Morgunblaðið - 30.07.1994, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ1994 35
MINNINGAR
GUÐNÝ
STEFÁNSDÓTTIR
+ Guðný Stefáns-
dóttir fæddist í
Pétursborg á
Reyðarfirði 28. júlí
1934. Hún andaðist
á gjörgæsludeild
Landspítalans í
Reykjavík 25. júlí
síðastliðinn. For-
eldrar Iiennar voru
Guðmundur Stefán
Bjarnason frá Fossi
á Síðu og Sigríður
Jónsdóttir frá Ein-
holti á Mýrum.
Börn þeirra, auk
Guðnýjar sem var
yngst, eru Blómey,
Geir (látinn), Guðríður, Bjarni
Jón, Pálína Anna, Ragna Þor-
gerður, Gunnar Auðunn, Helga
Valborg og Kristín Stefanía.
Börn Stefáns af fyrra hjóna-
bandi voru þau Matthildur,
Skarphéðinn, Gunnar og Njáll
sem einn þeirra er eftirlifandi.
Hinn 26. maí 1958 giftist Guðný
Olafi Þorsteinssyni verkstjóra
hjá SR mjöli Reyðarfirði (f. 11.8.
1929). Guðný og Ólafur hafa
búið á Reyðarfirði
allan sinn búskap.
Fyrstu árin á Sæ-
bakka, en síðan í
Snæfelli. Börn
þeirra eru: Jarþrúð-
ur, f. 14.3. 1955,
hennar maður er
Guðlaugur Erlings-
son; Gunnar Bjarni,
f. 18.4. 1956, hans
kona er Guðrún M.
Jónsdóttir Kjerúlf;
Sigríður Stefanía,
f. 27.7.1957, hennar
maður er Sigur-
björn Marinósson;
Jóna Valgerður, f.
29.11. 1961, hennar maður er
Sigfús Valur Sigfússon; Þor-
steinn, f. 20.11. 1966, unnusta
hans er l.ilian Jensen; Ólafur
Höskuldur, f. 8.10. 1969; Aðal-
björn, f. 30.3. 1973 og d.
1.4.1973. Þá ólst upp hjá þeim
hjónum Siggeir Gunnarsson, f.
28.3. 1951, d. 24.12. 1991. Eftir-
lifandi kona hans er Helga Berg-
mann. Utför Guðnýjar fer fram
frá Reyðarfjarðarkirkju í dag.
HVERSU grimm þykja okkur ör-
lögin oft vera, svo miskunnarlaus
að magnþrota stöndum við.
Sem alhraust að morgni, að
kveldi á banabeði. Svo fór um hana
Guðnýju, sem hér er kvödd hinztu
kveðju. Ein úr hópi þeirra kvenna
sem eiga heiðursheitið hetjur
hversdagslífsins er horfin okkur og
einlæg eftirsjá fylgir henni yfir
móðuna miklu. Henni féll varla
verk úr hendi og nýkomin heim frá
erfiði vinnudagsins greip hún orfið
og fór að slá með sinni óbilandi
vinnugleði, sem einkenndi hana svo
mjög alla tíð. En sláttumaðurinn
slyngi var einnig að verki og laust
hana svo óvægilega, að ljóst mátti
vera hver endalokin yrðu.
Hetja hversdagslífsins var hún
víst, svo sem þær hafa verið nefnd-
ar, sem sinntu lífsstarfi sínu af
alúð og elju, lögðu alltaf allt af
mörkum öðrum til léttis og lífsynd-
is, leiftrandi kát og lífsglöð var hún
í allri sinni atorku og óþreytandi
virtist hún sinna hveiju því verki
sem að höndum bar. Fyrir hug-
skoti mínu svífa mætar myndir
góðra minninga.
í minningunni.er hún mér sem
ímynd skyldurækni, trúmennsku
og ljómandi lífsgleði, alltaf tilbúin
til allra góðra verka, aldrei neitt
vol né víl, vonglöð og bjartsýn á
enn betri tíð ævinlega.
