Morgunblaðið - 09.09.1994, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
H
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100.
Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt-
ir 691181, íþróttir 691156, sérblðð 691222, auglýsingar 691110, skrif-
stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan-
lands. I lausasölu 125 kr. eintakið.
HLUTABREF
HÆKKA í VERÐI
VIÐSKIPTI með hlutabréf á Verðbréfaþingi íslands
hafa verið með mesta móti síðastliðna þrjá mánuði.
í viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær kemur fram að
yfir sumarmánuðina hafi hlutabréfaviðskipti numið um
200 milljónum króna, sem er meira en nokkurt annað
sumar. Þingvísitala hlutabréfa hækkaði á þessum tíma
um 11,5%.
Yfir sumarmánuðina hækkaði gengi hlutabréfa í ýms-
um helztu hlutafélögum mikið og þar með markaðsverð-
mæti fyrirtækjanna. Þannig hækkaði gengi bréfa í Eim-
skipafélagi íslands um 13,5% og markaðsvirði skipafé-
lagsins um 738 milljónir króna. Hlutabréf í íslandsbanka
hækkuðu um 22,6% og markaðsverðmæti bankans þar
með um 813 milljónir. Markaðsvirði Granda hf. jókst um
120 milljónir og Flugleiða um 308 milljónir. Bréf í Hamp-
iðjunni, Þormóði ramma og Jarðborunum hafa einnig
hækkað í verði. Markaðsverðmæti olíufélaganna hvers
um sig hefur hækkað um á þriðja hundrað milljóna.
Samtals hefur markaðsvirði tíu af stærstu hlutafélögun-
um vaxið um 2,8 milljarða í sumar.
í fréttaskýringu viðskiptablaðs Morgunblaðsins í gær
kemur fram að verðhækkunin á hlutabréfamarkaðnum
sé ekki sízt afleiðing af birtingu milliuppgjörs ýmissa
stórfyrirtækja á almennum hlutabréfamarkaði, sem gefið
hafi til kynna batnandi afkomu. Hlutabréfaviðskipti hafi
því greinilegan meðbyr. Annað komi þó til, til dæmis
vaxandi traust fjárfesta á þessum viðskiptum eftir að
reglur hafi verið hertar og eftirlit með framkvæmd þeirra
bætt.
Verðhækkunin á hlutabréfamarkaðnum er ánægjuefni
og enn ein vísbendingin um að efnahagslífið sé að rétta
úr kútnum. Sömúleiðis bera þessar fregnir vott um að
íslenzki hlutabréfamarkaðurinn sé byrjaður að virka eins
og hann á að gera. Þó má slá varnagla í þessum efnum
eins og gert er í fyrrnefndri fréttaskýringu: „[Fjárfest-
ar] eru orðnir leiðir á neikvæðum fréttum. Góðar fréttir
vinda því skjótt upp á sig eins og þegar snjóbolta er velt
og það skýrir að einhveiju leyti verulega hækkun hluta-
bréfa í kjölfar frétta um góða afkomu fyrirtækja, þrátt
fyrir að margt sé á huldu um framhaldið."
Þegar hlutabréf féllu í verði fyrir nokkrum misserum
og markaðsvirði margra stórfyrirtækja fór lækkandi, var
Morgunblaðið gagnrýnt fyrir að vekja athygli á því í
fréttum og fréttaskýringum. Verðhækkun eða verðfall á
hlutabréfum hlýtur hins vegar alltaf að vera fréttaefni,
á hvorn veginn sem er. Fréttir af til dæmis 40% rýrnun
á verðmæti hlutabréfa í Flugleiðum hlutu að vekja menn
til umhugsunar um stöðu fyrirtækisins og ástandið í
efnahagsmálunum almennt. Hlutabréfamarkaðurinn á
auðvitað að vera mælikvarði á stöðu atvinnulífsins. Þeg-
ar þessi markaður slítur barnsskónum, sem íslenzki hluta-
bréfamarkaðurinn virðist vera að gera, hljóta menn að
átta sig á því að flutningur tíðinda af verðbreytingum
er ekkert annað en eðlileg fréttamennska og sjálfsagður
hluti af umfjöllun um efnahags- og atvinnumál yfirleitt.
Þegar verð á hlutabréfamarkaði er í uppsveiflu geta
hlutabréf verið mjög ákjósanlegur ávöxtunarkostur. Hluti
af skýringunni á miklum hiutabréfaviðskiptum í sumar
er væntanlega sá að hlutabréf hafa verið hagstæðari en
ýmis önnur verðbréf. Almenningur hefur í vaxandi mæli
fest sparnað sinn í hlutabréfum. Hins vegar hafa stærstu
fjárfestarnir, lífeyrissjóðirnir, ekki verið jafnvirkir á
hlutabréfamarkaðnum og lífeyrissjóðir víða erlendis.
Þetta er skiljanlegt í ljósi þess verðfalls, sem varð á hluta-
bréfum á meðan efnahagslægðin var sem dýpst, og
reynsla af hlutabréfum var mjög takmörkuð en nú má
spyrja hvort lífeyrissjóðirnir ættu ekki að huga að því
að festa fé sitt í auknum mæli í hlutabréfum íslenzkra
fyrirtækja. Slíkt yrði til þess að efia atvinnulífið og
bæta eiginfjárstöðu fyrirtækja. Jafnframt myndi slík fjár-
festing draga úr eftirspurn eftir lánsfé og þannig stuðla
að því að sá árangur, sem náðst hefur í vaxtamálum,
geti orðið varanlegur og vextir jafnvel lækkað enn frekar.
