Morgunblaðið - 09.09.1994, Page 32

Morgunblaðið - 09.09.1994, Page 32
32 FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Hjördis Böðvars- dóttir fæddist i Reykjavík 1. apríl 1930. Hún andaðist í Landspítalanum 2. september 1994. Foreldrar Hjördisar voru Una S. Sigurð- ardóttir og Böðvar Högnason. Systkini Hjördísar eru Högni, f. 1927, skordýra- fræðingur, búsettur í Sviþjóð, og Þórunn, f. 1933, verslunar- maður, búsett í Reykjavík. Hjördís lauk gagnfræðaprófi árið 1947. Hún vann við versl- unarstörf mestan hluta ævinnar. Hjördis giftist árið 1955 Eyþóri Magnússyni, fv. lögregluvarð- stjóra. Þau eignuðust tvö börn. Þau eru Una, f. 1955, deildar- stjóri hjá Flugleiðum, gift Jóni Sigurðssyni, fjármálastjóra, eiga þau tvær dætur, Hjördísi og As- dísi, og Magnús Böðvar, f. 1959, deildarstjóri hjá Heimilistækjum, giftur Sigrúnu Bjamarson, hjúkrunarfræðingi, eiga þau einn son, Eyþór. Fyrir á Sigrún tvö börn, Davíð Bjöm og Söm Mar- gréti. Útför Hjördísar fer fram frá Fossvogskirkju í dag. MARGS er að minnast er ég lít til baka yfir þau ellefu ár sem ég hef þekkt Hjördísi. Allt frá því að fundum okkar bar fyrst saman í Heiðargerði hefur hún verið hluti af lífí mínu, það var raunar eins og við höfum alltaf þekkst. Hjördís var greind og hlý kona og var ætíð gott að vera í návist henn- ar. Hún var mér í senn tengdamóðir og góð vinkona, auk þess að vera yndisleg amma bamabama sinna. Ég er þakklát fyrir þær dýrmætu stundir sem við áttum saman og ekki síður fyrir þær stundir sem son- ur okkar Magnúsar átti með ömmu sinni. Hún leit á böm mín af fyrra hjónabandi sem sín eigin bamaböm og reyndist þeim einstaklega hlý og góð. Böm hennar tvö, Una og Magn- ús, eru lánsöm að hafa átt slíka móður. Heiðargerði var miðstöð fjölskyld- unnar, þar ríkti ætíð glaðværð og góður hugur. Þar byijuðu ferðalög og enduðu, þar voru haldin jól og áramót og þar hef ég átt ótalmargar ánægjustundir, enda var Hjördís vak- andi yfir velferð ættingja sinna og vina. Á sunnudögum var drukkið kaffi og ekki ósjaidan var bollum síðan hvoift og skyggnst inn í fram- tíðina. Kom þá oft margt skemmti- legt fram. Hjördís og Eyþór vora einstaklega góð heim að sækja, við þau var unnt að ræða vandamál hversdagsins í léttum dúr. Hjördís virtist alltaf finna svör við öllum spumingum, hún vildi hvers manns vanda leysa. Veikindi Hjördísar vora öllum mikið reiðar- slag, en andlegur styrkur hennar var fjölskyldunni mikil stoð og þrátt fyrir erfiðar stundir átti hún alltaf nægt hugrekki ti! að gefa öðram, hún var ætíð giöð og jákvæð. Eyþór og Hjör- dís voru mjög samhent hjón og reynd- ist hann konu sinni einstakiega hjálp- samur á þessum erfiðu tímum. Ferðalag okkar til Frakkiands síðastliðið sumar með Hjördísi og Eyþóri verður mér ætíð minnisstætt, betri ferðafélagar eru vandfundnir. Þrátt fyrir veikindi sín var dugnaður hennar aðdáunarverður, ekkert gat komið í veg fyrir að eftir langar göng- ur um stræti Parísar gátum við notið kvöldsins eftir ánægjulegan dag. Elsku Hjördís, ég þakka þér fyrir allar þær yndislegu stundir sem við höfum átt saman, fyrir vinskap þinn og einlægni, ég kveð þig með sökn- uði og trega. Eyþóri votta ég mína dýpstu samúð. Sigrún. Mig iangar með nokkrum orðum að minnast elskulegrar tengdamóður minnar, Hjördísar