Ég sé hana fyrir mér, jafnöldru
mína í skólanum heima, frísklega
stelpu og nokkuð frakka, söng-
glaða og brosleita, lét engan eiga
neitt hjá sér og alltaf tilbúin til að
skerast í leikinn þeim til hjálpar
sem halloka fór. Ég sé hana einnig
fyrir mér syngjandi og dansandi
kringum jólatréð heima í Félags-
lundi, hrífandi alla með sér með
iðandi fjöri og fallegri söngrödd.
Ég sé hana ekki sízt fyrir mér sem
húsmóður á fjölmennu og anna-
sömu heimili, umhyggjusama en
ákveðna og umfram allt hressa og
káta hvað sem á gekk.
Heimilið var hennar staður fyrst
og fremst og vissulega var verk-
sviðið þar ærið, en úti var unnið
einnig, hvenær sem tóm og tæki-
færi gafst og þurfti ekki tóm til,
slíkur var dugnaður hennar. Ellefu
manna heimili, eins og þar var fjöl-
mennast, var sannarlega mikið og
verðugt viðfangsefni, enda því með
miklum sóma sinnt og bar það
húsmóðurinni fallegt vitni. Bróður-
sonur hennar, sem þar ólst upp,
en er nú allur, minntist hennar
ævinlega svo að ekki var betur
gert eða fallegar; með brosi sem
breiddist yfir allt andlitið og undur-
hlýjum orðum einnig. Það eitt sagði
mikið um mannkærleik Guðnýjar
og mannkosti en margt mætti þar
fleira til vitnis vera.
Guðný var kona áræðin og óvíl-
söm s.s. hún átti kyn til, hressilega
og hispurslaust hélt hún á skoðun-
um sinnum í hvetju og við hvern
sem var, en fullljóst öllum sem
henni kynntust vel að hjartalagið
var afar hlýtt og þar var húsrúm
gott.
Guðný var hrein og bein, enginn
fór í grafgötur um meiningu henn-
ar, djörf og einbeitt í allri fram-
göngu. Hún var einkar rösk í öllum
vinnubrögðum sínum en jafnframt
vandaði hún til verka sinna.
Hún hafði mikla og góða söng-
rödd og söng í Kirkjukór Reyðar-
fjarðar um fjölda ára. Hún hafði
sanna unun af söng og tónlist hvers
konar og fullvissa mín sú, að hún
hefði náð langt á sviði sönglistar
með góðri þjálfun.
Guðný var gæfumanneskja í öllu
einkalífi sínu, eignaðist fágætlega
góðan lífsförunaut og sex dugmikil
og vel gerð börn bera móður sinni
hið bezta vitni.
Reyðarfjörður var heimabyggð
hennar allt æviskeiðið, einlæg og
sönn var hún í elsku sinni til fjarð-
ar og fólks og vildi veg þess sem
mestan og beztan. Við Hanna og
börnin okkar viljum þakka Guðnýju
fyrir kæra samfylgd og gjöfula,
sem geymd er í þakklátum huga.
Guðný var góð kona, þar áttu
hjartahlýja og hreinlyndi holla sam-
leið. Að henni er sannarlega mikill
sjónarsviptir heima á Reyðarfirði.
Við sendum eiginmanni, börnum
og öðrum ástvinum hennar okkar
einlægustu samúðarkveðjur. Svo
alltof skjótt hefur sól brugðið sumri
og söknuður tregans hefur gripið
huga margra. Lífssaga Guðnýjar
var dáðrík saga dugnaðar og
samvizkusemi. Hún átti einlæga
trúarsannfæringu, efalausa og
sanna og henni fylgja hugumkærar
þakkir yfir á þá unaðsvelli eilífðar-
innar sem hún svo einlæglega trúði
á.
Yfir minningu Guðnýjar slær
ylbjörtum geislum.
Blessuð sé hennar mæta minn-
ing.
Helgi Seljan.
Elskuleg móðir okkar er látin.
Það er erfitt að kveðja svo Ijúfa
og ástríka móður sem hún var.
