Morgunblaðið - 09.09.1994, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ
2 FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1994_____________________
FRÉTTIR
Óðinn fékk kaldar kveðjur við komuna til Hammerfest
Sjómenn á norskum smá-
bátum sögðu íslensku „sjó-
ræningjunum“ að fara heim
Hammerfest, Noregi. Morgunblaðið.
„FARIÐ heim, sjóræningar."
Þetta voru fyrstu móttökur sem
slösuðu íslendingarnir úr Smug-
unni og varðskipsmenn fengu frá
Norðmönnum þegar siglt var inn
í norsku landhelgina snemma í
gærmorgun. Þar voru nokkrir
smábátar að veiðum og kölluðu
þetta í talstöðina. Fréttamenn
tóku á móti varðskipinu þegar
það kom til hafnar á Hamm-
erfest, en Hammerfestbúar
sýndu ekki annars áhuga á mál-
inu. Jan Henry T. Olsen, sjávarút-
vegsráðherra Noregs, var stadd-
ur í Hammerfest og höfðu norsk-
ir fjölmiðlar eftir honum að Is-
lendingar hefðu bætt viðskipta-
jöfnuðsinn með veiðum í Smug-
unni. Óvissa var um hafnarleyfi
norskra yfirvalda og þjónustu við
skipið fram eftir nóttu, en skipið
fór inn í norsku landhelgina rétt
fyrir klukkan sex að íslenskum
tíma. Enn var þá óljóst hvaða
afgreiðslu skipið fengi og kom
það ekki í ljós fyrr en skipamiðl-
arinn kom um borð þegar það
kom til hafnar og hafði upp á
vasann hið opinbera leyfi til að
selja sjúklinga í land og fá þjón-
ustu.
Á bryggjunni beið hópur nor-
skra blaðamanna. Aðrir voru
ekki í móttökunefndinni, nema
hvað einhver sagðist hafa séð tvo
menn frá Norges fiskarlag, sam-
tökum sjómanna og útgerðar-
manna, en þeir gáfu sig ekki fram
við skipherrann. Og kennari kom
með þijá nemendur sína og fengu
þeir að skoða skipið.Kristján
skipherra leyfði fréttamönnum
að koma um borð og svaraði
spurningum þeirra. Skýrði hann
út þjónustuhlutverk Óðins við ís-
lensku sjómennina í Smugunni.
Norsku blaðamennirnir spurðu
af hverju norskar þyrlur hefðu
ekki verið sendar eftir slösuðum
mönnum og hvort íslendingar
væru ekki að reyna á velvild
Norðmanna með þvi að koma til
hafnar til að taka olíu og vistir.
Kristján svaraði því til að skipið
gæti alltaf tekið olíu og vistir hjá
birgðaskipum úti á sjó en því
fylgdi mengunarhætta og hrein-
legra væri að gera það í landi.
Þá benti hann á að Islendingum
þætti sjálfsagt að veita þjónustu
skipum sem fylgdu norskum
fiskiskipum upp að 200 mílna
fiskveiðilögsögu íslands. Hann
sagði að menn væru ekki hífðir
upp í þyrlu nema brýna nauðsyn
bæri til, því fylgdi alltaf viss
áhætta. Kristján sagði að alltaf
væri erfitt að deila við vini og
þessa deilu yrðu þjóðirnar að
leysa.
Slösuðu og veiku sjómennirnir
sex fóru á sjúkrahúsið til rann-
sóknar, sérstaklega til röntgen-
myndatöku til að athuga hvort
þeir væru brotnir. Ljóst er að
sumir þeirra fara heim, væntan-
lega í dag, en aðrir fara aftur í
Smuguna til að ljúka túrum sín-
um. Þeir sögðust vera fegnir því
að lenda ekki í verri málum í
Noregi. Kváðust þeir hafa getað
átt von á einhveijum mótmælum,
þó þeim sjálfum þætti engin
ástæða til þess. Sögðust þeir tala
sem minnst við norsku frétta-
mennina til að spenna málið ekki
meira upp. Krislján skipherra tók
fram í samtali við blaðamenn að
sér hefði aldrei verið neitað um
aðgang að höfninni. Hann sagðist
hafa fengið mjög góðar viðtökur
í Hammerfest, eins og yfirleitt
alltaf hjá Norðmönnum. Oðinn
skilaði af sér óhreinni olíu og
tekur olíu, vatn og vistir. Meðal
annars þarf að fá lyf og lækn-
ingaáhöld vegna óvænts álags á
Sigurð Ágúst Kristinsson lækni.
