Morgunblaðið - 09.09.1994, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1994 21
I
)
)
)
w
)
)
I
)
)
)
)
)
)
)
I
Fjallkonu-
ljóð í Hafn-
arfirði
ÆSKULÝÐS- og tómstundaráð
Hafnarfjarðar, sem hefur umsjón
með 17. júní-hátíðarhöldum í bæn-
um, hefur undanfarið verið að
safna saman ljóðum er flutt hafa
verið af fjallkonunni á 17. júní-
hátíðarhöldunum í bænum frá
1944.
Ennþá vantar fjallkonuljóð frá
eftirfarandi árum: Allt að árinu
1954, árin 1955, 1956 og 1958,
jafnframt árin 1963-1966. Þeir
sem kunna að hafa þessi ljóð og
jafnvel myndir af fjallkonunum í
farteski sínu eru vinsamlegast
beðnir um að hafa samband við
Árna Guðmundsson æskulýðsfull-
trúa í síma 53444, eða senda ljóð-
in og myndir til Æskulýðs- og
tómstundaráðs Hafnarfjarðar,
Strandgötu 8-10, Hafnarfirði.
-----♦ ♦ ♦-----
Gospelkórinn
hefur starfsemi
GOSPELKÓRINN er að hefja
starfsemi sína að nýju eftir sumar-
leyfí. Kórinn er skipaður ungu fólki
úr hinum ýmsu kirkjum og söfnuð-
um og er áhersla lögð á létta
gospeltónlist. Á síðasta starfsári
kom kórinn fram við ýmis tæki-
færi.
Æfingar kórsins eru í sal Hjálp-
ræðishersins, Kirkjustræti 2, á
hverjum föstudegi milli kl. 18 og
20. Þeir sem áhuga hafa á að taka
þátt í starfi kórsins í vetur eru
boðnir velkomnir á fyrstu æfing-
una sem verður í dag, föstudaginn
9. september. Stjórnandi kórsins
er Ester Daníelsdóttir.
-----1 » 4-----
Þórdís sýnir
olíumálverk í
Listasafni ASÍ
ÞÓRDÍS Rögnvaldsdóttir opnar
sýningu á olíumálverkum á morg-
un, laugardaginn
10. september, í
Listasafni ASÍ
við Grensásveg.
Verkin eru öll
unnin á sl. tveim
árum, þó flest á
þessu ári.
Fimm þeirra
hafa verið sýnd
áður á samsýn-
ingu í Lycksele,
Svíþjóð, þar sem Þórdísi var ásamt
fimm öðrum íslenskum listakonum
boðið að sýna í júní sl. Þetta er
þriðja einkasýning Þórdísar. Hún
nam við MHÍ árin 1968-72 og
1988-90, stundaði „art therapy"
hjá Sigríði Björnsdóttur 1988-90,
einnig starfaði hún sem myndlist-
arkennari í sjö ár.
Sýningin í Listasafni ASÍ stend-
ur til 25. september og er opið
daglega frá kl. 14—19 nema mið-
vikudaga.
-----♦■■♦ ■♦---
Dagskrá
RúRek ’94
Ingólfstorg kl. 17: Karnivala
með götudjass.
Menningarstofnun Bandaríkj-
anna: Tríó Ólafs Stephensens.
Hótel Saga kl. 22: Stórsveit
Reykjavíkur undir stjórn Bob
Grauso. Kombo Ellenar Kristjáns-
dóttur, Jazz of C-H-O-R-S.
Þórdís
LISTIR
BENEDIKT Ólafsson og Sigrún Edda í hlutverkum sínum.
Leikfélag Rey;kj avíkur
frumsýnir Óskina
LEIKFÉLAG Reykjavíkur frum-
sýnir á litla sviðinu Öskina (Galdra-
Loft) eftir Jóhann Siguijónsson
laugardagskvöldið 10. september
kl. 20.
í fréttatilkynningu segir: „Loftur
er að ljúka námi við Háskóla. Fað-
ir hans, ráðsmaðurinn, ætlar honum
mikinn frama, auð og völd. Stein-
unn, vinnukonan á setrinu, elskar
Loft og vill fóma öllu fyrir ást sína.
Dísa, biskupsdóttirin unga, ann
honum ekki síður. Álengdar bíður
Ólafur vinur hans átekta. En Loftur
ætlar sér stóran hlut. Hann vill
halda inn í dimmuna og beisla
myrkrið. Óskin, eins og verkið hét
upphaflega, er ótvírætt eitt af fáum
snilldarverkum leikbókmennta okk-
ar og er verðugt viðfangsefni hvem
nýrri kynslóð leikhúsfólks og áhorf-
enda.“
Þetta er ný leikgerð unnin af
Páli Baldvini Baldvinssyni sem
jafnframt er leikstjóri. í upphaf-
lega verkinu er gert ráð fyrir stór-
um leikarahópi, en í þessari leik-
gerð eru hlutverkin sex, einnig er
meiri áhersla lögð á óskina og sam-
band Lofts við Steinunni vinnukon-
una á heimilinu og Dísu dóttur
biskupsins og þau öfl sem þær
standa fyrir í samfélaginu, en einn-
ig leit hans að þekkingu.
Leikarar era Árni Pétur Guð-
jónsson, Benedikt Erlingsson, Ell-
ert A. Ingimundarson, Margrét
Vilhjálmsdóttir, Sigrún Edda
Björnsdóttir og Theódór Júlíusson.
Leikmynd gerðir Stígur Steinþórs-
son, hljóðmynd Hilmar Örn Hilm-
arsson og lýsingu annast Lárus
Björnsson.
Pizzubeyglurnar eru komnar á
markaöinn, svo aö nú geturöu valiö
um fjórar geröir af beyglum frá
Samsölubakaríi: Fínar, grófar, meö
kanil og rúsínum og pizzubeyglur.
Taktu pizzubeyglu úr frystinum,
kipptu henni í sundur, ristaöu hana og
skreyttu meö áleggi eöa hitabu hana í
ofni með pizzusósu og osti ofan á
og hún er tilbúin og alveg
ómótstœbileg!
- bakar brauðið þitt!