Morgunblaðið - 30.07.1994, Side 48
48 LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK
jögur brúðkaup og jarðarfór
Della Corte er
elsta móðir í heimi
DELLA Corte varð
elsta kona í heimi til
að verða móðir, þegar
hún eignaðist fullkom-
lega heilbrigðan son
fyrir um það bil mán-
uði, þá sextíu og
þriggja ára gömul.
Þetta var gert með
glasafijóvgun og
sagði læknirinn sem
hafði umsjón með
fijóvguninni, Severino
Antinori, að þetta
væri sögulegur dagur
fyrir konur á Ítalíu og
fyrir einstaklings-
frelsi. „Að vilja eign-
ast barn er einstakl-
ingsbundin ákvörðun
og núna er mögulegt
að uppfylla hana á hvaða aldri sem
er.“ Antinori sagði að hann hefði
„Af hverju ætti að
neita mér um ann-
að barn,“ spurði
Della Corte.
hjálpað Corte vegna
þess að hún hefði ver-
ið heilsuhraust og
komið af langlífri fjöl-
skyldu.
Della Corte var að
vonum mjög ánægð
eftir fæðinguna og
sagðist ætla að ala
barnið upp við mikið
ástriki. Barnið var
skírt í höfuðið á Ric-
ardo, fyrri syni henn-
ar, sem lést sautján
ára gamall í bílslysi.
Jean Franciois Arr-
ighi, varaformaður
fjölskylduráðs Vatik-
ansins, var ekki jafn
ánægður. Hann sagði:
„Að mínum dómi eru
slíkir atburðir bæði ónáttúrulegir
og afbrigðilegir."
►SPÆNSKA kyntröllið Julio Ig-
lesias hefur fengið hátt upp í
1.000 gullplötur á ferli sínum og
á tónleikaferðalagi hans um
heiminn er
allsstaðar
uppselt, hvar
sem hann
kemur. Samt
er hann hóg-
værðin upp-
máluð og í
nýlegu viðtali
sagðist hann
enn leitast við
að bæta sig og
auka blæ-
brigðin radd-
arinnar.
Kannski var
það þess
vegna sem
hann hafnaði
einstöku tilboði frá leiksljóranum
Oliver Stone um að leika í kvik-
myndinni Evita á móti Michelle
Pfeiffer. Iglesias sagði við blaða-
menn að hann mæti Oiiver Stone
mikiis, en það væri erfitt fyrir
hann að taka eitthvað að sér, sem
hann væri ekki atvinnumaður í.
„Ég er ekki leikari og mig langar
ekki reyna eitthvað sem ég get
ekki.“
HjartaguUið
Julio Iglesias.
FORS ÝNINGAR
sunnudaginn kl. 9 og mánudaginn kl. 9
HÁSKÓLABÍÓ og BORGARBÍÓ AKUREYRI
Afmælisfagnaður
á Hard Rock
AFMÆLISFAGNAÐUR var hald-
inn á veitingastaðnum Hard Rock
síðastliðna helgi, frá fimmtudegi til
mánudags. Um var að ræða sjö ára
afmæli veitingastaðarins. Hljóm-
sveit hússins spilaði á hátíðinni, en
hana fylltu velviljaðir tónlistarmenn
á hveiju kvöldi. Að sögn Braga
Sigurðssonar framkvæmdastjóra
Hard Roek komu rumlega 5.000
gestir á Hard Rock yfír helgina.
Síðan skein sól spilaði síðan á loka-
tónleikum á mánudagskvöldinu og
öllum starfsmönnum Kringlunnar
var boðið upp á léttar veitingar.
Bragi Sigurðsson sagði að vel hefði
tekist til með afmælishátíðina og
allir væru ánægðir.
„Hvar eru
frönskurnar
mínar,“ gæti
þessi maður
verið að segja,
en ætli afmæl-
isborgarinn sé
ekki næg
magafylli.
Morgunblaðið/Halldór
Harmomkkuball a
hafnarbakkanum
FOLK
HAFNARDAGAR voru haldmr um helgina
á Reykjavíkurhöfn í tilefni af 75 ára af-
mæli hafnarinnar. Á svæðinu voru sölutjöld
með fisk- og grænmetisafurðir, götuleikhús
skemmti hátíðargestum og boðið var upp
á allskyns uppákomur. Einnig var frítt í
i öll leiktæki tívolísins, sem nú er staðsett
i á höfninni. Á laugardagskvöldinu var
1 síðan harmonikkuball á hafnarbakkan-
■ um. Veðrið var lék við hafnargesti og
H höfnin skartaði sínum fegursta hátíðar-
[ búningi.
en ^ana
menn
Morgunblaðið/Golli
UNGA fólkið lét sig ekki vanta á afmælishátíð
Hard Rock um síðustu helgi.
■* ‘H4LV
Greinasafn
Groucho
Marx
ÞÆR ERU ófáar bækurnar sem
ijalla um eða eru skrifaðar af Marx
bræðrum. í kjölfarið á ævisögum,
sjálfsævisögum, minningum, gagn-
rýni og handritum var að koma út
bók með greinasafni eftir Groucho
Marx. Bókin geymir greinar sem
hann skrifaði í The New Yorker,
College Humor og Daily Variety.
Hún hefur einnig að geyma svar-
bréf hans við fréttum, nokkur spak-
mæli sem notuð voru í auglýsingum
og ljóð sem birtist í Animal Crac-
kers. Bókin hefur að geyma ýmsar
sígildar setningar, sem enginn ann-
ar en Groucho gæti hafa sagt, eins
og: „Þegar ég kom til Scotch, var
það sem Harpo sagði afar minnis-
stætt. Því miður hef ég gleymt því.“
Alice Cooper semur
söngleik við teikni-
myndasögu
►SÍÐASTA plata Alice Cooper
„Temptation“ er ólík öllu sem
hann hefur áður sent frá sér.
Að þessu sinni settist hann nið-
ur, bjó til sögu
og samdi síð-
an lögin við
hana. Lögin
standa þvi illa
undir sjálfum
sér og til að
koma þeim til
skila fylgir
teiknimynda-
saga með
plötunni.
Dæmisaga
sem fjallar
um ungan
strák sem
verður að tak-
ast á við
freistingar
lífsins, eins og eiturlyf, fégræðgi
og kynlíf. Hann sigrast á þessum
freistingum, en fær þó að vita
að þær muni alltaf verða til stað-
ar, ef honum skyldi snúast hug-
ur. Vist er að sagan fær hárin
til að rísa á hverjum sem tekur
sig til og les söguna samfara því
sem hann hlustar á plötuna.
Iglesias vill ekki
leika í Evitu
Alice Cooperfer
sjaldan troðnar
slóðir.