Morgunblaðið - 09.09.1994, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1994 25
AÐSENDAR GREINAR
Guð hjálpar þeim
sem hjálpar sér sjálfur
Hugleiðing eftir heimsókn Bennys Hinns
Á meðan mannkynið er
Birna Smith
ÉG TEL að það sé
ekki á færi nokkurs
manns á jörðu niðri að
lækna annan mann.
Það sama á við um
Jesú Krist meðan hann
dvaldi í jarðarlíkama.
Við mannanna börn
erum undir handleiðslu
Guðs og það er aðeins
á hans færi að ákveða
hveijh' fái lækningu og
hveijir ekki. Þeir menn
sem gefa sig fram við
að leggja hendur yfir
aðra og biðja Guð um
lækningu þeim til
handa eru einungis
farvegur fyrir hina himnesku orku
Guðs og ráða engu um það hvort
viðkomandi sé tilbúinn til lækninga
eða ekki. Við verðum ævinlega að
lúta vilja Guðs og hafa með í bæn
okkar þegar við biðjum fyrir okkur
sjálfum og öðrum: „En verði þinn
vilji“ eða: „Ef svo má verða góður
Guð“. Það á einnig við um allar
bænasamkomur og bænagjörðir.
Ef við biðjum Guð um bata handa
einhveijum án þess að segja: „En
verði þinn vilji“ eru bænir okkar
eigingjarnar.
Hvað hef ég lært af
erfiðleikum mínum?
Mannfólkið hefur alltaf þurft að
ganga í gegnum þjáningar og myrk-
ur til þess að öðlast meiri andlegan
þroska, víðsýni og að komast nær
hinu himneska ljósi Guðs, því það
er jú tilgangur flestra okkar með
jarðvistinni. Við getum því spurt
okkur sjálf: „Hvað hef ég lært af
erfiðleikum mínum eða þjáningu?"
Ef svar okkar er: „Ekkert!“ er við-
búið að við þurfum að ganga í gegn-
um enn meiri erfiðleika þangað til
við höfum lært það sem okkur er
ætlað að læra.
Lítum á erfiðleika okkar og sjúk-
dóma sem prófverkefni sem við eig-
um að leysa og það er ekki á færi
nokkurs manns, ekki
heldur Krists, að taka
það prófverkefni frá
okkur, né leysa það
fyrir okkur.
Því fá þá sumir erf-
iðari prófverkefni að
leysa en aðrir? gæti
spuming þín verið.
Kæri vinur, eftir að
hafa munað atriði úr
mínum fyrri lífum, eins
og um gærdaginn hafi
verið að ræða, get ég
ekki séð að okkur sé
mismunað á nokkurn
hátt í þeim efnum. Það
sem þú gengur í gegn-
um í dag gekk ég í gegnum í gær
(eða á morgun).
Ótti biskups óskiljanlegur
Mér skilst helst á séra Ólafi
Skúlasyni og fleiri prestum þjóð-
kirkjunnar að þeir óttist þá menn
sem gefa sig fram við að vera græð-
arar, þá sem með handaryfirlagn-
ingu og bænum leitast við að lina
þjáningar annarra. Hvað með prest-
ana sjálfa? Þeir lyfta jú höndum og
leggja þær á höfuð okkar þegar
þeir skíra okkur, ferma og gifta.
Þeir fara með krossmark yfir okk-
ur. Til hvers? Eru þeir miðlar eða
græðarar, eða vilja þeir að meina
að handayfirlagning þeirra og bæn-
ir séu algerlega gagnslausar og
sýndarmennskan ein saman? Trúa
þeir ekki lengur á kraftarverk
Guðs? Hvað eru þeir að predika?
Ótta og fordæmingu? Dæmið ekki
svo þér verðið ekki dæmdur, eða
var það ekki það sem Kristur boð-
aði? Biskup talar aftur og aftur um
ótta sinn um að þeir sem Benny
Hinn bað fyrir og fengu bót meina
sinna, fengju ekki varanalega lækn-
ingu og þar með myndu þeir missa
trúna á guð. Guð hjálpar þeim sem
hjálpar sér sjálfur. Kæri biskup mig
langar að spyija, í öll þau skipti sem
ég hef beðið um hjálp frá Guði og
Það er afar erfitt að
sanna trú, segir Sigur-
björn Þorkelsson, í
þeim efnum stendur
oft fullyrðing gegn full-
yrðingu.
