911 til dauðadags 1965, en fram-
kvæmdastjóri var annað mikil-
menni úr klerkastétt, séra Friðrik
Friðriksson, sem stofnaði félagið
1899 og gegndi framkvæmdastjó-
rastarfinu meðan hann lifði (d.
1961). Á vettvangi þeirrar hreyf-
ingar voru síðan stofnuð önnur fé-
lög ungra manna, sem enn starfa
af miklum þrótti, og er þar einkum
að nefna Karlakórinn Fóstbræður,
sem upphaflega (1916-1936)
nefndist Karlakór K.F.U.M., og
Knattspyrnufélagið Val.
Það mun mega fullyrða að þessi
samtök hafi engan dyggari félaga
og stuðningsmann átt en Ágúst
Bjarnason. Hann lét sig ógjarnan
vanta á áhorfendabekki á keppnis-
leikjum Vals ef eitthvað var í húfi.
En í liði Fóstbræðra var hann ávallt
í fremstu röð. Hann var um ára-
tugi ein helsta máttarstoð sjálfrar
grunnraddarinnar, 2. bassa, ásamt
frændum sínum Kristni og Ásgeiri
Hallssonum og Halli Þorleifssyni
föður þeirra. Hann átti stundum
sæti í stjórn kórsins, en þótt hann
gegndi ekki neinum sérstökum
embættum þótti fáum ráðum full-
ráðið nema hann væri til kvaddur.
Þau áhuga- og hagsmunamál kórs-
ins sem hann lét til sín taka, oft
með afgerandi hætti, verða seint
fulltalin. Löngum var hann sjálf-
kjörinn veislustjóri þegar Fóst-
bræður efndu til mannfagnaðar,
og rómuð hafa orðið árleg þorra-
blót Fóstbræðra sem hann mótaði
og stýrði um 25 ára skeið. Hann
var fararstjóri í að minnsta kosti
þremur söngferðum Fóstbræðra til
útlanda og átti auk þess mikinn
þátt í umfangsmiklum undirbún-
ingi slíkra ferða. Minnistæð er mér
sú mikla söngför sem ég fór með
kórnum til meginlands Evrópu
haustið 1954. Þetta var fímm vikna
ferð og sungið var í sex löndum, á
tónleikum, í útvarp og meira að
segja í sjónvarp í París. Þátttakend-
ur voru um 80, söngmenn og eigin-
konur. Hópferðir af þessu tagi voru
nýlunda, vandamálin mörg sem upp
komu og sum stór. En úr öllu leysti
Ágúst og aðstoðarmenn hans með
þeim hætti að það hefðu fáir eða
engir gert betur.
I tvo áratugi sat Ágúst Bjarna-
son í stjóm Sambands íslenskra
karlakóra, var lengst af formaður
stjórnarinnar (1943-61) og varð
síðan heiðursfélagi sambandsins.
Hann hafði forystu um samvinnu
við karlakórasambönd annars stað-
ar á Norðurlöndum og var sæmdur
heiðursmerkjum þeirra allra. Marg-
víslegur annar sómi var honum
sýndur heima og erlendis, m.a. var
hann sæmdur riddarakrossi ís-
lensku Fálkaorðunnar, og sænsk-
um, fínnskum og norskum riddara-
krossum.
Eftir að Ágúst dró sig í hlé úr
röðum starfandi kórsins kom hann
að sjálfsögðu til liðs við Gamla
Fóstbræður og varð einn af for-
ystumönnum þess félags. Þar var
alltaf skarð fyrir skildi ef fyrir kom
að hann vantaði á mánaðarlegum
æfíngum, og enn sem fyrr fylgdi
honum góður félagsandi og sönn
sönggleði. Ógleymanleg er ferð
okkar til Kanada og Bandaríkjanna
sumarið 1989, sem hófst með þátt-
töku í 100. íslendingadeginum á
Gimli í Manitoba og endaði vestur
á Kyrrahafsströnd. Það eina sem
þar skyggði á voru veikindi Ágústs
í ferðarlok.
Það var á æfingum Gamalla
Fóstbræðra og vikulegum fundum
Rótarýklúbbs Reykjavíkur sem
leiðir okkar lágu oftast saman síð-
ustu árin. Æskufjörið var farið að
dvína hjá báðum. Þó fóru jafnan
hlýir straumar á milli þegar fund-
um bar saman. En nú fækkar vina-
fundum og fagnaðarstundum. Ég
kveð einn minn elsta og allra trygg-
asta vin með sárum söknuði. Marga
þakkarskuld á ég honum að gjalda
eftir langa samfylgd. Aldrei minnti
hann mig á það og ef til vill vissi
hann það ekki sjálfur, en mér hefur
orðið þetta æ ljósara eftir því sem
árin liðu. Orð eru fátækleg, hin
réttu vandfundin, og þakkirnar síð-
búnar, en þær eru af einlægum hug
fram bornar.
