Morgunblaðið - 09.09.1994, Síða 9
MQRGUNBLAÐÍÐ
FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1994 9
FRÉTTIR
Umferðarráð kynnir þjár kannanir
Nokkrar upplýsingar úr umferöarkönnun
Umferbarráös 1994
Kveikt ökuljós bifrei&ar
Barn í aftursæti á bílpúba e&a í bílstól
Ökumabur með spennt bílbelti
■ 95,0%
| 90,5%
89,3%
Karl u. stýri
67,8%
Bifreib
32,2%
17,6% yngri en tveggja ára
í bifreiö
Vibvörunar-
14,8% Bílasími
14,8% Radarvari
42,9% þríhyrningur
39,1%
Fjöldi bifreiba: 1.755
Ökumaður einn í meira
en öðrum hverjum bíl
ÖKUMAÐUR reyndist vera einn á
ferð í meira en öðrum hveijum bíl
sem lögregla stöðvaði vegna umferð-
arkönnuna, sem hún gerði fyrir
Umferðarráð í júní í sumar. Öku-
menn voru karlkyns í 67,8% tilfella
;en konur stýrðu 32,2% bifreiðanna.
1.755 bifreiðar voru stöðvaðar í
könnuninni.
Tæplega 90% ökumanna höfðu
bílbelti spennt og rúmlega 90% far-
:þega í framsæti. Nákvæmlega sama
' hlutfali barna reyndist nota bílstól,
bílpúða eða belti í bíl. í 0,4% tilvika
voru börn laus í framsæti.
Ökuljós reyndust vera kveikt á
95% allra bílanna, sem er svipað hlut-
fall og í könnunum undanfarinna ára.
Bílarnir sem stöðvaðir voru r'eynd-
ust í 17,6% tilfella vera nýir eða
tveggja ára og yngri en voru 43,8%
þegar mest var 1988. Útvarp var í
95,5% bifreiða, bílasími í 15,3% og
radarvari í 4,8% þeirra bifreiða sem
stöðvaðar voru í tengslum við könn-
unina.
Að sögn Óla H. Þórðarsonar, fram-
kvæmdastjóra Umferðarráðs, á um-
ferðarkönnun sem þessi sér ekki hlið-
stæður í öðrum löndum svo vitað sé.
Gefa þær upplýsingar sem safnað
hefur verið úr umferðarkönnunum
hér á landi allt frá árinu 1985 því
einstakt yfirlit um þróun mála í
umferð á Islandi í 10 ár.
Hjálma-
notkun
eykst um
25% milli ára
HJÁLMANOTKUN hjólareiðamanna
hefur aukist um 25% milli áranna
1993 og 1994. Þetta kemur fram í
niðurstöðum könnunar sem starfs-
fólk í vinnuskólum í nokkrum sveitar-
félögum gerðu fyrir Umferðarráð í
júlí.
Á síðasta ári notuðu 20,6% hjól-
reiðamanna hjálm en þeir voru 25,7%
í sumar. Hjálmanotkun er margfalt
meiri meðal barna yngri en 12 ára
en eldri hjólreiðamanna. Sérstaklega
dettur hjálmanotkun niður hjá stúlk-
um við 12 ára aldur. í úrtakinu í
sumar voru tæplega 3.300 manns
og þar af voru 849 með hjálm.
Notkun hjólreiðahjálma er mjög
misjöfn eftir bæjarfélögum. Þannig
voru 41% barna yngri en 12 ára í
Reykjavík með hjálm, 54,7% á Sel-
tjarnarnesi, 61,3% á Akureyri og
54,3% á Dalvík. Að sögn Guðmundar
Þorsteinssonar, fræðslustjóra um-
ferðarmála, hafa foreldrasamtök,
klúbbar og samtök víða í bæjarfélög-
um tekið sig saman um að gefa eða
niðurgreiða hjálma fyrir ákveðna ald-
urshópa -barna og hefur það aukið
hjálmanotkun til muna.
Guðmundur segir að viðhorf til
hjálmanotkunar hafi einnig breyst í
þá átt að nú sé hún litin mjög jákvæð-
um augum.
Hveijir eru dæmi-
gerðir slysaökumenn?
HINN dæmigerði slysaökumaður er
ungur karl með sögu um ofneyslu
áfengis og hefur oft lent í því að
hafa nærri sofnað við stýrið. Þetta
er niðurstaða könnunar sem gerð
var í samvinnu rannsóknarstofu
geðdeildar Landspítala og Umferð-
arráðs. Markmið hennar var að leita
upplýsinga hjá hópi ökumanna er
1 lent höfðu í umferðarslysi og meta
þær síðan heilsufarslega.
Umferðarráð leitaði upplýsinga í
lögregluskýrslum um alla ökumenn
1 er lent höfðu í slysi (slysahópur) þar
1 sem aðeins eitt farartæki átti hlut
að máli og jafnframt hafði orðið
: slys á fólki. Rannsóknin náði til
áranna 1989-91. Samtals var um
, að ræða 471 ökumann, 336 karla
og 135 konur. Meðalaldur var 30
ár. í samanburðarhópi voru 1.000
einstaklingar, 17 ára og eldri, vald-
ir af handahófi úr þjóðskrá.
Spurningar
Spurt var um helstu einkenni
kæfisvefns, um einkenni drómasýki,
um langvinna sjúkdóma, lyfjanotk-
un, ökuskírteini, fjölda ekinna kíló-
metra á ári, tildrög umferðarslyss
i og þá sérstaklega hvort viðkomandi
j teldi að syfja eða þreyta hefði stuðl-
að að óhappinu. Spurt var um neyslu
áfengis og einnig íjögurra annarra
I spurninga um áfengisneyslu, svo-
; kallaðra CAGE-spurninga. Ef þrem-
• ur eða fjórum þeirra er svarað ját-
andi þykir það vera vísbending um
áfengissýki.
