Morgunblaðið - 09.09.1994, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 09.09.1994, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1994 27» Morgunblaðið/Kristinn fíngur á löngum köflum og Svíarnir verða að leggjast í nauðvörn. Kliður fer um mannfjöldann sem iýkur sund- ur einum munni: „ísland, ísland, ís- land . ..“ Strákunum vex ásmegin við hvatninguna og oft skellur hurð nærri hælum við mark hins hugprúða Ra- vellis sem lætur skammirnar dynja á félögum sínum. „Bra Thomas,“ er það eina sem ölvaði Svíinn í stúkunni getur stunið upp allan síðari hálfleik- inn. En allt kemur fyrir ekki, strákunum tekst ekki að jafna metin. Smám sam- an fjarar vonarneistinn út og hnípinn landinn tekur að yflrgefa leikvanginn. „Við lékum vel. Þeir urðu nú í þriðja sæti á HM.“ „Það vantaði bara herslu- muninn. Við vorum óheppnir að ná ekki að skora!“ „Svíarnir geta prísað sig sæla með þessi úrslit!" „Það mátti vart á milli sjá hvort liðið fékk brons- ið í sumar!“ Stundarfjórðungi eftir leikinn er allt með kyrrum kjörum á ný. Bréfsnifsi, tómar bjórdósir og sænskir víkinga- hjálmar eru til vitnis um stórkostlega skemmtun, sem orðin er minningin ein. Andinn svífur þó enn yflr vötnum því þegar litið er yfír leikvanginn er ekki laust við að kunnugleg vísa ómi: „ísland, ísland, ísland...“ Söguleg heimsókn þýskrar flotadeildar til íslands Fyrsta koma þýskra kafbáta frá lokum seinni heimsstyijaldarinnar Þýsk flotadeild er nú í kurteisisheimsókn í Reykjavík, en hingað kom flotadeildin að afloknum heræfingum á vegum NATO * á hafsvæðinu milli Islands og Færeyja. Hallur Þorsteinsson ræddi við Raimund Wallner sjóliðsforingja flotadeildarinnar. Morgunblaðið/Júlíus RAIMUND Wallner sjóliðsforingi í káetu sinni um borð í Meer- burg, fylgdarskipi kafbátanna í þýsku flotadeildinni sem nú heim- sækir Island. TVEIR þýsku kafbátanna við Miðbakka í Reylqavíkurhöfn í gær. I baksýn er fylgdarskip þeirra, Meerburg. KLw,. w. ýsk flotadeild undir stjórn Raimunds Wallners sjóliðs- foringja kom í kurteisisheim- sókn til Reykjavíkur í gærmorgun, en flotadeildin hefur síðastliðna viku tekið þátt í heræfíngum á vegum Atlantshafsbandalagsins á hafsvæð- inu milli Færeyja og íslands. í flota- deildinni eru þrír kafbátar auk fylgd- arskips og dráttarskips, og heldur hún héðan til Stavanger í Noregi. Rúmlega 200 manna áhöfn er á skip- unum samanlagt og þar af eru 64 í áhöfnum kafbátanna sem allir eru knúnir dísilvélum. Þetta er í fyrsta sinn frá lokum síðari heimsstyijald- arinnar sem þýskir kafbátar koma hingað til lands, en að sögn Walln- ers hefur starfsvettvangur þýska flotans breyst verulega eftir að kalda stríðinu lauk og starfsemi hans ekki lengur bundin eingöngu við heima- höf. Skipin í flotadeildinni verða al- menningi til sýnis á morgun, laugar- dag, milli kl. 13 og 17, en skipin liggja við Miðbakka. Mannafli í flota þýska hersins í dag er að sögn Wallners sjóliðsfor- ingja um 29 þúsund manns, en í kalda stríðinu var mannaflinn hins vegar 36 þúsund manns. Þá voru 24 kafbátar í flotanum, en í dag eru þeir 20 talsins og eru 12 þeirra í flotadeildinni sem Wallner stjórnar. Hann sagði að knýjandi nauðsyn væri á því fyrir þýska kafbátaflotann að kynnast aðstæðum á djúpsævi í Norður-Atl- antshafi, en æfíngasvæði flotans sem hann stjómar hefur hingað til aðal- lega verið á grunnsævi í Eystrasalti þar sem heimahöfn flotans er í Ec- kernförde nærri Kiel. Hann sagði að ágætistækifæri gæfist til æfinga.