Við Sigutjóna Jakobsdóttir og
fjölskylda okkar sendum Ragnheiði
Bjarnason, börnum hennar, Bjarna
Ágústssyni og Guðrúnu Ágústs-
dóttur, og fjölskyldum þeirra inni-
legustu samúðarkveðjur á þessari
saknaðarstund.
Jón Þórarinsson.
Daginn áður en Ágúst, vinur
minn, Bjarnason gekkst undir
mikla skurðaðgerð, fyrir stuttu,
gerði hann sér ferð til þess að
færa mér gömul gögn sem varða
sögu Sambands íslenskra karla-
kóra. Sú gerð hans sýnir betur en
mörg orð umhyggju og áhuga hans
á málum sambandsins fyrr og síð-
ar, en hann var í nokkrum vafa
að eiga afturkvæmt af spítala eft-
ir aðgerðina því vitað var að hún
var alvarlegs eðlis.
Ágúst var einn af virtustu
frammámönnum íslenskra karla-
kóra um áratuga skeið. Hann er
nú kvaddur með virðingu og sökn-
uði af fjöldamörgum söngvinum
víðsvegar á landinu, ekki síst þeim
sem störfuðu með honum í stjórn
Sambands íslenskra karlakóra og
þeim sem sungu í kórum á vegum
sambandsins við ýmis hátíðleg
tækifæri á þeim rúmum tveimur
áratugum er hans naut þar við.
Ágúst Bjarnason hóf kórsöng
með Karlakórnum Kátum félögum
og síðar Karlakórnum Fóstbræðr-
um frá árinu 1944 til ársins 1962.
Hann var lengi í stjórn þess kórs
og fararstjóri hans í þremur söng-
ferðum til útlanda: Til meginlands
Evrópu og Stóra-Bretlands árið
1954, til Noregs og Danmerkur
árið 1960 og Finnlands og Sovét-
ríkjanna árið eftir. Þá var hann
formaður móttökunefndar Fóst-
bræðra þegar vinakór þeirra
„Muntra Musikanter" kom fyrst
til íslands árið 1962 í boði kórs-
ins. Hann kom mjög við sögu bygg-
ingar félagsheimilis Fóstbræðra og
var formaður Gamalla Fóstbræðra
árin 1965-1968. Hann var sæmdur
æðsta heiðursmerki Karlakórsins
Fóstbræðra.
Eins og fyrr er getið vann Ág-
úst mikið starf fyrir Samband ís-
lenskra karlakóra. Hann var lengst
allra manna í stjórn þess, kosinn
ritari sambandsins árið 1940 og
formaður þess var hann árin 1942-
1961.
Starf formanns á fyrstu árum
hans var helgað undirbúningi og
þátttöku sambandsins í hátíðar-
höldunum sem efnt var til vegna
stofnunar lýðveldisins 17. júní
1944. Það var ærið verkefni og
vandasamt. Þjóðhátíðarkórinn
mynduðu margir karlakórar frá
Reykjavík og Hafnarfirði, Suður-
og Vesturlandi í samráði við söng-
málanefnd. Hún var skipuð
fremstu tónlistarmönnum þjóðar-
innar og var kjörin af þjóðhátíðar-
nefnd. Söngur Þjóðhátíðarkórsins
vakti mikla hrifningu, m.a. þess
sem þessar línur ritar, og verður
lengi í minnum hafður af þeim sem
hlýddu á söng hans á Þingvöllum
og í Reykjavík daginn eftir.
Á aðalfundi SIK sem haldinn
var í júní 1945 var samþykkt til-
laga um að „sambandið gangist
fyrir söngför ca. 40 manna úrval-
skórs til Norðurlanda á komandi
vori.“ Kórinn var skipaður söng-
mönnum úr Fóstbræðrum og
+ Guðríður Málfríður Helga-
dóttir var fædd í Reykjavík
2. júlí 1916. Hún Iést á Borgar-
spítalanum aðfaranótt 19. júlí
síðastliðins og var útför henn-
ar gerð frá Dómkirkjunni 28.
júlí.
