Morgunblaðið - 09.09.1994, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 09.09.1994, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1994 11 Morgunblaðið/Theodór Töpuðu í fótboltanum en komust í flugsögu Borgnesinga Ráðstefna í Reykholti í Borgarfirði Norrænir stærðfræðingar báru saman bækur sínar Borgarnesi - Stærsta flugvél sem lent hefur á Kárastaðaflug- velli í Borgarnesi til þessa kom þangað sl. laugardag. Það var þegar Twin Otter-flugvél flugfélagsins Ernis hf. á ísafirði, TF-öRN, lenti þar með knattspyrnulið BÍ frá ísafirði, alls um 20 manns. Liðið fór halloka fyrir Skallagrími í knattspyrnunni en bætti það upp með því að komast í flug- sögu Borgarness. Eftir lend- inguna var flugsljórinn, Hálf- dán Ingólfsson, tekinn tali og sagði hann það móðgun að kalla flugvöllinn „frímerkið" því hann væri orðinn það langur, hins vegar mætti hann vera breiðari. Aðflug væri gott og Laxamýri - Um 100 manns komu til starfa hjá kaupfélaginu á Húsa- vík í sláturtíðinni sem nú er hafin og stendur fram í miðjan október. Stefnt er að því að fá fullt útflutn- ingsleyfi á Evrópumarkað, en það er kostnaðarsamt að mæta öllum þeim kröfum sem Evrópusam- bandið gerir. Nýtt fláningsband í slátursal tryggir betri verkunaraðferðir sem viðurkenndar eru í Evrópu og þá skal þess getið að í ágústmánuði var unnið að því að malbika bíla- stæði hússins. góðir möguleikar til að gera stærri flugvöll. Það eru með- limir Flugklúbbsins Kára í Borgarnesi sem hafa haft veg og vanda að uppbyggingu á aðstöðu til flugs í Borgarnesi. Hefur flugklúbburinn notið stuðnings frá Flugmálastjórn og fyrirtækjum og stofnunum í Borgarnesi á liðnum árum. Fé- lagar í flugklúbbnum unnu að lengingu brautarinnar sl. vetur og í vor var borið ofan í völl- inn. Mikil umferð lítilla flugvéla hefur verið um völlinn í sumar og þó að Twin Otter-vélin sé sú stærsta sem lent hefur á vellin- um, hafa fleiri tveggja hreyfla vélar lent þar, t.d. Piper Chi- eftain og Piper Apache. Útflutningur frá Sláturhúsi KÞ er þegar nokkur, en si. vetur voru flutt út nær 50 tonn til Svíþjóðar, 15 tonn til Færeyja og 15 tonn til Grænlands. Þá voru 20 tonn af ærkjöti seld til Bandaríkjanna og 7 tonn til Japans. í framhaldi af þeim viðræðum sem hafnar eru við svissneska aðila um kjötkaup frá Islandi eru bændur bjartsýnni en oft áður að úr rætist í sölumálum og takast megi að gera lambakjötið að eftir- sóttri lúxusvöru. Borgarnesi - í ágústlok var hald- in fimm daga norræn ráðstefna í Reykholti í Borgarfirði. Fjallað var um stöðu og hlutverk stærðfræði- kennslu í norrænni menningu og þá einkum með tilliti til þess hlut- verks skólans að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfé- lagi. Verndari ráðstefnunnar var forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, og sat hún hana fyrsta daginn. Að ráðstefnunni stóðu norræna rannsóknanetið Stærð- fræðikennsla og lýðræði, danska rannsóknanetið, sem ber sama nafn, og Kennaraháskóli íslands. Undirbúning og framkvæmd leiddi Anna Kristjánsdóttir prófessor við Kennaraháskóla Islands. Að sögn Önnu Kristjánsdóttur var ráðstefnan liður í norrænu samstarfi sem verið hefur á þessu sviði undanfarin 5 ár. En það hófst með því að hugvísindadeild danska vísindasjóðsins veitti myndarlegan styrk til fimm ára rannsókna á samhengi stærðfræðikennslu í skólum og undirbúnings nemenda fyrir virka þátttöku í tæknivædd- um þjóðfélögum nútímans. Hauksbók Að aflokinni setningarathöfn- inni fluttu erindi þeir Stefán Karls- son forstöðumaður Stofnunar Arna Magnússonar og dr. Otto B. Bekken frá Noregi og fjölluðu báðir um Hauksbók. Stefán varp- aði ljósi á fjölbreyttni handritsins og sérstöðu ásamt því að greina frá tilurð þess og tíðaranda í upp- hafi 14. aldar þegar Hauksbók mun hafa verið rituð. Otto