í samstarfi við herstöðina í Keflavík, en í þeim heræfíngum sem nú var að ljúka hafði flotadeildin samstarf við flugvélar frá Hollandi, Bretlandi, Bandaríkjunum, Frakklandi, Ítalíu og Þýskalandi. „Af sögulegum ástæðum og vegna ákvæða í stjórnarskrá Þýskalands var þátttaka landsins í starfi Samein- uðu þjóðanna takmörkuð við það sem að mannúðarmálum snýr, og einnig var þátttaka Þýskalands í NATO háð ákveðnum takmörkunum. Þessum takmörkunum hefur nú verið aflétt og erum við jafngildir þátttakendur á við aðrar þjóðir í starfi Sameinuðu þjóðanna með öllum þeim skyldum sem því fylgir. Þetta hefur að sjálf- sögðu áhrif á starfsemi þýska sjó- hersins sem nú er ekki lengur tak- mörkuð við heimahöf í Norðursjó og Eystrasalti. Við höfum því fært út kvíarnar, því að ef við neyðumst ein- hvern tíma að taka þátt í alþjóðlegum hernaðaraðgerðum einhvers staðar í heiminum þá verðum við að sjálf- sögðu að vera kunnugir þeim haf- svæðum þar sem við þurfum að leggja okkar af mörkum. Þannig eru tveir kafbát- anna í flotadeild minni nú í Miðjarðarhafinu og við erum hér á íslandi. Þetta þýðir samt ekki að umsvif okkar hafí aukist, heldur aðeins að við förum um hafsvæði sem eru fjær heimalandinu,“ sagði Wallner. Erfiðir viðureignar Þýsku dísilkafbátarnir eru um 500 tonn og eru þeir meðal þeirra smæstu sem fyrirfinnast í sjóherjum í heimin- um. Þeir eru búnir fjarstýranlegum tundurskeytum sem hafa óvenju- mikla langdrægni og því skeinuhætt- ir í hernaði. Að öðru leyti eru þeir búnir öllum fullkomnasta búnaði til hernaðar sem fyrirfinnst. Að sögn Wallners eru kafbátarnir mjög erfiðir við að eiga fyrir hugsanlega and- stæðinga i hemaði, því að auk þess að vera litlir og veí útbúnir eru þeir smíðaðir úr ósegulmögnuðu stáli og þannig nánast ógreinanlegir á meðan þeir koma ekki í yfirborð sjávar til loftskipta, en það er nauðsynlegt til að endurhlaða rafgeymana um borð. Við þær aðstæður koma loftpípur upp yfir yfirborð sjávar og þær eru grein- anlegar í ratsjám, þannig að undir þeim kringumstæðum eru kafbátarn- ir lítt varðir. Þegar þeir eru hins vegar í kafi og knúnir rafmagni em þeir algjörlega hljóðlausir og því mjög ógnandi andstæðingar. Þetta gerir það að verkum, segir Wallner, að bandamenn Þjóðveija hafa mikinn áhuga á að taka þátt í heræfingum með þátttöku kafbátanna. Sérstaklega valin áhöfn í áhöfn hvers kafbáts í flotadeild Wallners em 22 menn og sagði hann lífið um borð alls ekki vera þægi- legt. Kafbátamir væm hægfara og hlaðnir tölvum og öðrum tækjabúnaði og áhöfnin hefði litið svigrúm til að draga sig í hlé og njóta einvem. Hann sagði áhöfnina vera sérstaklega valda eftir skapgerð einstaklinganna og sál- fræðilegum styrkleika og mannskap- urinn væri því vel búinn til að mæta því sem hans biði á hafi úti. Kafbát- arnir væm útbúnir til að geta verið í þrjátíu daga úthaidi á stríðstímum, en á friðartímum væri hámarks- tíminn sem liði milli þess að komið væri til hafnar hins vegar 20 dagar. Þannig hefðu nú liðið 13 dagar frá því lagt hefði verið úr höfn í Eckern- förde þar til komið var til hafnar í Reykjavík. Héðan héldi flotadeildin svo til heimahafnar í Þýskalandi með viðkomu í Stavanger í Noregi, og á leiðinni tæki hún þátt í æfingum með- heijum NATO. „Við höfum aldrei lent í neinum erfiðleikum með mannskapinn þess eðlis að menn hafi bugast eða átt við einhvers konar sálræn vandamál að stríða. Það er vissulega gaman að fara um borð í kafbát og halda á haf út í fámennum hópi góðra vina, en þau tengsl sem myndast milli mannanna eru mjög náin. Þetta á sér líka langa hefð í Þýskalandi en það er önnur saga,“ sagði Wallner. Þátttaka íslands mikilvæg Wallner sagðist telja þátttöku ís- lands í NATO enn vera mjög mikil- væga, en líkja mætti landinu við risa- stórt flugmóðurskip. Landið hefði gegnt veigamiklu hlutverki í kalda stríðinu hvað varðaði eftirlit með umsvifum herskipaflota Varsjár- bandalagsins, og þá sér- staklega sovéskra kafbáta í N-Atlantshafi. „NATO aðlagast hægt og sígandi nýjum aðstæð- um, en sem starfandi bandalag hefur það reynst mjög mik- ilvægt til dæmis í ríkjum fyrrum Júgóslavíu. Það þarf tíma til að að- ~ lagast nýjum kringumstæðum og því sem maður hefur lætur maður ekki fyrir róða án þess að vita hvert ferð- inni er heitið. Ég reikna því með að starfsemi herstöðvarinnar í Keflavík verði haldið áfram um sinn ef ekki til langfrarna, það er að segja svo lengi sem ísland samþykkir það,“< sagði Wallner. Breytingar eftir lok kalda stríðsins Bátarnir skeinuhættir í hernaði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.