Böðvarsdóttur. Okkar ieiðir lágu fyrst saman fyrir 19 áram er ég fór að venja komur mínar í Heiðargerði 15 til þess að heilsa upp á dóttur hennar, Unu, sem síðar varð eiginkona mín. Hjördís var einstök kona, það er ekki oft á lífsleiðinni sem maður fær tækifæri til að kynnast manneskju sem er jafn heilsteypt og jákvæð og hún var. Það var sama á hverju dundi, alltaf kom hún auga á já- kvæðu hliðamar og komu þessir eig- inleikar hennar vel í ljós þegar hún tókst á við sinn erfiða sjúkdóm. Hún var einstaklega tiliitssöm og ósérhlíf- in og sama hvað hún var beðin um, ávallt var hún tilbúin að rétta hjálp- arhönd. Það var ekki ósjaldan sem uppátækjasamur tengdasonur ieitaði til hennar með aðstoð við alla mögu- lega hluti og tók hún honum með opnum örmum. Hjördís var mikill mannþekkjari og ekki var laust við að hún væri forspá. Hún var vel gefin kona og kjarkmikil og hrædd- ist ekki að takast á við hlutina. Fjölskyldan og heimilið var mið- punktur í lífi Hjördísar. Velferð ijöl- skyldunnar hafði hún ávallt í huga og var yndislegt að fylgjast með samskiptum hennar við bamabörnin, en í þeim efnum gaf hún það sem bömin kunnu best að meta, athygli, tíma og þolinmæði. Hjördís var myndarleg húsmóðir enda bar heimilið vott um reglusemi og snyrtimennsku og nutu þessir eig- inleikar sín vel í starfi, en hún starf- aði lengst af sem verslunarmaður í Frímerkjamiðstöðinni. Mér era minnisstæðar þær fjöl- mörgu samverastundir sem við átt- um saman við hjónin og tengdafor- eldrar mínir í heimsóknum, fjöl- skylduboðum og á ferðalögum. Það var á þessum stundum sem Hjördís naut sín best í faðmi fjölskyldunnar. Fyrir fjórtán árum greindist Hjör- dís með krabbamein sem hún náði að vinna bug á en fyrir tveimur áram tók sjúkdómurinn sig upp að nýju og ný barátta hófst. Hetjuskapur Hjör- dísar í þeim raunum var undraverður og sá styrkur og umhyggja sem Ey- þór tengdafaðir minn veitti henni var einstakur. Þrátt fyrir harða baráttu vora örlögin ekki umflúin, og lét hún á Landspítalanum 2. september sl. Blessuð sé minning tengdamóður minnar Hjördísar Böðvarsdóttur. Jón Sigurðsson. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson) Vinátta okkar Hjördísar hófst fyr- ir rúmum 18 árum þegar elstu börn okkar, Una og Jón, gengu í hjóna- band. Við höfðum vitað hvor af ann- arri, þar sem mæður okkar höfðu þekkst frá unga aldri og verið góðar kunningjakonur. Æskuheimili Hjördísar var á Lind- argötu í Reykjavík. Hún átti góða foreldra, sem hún mat mikils. Hún ólst upp með systkinum sínum, Högna og Þóranni, og hefur alla tíð verið mjög kært með þeim systk- inum. Hjördís var vel gefin og glæsi- leg kona, fallega vaxin og bar sig vel. Útgeislun hennar var slík, að öllum leið vel í návist hennar. Hjör- dís var miklum mannkostum gaedd, glaðlyndi og jákvæðni voru ríkjandi þættir í skapgerð hennar. Hún var afkastamikil og allt lék í höndum hennar þótt ekki væri fyrirferðinni fyrir að fara. Umhyggju hennar nutu margir, bæði tjölskylda og vinir. Sambúð Hjördísar og Eyþórs ein- kenndist af gagnkvæmri tillitssemi og virðingu. Heimili þeirra í Heiðar- gerði bar vott um snyrtimennsku og góðvild. Þau vora samstíga í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur og skap- HJÖRDÍS BÖÐ VARSDÓTTIR gerðarþættir þeirra fóra