Morgunblaðið - 09.09.1994, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Nýtt félag innan Alþýðubandalagsins í Reykjavík stofnað á morgun
Vilja ekki taka þátt í
deilum ABR og Birtingar
FRÁ blaðamannafundi um stofnun Framsýnar. Frá vinstri: Þorsteinn Óskarsson rafeindavirki, Sig-
ríður Þorsteinsdóttir fjölskylduráðgjafi, Björn Grétar Sveinsson formaður VMSÍ, Bryndís Hlöðvers-
dóttir lögfræðingur ASÍ, Halldór Guðmundsson útgáfustjóri Máls og menningar, Róbert Marshall
laganemi og Leifur Guðjónsson starfsmaður Dagsbrúnar.
NÝTT félag innan Alþýðubanda-
lagsins í Reykjavík verður stofnað
í dag á Hótel Sögu. Lagt hefur ver-
ið til að félagið verði kallað Fram-
sýn. Hvatamenn að stofnun félags-
ins hafa meðal annars samfylkingu
jafnaðarmanna og félagshyggju-
fólks á stefnuskrá sinni og hyggjast
„virkja þá, sem staðið hafa álengd-
ar, til þátttöku og áhrifa í flokkn-
um“. Bjöm Grétar Sveinsson, for-
maður Verkamannasambandsins og
einn úr undirbúningshópi um stofn-
un félagsins, segir að Framsýn eigi
að verða vettvangur fyrir þá, sem
ekki vilji taka þátt í deilum Alþýðu-
bandalagsfélags Reykjavíkur (ABR)
og Birtingar um mál, sem enginn
skilji.
Stofnendur hins nýja félags
hyggjast sækja um aðild að kjör-
dæmisráði Alþýðubandalagsins í
Reykjavík. Þar eru fýrir ABR og
Birting. Einnig starfar á vegum
Alþýðubandalagsins í borginni fé-
lagið Verðandi, sem er félag ungs
Alþýðubandalagsfólks og óflokks-
bundins félágshyggjufólks. Bæði
Birting og Verðandi hafa samfylk-
ingu jafnaðarmanna á stefnuskrá
sinni. Er Framsýn ekki þriðja félag-
ið um samfylkingu vinstri manna,
sem stofnað er innan Alþýðubanda-
lagsins í Reykjavík á fáum árum
og hver er munurinn á henni og
hinum tveimur? Bjöm Grétar
Sveinsson svarar því til að sam-
skipti ABR og Birtingar hafi ein-
kennzt af „pirringi". „Við erum ekki
þátttakendur í þeim pirringi og ætl-
um ekki að verða það. Margir eru
orðnir þreyttir á deilum félaganna,"
segir Bjöm Grétar. Hann segir
Framsýnarfólk vonast til að geta
jafnvel gengið á milli í deilum ABR
og Birtingar. „Við vonum að þarna
sé að verða til vettvangur fyrir fólk,
sem vill koma til starfa án þess að
taka þátt í deilum um mál, sem
enginn skilur," segir hann.
Samfylking jafnaðarmanna
í fundarboði til stofnfundarins
segir meðal annars: „Framsýn mun
innan og utan flokksins veita braut-
argengi þeim kröftum sem samfylk-
ingarframboð Reykjavíkurlistans
hefur leyst úr læðingi. Draumurinn
um öflug sameiningarsamtök á sér
djúpar rætur í hreyfíngu íslenzkra
jafnaðarmanna, en nú er ljóst að
næstu ár em tími athafna. Framsýn
ætlar í starfi sínu að beita sér fyrir
sem víðtækustum og öflugustum
samtökum jafnaðarmanna og fé-
lagshyggjufólks.“
Bjöm Grétar var spurður hvort
stofnun nýs, breiðs jafnaðarmanna-
flokks vekti fyrir Framsýnarmönn-
um. „Það er ekki markmiðið, en við
getum ekki horft framhjá þeim
hræringum, sem vom undanfari
borgarstjómarkosninganna.
Ég held að allir, sem fjalla um
stjómmál, hljóti að horfa til þess,
sem þar gerðist,“ sagði hann.
Betur má gera í kjarabaráttu
í fundarboði Framsýnar segir
jafnframt að félaginu sé í mun að
hagsmunabarátta launafólks og
neytenda verði kraftmeiri en verið
hafi á vettvangi stjórnmálanna. „Fé-
lagið vill beita sér fyrir endurnýjun
á umfjöllun um verkalýðs-, kjara-
og neytendamál og stuðla að því
að lífskjör, réttindi og skyldur verði
sæmandi nútímaþjóðfélagsháttum
og samboðin öflugri hreyfmgu jafn-
aðarmanna og félagshyggjufólks,"
segir þar. Morgunblaðið spurði
Bjöm Grétar hvort þetta þýddi að
Framsýnarmenn teldu Alþýðu-
bandalagið ekki hafa sinnt þessum
málum nóg. „Við teljum að þar
megi betur gera. Umræður um þessi
mál verða aldrei of miklar. Það er
meira en krónurnar í umslagið, sem
skipta máli, við viljum líka taka
réttindamálin meira til umræðu,“
sagði hann.
