Morgunblaðið - 30.07.1994, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1994 37
SIGRIÐUR ASLA UG JONSDOTT-
IR OGHERMANNS. BJÖRNSSON
+ Sigríður Áslaug Jónsdóttir
var fædd í Hafnarfirði 5.
janúar 1922. Hún andaðist í
Fjórðungssjúkrahúsinu á
Isafirði 23. júlí síðastliðinn og
var útför hennar gerð frá Isa-
fjarðarkapellu í gær. Hermann
Sigurður Björnsson var fæddur
á Isafirði 4. desember 1917.
Ilann lést á Fjórðungssjúkra-
húsinu á ísafirði 14. maí síðast-
liðinn og var útför hans gerð
frá ísafjarðarkapellu 24. maí.
Með aðeins tveggja mánaða milli-
bili eru hjónin Hermann Sigurður
Bjönsson og Sigríður Áslaug Jóns-
dóttir fallin frá. Sjálf nefndi ég þau
Hermann og Bíbí oftast í sömu
andránni. Því finnst mér erfitt að
minnast annars án þess að minnast
hins.
Hugurinn reikar til haustsins
1972 er ég var að hefja 2. námsár
mitt í Menntaskólanum á ísafirði.
Ég hafði fengið húsnæði og fæði
að hluta til á Engjavegi 32 hjá þeim
Hermanni og Bíbí. Hjá þeim bjó ég
svo næstu þrjá vetur. Minningarnar
af Engjaveginum eru ljúfar og hlýj-
ar. Á köldum vetrarmorgnum var
það notalegt að setjast inn í heitan
Birting
afmælis-
ogminning-
argreina
Morgunblaðið tekur afmælis-
og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Greinunum
er veitt viðtaka á ritstjórn blaðs-
ins í Kringlunni 1, Reykjavík,
og á skrifstofu blaðsins í Hafn-
arstræti 85, Akureyri. Þá er enn
fremur unnt að senda greinarn-
ar í símbréfi í númer 691181.
Það eru vinsamleg tilmæli
blaðsins að lengd greinanna
fari ekki yfir eina og hálfa örk
A-4 miðað við meðallínubil og
hæfilega línulengd — eða 3600-
4000 slög. Greinarhöfundar eru
beðnir að hafa skírnarnöfn sín
en ekki stuttnefni undir grein-
unum.
Við birtingu afmælisgreina
gildir sú regla, að aðeins eru
birtar greinar um fólk sem er
70 ára og eldra. Hins vegar eru
birtar afmælisfréttir ásamt
mynd í Dagbók um fólk sem
er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að diskl-
ingur fylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textameðferð og
kemur í veg fyrir tvíverknað.
Auðveldust er móttaka svo-
kallaðra ASCII-skráa sem í
daglegu tali eru nefndar DOS-
textaskrár. Þá eru ritvinnslu-
kerfin Word og Wordperfect
einnig auðveld í úrvinnslu.
Skilafrestur
vegna minn-
ingargreina
Eigi minningargrein að birtast á
útfarardegi (eða í sunnudagsblaði
ef útför er á mánudegi), er skila-
írestur sem hér segir: I sunnu-
dags- og þriðjudagsblað þarf
grein að berast fyrir hádegi á
föstudag. Í miðvikudags-,
fimmtudags-, föstudags- og laug-
ardagsblað þarf greinin að bcrast
fyrir hádegi tveimur virkum dög-
um fyrir birtingardag. Berist
grein eftir að skilafrestur ei' útr-
unninn eða eftir að útför hefur
farið fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi.
bílinn hjá Hermanni og fylgjast með
honum er hann ók í vinnuna. Þau
voru ekki mörg skiptin sem ég
þurfti að ganga í skólann. Kvöld-
matartíminn og sjónvarpsfrétta-
tíminn voru ávfallt samverustundir
okkar þriggja. Þá var skipst á skoð-
unum, farið yfir atburði dagsins og
fékk ég að fylgjast með fréttum
af börnum Hermanns og Bíbíar í
Árósum, Hafnarfirði, Vestmanna-
eyjum og auðvitað á ísafirði.
Þau voru líka áhugasöm um það
sem fram fór í skólanum hjá mér
og ég held að Bíbí hafi lesið allar
„kjörbækur" sem ég þurfti að til-
einka mér og ég man að hún las
allar danskar bækur sem tilheyrðu
náminu.
Bæði voru þau áhugasöm um tón-
list og létu sig ekki muna um að
taka píanóið mitt inn í stofuna til
sín.
Sérstaklega er mér minnisstætt
er þau eignuðust hljómflutnings-
tæki hve vel þau nutu þess.
Alltaf var sest niður með virðingu
fyrir tónlistinni er ný hljómplata
bættist í safnið og hlustað með at-
hygli. Ein þeirra mun þó alltaf
minna mig sérstaklega á aðventuna
á Engjaveginum. Það er jólaplata
með söngkonunni Leontyne Price.
Það varð síðan fyrsta jólaplatan sem
ég keypti fyrir mitt heimili.
Ekki er mér síður minnisstætt
samband þeirra hjóna. I raun voru
þau á margarn hátt ólík. Hermann
glaðvær, söngvinn og hrókur alls
fagnaðar, en Bíbí fremur til baka
í fjölmenni, en hafði einstaklega
fágaða og yfirvegaða framkomu
sem eftir var tekið. Samband þeirra
einkenndist af ást og virðingu.
Ég minnist áranna þriggja á
Engjaveginum með þakklæti.
Tryggð þeirra hjóna, gjafir og vin-
semd í minn garð verða ávallt
geymd með mínum ljúfustu minn-
ingum.
Blessuð sé minning þeirra.
