Morgunblaðið - 30.07.1994, Side 39

Morgunblaðið - 30.07.1994, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1994 39 ATVINNU Fiskeldisfræðingur óskast til starfa við fiskeldisstöð FSu. á Kirkjubæjarklaustri frá 1. september nk. Umsóknarfrestur til 10. ágúst. Upplýsingar gefur Hanna Hjartardóttir í síma 98-74635, bréfasími 98-74833. Kjötiðnaðarmaður óskar eftir starfi. Hefur 20 ára reynslu í slátrun og kjötskurði. Er með meðmæli frá nýsjálensku sláturhúsi. Upplýsingar í síma 91-666175, fax 91-666725. Vanur matsveinn óskar eftir góðu skipsplássi. Upplýsingar í síma 92-15542. Utibússtjóri Kaupfélag Eyfirðinga auglýsir stöðu útibús- stjóra á Dalvík lausa til umsóknar. Leitað er eftir starfsmanni, sem hefur reynslu af atvinnurekstri. Viðskipta- eða rekstrar- menntun er æskileg. Starf útibússtjóra heyrir undir kaupfélags- stjóra. Útibússtjóri hefur umsjón með rekstri félagsins á Dalvík, eftir nánari ákvörðun kaupfélagsstjóra, sér um skrifstofu félagsins þar og hefur með að gera útlána- og inn- heimtumál útibúsins. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir, er tilgreini aldur og menntun, ásamt starfsreynslu, þurfa að þerast aðalfull- trúa félagsins fyrir 10. ágúst nk. Kaupfélag Eyfirðinga. SVÆÐISSKRIFSTOFA MÁLEFNA FATLAÐRA, REYKJAVÍK Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík auglýsir eftir þroskaþjálfa og meðferðarfull- trúa, en hann þyrfti að vera karlkyns, v/kynja- skiptingar, á eitt sambýla sinna. Einnig vantar okkur matráðskonu í 50% starf á sama stað. Upplýsingar veita Gylfi Jón Gylfason og Sig- ríður Gísladóttir í síma 31188 á milli kl. 08.00-16.00. Væntanlegir umsækjendur þyrftu að geta hafið störf 1. september. Umsóknum skal skila á Svæðisskrifstcfu málefna fatlaðra í Reykjavík, Nóatúni 17, 105 Reykjavík, fyrir 10. ágúst nk., en þar liggja frammi umsóknareyðuþlöð. íiæ FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri auglýsir lausa til umsóknar stöðu deildarstjóra á fæðingar- og kvensjúkdómadeild. Umsækjandi þarf að hafa hjúkrunarfræði- og Ijósmæðramenntun. Framhaldsmenntun í stjórnun og/eða reynsla er æskileg. Deildarstjóri ber faglega, stjórnunarlega og rekstrarlega ábyrgð á hjúkrunarþjónustu deildarinnar. Staðan veitist frá 1. október 1994. Umsóknarfrestur er til 20. ágúst. Nánari upplýsingar um starfið gefa: Ingibjörg Jónsdóttir, deildarstjóri fæðingar og kvensjúkdómadeildar, s. 30135, og Rannveig Guðnadóttir, starfsmannastjóri hjúkrunar, s. 30273. Hjúkrunarfræðingar Óskum að ráða í eftirtaiin störf: Stöður hjúkrunarfræðinga á legudeildum. Stöðu hjúkrunarfræðings á skurð- og skiptistofu, 80%. Viðbótarstarf á deildum ef óskað er. í sjúkrahúsinu er rúm fyrir 62 sjúklinga. Á Húsavík eru rúmlega 2.500 íbúar. Þar er grunnskóli, framhaldsskóli og tónlistarskóli. Góð aðstaða er til útivistar, íþrótta og heilsu- ræktar. Góðar samgöngur við suðvestur- hornið. Frá Húsavík er stutt til margra af fegurstu náttúruperlum landsins. Húsnæði og önnur fyrirgreiðsla fyrir hendi. Nánari upplýsingar veitir Aldís Friðriksdóttir, hjúkrunarforstjóri, í símum 96-40500 og 96-40542. Grunnskólinn á Patreksfirði, Vesturbyggð Kennarar vantar til kennslu stærðfræði- og raungrein- ar í 1. bekk framhaldsskóla og elstu bekkjum grunnskóla. Flutningsstyrkur og húsnæðis- hlunnindi. Patreksfjörður er þjónustukjarni í hinu nýja sveitarfélagi Vesturbyggð. Þar er m.a. sjúkra- hús, heilsugæslustöð, leikskóli, tónlistarskóli og daglegar samgöngur við