SAUMAÐ AÐ SVÍUM
ÍSLAND,
ÍSLAND,
ÍSLAND
Múgur o g margmenni kom saman á Laugar-
dalsvelli á miðvikudag til að sjá íslenska lands-
liðið í knattspymu etja kappi við félaga sína
frá Svíþjóð. Orri PáU Ormarsson var á með-
al áhorfenda og fékk því stemmningu, sem
myndast sárasjaldan hér á landi, beint í æð.
á er stundin runnin upp,“
segir þulurinn í hátalara-
kerfinu. Ríflega fjórtán
þúsund manns halda niðri
í sér andanum þegar undirheimar
stúkunnar í Laugardalnum opnast og
22 tuðrusparkarar ganga taktfast
fram á völlinn. Það er landsleikur í
knattspymu. Þetta er þó enginn
venjulegur landsleikur því andstæð-
ingar Islendinga eru bronsskreyttir
Svíar, þriðja fremsta lið veraldar í
greininni. Sambærilegar samkomur
hafa því ekki verið jafn fjölmennar
um langan aldur.
Skyndilega ætlar allt um koll að
keyra. Mannhafíð, sem umlykur völl-
inn, berst um á hæl og hnakka. Útrás-
in verður algjör og jafnvel duldustu
tilfinningar eru leystar úr læðingi.
Nokkuð sem samfélagið líður fólki
sjaldan á opinberum vettvangi. Kring-
umstæður eru kjömar til að sleppa
fram af sér beislinu.
„Svenska flickor“
Kynt er undir þjóðemiskenndinni
með markvissum hætti og er há-
punktinum náð þegar þjóðsöngvar
landanna óma um dalinn. Að loknum
þessum ómissandi þætti í múgsefjun-
inni hefst hildurin. Strákarnir okkar
mæta vígreifir til leiks. Þeir renna sér
fótskriðu hver í kapp við annan og
traðjóla andstæðingum sínum hressi-
lega. Áhorfendur eru vel með á nótun-
um enda ætlunin að láta Svíana fínna
til tevatnsins. „Svenska flickor," heyr-
ist galað úr stúkunni og Stefan
Schwarz, harðjaxlinn í sænska liðinu,
fórnar höndum í grassverðinum. Þess-
ir heimsfrægu kappar hafa ekki einu
sinni svigrúm til að athafna sig á
bronspeningunum sínum.
En Svíar em þekktir fyrir allt ann-
að en uppgjöf og gera því heiðarlega
tilraun til að malda í móinn. Þá kem-
ur breyskleiki dómarans umsvifalaust
í Ijós. Hann dæmir okkur í óhag. „Sá
ætlar að dæma þetta illa, þessi Skoti!“
Það er ekki nóg með að allt sem illt er
í heiminum persónugervist í sænsku
leikmönnunum meðan á leiknum
stendur heldur nýtur dómarinn sín
jafnframt í hlutverki hins óforbetran-
lega yfírvalds sem vinnur markvisst
gegn hagsmunum íslendinga.
Þúsundir sérfræðinga
Mitt í þessu öllu dynur reiðarslagið
yfir. Svíarnir skora. Það er sem blautri
tusku sé slegið á brúnir aðdáenda ís-
lenska liðsins. Skyndilega skýtur tví-
hyrndum Svíum upp víðs vegar í stúk-
unni. Ekki hefur farjð mikið fyrir þeim
til þessa. „Áfram ísland" breytist á
svipstundu í „heia Sverige." Ekki nóg
með að Svíamir verði skyndilega fleiri
í áhorfendastæðunum heldur fjölgar
þeim einnig niðri á vellinum. Myrkrið
færist yfir enda á ísland undir högg
að sækja. Ölvaður miðaldra Svíi gefur
íslenskum ungmeyjum þó gaum í stúk-
unni. Það minnir okkur á að þrátt
fyrir ófarirnar eru heimsins fegurstu
fljóð enn okkar. „Áfram ísland," kall-
ar hjáróma rödd í fjarska. Síðan er
fyrri hálfleikur allur.
í leikhléi stinga þúsundir sérfræð-
inga saman neíjum. Hvað er til ráða?
„Þeir mega ekki skora aftur, þá er
þetta búið!“ „Hann verður að setja
Bjarka inná!“ „Við berum alltof mikla
virðingu fyrir þeim!“ „Við verðum að
leggja meiri áherslu á sóknarleikinn!"
„Aumingja Nonni, konan hans er far...“
Vonarneistinn fjarar út
í síðari hálfleik er allt annað að sjá
til íslenska liðsins. Svíarnir ná ekki
að skora aftur. Bjarki kemur inná.
Virðingin fyrir þeim gulklæddu hverf-
ur sem dögg fyrir sólu og ríkari
áhersla er lögð á sóknarleikinn. ís-
lensku áhorfendurnir taka gleði sína
á ný. Okkar menn leika við hvern sinn