Lyfjanotkun svipuð
Við samanburð á aldurs- og kyn-
dreifingu í slysahópi og samanburð-
arliópi kom í ljós að ökumenn í slysa-
hópi eru nær þrisvar sinnum oftar
karlar og hlutfallslega miklu yngri
I en í samanburðarhópnum. Árlegur
i meðalakstur í slysahópi var meiri
j en hjá samanburðarhópnum. Við
tölfræðilegan samanburð á lang-
; vinnum sjúkdómum í samanburðar--
hópi og slysahópi var munur ekki
marktækur. Notkun svefn- og ró-
andi lyfja var sambærileg í báðum
hópum.
Syfjusjúkdómar
Einkenni syfjusjúkdóma voru at-
huguð sérstaklega. Algengara var
að ökumenn í slysahópnum teldu sig
ekki fá nægan svefn. Svarendur í
eldri aldurshópum töldu sig oftar
fá nægan svefn, bæði í samanburð-
arhópi og slysahópi en svör voru
ekki háð kyni. Hrotur voru algeng-
ari í samanburðarhópnum en 13,2%
hrutu að staðaldri og 22,5% stund-
um, en sambærilegar tölur í slysa-
hópnum voru 6,8% og 26,6%.
Dagsyfja var algengari í slyshópi
en samanburðarhópi.
Áfengisneysla
í heildina svöruðu ökumenn í
slysahópi fleiri CAGE-spurningum
jákvætt og svöruðu alls 14,3% þeirra
þremur eða fjórum þeirra jákvætt
miðað við 6,3% úr samanburðar-
hópi. Karlar svöruðu oftar en konur
þremur eða fjórum CAGE-spurning-
um jákvætt í báðurn hópum. Þeir
ökumenn sem töldu að syfja hefði
stúðlað að umferðarslysinu svöruðu
þessum spumingum nær helmingi
oftar jákvætt en aðrir ökumenn.
í umræðukafla könnunarinnar
segir að spurningunni um hvað valdi
hafi syfju þeirra 48 sem telja að
syfja hafi stauðlað að slysinu verði
ekki svarað á grundvelli þeirra upp-
lýsinga sem liggja fyrir í niðurstöð-
um. Flestir í hópnum séu ungir,
kvarti yfir syfju en hrotur séu ekki
áberandi. Fyrirhugað er að kanna
betur þennan hóp ökumanna, hvort
þar ieynist einstaklingar með syfju-
sjúkdóma eða hvort syfjan stafi af
lífsstíl með ónógum nætursvefni
og/eða áfengisvandamáli.
Á að svipta ákveðna hópa
ökuréttindum?
Þá segir einnig að nokkur atriði
skipti rháli frá sjónarmiði forvarna.
Áfengissýki sé þrefalt algengari
meðal karla en kvenna í samanburð-
arhópi en í slysahópi sé áfengissýki
meira en sexfalt algengari hjá karl-
kyns en kvenkyns slysaökumönnum.
Meðal kornungra ökumanna sé
áfengissýki fimmfalt algengari en
meðal jafnaldra. „Þetta leiðir hug-
ann að því, að þegar keppt er að
fækkun umferðarslysa tengdum
áfengi, eigi að beina athyglinni fyrst
og fremst að ungum ökumönnum
sem misnota áfengi, körlum frekar
en konum og þeim sem misnota
áfengi og hafa einhvern tímann
fundið fyrir syfju við stýrið. Miðað
við hlutfall áfengissjúkra meðal
kornungra ökumanna mætti varpa
fram þeirri spurningu hvort 17-20
ára ungmenni með sögu um áfengis-
misnotkun ættu að hafa ökurétt-
indi.“
DAMAN auglýsir
Frá Fiiinwear
Bómullar rúllukraga bolirnir koinnir. Fallejrir litir.
1
Falleg satín náttföt
ineð bóniull að imian.
DAMAN
Seildmn í póstkröfu. Laugavegi 32, sími 16477.
Urval af síðbuxum
Beint eða þröngt snið
TESS
Neðst viS
Dunhaga,
sími 622230
Opið virka dag
kl. 9-18,
lauqardaqa
kl. 10-14
a
andi
Ný
sending -
ekki ntissa
Fólk er alltaf
að vinna
íGullnámunnk
64 milljónir
Vikuna 1. til 7. september voru
samtals 64.568.702 kr. greiddar út
í happdrættisvélum um allt land.
Þetta voru bæöi veglegir Silfurpottar og
fjöldinn allur af öðrum vinningum.
Silfurpottar í vikunni:
Dags. Staöur: Upphæö kr.:
1. sept. Háspenoa, Hafnarstræti.... 212.084
2. sept. HardRockCafé................ 128.056
2. sept. Mamma Rósa, Kópavogi...... 61.923
2. sept. Hótel Örk, Hveragerði..... 87.745
3. sept. Ölver........................ 86.445
4. sept. Háspenna, Laugavegi....... 171.166
5. sept. Hafnarkráin.................. 98.299
5. sept. Háspenna, Hafnarstræti.... 58.095
5. sept. Háspenna, Laugavegi....... 65.242
7. sept. Háspenna, Laugavegi....... 315.642
Staða Gullpottsins 8. september, kl. 13:30
var 3.042.765 krónur.
Silfurpottarnir byrja alltaf í 50.000 kr. og Gullpottarnir í 2.000.000 kr.
og hækka síöan jafnt og þétt þar til þeir detta.
Eitt blab fyrir alla!
- kjarni málsins!