FRÍÐA MÍN er dáin. Komin til
Gunnars sem kvaddi 8. mars. Að
minnast Fríðu án Gunnars er ekki
hægt. Fríða og Gunnar voru óað-
skiljanleg hjón í mínum huga og
nú eru þau bæði farin yfir móðuna
miklu. Það vantar eitthvað í húsið,
þau voru mér svo kær og ef ég
þurfti að spyija að einhveiju var
bara að banka hjá þeim, þar var
Karlakórnum Geysi á Akureyri.
Söngstjórar voru Jón Halldórsson
og Ingimundur Árnason. Rögn-
valdur Siguijónsson lék með á
slaghörpu og lék að auki einleik á
samsöngvunum, en fararstjóri var
Jóhann Sæmundsson. Formaður
og stjórn sambandsins hafði veg
og vanda af undirbúningi söng-
ferðarinnar. Hljómleikar voru
haldnir á öllum Norðurlöndunum
að meðtöldum Færeyjum og þótti
ferðin takast með ágætum. Er
þetta eina skipulega söngferðin til
útlanda sem Samband ísl. karla-
kóra hefir staðið fyrir, en íslenskir
karlakórar hafa gert víðreist um
heiminn, hver fyrir sig, eins og
þekkt er.
Árið 1950 var haldið söngmót
SÍK fyrir forgöngu Ágústs Bjarna-
sonar og þáverandi stjórnar sam-
bandsins, og þótti merkisviðburður
í sögu SÍK. Mótið var haldið í
Reykjavík dagana 9.-11. júní. í því
tóku þátt sjö kórar víðs vegar að
af landinu. Enn var haldið söng-
mót árið 1953 og nú í tilefni 25
ára afmælis sambandsins. Það mót
vakti einnig mikla athygli.
Samskipti við norræn kórasam-
bönd hófust á árunum fyrir síðari
heimsstyijöld en lögðust af á með-
an hún stóð yfir af augljósum
ástæðum. Þau voru tekin upp fljót-
lega eftir stríðið, eins og sést af
söngferð sambandskórs SÍK til
Norðurlandanna 1946. Ákveðið
var að stofna Samband norrrænna
karlakóra (Nordisk Sangerfor-
bund). Það var stofnað í Bergen
árið 1956 og var Ágúst Bjarnason
kosinn í fyrstu stjórn sambandsins.
Hann var síðar kosinn heiðursfé-
lagi þess. Sambandið starfar enn
af krafti og hefur SÍK ávallt tekið
virkan þátt í störfum þess og ger-
ir enn.
Af þessu má sjá, að Ágúst
Bjarnason sat ekki auðum höndum
í stjórn Sambands íslenskra karla-
kóra á meðan hans naut þar við.
Margt fleira mætti rita um störf
hans fyrir sambandið þótt hér verði
látið staðar numið. Hann var kos-
inn heiðursfélagi Sambands ís-
lenskra karlakóra í þakklætis- óg
virðingarskyni.
Ágúst var afar fróður og
skemmtilegur maður. Kímnigáfa
hans, stjórnsemi og heimsborgara-
legt fas hans var víða þekkt og
metið. Hann var því ákjósanlegur
fulltrúi og foringi Sambands ís-
lenskra karlakóra bæði innanlands
og utan um langt árabil og var
landi sínu og þjóð til sóma hvar
sem hann fór.
Um leið og fjölskyldu hans eru
færðar innilegar samúðarkveðjur
eru hér að lokum færðar alúðar-
þakkir fyrir ómetanlegt starf Ág-
ústs Bjarnasonar í þágu íslenskra
karlakóra. Blessuð sé minning
hans.
F.h. Sambands íslenskra
karlakóra,
Þorsteinn R. Helgason, ritari.
alltaf svar að fá. Þau voru mér sem
„frænka og frændi" og ef mig
langaði að vita um íþróttir var
Gunnar alltaf til taks, þær voru
eitt af hans áhugamálum, og að
spjalla við Fríðu var indælt, bara
um daginn og veginn eða mín
vandamál. Hún gat alltaf hlustað
og hún vissi að það var gagn-
kvæmt.
Elsku Fríða og Gunnar, betri
nágranna gat enginn óskað sér og
nú eruð þið bæði á burt og ykkar
er sárt saknað.
Guðný, Jóhann, Dísa, Einvarður
og Gunnar, Guð gefi ykkur styrk
við þennan mikla missi.
Ykkar Gerður.
GUÐRIÐUR
MÁLFRÍÐUR (FRÍÐA)
HELGADÓTTIR