Ekki fékkst afgreidd olía í fyrstu
tilraun, en eftir að norsk stjórn-
KRISTJÁN Jónsson, skipherra á Óðni, um borð í varðskipinu í
Hammerfesthöfn.
ÍSLENSKIR sjómenn, sem hafa slasast við veiðar í Smugunm,
um borð í Óðni í Hammerfest í gær. Frá vinstri: Bragi Einars-
son af Júlíusi Geirmundssyni ÍS, Ólafur Henriksen af Siglfirð-
ingi SI, Ingvar Freysteinsson af Barða NK og Ingvar Stefáns-
son af Margréti EA. Á myndina vantar þá Jóhann Halldórsson
af Sigli, sem skráður er í Belize og Davíð Sveinsson af Snorra
Sturlusyni RE.
völd höfðu fyrirskipað afgreiðslu Smuguna og ljúki túrnum, sem
var ákveðið að Óðinn fengi olíu áætlað var að stæði í tvo mánuði.
á föstudagsmorgun. Þá er búist - "
við að skipið haldi aftur áleiðis í ■ A veiðum í Smugunm/6
Katrín í !
eitt af efstu
sætunum
KATRÍN Fjeldsted fyrrverandi borg-
arfulltrúi ætlar að bjóða sig fram í j
prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykja-
vík fyrir komandi alþingiskosningar. '
Katrín sagði við Morgunblaðið, |
að hún hefði ákveðið að taka þátt í
prófkjörinu og stefndi á eitt af efstu
sætunum. Aðspurð sagðist hún þá
eiga við eitt af fimm efstu sætun-
um. Búist hefur verið við að Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfull-
trúi muni taka þátt í prófkjörinu.
Vilhjálmur sagði við Morgunblaðið
að hann hefði ekki enn gert það upp i
við sig hvort hann byði sig fram eða
ekki. '
------*--------- I
140 lögreglu-
menn til ráð-
stefnuhalds
UM 140 lögreglumenn frá 20 lönd-
um, sem allir hafa hlotið menntun s
við skóla bandarísku alríkislögregl- j
unnar, FBI, eru væntanlegir hingað ,
til lands um helgina til ráðstefnu- '
halds.
Þrír íslenskir lögreglumenn, sem
stundað hafa nám við þá deild í skóla
FBI í Quantico í Virginíu-fylki, sem
ætluð er almennri löggæslu, munu
taka þátt i ráðstefnunni, sem sett
verður á sunnudag, að viðstöddum
dómsmálaráðherra.
12-15 þátttakendanna eru banda-
rískir starfsmenn alríkislögreglunn-
ar FBI.
----------------
Hjálmar sendi-
herra í Kína
HJÁLMAR W. Hannesson, sendi-
herra íslands í Þýskalandi, verður
sendiherra íslands í Kína frá 1. jan-
úar 1995, með búsetu í Peking.
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um
hver tekur sæti Hjálmars í Þýska-
landi.
Morgunblaðið/Knstinn
IEAN Chretien heilsar Halldóri Ásgrímssyni, formanni Fram-
sóknarflokksins, á Reykjavíkurflugvelli. Halldóri á vinstri
hönd er Steingrímur Hermannsson.
Forsætisráðherra Kanada í Reykiavík
Gagnrýnir veiðar
utanlandhelgi
JEAN Chretien, forsætisráðherra
Kanada, kom til landsins í gær-
kvöldi en hann er fulltrúi á heims-
þingi fijálslyndra flokka i Reykja-
vík. Hann sagði að hann teldi
rangt að telja aðskilnað Quebec
frá kanadíska ríkjasambandinu
yfirvofandi en kosið verður til
þings héraðsins nk. mánudag.
Chretien var spurður um fisk-
veiðar erlendra skipa, þ. á m. ís-
lenskra, rétt fyrir utan 200 mílna
fiskveiðilögsögu Kanada. Hann
sagði að Kanadamenn teldu nauð-
synlegt að vernda fískistofna eftir
föngum og veiðamar, sem oft
væru stundaðar undir hentifána,
græfu undan þeirri stefnu. Ráð-
herrann vildi ekki tjá sig um deil-
ur Norðmanna og íslendinga á
Barentshafi. Chretien iseddi í
gærkvöldi við Davíð Oddsson for-
sætisráðherra og Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráðherra í
stjómarráðinu. Kanadíski for-
sætisráðherrann mun eiga fund í
dag með Halldóri Ásgrímssyni,
formanni Framsóknarflokksins,
sem var kjörinn einn af varaforset-
um samtakanna í gær.