Stofnfundur á Sögu
Stofnfundur Framsýnar verður
haldinn á Hótel Sögu á morgun kl.
tvö eftir hádegi. Fundarstjóri verður
Halldór Guðmundsson útgáfustjóri.
Að stofnfundarstörfum loknum fara
fram pallborðsumræður undir yfir-
skriftinni „réttindi í hættu? - sam-
tök launafólks á tímamótum". Hild-
ur Jónsdóttir ritstjóri stjómar um-
ræðunum, en í pallborðinu munu
sitja Bryndís Hlöðversdóttir lög-
fræðingur Alþýðusambandsins, sem
einnig flytur innngangserindi, Björn
Grétar Sveinsson, Bijánn Jónsson
formaður Iðnnemasambandsins,
Grétar Þorsteinsson formaður Sam-
iðnar, Guðrún Kr. Óladóttir varafor-
maður Sóknar og Ögmundur Jónas-
son formaður Bandalags starfs-
manna ríkis og bæja.
Bjöm Grétar Sveinsson var
spurður hvort hann ætti von á fjöl-
mennum stofnfundi. „Það fer ekki
eftir íjöldanum á stofnfundinum
hvað verður, heldur hvemig félagið
þróast í framtíðinni," sagði Bjöm.
„En það er alveg á tæm að við emm
ekki að gera þetta til höfuðs einum
eða neinum.“
Á veiðum í Smugunni
Útbjuggoi flottroll úr
tveimur gulltoppum
BARÐINN frá Neskaupsstað kom
flottrollslaus í Smuguna fyrir sjö
dögum þegar sem mest veiddist
í flottroll, en sáralítið í botntroll.
„Jú, það var vissulega ekki
skemmtilegt að koma þannig, en
við reyndum að bjarga okkur með
því að útbúa sjálfir flottroll,“ sagði
Sveinn Benediktsson, skipstjóri
þegar blaðamaður skaust um borð
til hans í Smugunni.
Barðamenn settu saman toppa
út tveimur gulltoppum (botntroll)
og höfðu annað á hvolfi undir og
settu svo fleyga aftur í belginn
til að víkka hann. „Þeir vom með
svona svipað mix á Selvogsbanka
upp úr 1950,“ segir Sveinn.
Hjörvar Hjálmarsson 1. stýri-
maður segir að trollið hafi komið
að einhverjum notum, þeir hafi
fengið allt að 10 tonnum þegar
moksturinn var sem mestur í flot-
trollin, en lítið þegar dró úr veið-
inni. Þetta hafi alla vega gengið
betur en með botntrollið. Flottroll
er nú á leiðinni til Barða með
öðru skipi.
Saltið skilar ágætu
Aflinn er saltaður um borð í
Barða. Sveinn segir að það komi
ágætlega út þegar þorskurinn sé
stór og gefi góðan pening.
„Það er góður fiskur hér á norð-
ursvæðinu, en hann var smærri
og verri í saltið þar sem við vomm
með flotið," segir Sveinn. Hjörvar
segir að saltfiskurinn sé góður,
betri en i landi. Hann sé hvítari,
enda sé góð aðstaða um borð til
að blóðrenna.
Fiskurinn er pækilsaltaður í ker
og síðan stæðusaltaður í landi,
þegar þangað er komið. „Ég veit
það ekki. Auðvitað eru allir að
hugsa um það, en það yrði að
koma skipun um það frá útgerð-
inni,“ segir Sveinn, þegar hann
er spurður hvort hann sé að hugsa
um að fara á Svalbarðasvæðið.
Barðamenn stefna að því að
ljúka túrnum á þremur vikum,
hámarki fjómm. Sveinn segir vel
koma til greina að fara annan túr
hingað, en segist ekki hafa trú á
að farið verði í nóvember.
Barði fór í Smuguna um mán-
aðamótin október-nóvember í
fyrra eins og fleiri. Ekkert fískað-
ist og fór skipið heim aftur eftir
viku. „Það var búið að vera góður
afli 100-200 mílur hér norður í
Smugu, en svo gerði sterka norð-
anátt og ísinn fór yfír veiðisvæð-
ið,“ segir Sveinn.
Konunum líkar vel
á Smugumiðunum
NOKKRAR konur em á skipunum
í Smugunni. „Jú, jú, strákamir
fara vel með mig,“ sgði Hrönn
Hjálmarsdóttir háseti á Barða frá
Neskaupstað í samtali við blaða-
mann.
Hrönn segist hafa leyst af á
skipinu í fjögur ár, yfírleitt í
kokknum, en er háseti í þessum
túr. Hún sagði að túrinn legðist
ágætlega í sig, það væri allt í
lagi að fara einn túr svona langt
norður, en hún hefði engan áhuga
á að vera hér mánuðum saman.