höfuðborgina. Umsóknarfrestur er til 14. ágúst. Upplýsingar gefur skólastjóri, Erna M. Svein- bjarnardóttir, í síma 94-1366 og bæjarritari, Sigurður Ingi Guðmundsson, í síma 94-1221. „Au pair“ Hveragerðisbær auglýsir hér með eftir umsóknum um starf skrifstofustjóra. Starfið felur m.a. í sér daglega stjórn á skrif- stofu bæjarins. Leitað er að starfsmanni með góða bókhaldsþekkingu, sem er töluglöggur og nákvæmur í starfi og getur leyst ýmis sérverkefni í samráði við bæjarstjóra. Nauðsynlegt er að viðkomandi geti hafið störf í septembermánuði nk. Umsóknir um starfið, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, berist bæjarstjóra á bæjarskrifstofu, Hverahlíð 24, í síðasta lagi þriðjudaginn 16. ágúst nk. Nánari upplýsingar veitir bæjarstjóri. Bæjarstjórinn í Hveragerði. Mosfellsbær Leikskólinn Hlaðhamrar Laus er 50% staða leikskólakennara fyrir hádegi. Til greina kemur að ráða einstakling, áhugasaman um leikskólastarf. Upplýsingar gefur undirrituð í síma 666351 eða heimasíma 667282. Leikskóiastjóri. ^SAUÐÁRKRÓKSBÆR Gagnfræðaskólinn á Sauðárkróki Kennara vantar við skólann nk. skólaár. Kennslugreinar: íþróttir, raungreinar og al- menn kennsla. Upplýsingar: Björn Sigurbjörnsson, skóla- stjóri, vs. 95-35382, hs. 95-36622, og Óskar Björnsson, aðstoðarskólastjóri, vs. 95-35385, hs. 95-35745. Hafnarstjóri Bæjarstjórn Snæfellsbæjar auglýsir laust til umsóknar starf hafnarstjóra í Snæfellsbæ. Umsóknum skal skila til bæjarstjórans fyrir 10. ágúst nk. Nánari upplýsingar veitir bæjarstjóri í símum 93-61153 eða 93-66637. Bæjarstjórinn í Snæfellsbæ. Hollensk fjölskylda með eins og hálfs árs gamalt barn óskar eftir „au-pair“ í eitt ár. Þarf að vera reyklaus, enskumælandi, lífs- glöð og barngóð. Vinsamlegast skrifið til van Weezel fjölskyld- unnar, Landasstr. 70, 6814 DJ Arnheim, Hollandi. Vanir suðumenn óskast til starfa í Danmörku: 5 CO2 suðumenn á dag- eða kvöldvakt, 2 CO2 suðumenn vanir notkun suðuróbots. Framtíðarstarf. Upplýsingar alla daga milli 9-15 í síma 90 45 64 46 1 16. „Au pair“-Texas Fjölskylda í Texas óskar eftir sjálfstæðri og ábyrgðarfullri stúlku til að annast tvö börn. Frítt húsnæði og fæði. Má ekki reykja. Þarf að hafa reynslu af börnum. Vinsamlega hafið samband við mr. eða mrs. Michael Jones, 509 East Ash LN., Euless, Tx, 76039, U.S.A. Sími 90 1 817 540 3780. FJÓROUNGSSJÚKRAHÚSIO Á AKUREYRI Aðstoðarlæknir Röntgendeild FSA óskar eftir að ráða aðstoðarlækni nú þegar eða eftir samkomu- lagi. Staðan veitist til 1 árs. Nánari upplýsingar veita yfirlæknir deildar- innar og framkvæmdastjóri FSA. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, sími 96-30100. Stjórnandi barnakórs Hallgrímskirkja í Reykjavík hyggst ráða stjórnanda barnakórs kirkjunnar frá 1. sept- ember nk. Um er að ræða 50% starf. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi menntun og reynslu í stjórn barnakórs. Nánari upplýsingar gefa sóknarprestar og Hörður Áskelsson, organisti, í síma 621475. Skriflegar umsóknir berist Hallgrímskirkju, pósthólf 651,121 Reykjavík, fyrir 6. ágúst nk. Byggingarfulltrúi Bæjarstjórn Snæfellsbæjar auglýsir laust til umsóknar starf byggingarfulltrúa sem jafn- framt skal vera yfirmaður verklegra fram- kvæmda á vegum sveitarfélagsins. Umsóknum skal skilað til bæjarstjórans í Snæfellsbæ fyrir 10. ágúst nk. Nánari upplýsingar veitir bæjarstjóri í símum 93-61153 eða 93-66637. Bæjarstjórinn íSnæfellsbæ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.