einkar vel saman. Börn þeirra, Una og Magnús Böðvar, bera bæði foreldram sínum fagurt vitni. Samgangur milli heimila okkar var mikill og það var ljúft að deila bama- börnunum með Hjördísi og Eyþóri. Bömum okkar hafa þau hjónin ávallt sýnt mikla velvild og skal það þakk- að. Þau minnast Hjördísar með hlýju og virðingu. Hjördís vann við verslunarstörf áður en hún giftist og eftir að börn- in stálpuðust tók hún upp sín fyrri störf og vann þar til heilsan tók að bila. Hún hefur háð langa og stranga baráttu við krabbameinið sl. tvö ár. Skapgerðareinkenni hennar komu best í ljós í veikindunum, kjarkur, viljafesta og umfram allt æðraleysi til hinstu stundar. Um leið og við hjónin minnumst mætrar konu, þökkum við samleiðina og góðar samverastundir. Það er mikil eftirsjá í konu sem Hjördísi, hún skilur eftir sig fagrar minningar hjá öllum þeim sem henni kynntust. Við vottum eiginmanni, bömum, tengdabömum, bamabörnum, systk- inum og öðram ættingjum okkar innilegustu samúð. Blessuð sé minning Hjördísar Böðvarsdóttur. Guðlaug Ágústa Hannesdóttir. Hinn 2. september lést á Landspít- alanum elskuleg vinkona mín Hjördís Böðvarsdóttir eftir mjög erfiða sjúk- dómslegu síðustu mánuði. Síðustu þijú árin í lífi hennar urðu henni og fjölskyldu hennar mjög erfið, það reyndi mikið á þolgæði hennar og lífslöngun. Mikið dáðist ég oft að dugnaði hennar og hetjulund sem hún sýndi okkur vinum sínum. Okkur fannst það næstum óskiljanlegt hvað hún þoldi í þessu veikindastríði. Aldrei heyTðist hún kvarta og öllu tók hún með jafn- aðargeði á hvetju sem gekk og alltaf var stutt i brosið hennar blíða. Fjölskylda hennar studdi hana líka vel allan tímann og sýndi henni ástúð og umhyggju sem henni var mikil- væg á erfiðum stundum. Einnig var umhyggja Þórunnar systur hennar henni dýrmæt og styrkti hana í baráttunni. Hjördís fæddist í Reykjavík 1. apríl 1930, dóttir hjónanna Unu Sig- urðardóttur og Böðvars Högnasonar og urðu börn þeirra hjóna þijú. Högni búsettur í Svíþjóð, þá Hjördís og Þórunn búsett í Reykjavík. Að loknu gagnfræðaprófi árið 1947 hóf Hjör- dís störf í verslun og varð það henn- ar starfsvettvangur alla tíð meðan hún vann utan heimilis. Árið 1955 giftist hún eftirlifandi eiginmanni sínum Eyþóri Magnússyni og byggðu þau sér hús í Heiðargerði 15 og bjuggu þar alla tíð. Þeim hjónum varð tveggja barna auðið, þau eru Una gift Jóni Sigurðs- syni og eiga þau tvær dætur og Magnús Böðvar giftur Sigrúnu Bjamarson og eiga þau einn son. Heimili þeirra hjóna Hjördísar og Eyþórs í Heiðargerði 15 er mjög glæsilegt og ber þeim fagurt vitni um snyrtimennsku sem streymdi frá þeim irjónum. Nú við leiðarlok vil ég þakka elsku- legri vinkonu minni ánægjustundirn- ar sem við áttum saman gegnum árin og um ieið þakka henni fyrir það æðruleysi sem hún sýndi okkur öllum. Guð blessi minninguna um hana, hún fymist aldrei. Eyþóri, börnum hans og fjölskyld- um þeirra og einnig systkinum Hjör- dísar votta ég og fjölskylda mín inni- lega samúð. Ingveidur Sveinsdóttir. í dag kveðjum við góða vinkonu og skólasystur, Hjördísi Böðvarsdótt- ur, sem loksins hefur fengið hvíld. Tvisvar á ævinni háði hún baráttu við þennan sjúkdóm, sem flestum þætti meir en nóg að mæta einu sinni. Þar sýndi hún þann mikla styrk sem henni var gefínn. Jafnvel í