Morgunblaðið - 09.09.1994, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C
204. TBL. 82. ÁRG.
FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Gólan-hæðir
Rabin ræð-
ir brott-
fhitning
Jerúsalem. Reuter.
YITZHAK Rabin, forsætisráðherra
ísraels, kynnti í fyrsta skipti í gær
áætlun um takmarkaðan brottflutn-
ing ísraela frá Gólan-hæðum. Áætl-
unin er til þriggja ára en að þeim
liðnum leggur Rabin til að metnar
verði líkur á friðarsamningum við
Sýrlendinga. Sýrlendingar hafa vísað
tillögu Rabins á bug, segja að ekki
þurfl svo langan tíma til, m.a. vegna
smæðar landsvæðisins. Rabin hef-
ur vænst þess að skriður komi á við-
ræður við Sýrlendinga en þær hafa
staðið í þijú ár og eru nú í hnút
vegna kröfu þeirra um að fá full
yfírráð yfir hæðunum. ísraelar vilja
ekki ræða það fyrr en Sýrlendingar
fallast á að koma á fullum samskipt-
um, m.a. opna landamæri, sendiráð
og heija viðskipti. Um 13.000 ísra-
elskir landnemar eru nú búsettir á
Gólanhæðum, sem ísraelar náðu árið
1967.
Vitnað í samning við Egypta
Rabin tilkynnti ríkisstjórninni að
fyrsti áfanginn fæli í sér takmark-
aðan brottflutning, helst án þess að
gefnar yrðu eftir neinar landnema-
byggðir. Að því búnu yrði árangurinn
metinn. Vitnaði Rabin í friðarsamn-
inga ísraela og Egypta á níunda
áratugnum en á tveimur árum opn-
uðu þjóðirnar landamæri sín og komu
á fót seridiráðum hvor hjá annarri
eftir að ísraelar höfðu dregið sig að
hluta brott frá Sínaí-skaganum. Létu
þeir hann síðar að fullu af hendi til
Egypta.
Sarajevo-
búar hlýða
a pafa
KAÞÓLIKKAR í Sarajevo, höf-
uðborg Bosníu, hlýddu I gær á
upptöku af ræðu Jóhannesar
Páls páfa, sem hafði frestað fyr-
irhugaðri för sinni til borgarinn-
ar. Páfi hvatti til þess að bundinn
yrði endi á það sem hann kallaði
þjóðernislega og trúarlega villi-
mennsku í Bosníu. Á myndinni
dansa kaþólikkar í hring í kring-
um kirkjuna eftir að hafa hlýtt
á boðskap páfa.
Reuter
Kvenprest-
ar í upp-
reisnarhug
Ósló. Morgunblaðið.
FYRSTI kvenbiskup Noregs,
Rosemarie Kohn, hefur ákveðið
að segja sig úr norska prestafé-
laginu eftir að Egil Morland var
endurkjörinn formaður þess, en
hann cr andvígur því að konur
gegni prestþjónustu.
Konur innan norsku kirkj-
unnar eru í uppreisnarhug
vegna fjölmargra heiftarlegra
árása karlkyns samstarfsmanna
þeirra að undanförnu. Á síðustu
prestastefnu var hart deilt um
andúð á kvenprestum og er
Kohn sú sem hefur brugðist
harðast við henni. Segist hún
ekki geta sætt sig við að vera
í félagi sem sé undir forystu
þess manns sem gagnrýni kven-
presta hvað mest.
Fimmveldin vilja umbuna stjórnvöldum í Serbíu
Bjóðast til að slaka
á refsiaðgerðunum
Búkarest, Lundúnum. Reuter.
FIMMVELDIN, sem hafa beitt sér fyrir friði í Bosníu, hafa samþykkt
að bjóðast til að slaka á refsiaðgerðunum gegn Serbíu á næstu vikum
ef þarlend stjórnvöld heimila að alþjóðlegir eftirlitsmenn fylgist með því
að viðskiptabanni landsins á Bosníu-Serba sé framfylgt, að sögn stjórnar-
erindreka í gær.
Stjómarerindrekamir sögðu að
embættismenn fímmveldanna -
Bandaríkjanna, Rússlands, Þýska-
lands, Bretlands og Frakklands -
hefðu samþykkt þetta á fundi sínum
í Berlín sem lauk á miðvikudag. Þeir
sögðu að margt benti til þess að
stjórnin í Serbíu myndi fallast á að
alþjóðlegir eftirlitsmenn fylgdust
með landamærunum að Bosníu þótt
hún hefði áður hafnað því. Flugsam-
göngur til og frá Serbíu kynnu að
verða heimilaðar að nýju, svo og
íþrótta- og menningarsamskipti.