Halldóra Ragnarsdóttir, að-
stoðarmaður í eldhúsi, er ei
konan um borð í Óðni. Halldc
sagði að þó ferðin gæti orðið tvi
mánuðir gengi allt sinn vanaga
eins og í venjulegri eftirlitsfe
varðskipsins. Það eina sem bre;
ist er að þau þvo sjálf dúka
diskaþurrkur, sem annars er si
í þvottahús.
Óðinn er eina varðskipið s«
er með tvo matsali, yfir- og und
mannamessa, og er þjónað
borðs. í hinum varðskipunum
búið að koma upp sjálfsafgreiðs
í sameiginlegum borðsal.
Sljórn Listahátíðar Hafnarfjarðar
segist ekki bera ábyrgð á fjármálum
Skýrsla unnin um
fjármál Listahátíðar
BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar sam-
þykkti samhljóða í gær að ráða lög-
giltan endurskoðenda til að semja,
eftir því sem kostur er, miðað við
fyrirliggjandi gögn, rekstrarreikning
Listahátíðar Hafnarljarðar 1993 og
jafnframt að semja endurskoðunar-
skýrslu. í bréfí stjórnar Listahátíðar
Hafnarfjarðar hf. til bæjarráðs firrir
hún sig ábyrgð á fjármálum hátíðar-
innar, en vísar á bæjaryfirvöld.
Endurskoðandi Hafnarfjarðar-
bæjar óskaði eftir því að stjórn Lista-
hátíðar Hafnarfjarðar hf. sendi bæj-
aryfírvöldum Hafnarfjarðar aftur öll
bókhaldsgögn vegna hátíðarinnar. í
svari stjórnarinnar segir að bókhald
og meðferð fjármuna á framkvæmd
Listahátíðar Hafnarfjarðar á árinu
1993 hafí ekki verið í höndum fé-
lagsins heldur í höndum bæjaryfir-
valda í Hafnarfírði. Vakin er at-
hygli á að bærinn hafí gert verktaka-
samning við Arnór Benónýsson í
febrúar 1993.
í samningnum segir að Amór taki
að sér listræna ráðgjöf og eftirlit
með Listahátíð Hafnarfjarðar. Hann
skuli einnig hafa umsjón með fjár-
málum og fylgja starfinu eftir þar
til uppgjör hafi farið fram.
Stjórn Listahátíðar segir að Arnór
hafi verið ráðinn í andstöðu við sig.
Ekki hafi verið þörf á listrænni ráð-
gjöf þar sem dagskrá hátíðarinnar
hafi þá þegar verið fullmótuð.
Stjórnin segir ennfremur að með
ráðningu hafi öllum eðlilegum vinnu-
reglum verið kasta fyrir róða og
stjórnin hafí ekki haft neina mögu-
leika á að fylgjast með fjármálunum.
Þá segir stjórnin að kaup Hafnar-
fjarðar á listaverki eftir listamann-
inn Alberto Gutierrez sé Listahátíð-
inn algjörlega óviðkomandi. Það sé
Hafnarfjarðarbæjar að svara því
hvemig hann kjósi að færa sitt bók-
hald.
Enginn getur firrt sig ábyrgð
Magnús Jón Árnason, bæjarstjóri
í Hafnarfírði, sagði ljóst að enginn
sem tók þátt í rekstri Listahátíðar
Hafnarfjarðar geti firrt sig ábyrgð.
Hann sagðist á þessu stigi ekki vilja
ásaka neinn einn aðila fyrir hvernig
haldið hefði verið á málum. Nauð-
synlegt væri að fá álit löggilts end-
urskoðanda áður. Á fundi bæjar-
ráðs í gær var lagður fram reikning-
ur frá Listahátíð Hafnarfjarðar hf.
vegna kaupa bæjarsjóðs Hafnar-
fjarðar á boðsmiðum á hátíðina.
Bæjarsjóður keypti 4.300 boðsmiða
fyrir rúmlega 3,9 milljónir króna.
Kennedy fékk 3 milljónir
F'iðlusnillingurinn Nigel Kennedy
fékk rúmar þrjár milljónir íslenskra
króna fyrir að koma fram á listahá-
tíð Hafnarfjarðar 1993. Guðmundur
Árni Stefánsson, fyrrverandi bæjart
stjóri í Hafnarfirði, og Sverrir Ólafs-
son og Gunnar Gunnarsson, stjórn-
armenn Listahátíð Hafnarfjarðar
hf., gerðu samning um þetta við
umboðsmann Kennedy 6. apríl 1993.
Þremenningarnir undirrita samning-
inn fyrir hönd Listahátíðar Hafnar-
fjarðar.en Arnór Benónýsspn undir-
ritar ekki samninginn. í öðrum
samningi sem gerður var við um-
boðsmanninn og dagsettur er sama
dag er kveðið á um að samningurinn
nái til listahátíða Hafnarfjarðar
1993 og 1995.