Morgunblaðið - 09.09.1994, Síða 23

Morgunblaðið - 09.09.1994, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FÖSTUDAGUR 9-. SEPTEMBER 1994 23 Að spara of míkíð — og of lítið Seinni grein í STÖRFUM mínum sem heilbrigðisráð- herra sem ég tók við í júní 1993 var fljótlega hafín umræða í þá veru, að ég gengi of langt í tillögum til spamaðar. Þannig var hamrað á leikskólamál- um sjúkrahúsanna svo dæmi sé tekið. Það mál fékk farsælan endi. Stærstum hluta spam- aðar var náð, en börnin fengu áfram inni eins og ævinlega var tryggt. Um þá sátt var lítill áhugi hjá fjölmiðl- um. Eftir situr þó í minningu DV, að ég hafi farið á handboltaleik sem ég hafði lofað að fara á með sonum mínum, 8 og 10 ára, og gat því ekki mætt á fund sem haldinn var um þessi mál og ég fékk boð á með nokkkurra klukkustunda fyrirvara. Fundimir sem ég hélt um þessi mál með hagsmunaaðilum skiptu annars tugum. Það þótti ekki fréttaefni hjá DV. Fijótlega í kjölfar þess að ég fór úr stóli heilbrigðisráðherra var plöt- unni, þessum málflutningi, hins veg- ar snúið við og því haldið fram að ég hefði misst fjármál ráðuneytisins úr böndum. Ekki sparað nóg. Nefnd- ar voru háar fjárhæðir, en ekkert á það hlustað að frá því að fjárlög vora samþykkt og á fyrri hluta yfír- standandi árs tók ríkisstjórnin ákvarðanir sem leiddu til útgjalda- aukningar upp á hundruð milljóna króna, s.s. eingreiðslur til bótaþega, frestun Alþingis á gildistöku lyfja- laga, nýir kjarasamningar við meinatækna og hjúkranarfræðinga. Þaðan af síður var horft til þeirra upphæða sem ráðuneytið fer með í fjárlögum og þeirrar staðreyndar að það era tíu sinnum hærri fjár- hæðir en einstök önnur ráðuneyti fara með. Þar hlaupa því tölur fljótt á stóram stærðum, sérstaklega í tryggingakerfinu. Það er líka þann- ig að eftir því sem kreppa í efna- hags- og atvinnulífi er langvinnari sækir fólk í auknum mæli til trygg- ingakerfisins. Til þess er það líka. Þess vegna fóra bætur lífeyristrygg- inga fram úr áætlun. Það sama gild- ir um sjúkratryggingar. Svipaðar sveiflur eru einnig í útgjöldum atvinnleysis- tryggingasjóðs eðli máls samkvæmt. Hvað sjúkratrygg- ingarnar áhrærir var reynt í minni ráðherra- tíð að ná nýjum og hag- stæðari samningum við lækna. Það tókst ekki. Mikið hefur verið unnið í því máli og ýmsar leið- ir útfærðar. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um störf lækna sem ég lét taka saman leiddi í ljós að breytinga er þörf. Ég hef kallað fjöl- marga til að því máli. Það er ekki einfalt. Einn þeirra er fráfarandi trygginga- yfirlæknir. Hann vék úr því starfi í minni ráðherratíð, m.a. fyrir mín orð, því honum var ekki lengur vært á þeim stóli af ástæðum sem ég tel ekki þörf á að rekja hér. Á hinn bóginn hefur hann mikla reynslu og þekkingu í þessum mál- um. Þá þekkingu keypti ég með skýrslu sem hann gerði um úrbætur í þessum efnum með það í huga að hún nýttist í endurskipulagningu starfa og launakjara lækna. Eins kallaði ég til starfa mann sem ég hafði reynslu af úr störfum mínum í Hafnarfirði. Þar setti hann upp fyrir Hafnarfjarðarbæ stórglæsilega sýningu sem bar nafn- ið Vor ’93. Ég taldi hann því hafa burði til að fara í gegnum marg- þætt kerfi heiibrigðis- og trygginga- mála með það fyrir augum, að kynna