Morgunblaðið - 09.09.1994, Side 20

Morgunblaðið - 09.09.1994, Side 20
20 FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR I Járn og glerverk MARTA María Hálfdánardóttir glerlistakona opnar sýningu á járn- og glerverkum á Hótel Holiday Inn, á morgun laugar- daginn 10. september kl. 14. Marta María hefur fengist við glerlist í mörg ár. Hún hefur hald- ið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum hérlendis og er- iendis, m.a. hjá listfræðingnum J.J. Ewers í Köln í Þýskalandi. Sýningin verður opin næstu tvær vikurnar, henni lýkur 25. september. Fjölskrúðugir fletir MYNDLIST Gallerí einn cinn MALVERK SIGURBORG STEFÁNSDÓTTIR Opið alla daga kl. 14-18 tíl 14. sept- ember. Aðgangur ókeypis GALLERÍ einn einn hefur feng- ið andlitslyftingu, en nýlokið er við að endumýja ytra byrði hússins, sem nú stendur keikt og reisulegt neðst við Skólavörðustíginn. Von- andi á þetta hús eftir að þjóna myndlistinni með sama brag og fyrr enn um sinn. ið, en myndirnar eru sneisafullar af ímyndum af persónum, helgi- táknum, ljósum, matarborðum o.s.frv. Þessi mikla fylling flatanna kann í fyrstu að virka sem kraðak og ofhlæði, en svo reynist ekki við nánari skoðun; myndefnið er skipulega fram sett, og vel afmark- að í fletinum hveiju sinni. Einstök verk kunna að vekja með áhorfand- anum tilfínningu fyrir ákveðnum boðskap, eins og t.d. raðir mann- vera á þrautagöngu í mynd nr. 9, eða bogin bök þjáningarinnar í geta sýningargestir í raun valið sína eigin. Gnótt tákna í myndunum leiðir skiljanlega hugann að mögulegu inntaki þeirra, en þó er varasamt að leita of langt eftir skýringum; leikurinn í myndefninu er slíkur að samspil forma í fletinum er lík- ast til helsta viðfangsefni Sigur- borgar í sýningunni. Engu að síður veita slíkar vangaveltur verkunum óneitanlega meiri fyllingu og dýpt, og verða mögulega til þess að menn njóta myndanna enn frekar en ella. Sigurborg Stefáns- dóttir stundaði sitt list- nám í Danmörku, þar sem hún útskrifaðist frá Skolen for Brugskunst 1987; frá þeim tíma hefur hún m.a. haldið tvær einkasýningar hér á landi, en hún hefur starfað sem kennari við MHÍ síðastliðin fímm ár. Hver listamálari er í verkum sínum í grunn- atriðum fyrst og fremst að fást við liti og form; hvemig þessir tveir þættir vinna saman til að skapa heilstæð verk SIGURBORG Stefánsdóttir: Án titils. og fullunna fleti, sem listamaður- inn getur verið sáttur við að láta frá sér. Þar er samsvöruninni hins vegar lokið, því það er eitt hið áhugaverðasta við myndlistina, að þrátt fyrir sameiginlegan grunn vinna engir tveir listamenn eins úr þessum þáttum. Sigurborg sýnir hér tæplega þijátíu myndir, ýmist unnar með akryl á striga eða pastellitum á pappír; allar eru þær án titils. Það sem strax vekur athygli áhorfand- ans er fylling flatarins í myndun- um; oftar en ekki er flöturinn markaður niður í reiti, þar sem ákveðin áhersluatriði fylla út í rým- mynd nr. 4; önnur vísa til léttari tilveru og skemmtilegri, eins og nr. 21 eða nr. 27, sem einnig njóta birtu pastellitanna einkar vel. Mynd nr. 2 er um margt sérstök, enda unnin með pastellitum á blað- síður úr símaskránni,_ sem er raðað saman í eina heild. Á hveiju blaði er teikning af tveimur manneskjum, og eru hér á ferðinni undirbúnings- skissur fyrir bókarkápu, sem lista- konan hefur unnið; er gaman að sjá á hvem hátt ímyndin hefur þró- ast smám saman í gegnum allt verkið, en þar sem hin endanlega lausn er ekki mörkuð sérstaklega, Hér er á ferðinni ánægjuleg og frískleg sýning, sem flettar ágæt- lega saman ijölskrúðugt formspil í þröngum fleti og hugsanleg tákn- gildi þeirra ímynda, sem þar koma fram. Vegna ofangreindra fram- kvæmda við Gallerí einn einn fór sýningarhald hins vegar lítillega úr skorðum, en opnun sýningar Sigurborgar tafðist nokkuð og stendur hún því ögn styttra en sýningar þarna gera venjulega; er vert að benda listunnendum á að framundan er síðasta sýningar- helgi. Eiríkur Þorláksson Rödd einsemdar o g einlægni BOKMENNTIR Ljóð 100 KVÆÐI I never spoke with God, Nor visited in heaven; Yet certain am I of the spot As if the chart were given. eftír Emily Dickinson. Hallberg Hallmundsson íslenskaði. Brú 1994 - 142 síður. EMILY Dickinson (1830-1886) var á margan hátt einkennilegt ljóðskáld sem átti eig- in tón, barnslegan og einlægan, en ljóð hennar búa yfir mik- illi lífsreynslu þótt hún lifði fábrotnu og oft einangruðu lífi. Það kemur sannar- lega á óvart að digurt safn ljóða hennar er nú komið út í íslenskri þýðingu. Hallberg Hallmundsson í New York hefur áður þýtt og kynnt Stephen Crane í flokki sem hann kallar Bandarísk skáld. 