Hins vegar kæmi ekki til greina sem
stendur að afnema viðskiptabannið
og bann við sölu á olíu til Serbíu.
Alain Juppe, utanríkisráðherra
Frakklands, sagði í gær að slakað
Reuter
Bandamenn
halda heim
frá Berlín
TÍU klukkustunda hátíðardagskrá var í
Berlín í gær í tilefni þess að herir banda-
manna halda nú á brott frá Þýskalandi
eftir hálfrar aldar veru. Þakkaði Helmut
Kohl, kanslari Þýskalands, bandamönn-
um fyrir varnir Vestur-Berlínar frá
stríðslokum og sagði að Þjóðverjar
myndu aldrei gleyma því sem bandamenn
hefðu gert fyrir þá. Dagskránni lauk í
gærkvöldi með hersýningu þar sem her-
menn báru kyndla að Brandenborgar-
hliðinu. Pjöldi fyrirmanna var viðstaddur
athöfnina, auk Kohls voru m.a. John
Major, forsætisráðherra Bretlands,
Warren Christopher, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna og Francois Mitterrand
Frakklandsforseti. Athygli vakti að Mitt-
errand var ekki viðstaddur alla dag-
skrána, sem ýtti undir vangaveltur um
heilsubrest hans. Tilkynning þýsks emb-
ættismanns um að forsetinn gæti ekki
sótt öll atriðin af heilsufarsástæðum ýtti
enn frekar undir þetta en þær fréttir
voru dregnar til baka. Mitterrand þjáist
af krabbameini í blöðruhálskirtli og sagði
hann í viðtali við Le Figa.ro sem birtist
í gær, að hann ætti ef til vill aðeins fáa
mánuði ólifaða. Á myndinni stendur Mitt-
errand við hlið Kohls.
kynni að verða á refsiaðgerðunum á
næstu vikum ef viðskiptabanni Serb-
íu á Bosníu-Serba yrði framfylgt.
Klaus Kinkel, utanríkisráðherra
Þýskalands, fagnaði þeirri ákvörðun
fímmveldanna að biðja öryggisráð
Sameinuðu þjóðanna um að ræða
hvort slaka bæri á refsiaðgerðunum.
Vítalíj Tsjúrkin, aðstoðarutanríkis-
ráðherra Rússlands, sagði að emb-
ættismennirnir hefðu samþykkt að
umbuna bæri stjómvöldum í Serbíu
fyrir viðskiptabannið sem þau settu
á Bosníu-Serba í síðasta mánuði eft-
ir að þeir höfnuðu friðaráætlun
fimmveldanna.
Rússar, Bretar og Frakkar knýja
nú á Bandaríkjastjórn um að hætta
við áform sín um að afnema vopna-
sölubannið á múslima í Bosníu. Þjóð-
imar þijár höfðu áður sagt að þær
kynnu að fallast á afnám vopnasölu-
bannsins sem neyðarúrræði til að
knýja á Serba um að fallast á friðar-
áætlunina.
SÞ spá skæru-
hemaði í Rúanda
Kigali. Reuter.
HERSVEITIR hinnar föllnu stjórnar hútúa í Rúanda undirbúa nú stríðs-
átök, að sögn talsmanns Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í landinu. Segir hann
að hermenn SÞ hafi séð menn í hermannabúningum vopnaða byssum og
með vistir, fara yflr landamærin í suðvesturhlutanum frá Búrúndí og Zaire.
Talsmaðurinn, Shaharyar Khan,
lýsti herflutningunum sem dæmi-
gerðum undirbúningi skæruliðahern-
aðar.
SÞ og stjórn tútsa segja að skot-
árásir hafi aukist mjög á fyrrum
griðasvæði Frakka í suðvesturhlut-
anum á síðustu tveimur sólarhring-
unum. Þá segja tútsar að fjölmörg
dæmi séu um árásir hútúa annars
staðar í landinu auk þess sem þeir
skipi fólki að halda á brott.
Fyrrum stjómarhermenn slógust
í hóp almennra borgara sem flúðu
Rúanda eftir að Þjóðfrelsisfylking
tútsa náði völdum í júlí sl. Talið er
að stjórnarhermenn og vopnaðar
sveitir hútúa hafí drepið um eina
milljón tútsa áður en Þjóðfrelsisfylk-
ingin sigraði í stríðinu.