veik- indum sínum gat hún gefið Maríu vinkonu okkar styrk þegar hún veikt- ist á síðasta ári en María lést 2. jan- úar 1994. Við vinkonurnar voram sjö saman í saumaklúbb í 45 ár, en nú eram við fimm eftir, tvær vinkon- ur famar á átta mánuðum, það er stórt skarð í lítinn hóp. Hver minning dýrmæt perla á liðnum lífsins degi. Hin ljúfu og góðu kynni af alhug þökkum þér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleym- ist eigi, og gæfa var það öllum er fengu að kynnast þér. (I.S.) Hjördís átti einnig mjög góða fjöl- skyldu sem hjálpaði henni mikið í veikindum hennar. Það var svo und- arlegt að þegar við komum í heim- sókn var eins og enginn væri veikur. Eyþór kom strax með kaffi og sest var niður að spjalla. Oft var stutt í hlátur enda Hjördís sannur gleðigjafi og þannig áttum við saman margar ánægjustundir sem ekki gleymast. Við sendum Eyþóri, bömum, tengdabömum og barnabörnum inni- legustu samúðarkveðjur. Vinkonu okkar kveðjum við með þeirri vissu að hún lifl áfram í hugum okkar allra. Guð leiði þig áfram í ljós- inu kæra vinkona. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vom grætir þá líður sem leiftur úr skýjum Ijósgeisli af minningum hlýjum. (Hallgrímur I. Hallgrímsson) Fyrir hönd vinkvennanna í sauma- klúbbnum, Lilý Karlsdóttir. RAGNHEIÐUR BJÖRNSDÓTTIR + Ragnheiður Björnsdóttir var fædd á Svínárnesi á Látraströnd 18. október 1919. Hún lést á Landspítalan- um 1. september síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Björn Kristjánsson og Inga V. Gunnars- dóttir. Systkini Ragnheiðar eru Jó- hanna, fædd 1921, Kristmundur, fædd- ur 1925, og Ingi- björg, fædd 1934. ir. Útför Ragnheiðar verður gerð frá Kefla- víkurkirkju í dag. MEÐ Ragnheiði Bjöms- dóttur, föðursystur minni, er genginn enn einn fuiltrúi þess hluta íslensku þjóðarinnar sem lifað hefur tímana tvenna, frá því að þjóðin bjó við kröpp kjör og þurfti að heyja baráttu við óblíð náttúraöfl til að afla brýnustu nauð- synja til þess að búa í nútíma þjóðfélagi þar sem ýmis munaður er orðinn að sjálfsögðum hiut. Ragna ólst fyrstu mánuðina upp Ragnheiður giftist Ingólfí E. Halldórssyni sem fæddur var 22. febrúar 1920 að Grlmsnesi á Látraströnd. Hann lést 24. maí 1991. Þau eignuðust Ijögur böm. Þau em Elín Haf- dís, fædd 1940, gift Karli Sig- urðssyni; Inga Hrönn, fædd 1945, gift Haraldi Kr. Kristins- syni; Dóra Björk, fædd 1949, gift David Bobrek; og Bjöm fæddur 1960. Sambýliskona hans er Sigríður Guðmundsdótt- hjá Ragnheiði og Jóni í Borgargerði, velgjörðarmönnum sínum sem tóku hana að sér á meðan móðir hennar lauk við vistartíma sinn. I þá daga varð fólk í kaupamennsku að standa við vinnusamning sinn hvað svo sem á dundi. Atburðir af þessu tagi virð- ast í órafjarlægð frá okkur. Samt eru aðeins um þrír aldarfjórðungar síðan þetta þótti sjálfsagður hlutur. Brátt luku foreldrar Rögnu vist sinni, tóku barnið til sín og fóra að búa á Þengilbakka á Grenivík. Þar ólst hún upp ásamt systkinum sínum, þeim Jóhönnu, Kristmundi og Ingi- björgu. Hún fór snemma að vinna svo sem algengt var um unglinga á þeirri tíð og vann sem landverkakona á Kljáströnd og var eitt ár á Siglu- firði í vist. Það er ekki ólíklegt að á Svalbarði hafi fundum þeirra Rögnu og Ingólfs R. Halldórssonar borið fyrst saman. En þau unnu þar