Morgunblaðið - 09.09.1994, Qupperneq 16
16 FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Átök að tjaldabaki í Líbýustjórn
Gaddafi sagður
einangraður
Tripoli. Reuter.
MIKIL átök eiga sér stað að tjaldabaki í stjórn Líbýu og virðist
Muammar Gaddafi, leiðtogi landsins, vera að einangrast. Er þetta
haft eftir erlendum stjórnarerindrekum, sem benda á, að tveir nán-
ustu samstarfsmenn Gaddafis hafi ekki verið viðstaddir mikil hátíðar-
höld fyrir rúmri viku þegar minnst var 25 ára valdaafmælis leiðtog-
ans.
Japanir deila um fasta-
aðild að öryggisráðinu
Tókýó. Reuter.
JAPANIR deila nú um hvort þeir eigi að sækjast eftir fastafulltrúa
í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og gegna auknu hlutverki á alþjóða-
vettvangi í framtíðinni.
vopnahléi
ÖFGAMENN mótmælenda á
Norður-írlandi, sem fylgja
áframhaldandi sambandi við
Bretland, höfnuðu því í gær að
fara að fordæmi kaþólskra and-
stæðinga sinna og lýsa yfir
vopnahléi. í yfirlýsingu her-
sljórnar sambandssinna, CLMC,
sagði að fyrst þyrfti hún að fá
fullvissu fyrir því að vopnahlé
IRA væri varanlegt, að klofn-
ingsflokkur frá IRA, írski þjóð-
frelsisherinn INLA, tæki þátt í
friðarumleitunum og tryggingar
fengjust fyrir því að vopnahlé
IRA hefði ekki orðið til vegna
leynisamninga milli fulltrúa
hersins og bresku stjórnarinnar.
Breski herinn á Norður-írlandi
hefur slakað á viðbúnaði sínum
undanfarna daga. I gær settu
hermennirnir upp alpahúfur í
fyrsta sinn í 25 ár í stað stál-
hjálma svo sem sjá má á mynd-
inni sem tekin var í Belfast í gær.
Fast er lagt að japönskum
stjórnvöldum að gera upp hug sinn
í málinu áður en allsheijarþing
Sameinuðu þjóðanna kemur sam-
an síðar í mánuðinum. Nokkrir
stjórnarerindrekar segja að skýr
skilaboð frá stjórninni um að hún
vilji fá fastafulltrúa í öryggisráð-
inu myndu einnig merkja að hún
væri reiðubúin að láta ekki lengur
nægja að beita fjármagni til að
hafa áhrif á heimsmálin.
Utanríkisráðuneytið og nokkrir
þingmenn hafa beitt sér ákaft fyr-
ir því að Japanir sækist eftir fasta-
fulltrúa, en stór hluti þingsins er
tregur til þess. Samkvæmt skoð-
anakönnunum er um helmingur
Japana hlynntur því að þeir fái
fastafulltrúa eins og Bretar, Kín-
veijar, Rússar, Frakkar og Banda-
ríkjamenn.
Samflot líklegt
Samkvæmt stofnskrá Samein-
uðu þjóðanna verða tveir þriðju
fulltrúanna á allsheijarþinginu og
einnig fimmveldin í öryggisráðinu
að leggja blessun sína yfir fasta-
fulltrúa til handa Japönum. Tíu
önnur ríki eru kosin í öryggisráðið
til tveggja ára og Japanir hafa sjö
sinnum fengið þar sæti með þeim
hætti.
Stjómarerindrekar í Tókýó ef-
ast um að Japanir einir fái fasta-
fulltrúa. Þeir telja að innganga
Japana kunni að verða liður í heild-
arsamkomulagi um fjölgun fasta-
fulltrúa, sem næði hugsanlega
einnig til Þjóðvetja og fjölmennra
ríkja eins og Brasilíu og Indlands.
Reuter
Lestarverkfall í Bretlandi
MERKJAMAÐUR hjá bresku járnbrautunum sendir vinnuveitendum
sínum óblíðar kveðjur í Blackpool á vesturströnd Bretlands í gær.
Þar efndu verkfallsmenn til mótmæla til að ítreka kaupkröfur sín-
ar. Langvarandi launadeila hefur raskað lestarsamgöngum í Bret-
landi. Hafa starfsmannafélögin gripið til tíðra eins og tveggja daga
verkfalla til að fylgja kröfum sínum eftir.