fólki það sem þar er í boði; reyna að auðvelda fólki að sækja þá þjónustu sem það á rétt á lögum samkvæmt. Með öðrum orðum ráð- leggja í kynningarmálum. Hann var ráðinn til skamms tíma. Hann hefur lokið störfum. Hans laun voru verk- takaiaun og jafngilda rétt rúmum 300 þúsund krónum á mánuði hjá almennum launamanni, fyrir skatt. Ekki 600 þúsund eins og fullyrt var. Þau laun voru m.a. við það miðuð að ekki væri um frambúðar- starf að ræða. í „annálum“ DV og slúðurblað- anna tveggja um mín störf í heil- brigðisráðuneytinu er ekki minnst einu orði á verkaskiptingu sjúkra- húsa, nýjan barnaspítala, fæðingar- heimili, aukna þjónustu við aldraða, í upphafi var sagt að ég gengi of langt í til- lögum um sparnað, seg- ir Guðmundur Arni Stefánsson, en síðar að ég hefði misst fjár- mál ráðuneytisins úrböndum. öryggisnet fyrir launalága sem höfðu mikinn kostnað af heilbrigðis- þjónustunni. Ekki orð um það að heilbrigðisþjónustan gekk vel án nýrra þjónustugjalda og teljandi útgjaldaauka. Aðalatriði og aukaatriði Störf stjórnmálamanna eru eins og önnur störf. Stundum gengur vel í vinnunni, stundum miður. Stund- um gerum við mistök - stundum gerum við vel. Við stjórnmálamenn vinnum hins vegar okkar störf fyrir opnum tjöldum. Og þannig á það að vera. Það gerir hins vegar þær kröfur til þeirra sem miðla fréttum, að þeir geri greinarmun á aðalatrið- um og aukaatriðum og eins hitt að þeir reyni eftir fremsta megni að koma upplýsingum á framfæri við fólk með skýrum og greinargóðum hætti - og síðast en ekki síst að byggja á sannleika og staðreyndum. Eg vil ræða þau mikilvægu verk- efni sem mér hefur verið trúað fyr- ir. í félagsmálaráðuneytinu eru hús- næðismálin, atvinnumálin, málefni fatlaðra og samskipti við sveitarfé- lög meðal þeirra verkefna sem ég er að fást við. Þetta eru málaflokkar sem ég þekki býsna vel. Þar er víða verk að vinna, sem ég og mitt samstarfs- fólk erum að fást við frá degi til dags. Um öll þau mál vil ég miðla fréttum eftir því sem efni eru til og svara málefnalegum spumingum. Fréttaflutningur DV og slúður- blaðanna tveggja eru ekki af því tagi. Úm slík skrif hef ég ekki geð í mér að fjalla frekar. Höfundur er félagsmálaráðherra. Guðmundur Árni Stefánsson Alltof margir ráðamenn okkar vilja einangra þjóðina, segir Eiríkur Bergmann Einarsson, og hættan á pólitískri einangrun er yfírvof- andi, ef ekkert verður að gert. komin inn í Evrópusambandið eru forsendurnar fyrir EES-samningn- um brostnar og Ijóst er að Islending- ar geta ekki einir haldið uppi þeim stofnunum sem samningurinn hvílir á. Samningurinn mun því að öllum líkindum breytast í tvíhliða samning milli Islands og Evrópusambands- ins. Þrátt fyrir að það muni takast, sem enn er óvíst um, þá er vandséð að um jafn virkan samning sé að ræða, því að ef og þegar ágreinings- atriði koma upp munum við ekki hafa samflotsríki okkar í EES með okkur að samningaborði. Þau munu sitja hinum megin við borðið. Sem aðilar að Evrópusambandinu þá myndum við þó geta haft einhver áhrif á viðskiptahagsmuni okkar og tryggja okkur gegn brotum á samningum. Fyrir utan eram við áhrifalaus og auðveld bráð. Fjölbreytileg menningarflóra Einnig er það nauðsynlegt ís- lenskri menningu að vera hluti af stærri menningarheild. Enda