100 kvæðum eftir Emily Dickinson Emily Dickinson fylgir ítarlegur og afar fróðlegur inngangur um skáldkonuna, ævi hennar og ljóð, auk eftirmála. Eins og Hallberg minnir á komu ekki nema tíu ljóð á prent meðan skáldkonan lifði, en mörg ljóð birti hún í bréfum til vina sinna. Nú er hún að margra dómi talin ann- að helsta skáld Bandaríkjanna á nítjándu öld, hitt skáldið er Walt Whitman. Það hlýtur þó að orka tvímælis að bera Dickinson og Whitman saman. Dickinson er smámyndasmiður, Whitman víðfeðmur, landslag hans stórt. Bæði skáldin eiga það sameiginlegt eins og öll meirihátt- ar skáld að taka lesendur með sér í ferðalag á lítt kannaðar slóðir. Skáldskapur Dickinson hefur verið sagður minna á dulúðarheim Will- iams Blake og er það ekki út í bláinn. Blake var skáld innsæis og tjáning hans gat stundum virst bamsleg. Fyrsta ljóðið sem Hallberg Hall- mundsson þýddi eftir Dickinson var Ég hef ei heiðlönd séð (nr. 73 Þótt ljóðið sé mun einfaldara á frummálinu eru tök þýðandans ekki beinlínis aðfinnsluverð. Orð eins og mar og tafði eru þó líklega of „skáldleg“ eða aldurhnigin á þessum stað. Meðal sérkenna Dickinson er málbeit- ing hennar, en brag- form hjá henni var ekki alltaf samkvæmt ströngustu reglum. Hallberg auðnast að sýna þetta víða í þýð- ingum sínum þótt hann sé nokkuð háður íslenskri hefð. Þýðing- arnar bera vitanlega svipmót þýðandans. Emily Dickinson á sér marga aðdáendur eins og ljóst ætti að vera. Sjálf mun hún ekki hafa gert sér grein fyrir gildi ljóða sinna, að minnsta kosti ekki fyrir aðra. Hún líkti birtingu ljóða eða útgáfu við uppboð og kallaði hana jafnvel viðurstyggð. Ekki átti að verðleggja anda mannsins. í mikilli einsemd sinni og ein- angrun sá hún betur en flestir aðrir hjóm lífsins. Hún yrkir eftir- minnilega um vegferð mannsins. í Ég dokaði ekki eftir dauðanum eru skýrar myndir: „Ég dokaði ekki eftir dauðanum;/ því dokaði hann eftir mér./ Vagninn aðeins okkur tvö/ og ódauðleikann bar.“ Léttleika þessa alvörugefna ljóðs kemur Hallberg vel til skila: Við ókum hjá skóla - ungviði lék sér með ærslum við salt og ról - og ökrum þaðan sem öxin mændu. Við ókum hjá hnígandi sól 100 kvæðum): Ég hef ei heiðlönd séð né heldur úfinn mar. Samt þekki ég lyngið beijablátt og brotfald öldunnar. eða öllu heldur hún hjá okkur. Hroll fékk mér dögg og kul: Ég hafði ekki klæðst nema híalíni með hismi eitt fyrir sjal. Á guð hef ég aldrei yrt og aldrei á himnum tafði. Samt er mér þangað leið jafnlétt og landabréf ég hefði. Á frummálinu er ljóðið þannig: I never saw a moor, I never saw the sea; Yet know I how the heather looks, And what a wave must be. Stundum er fundið að því að þýðingar á ljóðum erlendra skálda séu takmarkaðar, aðeins fá sýnis- horn úr verkum þeirra freisti þýð- enda. Um þýðingar Hallbergs Hallmundssonar á bandarískum skáldum verður þessu ekki haldið fram. Það eru reyndar fleiri teikn á lofti um að bandarísk ljóðlist fái rækilega kynningu hér á landi. Má benda á þýðingar Sverris Hólmarssonar í því sambandi. Jóhann Hjálmarsson Fyrir þá sem þurfa raýjustu tækni, mikinn vinnsluhraða og góða möguleika á uppfærslu OPIÐ ALLA LAUGARDAGA ; 10-16 486 eða Pentium örgjörvi ásamt PCI Local Bus Aukið IDE og afkastameira ECP Miðartengi Búnaður fyrir DMI (Desktop Management Interface) Snartenging með “Plog and Plcry" Orkusparnaðarkerfi Tækjastjóri fyrlr Ethernet á móðurborði SCSI-2 á móðurborði Öflugt öryggiskerfi og fullkomin læsing (Power Lock) abi Tullp Computers leggur mikia áherslu á gæði og hefur fengið IS09001 vottun fyrlr þróun, NÝHERJI Workgroups 3.11 I BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- é " <a> framleiðslu og þjánustu. SKAFTAMLto 24 - SlMI 69 77 OO Alllaf skrefi i undan mm. rkusparnaftar- Multlmedla kerfl Tullíp computers STÖDINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁDHÚSTORGI Gæðamerkið frá Hollandi ■ ' ' ' i í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.