1969 og gekk Jalloud næstur
Gaddafi í ríkisstjórninni. Þeir voru
ekki viðstaddir byltingarafmælið
og erlendir stjórnarerindrekar
segja, að Jalloud hafi horfið úr
forystunni vegna andstöðu við
stefnu Gaddafís í utanríkis- og
innanlandsmálum. Er haft eftir lí-
býskum vinum hans, að hann hafi
ákveðið að hætta afskiptum af
stjórnmálum og gefast upp.
Jalloud þótti mun raunsærri en
Gaddafi og hafði yfirstjórn efna-
hagsmála landsins á 'sinni hendi.
Skarst í odda með þeim er Jalloud
lagðist gegn áformum Gaddafi að
uppræta ríkisstofnanir og stjórn-
skipulag landsins og fela bylting-
arráðum og svonefndum alþýðus-
amkundum æðstu yfirráð 1.500
sveitarstjórna. Einnig lagðist
Jalloud gegn því að helming olíu-
tekna yrði dreift beint til almenn-
igs.
Af 12 fyrrum nánustu sam-
starfsmönnum Gaddafis í hernum
voru aðeins tveir viðstaddir bylt-
ingarafmælið og erlendir sendi-
ráðsmenn segja, að öll völd virðist
vera í höndum Gaddafis.
Abdel-Salam Jalloud og Khou-
ilid Hamidi, báðir yfirmenn í hern-
um, voru samheijar Gaddafís í
byltingunni gegn Idriss konungi
Hafna
Ekki einir
+
með Is-
lendingum
VERÐI Noregur ekki aðili að
Evrópusambandinu mun það
hafa aivarlegar afleiðingar fyr-
ir atvinnulífið á Vestfold,
fækka störfum og minnka vel-
ferð. Segir svo í skýrslu, sem
tekin hefur verið saman fyrir
fylkið Vestfold í Noregi. Nið-
urstaða hennar er sú, að besta
tryggingin felist í ESB-aðild. í
svörum forsvarsmanna at-
vinnulífsins í fylkinu kemur
fram, að mesta martröðin, sem
þeir geti hugsað sér, sé að
verða einir eftir í Evrópska
efnahagssvæðinu, ásamt ís-
landi og Liechtenstein.
Fagna um-
ræðum
WOLFGANG Schauble, þing-
flokksformaður kristilegra
demókrata, CDU, í Þýskalandi,
kvaðst í gær vera ánægður með
þær miklu umræður, sem orðið
hefðu um tillögur flokksins um
breytingar innan Evrópusam-
bandsins. Eru þær um, að
nokkur ríki, Þýskaland, Frakk-
land, Holland, Belgía og Lux-
emborg, verði kjarninn í ESB
en þessum hugmyndum hefur
verið vísað á bug annars stað-
ar. Scháuble sagði, að megintil-
gangur tillagnanna hefði raun-
ar verið sá að vekja umræður
um vandamál sambandsins.
Clinton til
Kína
KÍNVERSK stjórnvöld til-
kynntu í gær, að Bill Clinton,
forseti Bandaríkjanna, hefði
þegið boð um að koma til Pek-
ing. Ekki væri þó enn ákveðið
hvenær heimsóknin yrði. Hún
yrði fyrsta heimsókn banda-
rísks forseta síðan George
Bush kom til Kína 1989.
Samstarf á
Eystrasalti
DANIR og Rússar hafa gert
með sér samstarfssamning í
varnarmálum og er þar kveðið
á um sameiginlegar heræfingar
í Eystrasalti og gagnkvæm
skipti á upplýsingum. Áður
hafa Danir gert svipaðan samn-
ing við Pólveija, Eista, Letta
og Litháa.
FVOITAVÉLAR UPPÞVOTTAVÉLÁR ELDUNARTÆKI KÆUSKAPAR SJÓNVÖRP MYNDBANDSTÆKl
á góðu verði
Fagor þvottavélar hafa sannað ágæti sitt hérlendis sem og
víðar í Evrópu. Fjöldi ánægðra viðskiptavina er
okkar besta viðurkenning.
Ft-54 39.900 kr. stgr.
FE-83 48.900 kr. stgr.
RONNING
BORGARTUNI 24
SÍMI 68 58 68
Munalán, Visa og Euro-raogreiaslur
ÞVOTTAVELAR UPPÞVOl TAVIT.AR HLDUNARTÆKI KÆLISKAPAR SJONVORP MYNDBANDSTÆKI
EGLA
- röð ogregla
Margir litir margar stærðir.
Þessi vinsælu bréfabindi fást í öllum
helstu bókaverslunum landsins.
Múlalundur
Vinnustofa SÍBS
Símar: 628450 688420 688459
Fax 28819