er það svo að þau menningarsvæði sem vinna saman og hafa áhrif á hvert annað verða ríkari fyrir bragðið, en þynnast ekki út eins og margir hafa viljað halda fram. Ríki Evrópu- sambandsins hafa til að mynda ekki misst neitt af sínum menning- arlegu einkennum heldur hefur að- eins fjölbreytileg menningarflóra annarra þjóða bæst við og þannig auðgað mannlífíð. Nú þegar er ljóst að það mun draga gífurlega úr Norðurlandasamstarfi þegar bræðraríki okkar eru komin inn í Evrópusambandið því að af augljós- um ástæðum mun það samstarf taka mestan þeirra tíma og áhuga. Mikilvægi NorðurlandaráðSj sem hefur verið helsti vettvangur Islend- inga til alþjóðlegra áhrifa, mun minnka til muna og Norðurlanda- samstarf mun færast inn í Evrópu- sambandið. Þar munu Norðurlöndin standa saman en íslendingar standa fyrir utan. Sækjum til sóknar Af þessu má sjá að hættan á pólitískri einangrun íslands er yfir- vofandi ef ekkert verður að gert. Við íslendingar verðum að fara að vakna til meðvitundar um að við eram ekki ein í heiminum og það þýðir ekki að beija hausnum enda- laust við steininn og neita að ræða þá samrunaþróun sem á sér stað í næsta nágrenni við okkur. Því mið- ur eru allt of margir íslenskir ráða- menn því marki brenndir að vilja einangra þjóðina og ef einráðir væru vildu helst að íslendingar slægju upp varanlegum varnargarði í kringum landið og hyrfu aftur til sjálfsþurftarbúskapar. Það er ís- lendingum lífsnauðsynlegt að halda afturhaldsöflunum í skefjum og sækja þess í stað fram á við, til sóknar í samskiptum við önnur lönd. Ég tel því rétt að ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu og láti á það reyna hvort viðunandi samn- ingur næst. Þótt margir telji mig föðurlandssvikara fyrir að voga mér að skrifa viðlíka setningu þá tel ég það vera meiri svik við föðurlandið að loka það af og skella hurðum framan í alla þá sem því vilja kynn- ast á jafningjagrundvelli. Höfundur er ritstjóri málgagm Sambands ungrajafnaðarmanna og formaður Félags ungra Evrópusinna á íslandi (JEF-ÍS). Tískufataefni - Bútasaumsefni Haust- og vetrartískan komin. Somkvæmisefni, brúðarkjólaefni, saumavörur, bútasaumsefni og námskeið á staðnum. Opið mánudaga til föstudaga frá kl. 9-18, á laugardögum frá 1. sept. til 1. júní frá kl. 10-14. VIRKA MÖRKINNI 3, SÍMI 687477. IMORDMEIMDE HÁGÆÐASJÓNVARP Á HAGSTÆDU VERÐI ! Thomson 70 DS 50: • PalSecanvNIBCwfeo • Mö^ileðd á 16:9 breiðijaldsmóttöku • Aðgeritastýring á slqá •40Wfastereofflagrari • 4 hátalarar, Stereo Wide • IWfflYGGT Spðial Efiect, san eyfaff hljóðmögulákana • Tengi fyrir heymartó með sá^ stfkstSli, óháð hátíiB^m tækisins •fflstóiramim •Sjáiitðöyá •Tmarofi •Scarttengi Spatial sound-hljómmögnun: Þetta er sérstök hljóöblöndun, sem eykur hljóminn og gefur möguleika á hljóöáhrifum líkt og í kvikmyndahúsum. Mono útsending fær blæ af stereo- útsendingu og stereo-útsending gefur aukin áhrif, þannig aö áhorfandinn færist eins og inn í kvikmyndina. Aöeins þarf að stmga bakhátohirum í sam- band viö sjónvarpið til aö heyra muninn ! áraraoirverwi sjónvarpiö Verö: Stgr.verö: 79.900,-kr. 14.900 VISA-18 mán: EUHO-11 mán: Ca. 5.035,- kr. á mán. 8.081,-kr. á mán kr. Munalán: 19.975 kr. útb.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.