Hörð samkeppni í fraktflugi milli íslands og Bandaríkjaima
Flugleiðir bæta við
vikulegu leiguflugi
Hefur ekki áhrif á áætlanir Cargolux
FLUGLEIÐIR hafa í hyggju að hefja
fraktflug til Bandaríkjanna með
leiguvélum og er áætlað að fyrsta
ferðin verði 18. september næstkom-
andi. Stefnt er að því að fljúga viku-
lega með vélum sem taka um 40
lestir af frakt.
Flugleiðir flytja daglega frakt til
Bandaríkjanna með áætlunarferðum
félagsins, en að sögn Einars Sigurðs-
sonar, upplýsingafulltrúa Flugleiða,
hefur aukin eftirspum leitt til þess
að félagið eykur fraktflutninga
þangað.
Eins og fram kom í Morgunblað-
inu í gær mun Cargolux á næstu
dögum sækja um leyfi til íslenskra
og bandarískra stjómvalda til þess
að hefja vikulegt fraktflug frá Lúx-
emborg til íslands og þaðan áfram
til Bandaríkjanna. Fáist leyfið er
stefnt að því að hefja fraktflugið í
lok september.
Þórarinn Kjartansson, eigandi
Nortran, sem er umboðs- og sölu-
aðili Cargolux á íslandi, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að sér kæmi
á óvart að heyra um áform Flug-
leiða. „Ég á hins vegar ekki von á
því að þau breyti neinu um hugsan-
legt fraktflug Cargolux og ég mun
halda ótrauður áfram að undirbúa
það,“ sagði Þórarinn.
25% aukning
í fraktflugi
Fyrstu sex mánuði ársins jókst
heildarvelta í fraktflutningum Flug-
leiða um 25% miðað við sama tíma-
bil í fyrra að sögn Einars Sigurðs-
sonar. „Eftirspumin hefur aukist
mikið, bæði til Bandaríkjanna og
Evrópu, og við erum komnir í þá
aðstöðu að hafa ekki meira rúm fyr-
ir frakt í áætlunarvélum okkar í
Bandaríkjafluginu," sagði Einar og
ennfremur að undirbúningur að
leigufluginu hefði staðið yfír í nokk-
um tíma.
„Við sendum fyrir nokkrum dög-
um tilkynningu til viðskiptaaðila
okkar um þau áform okkar að hefja
vikulegt fraktflug til New York með
vélum sem bera um 40 tonn sem
okkur sýnist að henti best fyrir þenn-
an markað." „Við erum þegar
komnir með ákveðinn viðskipta-
mannahóp í gegnum starfsemi
Nortran, sem hefur verið með leigu-
flug til Bandaríkjanna, og þar hafa
menn lýst yfír fullum stuðningi við
væntanlegt fraktflug Cargolux. Það
er allt útlit fyrir að útflytjendur verði
þeir sem hagnist á þessari hugsan-
legu samkeppni í fraktfluginu með
lækkandi verði í kjölfar heilbrigðrar
samkeppni," sagði Þórarinn Kjart-
ansson.
------♦-■♦ ♦---
*
Oskirumsam-
starf Þuríðar
og Osvarar
STJÓRN Þuríðar hf. á Bolungarvík
hefur sent Ósvör hf. á Bolungarvík
bréf þar sem óskað er eftir viðræðum
um samstarf. Stjóm Ósvarar mun
fjalla um bréfið á fundi í dag.
Umsóknarfrestur um sérstök lán til
sjávarútvegsfyrirtækja á Vestfjörð-
um rennur út í dag. Fyrirtækin
skiptu á milli sín eignum þrotabús
Einars Guðfinnssonar hf. á síðasta
ári. Ósvör keypti togarana en Þuríð-
ur keypti fiskvinnsluhúsið. í sumar
Iandaði Ósvör rækjuafla til vinnslu
á Isafirði meðan rækjuvinnsla Þuríð-
ar var verkefnalaus.