varp til Guðs, að hann bjargaði
honum út úr þessum vanda, sem
hann var nú búinn að hleypa sér
í. Það stóð ekki á svarinu frá
Drottni. Um leið og trúmaðurinn
endaði bæn sína, segir mágkona
þess trúlausa, sem þarna var einnig
stödd: „Eigum við ekki að draga
orð úr Biblíunni, eins og svo oft er
gert þegar gestir koma á þetta
heimili?“ Faðir hennar, sem þarna
var einnig staddur, tekur þá undir
með henni og segir: „Já, það væri
skemmtilegt. Hefurðu ekki ein-
hversstaðar „Mannakornin" ykkar
við höndina?“ (Mannakorn eru litlir
þunnir bréfmiðar, sem á eru letrað-
ar tilvitnanir í ákveðna Biblíutexta.
Oft grípa menn til þeirra í einrúmi
og eins þegar fleiri eru saman
komnir í hóp.)
Trúmaðurinn varð alls hugar feg-
inn við að heyra þessar góðu tillög-
ur vina sinna og þakkaði hann
Drottni í hljóði, er hafði snúið þessu
á þennan veg.
Biblían sótt
Nú var Biblían sótt og „Manna-
kornin", sem a.m.k. sá trúlausi
enn á valdi múgsefjunar
og fíknar telur Birna
Smith að það henti vel
að „taka trúna inn á
þennanhátt“.
skilning og hjálpin virðist hvorki
varanleg né skilningur minn alger,
ætti ég þá að missa trúna á Guð?
Eða ertu að meina að við ættum
að líta á Benny Hinn sem Guð sjálf-
an? Ef ég kæmi til þín og bæði þig
að biðja fyrir mér (í hinu heilaga
guðshúsi þínu að sjálfsögðu), ég
færi jafnframt til læknis, hann léti
mig frá rándýr meðul og leggði
mig inn á sjúkrahús til lækninga,
allt kæmi fyrir ekki. Lækningin
yrði ekki varanleg. Hvað ætti ég
þá að missa trúna á? Meðulin, lækn-
ana, prestinn eða Guð? Þér að segja
held ég að ég myndi missa, já trúna
á allt nema sjálfa mig og trúa því,
sem stúlkan á miðöldum sagði, er
frelsaði Orleans og fleiri borgir
Frakklands undan umsátri Eng-
lendinga aðeins 17 ára gömul með
trúnni og viljastyrk einum saman,
og var síðan brennd á báli fyrir
trúvillu sína: Guð hjálpar þeim sem
hjálpar sér sjálfur.
Múgsefjun presta, lækna og
fréttamanna
Spurningin er hvort mannkynið
er nokkuð svo mjög lengra komið
í andlegri þróun sinni en það var á
mniðöldum. Jú, það brennir ekki
lengur „trúvillinga" í orðsins fyllstu
merkingu. En það fellir dóma sem
að mínu mati geta haft alvarlegar
afleiðingar. Prestar og læknar tala
um múgsefjun, varla gefur að líta
meiri múgsefjun en þá sem þeir,
ásamt fréttamönnum, sjálfir við-
hafa, enda greið leið inn á hvert
heimili með því fjölmiðlafári sem
hér ríkir. Læknar og prestar segja
að við eigum að vara okkur á þeim
loddurum og kuklurum sem leitast
við að hjálpa (lækna) fólki með
óhefðbundnum lækningum og
handaryfirlagningu. Þetta er ekkert
annað en múgsefjun að mínu mati.
Fréttamaður, biskup og læknir láta
óspart skoðun sína og óbeit í ljós á
samkomu Benny Hinns. Múgurinn
fær það beint í æð, hvað ber að
varast og á hveiju við eigum að
hneykslast. Varla viljum skera okk-
ur úr, er það?
Geta allir orðið græðarar
(heilarar)?
Aftur vil ég nota orð hinnar
kærleiksríku og trúföstu ungu
stúlku: „Ekkert get ég gert sem
þú ekki getur gert.“ Hver sá sem
hefur í sér brennandi löngun til
þess að græða jörðina og allt sem
á henni býr hefur hæfileika til þess.
Þ.e.a.s. vera farvegur fyrir hina
græðandi orku Guðs og hleypa
henni í gegnum sig líkt og Kristur
gerði forðum. Sterkir og miklir
græðarar þurfa þó að vera fyrst
og fremst sjálfum sér samkvæmir,
búa yfir miídum sjálfsaga og kær-
leika, hreinsa líkama sinn og sál
af öllum sársauka sem þar kann
að leynast, hatri, ótta, reiði, öfund,
óþoli og vanmáttakennd.