En það er okkur mikil huggun að
öll eigum við um hana fallegar og
góðar minningar sem varðveitast
munu í hugum okkar meðan við
lifum. Móðir okkar sýndi okkur
börnum sínum, tengdabörnum,
barnabörnum og barnabarnabarni
ómældan kærleika og ást. Mjúkar
voru hendur hennar og faðmur er
hún huggaði okkur í æsku. Hún
mátti aldrei neitt aumt sjá því hún
var viðkvæm sál og tók nærri sér
þrautir annarra. Hún var vinaföst
og vinsæl meðal þeirra sem hana
þekktu, enda glaðlynd og hlátur-
mild. Heimilið var gestkvæmt og
oft glatt á hjalla. Móður okkar var
annt um heimili sitt og vildi ætíð
hafa hreint og snyrtilegt í kringutn
sig. Mest allan búskap foreldra
okkar var heimilið mannmargt því
auk okkar systkinanna ólst upp
hjá þeim bróðursonur móður okk-
ar, Siggeir, sem lést fyrir þremur
árum. Þá bjuggu á heimilinu
móðuramma okkar, Sigríður, sem
einnig er látin og móðurbróðir,
Bjarni, sem nú er búsettur á elli-
heimilinu Grund. Móðir okkar ann-
aðist ömmu af einstakri alúð, en
hún átti við erfið veikindi að stríða
síðustu árin sem hún lifði. Siggeir
var sem sonur hannar og fengu
alvarleg veikindi hans mjög á hana.
Móðir okkar elskaði börn og því
voru börnin okkar ævinlega vel-
komin til hennar og föður okkar
og oft reyndist erfitt að fá þau til
að yfirgefa þau þegar heim skyldi
haldið úr heimsóknunt til þeirra.
Oft urðu þau því eftir og áttu með
þeirn góðar stundir. Ósjaldan gekk
ntóðir okkar með þeim upp i brekk-
urnar ofan við heimili okkar til að
skoða gróðurinn, fuglana og gæta
að betjum.
Foreldrar okkar voru samrýnd
og ást þeirra hvors til annars hélst
óslitin fram til síðustu stundar.
Eftir að hafa erfiðað mest alla sína
ævi voru þau nú loksins síðustu
árin farin að geta notið þess að
eiga saman frístundir og ferðast
til annarra landa og þá í samfylgd
barna sinna og fjölskyldna þeirra.
Og þess naut hún mamma og hafði
gaman af að segja þeirn okkar sem
ekki vorurn með í för frá öllu því
dásamlega sem þau upplifðu á
ferðalögunt sínum.
Móðir okkar var vinnusöm og
hlffði sér aldrei við störf sín. Ekk-
ert var henni verra við en iðju-
leysi. Henni þótti gaman að vinna
og vera innan um fólk og þótti
vænt um vinnufélaga sína í frysti-
húsinu á Reyðarfirði.
Hún var ætíð heilsugóð og því
varð það okkur öllum mikið áfall
þegar hún veiktist skyndilega af
alvarlegum sjúkdómi sem dró hana
til dauða á örfáum dögum. Almátt-
ugur Guð hefur kallað hana til sín
til æðri starfa á himnum.
Á þessari stundu viljum við
þakka starfsfólki á gjörgæsludeild-
ar Landspítala íslands fyrir ein-
staklega góða umönnun móður
okkar meðan hún dvaldist þar og
hlýju í okkar garð.
Við biðjum Guð að blessa minn-
ingu okkar ástkæru móður, og
styrkja föður okkar og aðra ná-
komna á þessum erfiðu tímum.
Hvíl þú í friði, elsku mamma.
Jarþrúður, Gunnar, Sigríður,
Jóna, Þorsteinn, Höskuldur
og fjölskyldur.
Við viljum með nokkrum fátæk-
legum orðum minnast góðrar vin-
konu okkar, Guðnýjar Stefánsdótt-
ur, er lést 25. júlí síðastliðinn,
tæplega 60 ára að aldri.
Hvern hefði órað fyrir því er þú
fórst frá vinnu hress og kát að
vanda að kvöldi í liðinni viku, með
þeim orðum að við yrðum trúlega
snemma búnar á morgun og þá
væri fríið framundan? Ekki var
heldur numið staðar þó vinnudagur
værí að baki, heldur farið út á tún
að slá af þínum alkunna röskleik.
Það sannast því enn að skammt
er mili lífs og dauða, að innan fárra
stunda væri þér ekki hugað líf.
