Morgunblaðið - 09.09.1994, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1994 13
Ný skýrsla birt um
samkeppnishæfni þjóða
Bandaríkin skáka
Japan íframleiðni
Genf. Reuter.
BANDARÍKIN eru komin í fyrsta
sæti hvað varðar framleiðni í efna-
hagslífinu og samkeppnishæfi og
hafa þar með skotið Japan, sem
hefur lengi verið í efsta sætinu,
aftur fyrir sig. Japan er raunar
ekki nema í þriðja sæti á eftir
Singapore á lista yfir 41 ríki í
árlegri skýrslu um samkeppnis-
hæfi, World Competitiveness Rep-
ort. Það eru tvær virtar stofnanir,
Lausanne Institute of Manage-
ment Development (IMD) og
Geneva World Economic Forum,
sem hafa tekið hann saman.
IMD skilgreinir alþjóðlega sam-
keppnisgetu sem „hæfileika eins
ríkis til að skapa tiltölulega meiri
verðmæti en keppinautarnir á
markaðinum" og styðst í því við
hagtölur og mat 16.500 frammá-
manna í viðskipta- og atvinnulífinu
víða um heim.
í skýrslunni er lögð áhersla á,
að samkeppnisgetu þróaðra ríkja
eins og Bandaríkjanna stafi mikil
ógnun frá löndum í Austur-Asíu
og Rómönsku Ameríku þar sem
laun eru enn mjög lág.
Á eftir Japan kemur Hong
Kong, þá Þýskaland og Sviss og
Danmörk er komin í sjötta sæti.
Holland er í áttunda og Nýja Sjá-
land hefur skotist upp í það
níunda. Er það þakkað róttækum
breytingum í efnahagslífinu þar í
landi.
Hvað launakostnað varðar eru
Evrópa fímm sinnum og Bandarík-
in flórum sinnum dýrari en Aust-
ur-Ásía, sem ræður auk þess yfir
æ meira af menntuðu vinnuafli.
Listinn fer hér á eftir:
1. Bandaríkin; 2. Singapore; 3.
Japan; 4. Hong Kong; 5. Þýska-
land; 6. Sviss; 7. Danmörk; 8.
Holland; 9. Nýja Sjáland; 10. Sví-
þjóð; 11. Noregur; 12. Austurríki;
13. Frakkland; 14. Bretland; 15.
Ástralía; 16. Kanada; 17. Malasía;
18. Tævan; 19. írland; 20. Finn-
land; 21. Belgía og Luxemborg;
22. Chile; 23. Tæland; 24. Suður-
Kórea; 25. Spánn; 26. Mexikó; 27.
Argentína; 28. Porúgal; 29. Tyrk-
land; 30. Kólombía; 31. Indónesía;
32. Ítalía; 33. Filippseyjar; 34.
Indland; 35. Suður-Afríka; 36.
Tékkland; 37. Grikkland; 38.
Brazilía; 39. Ungveijaland; 40.
Venezúela og 41. Pólland.
Stefntað 70% veltu-
aukningu hjá Nestle
NESTLE, stærsta mat- og drykkj-
arvörusamsteypa í heimi, virðist
vera óseðjandi þegar kemur að
yfirtöku annarra fyrirtækja. í síð-
ustu viku gleypti hún í sig enn
meira af San Pellegrino, ítölsku
drykkjarvatnssamsteypunni, og
nú hefur hún fengið augastað á
þýska ijómaísframleiðandanum
Warncke.
Forstjóri Nestle, Þjóðveijinn
Helmut Maucher, er metnaðarfull-
ur maður og hefur sett sér það
mark að hafa aukið veltuna um
70% um aldamótin eða upp í 75
Símabylt-
ing boðuð
á Indlandi
• Nýju Delhí. Reuter.
STJÓRNVÖLD á Indlandi
hyggjast tengja öll 600.000
þorp landsins með símalínum
fyrir árið 1998 í samvinnu
við erlend fyrirtæki og er
áformunum lýst sem „síma-
byltingu".