Dæmum ekki Benny Hinn
Dæmum ekki græðara eins og
Benny Hinn. Það er ekki í okkar
valdi að dæma. Það er aðeins til
einn dómari yfir mönnunum, látum
hann dæma. Persónulega tel ég að
á meðan mannkynið er á valdi
múgsefjunar og fíknar þá henti því
ákaflega vel að taka trúna inn á
þennan máta.
Ég get vel ímyndað mér að það
að fara á samkomu hjá Benny Hinn
sé álíka uppörvandi og að horfa á
góða spennumynd með örvandi með-
læti eins og kók, súkkulaði og sígar-
ettum og endorfln líkamans þanið
til hins ítrasta. Á meðan mannkynið
er ennþá háð þessu líkamsmorfíni
þarf það svo sannarlega á svona
„æsingarpredikurum" að halda til
þess að átta sig á því að kraftaverk
eru enn að gerast. Góður Guð verði
þinn vilji svo á jörðu sem á himni.
Höfundur er húsmóðir og
áhugamanneskja um trúmál.
hafði aldrei séð fýrr, tekin fram.
Því næst drógu allir, sem við kaffi-
borðið sátu hvert sitt „Mannakorn"
og byijaði trúmaðurinn að fletta
upp textunum jafnóðum í Bibl-
íunni. Las hann síðan textana upp-
hátt fyrir viðstadda.
Þegar kom að þeim trúlausa, brá
trúmanninum heldur en ekki i brún
er hann leit yfir ritningarstaðinn,
sem hann hafði dregið og var skráð-
ur í Davíðssálmi 53:2. I fyrstu ætl-
aði hann varla að þora að lesa hann
upphátt. En þegar það sást eitt-
hvert hik koma á hann, segir einn
viðstaddra: Svona láttu okkur
heyra, hvað hann fékk.“ Ritningar-
staðinn las trúmaðurinn upp hik-
andi, en hann hljóðaði þannig:
„Heimskinginn segir í hjarta sínu:
Enginn Guð er til.“ Alla setti hljóða
og einnig þann trúlausa, sem þó
rauf þögnina fyrstur. Hann sagði:
„Margt er skrítið í þeirri görnlu".
Hinn sami og um aldir
Síðustu orðin sem síðan voru
dregin á þessari sérstöku stundu
voru á þessa leið: „Náðin Drottins
vors Jesú Krists, kærleiki Guðs og
samfélag heilags anda sé með yður
öllum. Amen.“
Eftir þetta var ekki frekar minnst
á trúmál og sátu nú allir hljóðari
en áður.
„Jesús Kristur er í gær og í dag
hinn sami og um aldir.“ (Hebr.
13:8.)
Höfundur er frnmkvæmdostjóri
Gídeonsfélngsins á íslandi.
FARSIMAKERFIÐ
GSM farsímakerfið
Póstur og sími hefur tekið í notkun
nýtt farsímakerfi hér á landi. Kerfið
kallast GSM (Global System for
Mobile Communication) og er
stafrænt farsímakerfi fyrir
talsímaþjónustu innanlands og milli
landa.
Fyrst um sinn nær GSM kerfið aðeins
til höfuðborgarsvæðisins, Suðurnesja
og Akureyrarsvæðisins en það verður
síðan byggt upp í áföngum út frá
helstu þéttbýlissvæðum landsins.
Alþjóðlegt kerfi
Notandi fær einnig aðgang að GSM
farsímakerfum í öðrum Evrópulöndum eftir
að nauðsynlegir samningar hafa verið gerðir.
GSM kortið - lykillinn að kerfinu
Áskrift að GSM kortinu er bundin við kort,
svokallað GSM kort sem stungið er í símann.
Kortið er í senn lykill að kerfinu og
persónulegt númer þess sem er notandi
og greiðandi þjónustunnar.
Kynntu þér nýja GSM farsímakerfið og
stígðu skref í átt til framtíðarfjarskipta.
Allar nánari upplýsingar um GSM
farsímakerfið er að fá hjá seljendum
farsímatækja.
Þeir eru:
Bónusradíó, Bræðurnir Ormsson hf.,
Hátækni hf., Heimilistæki hf., ístel hf.,
Nýherji hf., Radíóbúðin hf., Radíómiðun hf.,
Smith & Norland hf., söludeildir
Pósts og síma í Ármúla, Kirkjustræti,
Kringlunni og á póst- og
sfmstöðvum um land allt.
FARSÍMAKERFI
PÓSTSOGSÍMA