bæði við útgerð, hún í línu en hann á sjó. Þau giftu sig á Grenivík og vora fyrsta búskaparár sitt í Þengilbakka hjá foreldram hennar. Hjónaband þeirra var einkar farsælt og á milli þeirra ríkti ástúð og vinátta sem hefur sennilega orðið til þess meðal annars að við bömin nefndum þau bæði nánast í sama orðinu, rétt eins og þar væri um eina manneskju að ræða en ekki tvær, Ragna og Ingi. Fyrsta bam þeirra hjóna fæddist í Þengilbakka. Fjölskyldan fluttist til Dalvíkur og bjó þar í tvö ár en hvarf síðan til Grenivíkur. Þar bjuggu þau fyrst að Völium og síðan byggðu þau sér hús á staðnum sem þau nefndu Sæbakka. Fjölskyldan stækkaði og bömin urðu fjögur. Ingólfur stundaði sjó á bátum frá Grenivík sem ýmist lögðu upp þar eða fóra suður á Suð- umes á vetrarvertíð. Síðar fór hann á togara frá Akureyri og var þar til þess að hann fór að gera út sjálfur. Það var því svo um þessa fjölskyldu eins og svo margar aðrar sjómanns- íjölskyldur að húsbóndinn var lang- dvölum að heiman en heimilishaldið í höndum konunnar. Það hlutverk fórst Rögnu vel úr hendi. Árið 1952 flutti íjölskyldan til Akureyrar og bjó lengst af á Ægis- götu 14. Þar vann Ragna í fata- hreinsun Vigfúsar Ólafssonar um árabil. Ingólfur hóf útgerð frá Ak- ureyri og þau hjón voru samhent í því starfi. Þrautseigja og dugnaður þeirra leiddi til þess að allt gekk þeim í haginn og útgerðinni óx fisk- ur um hrygg. Þau fluttust búferlum suður í Keflavík árið 1964 og gerðu út þaðan svo lengi sem Ingólfi entist heilsa. Hann andaðist 24. maí 1991. Ég var heimagangur hjá Rögnu, föðursystur minni, frá þvl fyrir þann tíma er ég man eftir mér. Fyrst á Grenivík, síðan á Akureyri og að lok- um syðra. Mér var sagt að hún hafi kennt mér að drekka kaffi er ég var þriggja ára. Hún á að hafa sett te- skeið af kaffi út í mjólkina og svo fengum við okkur tár saman og ræddum málin. Þetta varð upphafið að mörgum góðum stundum þegar við krakkarnir lékum okkur saman á Ægisgötunni, fengum okkur tár og ræddum málin. Ég man ekki eft- ir styggðaryrði eða ávítum frá Rögnu þó svo sjálfsagt hafi oft gefist.tilefni til þess. Eins get ég ekki munað að ég hafi fundið fyrir því að ég væri barn en hún fullorðin. Við ræddum saman á jafnréttinsgrundvelli. Stundum var tæpt á alvarlegum málum en grínið, kátínan og ofurlítil stríðni var þó aldrei langt undan og smitaði viðmælandann sem galt í sömu mynt. Heimsóknir urðu stjálli hin síðari ár, en þegar við komum saman var eins og tíminn hafi staðið í stað. Við ræddum saman á sama hátt og áður. Hún var áhugasöm um mína hagi og ég um hennar. Henni var hugleik- ið að ræða um fjölskyldu sína, um útgerð þeirra hjóna og ranglæti og réttlæti í þjóðfélaginu. Mér þótti ætíð skemmtilegt að finna hve rætur hennar fyrir norðan lituðu oft um- ræðuna. Þær voru ófáar sögumar sem hún sagði mér af mönnum og málefnum nyrðra. Sumar þeirra voru hreinar gersemar. Nú er þessum kafla lokið og ég sakna þess að geta ekki oftar setið yfir kaffitári með Rögnu frænku minni en er þakklátur fyrir allt sem hún hefur veitt mér um dagana. Ég sendi bömum hennar fjölskyldum þeirra og systkinunum samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning Ragn- heiðar Björnsdóttur. Guðmundur Björn Kristmundsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.