Ester Jónatansdóttir.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og afi,
ÓLAFUR HALLDÓRSSON,
Tangagötu 4,
ísafirði,
verður jarðsunginn frá ísafjarðarkapellu þriðjudaginn 2. ágúst
kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ágústa Magnúsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
t
Útför sonar okkar, bróður, mágs og
frænda,
BRYNJÓLFS ÁRNASONAR,
Sogavegi 107,
sem andaðist í Svíþjóð 20. júlí, fer fram
frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 3. ágúst
kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnst hans, er vin-
samlegast bent á Heimahlynningu
Krabbameinsfélagsins.
Ingibjörg Stefánsdóttir,
Guðmundur Árnason,
Lára Hrönn Árnadóttir,
Sigriður Árnadóttir Clarke,
Haraldur Árnason,
Árni Árnason,
Árni Guðmundsson,
Júliana Árnadóttir,
Ari Jónsson,
Kenneth Clarke,
Aðalheiður íris Hjaltadóttir
og frændsystkini.
+
Þökkum innilega stuðning og samúð í
veikindum og við andlát og útför ást-
kærs eiginmanns míns, föður og sonar,
HLYNS ÞÓRS HINRIKSSONAR
kennara,
Kríuhólum 2.
Sérstakar þakkir til Þóreyjar Sigurðar-
dóttur fyrir ómetanlega hjálp.
Guð blessi ykkur öll.
Valgerður Anna Sigurðardóttir,
Sigurður Þór Hlynsson
Lilja Þorleifsdóttir.
+
Þökkum af alhug öllum þeim fjölmörgu, nær og fjær, er sýndu
okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
HAUKS KRISTJÁNSSONAR,
Viðilundi 1,
Akureyri.
Sérstakar þakkir færum við Oddfellowbræðrum, gömlum Geysis-
félögum, Verkstjórafélagi Akureyrar og nágrennis, Kaupfélagi
Eyfirðinga og vinnufélögum í Mjólkursamlagi KEA.
Anna Steindórsdóttir,
Úlfar Hauksson, Hólmfrfður Andersdóttir,
Selma Hauksdóttir, Þengill Ásgrfmsson
og barnabörnin.
+
Bestu þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug vegna andláts
GUNNARS MAACK.
Einnig sendum við starfsfólki krabba-
meinslækningadeildar og lyflækninga-
deildar 11A á Landspítalanum sérstak-
ar þakkir.
Eygló Baldursdóttir,
Baldur Maack,
Karl Maackyngri,
Karl Maack eldri,
Sæmundur Pétursson, Katrín Egilsdóttir,
Pétur Maack, Sóley Ingólfsdóttir,
Runólfur Maack, Stefanía Kjartansdóttir.
+
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim,
sem sýndu okkur samúð og vinarhug
við andlát og útför
ÁSGEIRS STEFÁNSSONAR,
Hraunbraut 17,
Kópavogi.
Dóra M. Georgsdóttir,
Ásgeir Ásgeirsson, Berglind Ólafsdóttir,
Fanný Fjóla Ásgeirsdóttir, Hallgrfmur Guðmundsson,
Viðar Ásgeirsson, Guðrún María Einarsdóttir,
Richarður Þór Ásgeirsson
og barnabörn.
+
Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug
vegna andláts og útfarar raóður okkar, tengdamóður, ömmu,
langömmu og langalangömmu,
MARÍU ÁSGRÍMSDÓTTUR
frá Minni-Reykjum.
Sérstakar þakkir til starfsfólks bæklunardeildar FSA fyrir hlýja
og góða umönnun síðastliðin fjögur ár.
Hólmfríður Guðvarðardóttir,
Ásta Guðvarðardóttir, Úlfur Ragnarsson,
Helga Guðvarðardóttir,
Sigurður Guðvarðsson.
Bæringur Guðvarðsson, Helena Sigurgeirsdóttir,
Þórarinn Guðvarðsson, Sólveig Márusdóttir,
Pétur Guðvarðsson, Guðrún Einarsdótttir,
Sigurlaug Guðvarðardóttir, Jónatan Ástvaldsson,
Ragna Guðvarðardóttir, Haukur Bergsteinsson,
Hreinn Guðvarðsson, Ingibjörg Einarsdóttir,
Páll Jónsson,
barnabörn, langömmubörn
og langalangömmubörn.
+
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim
sem sýndu okkur hlýhug við andlát og
útför
MAGNÚSARGUNNARS
GÍSLASONAR,
Stað,
Hrútafirði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
Landakotsspítala á deildum 2B og 3B.
Bára Guðmundsdóttir,
Edda Björk Karlsdóttir,
Vilborg Magnúsdóttir,
Elín Elísabet Magnúsdóttir,
Magnea Torfhildur Magnúsdóttir,
Guðmundur Magnússon,
Ingibjörg Magnúsdóttir,
Gísli Jón Magnússon,
Eiríkur Gíslason
og barnabörn.
Sigurður Reynisson,
Kristinn Reynir Guðmundsson,
Sigurður Rögnvaldsson,
Mikael Bjarki Eggertsson,
Jónína Hafdís Kristjánsdóttir,
Ottó Berg Magnússon,
Lokað
Vegna jarðarfarar SKARPHÉÐINS D. EYÞÓRS-
SONAR verða skrifstofur okkar lokaðar frá
kl. 13.00-16.00 þriðjudaginn 2. ágúst.
Hópferðamiðstöðin hf.
Lokað
Skrifstofa BSÍ, hópferðabíla, verður lokuð frá kl.
13.00-17.00 þriðjudaginn 2. ágúst vegna jarðarfar-
ar SKARPHÉÐINS DALMANNS EYÞORSSONAR.
BSÍ, hópferðabflar.