Guðný mín. Við munum minnast
þín með hlýhug og þakklæti fyrir
samveruna, þín sem alltaf áttir til
hlýlegt bros og ávallt varst með
gamanyrði á vörum. Eitt er víst,
að vistin í Frystihúsi KHB verður
dauflegri án þín.
Okkar innilegustu samúðar-
kveðjur sendum við fjölskyldu
Guðnýjar.
Vinnufélagar.
ÁSKELL
GUNNARSSON
+ Áskell Gunnars-
son vélstjóri var
fæddur í Efrihlíð í
Helg<afellssveit hinn
12. október 1933.
Hann lést á Borgar-
spítalanum 18. júlí
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Soffía Guðmunds-
dóttir frá Jónsnesi,
f. 13. nóvember
1899, d. 6. janúar
1987, og Gunnar
Hannesson frá
Ilelgafelli, f. 3. júlí
1899, d. 20. nóvem-
ber 1934. Þau
bjuggu í Efrihlíð. Soffía var
dóttir Guðmundar Jónssonar,
bónda í Jónsnesi, og Olínu Árna-
dóttur, Gunnar var sonur Hann-
esar Andréssonar, skipstjóra í
Stykkishólmi, og Jóhönnu Jónas-
dóttur frá Helgafelli. Systkini
Áskels eru: Jóhanna Þórunn, f.
8. mars, 1924, d. 2. desember
1972, maki Guðmundur Gunn-
arsson bílstjóri; Njáll, f. 24. des-
ember 1925, d. í niars 1989, skip-
stjóri, fyrri maki Ásta Ólafsdótt-
ir, seinni maki Hrefna Stefáns-
dóttir; Vigdís, f. 21. nóvember
1929, bóndi, maki Kristján
Torfason vélstjóri;
Ragnhildur Krist-
jana, f. 4. apríl 1932,
bóndi, maki Elia
Gunnarsson bóndi;
Hannes Kristján, f.
12. október 1933,
bifvélavirki, maki
Hrefna Þorvarðar-
dóttir. Hinn 16. mars
1957 kvæntist Áskell
Guðrúnu Ákadóttur
frá Akureyri, f. 3.
nóvember 1936.
Börn þeirra eru:
Viktoría, f. 25. júlí
1957, nemi í Kaup-
niannahöfn, hún á
tvö börn; Áki, f. 3. september
1958, vélstjóri, rekstrarfræðing-
ur, Eyjafjaröarsveit, maki Herdís
Þorgrímsdóttir, f. 29. júní 1963,
kennari; Björgvin, f. 30. júlí 1963,
tölvunarfræðingur, Reykjavík,
maki Kristín Guðný Friðriksdótt-
ir afgreiðslukona, f. 25. desember
1963; Guðmundur, f. 1. febrúar
1968, sjómaður, Dalvík, maki
Jónina Gunnlaug Karlsdóttir, f.
15. febrúar 1968, húsmóðir, þau
eiga tvö börn. Áskell, f. 2. febr-
úar 1971, sjómaður Stykkishólmi.
Útför Áskels fer fram frá Stykk-
ishólmskirkju í dag.
í DÝRÐ hásumars kvaddi góður
samferðamaður okkar, Áskell Gunn-
arsson, eða Keli hennar Gunr.u Áka,
eins og vinir þeirra hjóna kölluðu
hann. Aldrei erum við viðbúin dauð-
anum hversu mjög sem við erum
minnt á fallvaltleika þessa lífs nær
daglega. Okkur finnst það, sem við
ekki þekkjum, ógnandi, og við skilj-
um ekki tilgang með fráfalli góðra
vina og ættingja. Fæðing og dauði
kunna að virðast andstæður. Við
fæðingu er gleði í bænum, við dauðs-
fall sorg í bænum. En ef grannt er
skoðað: Við fæðumst til ákveðinna
starfa hér á jörð, við dauða fæðumst
við inn á annað tilverustig til ann-
arra starfa. Þarna á milli er aðeins
örþunnt tjald.