B. Bek- ken fjallaði síðan um algorismus í Hauksbók, elstu umfjöllun um talnakerfi okkar sem varðveitt er á norrænni tungu. Otto setti algor- ismus í samhengi við eldri skrif um stærðfræði sunnar í Evrópu og ræddi um það hvað handritið gæti sagt okkur um kunnáttu nor- rænna manna og skilning á stærð- fræði á 13. og 14. öld. Stærðfræðin og lýðræðið Síðdegis sama dag flutti Gun- hild Nissen prófessor í Hróar- skeldu erindi um stærðfræði- kennslu og lýðræði og leiðir til rannsókna og þróunar á þessu sviði. Gunhild Nissen var frum- kvöðull að því að norrænir sér- fræðingar á sviði stærðfræði og stærðfræðimenntunar beindu sjónum sínum að samhengi stærð- fræðikennslu og lífs í lýðræðis- þjóðfélagi. í erindi sínu benti Gun- hild Nissen á að hvarvetna glíma menn við það vandamál að skapa aðstæður fyrir börn og unglinga til að ná tökum á þeirri stærð- fræði sem þarf til að skilja sam- hengi og ákvarðanatöku í tækni- væddum heimi. Hún vakti einnig athygli á því að hefðbundinn og gamalgróinn skilningur manna á grundvallaratriðum almennar menntunar og menningar gáefi ekki alls staðar rúm fyrir stærð- fræði og stærðfræðilegar áherslur. Því væri nauðsynlegt að fólk tæki höndum saman af vettvangi stærðfræði og af vettvangi mann- vísinda og brúaði það bil sem skap- ast hefur. Hlutverk fjölmiðla í þessu samhengi væri mikilvægt en engan veginn einfalt. Sagði Anna Kristjánsdóttir að á ráðstefnunni hafi komið skýit í ljós hve mönnum almennt verður æ ljósara gildi nothæfrar stærð- fræðiþekkingar í tæknivæddum þjóðfélögum og mikilvægi þcss að stærðfræðikennsla taki mið af þessum veruleika. Skilningur hafi aukist á því að einstaklingar læra á mismunandi hátt og að mjög einhliða miðlun frá kennara til nemenda getur oft valdið það að nemandi nái í raun ekki tökum á viðfangsefni sínu auk þess að hann kann að gera sér rangvísandi hug- mundir um námsgreinina, gildi hennar og eigin hæfni á því sviði. Bændur binda vonir við Evrópumarkaðinn Mikill áhugi á líkams- rækt á Egilsstöðum Egilsstöðum - Líkamsræktar- stöðin Táp og Qör kynnti vetrar- starfsemi sína á opnunardegi sem haldinn var sunnudaginn 4. sept. Þar var gestum boðið að taka þátt í þrautaleikjum, útierobik og skoða stöðina sjálfa. Unnar Vilhjálmsson og Hólm- fríður Jóhannsdóttir tóku við rekstri fyrirt.ækisins í byrjun ágúst og hafa unnið að undirbúningi starfsins. Fjölbreytt starfsemi Unnar og Hólmfríður eru starf- andi íþróttakennarar og leiðbeina flestum hópunum sem stunda lík- amsrækt við stöðina, ásamt öðr- um. Boðið er upp á hópa fyrir byijendur sem lengra komna, og einnig er aðstaðan opin fyrir þá sem stunda einir skokk og líkams- þjálfun. Táp og fjör er búið þremur söl- um, þar sem hægt er að stunda leikfimi, þrekþjálfun og lyftingar. Ennfremur eru ljósabekkir, gufu- bað og „trimform“-bekkur. Vöru- úrval í verslun fyrirtækisins hefur verið aukið og eru nú íþróttavörur í úrvali. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir Á OPNUNARDEGINUM mættu margir gestir og tóku þátt í ýmsum leikjum og meðal annars voru erobikæfingar. HÓLMFRÍÐUR Jóhannsdóttir og Unnar Vilhjálmsson, eigendur Táps og fjörs. r __STEINAR WAAGE_ SKÓVERSLUN s I RÉTTIRNAR _ — Fallegir kuldaskór fyrir smáa og breiða fætur. Ur vatnsvörðu leðri i grófum fótlaga gúmmísóla og ullarfóðri. Stærðir: 22-30 Litir: Svartur og blár Verð: 3.995 Höfumtafiðsölu áhinumvinsflu fótlagabamaskom Góðir fótlaga skór úr vatnsvörðu leðri, með skinnfóðri og fótlaga gúmmísóJa. Stærðir: 22-30 Litir: Svartur og blár Verð: 3.495 PÓSTSENDUM SAMDÆGURS ■ 5% STAÐGREIÐSLUAFSLATTUR STEINAR WAAGE ^ SKÓVERSLUN & SÍM118519 <P STEINAR WAAGE s OIUINMK vv oppskórinn skóvers r r SIMI 68921 VEITUSUNDI ■ SÍMI: 21212 LUN ^ VIÐ INGÓIFST0RG J kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.