„Þessi áform skapa gífur-
lega viðskiptamöguleika,"
sagði Sukh Ram, fjarskipta-
ráðherra Indlands, sem er
með þriðja stærsta hagkerfið
í Asíu. Stjórnin afnam ára-
tugagamla einokun ríkisins á
símaþjónustu og framleiðslu
síma í maí og Ram sagði að
það hefði verið nauðsynlegt
vegna mikils skorts á símum
og símalínum. Þijár milljónir
manna bíða eftir símum og
stjórnin stefnir að því að út-
rýma biðlistunum ekki síðar
en árið 1997.
milljarða dollara. Á síðustu tíu
árum hefur veltuaukningin hjá
Nestle fyrst og fremst stafað af
kaupum á öðrum fyrirtækjum, til
dæmis Carnation-mjólkurfyrir-
tækinu í Bandaríkjunum, Buitoni-
pastafyrirtækinu á Ítalíu, Rown-
tree-sælgætisframleiðandanum í
Bretlandi og Source Perrier-
ölkelduvatninu í Frakklandi, en
talsmenn Nestle segja, að ekki séu
fyrirhuguð nein stóruppkaup á
borð við þessi. Búið sé að fylla upp
í allar eyður í framleiðslunni.
Keppinautar Nestles á mark-
aðnum eru fyrst og fremst tveir,
ensk-hollenska fyrirtækið Unile-
ver og Philip Morris í Bandaríkjun-
um, og slagurinn stendur yfirleitt
um að verða fyrstur til að koma
fram með nýja vöru. Búist er við,
að Nestle, sem er stærsti framleið-
andi ölkelduvatns, vilji treysta tök-
in á þeirri grein enn frekar með
kaupum á fyrirtækjum í Banda-
ríkjunum og Svíþjóð.
Um tíma á síðasta ári voru
heildarskuldir Nestles 7,8 milljarð-
ar dollara en um áramótin höfðu
þær lækkað í sex milljarða og
búist er við, að þær lækki um 750
milljónir dollara á þessu ári. Segja
sérfræðingar, að vegna mikillar
veltu og þægilegrar eiginfjárstöðu
hafi það góða getu til áframhald-
andi yfírtöku og auk ölkelduvatns-
ins þykja fyrirtæki í þessum grein-
um líklegust: Gæludýrafóðri þar
sem Nestle er sterkt í Bandaríkj-
unum en veikt í Evrópu; morgun-
verðarkorni en þar er Nestle í sam-
starfi við General Mills; ijómaís
þar sem Nestle er næst á eftir
Unilever og í sælgætisframleiðslu.
Sennilegast þykir þó, að fyrst
muni Nestle reyna að komast yfir
snyrtivörusamsteypuna L’Oreal en
frá 1974 hefur það átt 49%% í
Gesparal, eignarhaldsfélaginu,
sem á L’Oreal.
Tonnið nálgast 1600 dollara
London. Reuter
ÁLVERÐ fór í 1,583 dollara tonnið
á málmmarkaðinum í London í gær
og hafði hækkað um 6,50 dollara
frá deginum áður. Álverð hefur
stigið jafnt og þétt allt frá byijun
ágústmánaðar þegar verðið var um
1,500 dollarar tonnið.
Álverð hefur ekki verið hærra en
nú síðasta þrjú og hálft árið og
sérfræðingar telja einungis daga-
spursmál hvenær verðið fer yfir
1600 dollara tonnið. Álframleiðend-
ur hafa á þessu ári séð mikinn
úmsnúning í rekstri eða úr miklu
tapi yfir í hagnað vegna hækkandi
álverðs. Frá því í janúar þegar
helstu álframleiðsluríkin gerðu með
sér samkomulag um að draga úr
framleiðslunni, hefur markaðsverð
áls hækkað um 32%.
Klassískur
ballett...
KIASSISKI
LISTDANSSKÓLINN
Álfabakka 14a
Símar 879030 og 879040
Metnaður - Þjálfun
Hvatning - Vellíðan - Árangur
Ný námskeið að hefjast
Innrítun er hafin.
Bjóðum faglega kennslu í
klassískum ballett.
Kennt er í litlum hópum. Tökum
nemendurfrá 8 ára aldrí.
Bjóðum einnig einkatíma og
framhaldsþjálfun, eftir
samkomulagi.
Frekari upplýsingar gjarnan veittar
í síma alla daga milli kl. 17 og 20.
KLASSÍSKI LISTDANSSKÓLINN er einkarekinn
ballettskóli, sem leggur sérstaka áherslu
á þjálfun einstaklingsins.
Hann fái aö þroska og þróa hæfileika sína
frá upphafi, undir faglegri leiðsögn.
Áhersla er því lögð á einstaklingsbundna
kennslu i minni hópum.
Skólastjóri og aðalkennari er Guðbjörg
Skúladóttir listdansari F.Í.L.D.
(Fél. islenskra listdansara).