En Jesús Kristur gefur okkur fyr-
irheit: „Ég lifi og þér munuð lifa.“
Áskell var fæddur og alinn upp
að mestu í Efri-Hlíð ásamt fimm
systkinum. Foreldrar þeirra voru
Soffía Guðmundsdóttir og Gunnar
Hannesson sem þar bjuggu, en
Gunnar lést fyrir aldur fram frá
ungum börnum. Ekkjan í Efrihlíð
hefur því þurft að axla byrði sína
ein og takast á við lífið með börnum
sínum, sem er tímar liðu fóru að
hjálpa til strax og kraftar leyfðu.
Hið gullna fjall, Drápuhlíðarfjall,
rétt við túnfótinn, gaf fyrirheit um
að gull mætti vera þar í jörðu ef
eftir væri leitað. Soffía gróf aldrei
gull úr Drápuhliðarfjalli. Hennar
gull var börnin hennar. Hennar starf
var að koma þeim til manns, og það
tókst henni sannarlega, með mikilii
vinnu og óbilandi kjarki, en af honum
hafði sú kona nóg.
Fjölskyldan flutist til Stykkis-
hólms þar sem börnin sóttu skóla og
síðan tók vinnan við. Áskell var góð-
um gáfum gæddur, sem og öll hans
systkini, þótt ekki færi hann í lang-
skólanám. Eðlisfræði og reikningur
voru hans eftirlætisfög. I dag hefði
hann náð langt i þeim greinum, en
þetta voru erfiðir tímar, um og eftir
stríðið, og engin efni voru til að halda
áfram námi. Eftir gagnfræðapróf
(landspróf) hér í Stykkishólmi lauk
hann námi í vélstjórn á Akureyri og
starfaði um langt árabil við Rafstöð-
ina í Stykkishólmi og um tíma við
Laxárvatnsvirkjun í Húnavatnssýslu.
Síðast starfaði hann við bensínstöð-
ina hér í bæ. Þar eins og annars
staðar vel liðinn og Ijúfur maður, sem
vildi hvers manns vanda leysa.
Við í saumaklúbbnum hennar
Gunnu hans Kela minnumst með
miklu þakklæti allra samverustund-
anna. Við þökkum öll ferðalögin, sem
við fengum að vera með þeim, minn-
umst þegar gripið var í spil eða nikk-
an tekin fram. Það er rnikil gæfa að
fá að kynnast góðum dreng og fá
að verða honum samferða um stund.
Að lokinni lífsgöngu Áskels Gunnars-
sonar er efst í huga þakklæti og
fyrirbæn urn góða heimkomu.
Að lokum skal Gunnu, börnum,
barnabörnum, tengdabörnum og
systkinum vottuð innileg samúð. Við
biðjum góðan Guð að græða sorgars-
árin, svo sólin megi aftur brjótast
fram úr skýjaþykkninu.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Bricm.)
Unnur Lára.
í dag er vinur okkar og vinnufé-
lagi, Áskell Gunnarsson, kvaddur
hinstu kveðju frá Stykkishólms-
kirkju.
Þegar Áskell, eða Keli eins og
hann ávallt var kallaður, fór í sum-
arfrí í lok júní sl. þá hvarflaði það
ekki að okkur hér á bensínstöðinni
að hann ætti ekki eftir að koma aft-
ur. Nei, maður eins og Keli, hraust-
ur, á besta aldri, hamingjusamur og
lifði reglusömu líferni. Af hveiju?
Að sjálfsögðu er hægt að spytja
endalaust þessara spurninga, en við
fáum ekkert svar. Það er erfitt að
sætta sig við svona lagað, en við
ráðum engu þar um.
Keli var traustur maður í starfi
og gekk til verka sinna af yfirvegun
og jafnaðargeði, sama hversu álagið
var mikið að nóttu eða degi. Það var
ekkert sem raskaði ró hans, hann
vann sitt verk og vel það, en hafði
engin orð þar um.
Mikill er missir fjölskyldu Kela og
biðjum við Guð að blessa hana og
styrkja í sorgum hennar.
Að leiðarlokum þökkum við allar
þær góðu samverustundir sem við
höfum átt saman og biðjum algóðan
Guð að blessa Kela og minningu
hans um alla tíð.
Starfsfólk bensínstöðvar-
innar í Stykkishólmi.
Sérfræðiiigar
í hlómiiskrcylmg'imi
við Öll (a'kiúrri
Skólavördustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími19090