Morgunblaðið - 09.09.1994, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1994 35
(_______________
' SVAVA
EYVINDSDÓTTIR
+ Svava Eyvindsdóttir fædd-
ist í Útey í Laugardal 20.
apríl 1928. Hún lést á Landspít-
alanum 8. júlí síðastliðinn og fór
útför hennar fram frá Selfoss-
í kirkju 15. júlí.
’ Meðan himinljósa lind
lokast rökkurhjúpi,
upp skal draga eina mynd
yst úr tímans djúpi.
(Einar Beinteinsson.)
Haustið 1974 komu rösklega 40
stúlkur, víðs vegar af landinu, til
náms við Húsmæðraskólann að
i Varmalandi í Borgarfirði. Þær voru
sprottnar úr misjöfnum jarðvegi og
' voru mismunandi kostum búnar. En
| hver og ein lagði sín sérkenni, sitt
litla blóm, inn í það samfélag sem
þarna myndaðist. Hver og ein átti
sína drauma, óskir, vonir og þrár.
Vonandi hafa sem flestir draumarn-
ir og óskimar ræst, en eflaust hefur
lífíð farið um þær misjöfnum hönd-
um. Allar stefndu þær að einu
marki, að nema þau fræði sem gerðu
I þær hæfari til þess hlutskiptis sem
bíður flestra ungra kvenna, að verða
1 eiginkonur, mæður og húsmæður.
Allt var í föstum skorðum á
Varmalandi og hver og ein hafði
sitt verk að vinna. Ein þessara
stúlkna var Svava Eyvindsdóttir.
Svava var mjög fönguleg stúlka,
hávaxin, bjartleit og fríð sýnum.
Og svo hafði hún þetta sérstaka,
yndislega bros, sem náði til augn-
anna og kallaði fram þessa dæma-
( lausu spékoppa í báðum kinnum.
Hún heillaði alla með þokka sínum,
glaðlyndi og ftjálslegri framkomu,
sem þó var blandin nokkurri alvöm.
Já, hún var yndisleg stúlka hún
Svava og einstakur félagi.
Hvert nemendaherbergi bar nafn
hinna ýmsu sveitabýla úr Borgar-
fjarðarhéraði. Eitt þessara her-
bergja bar nafnið Gilsbakki. í því
herbergi hittust í fyrsta sinn fjórar
ungar stúlkur, sem komu frá hinum
( ýmsu stöðum landsins. Þær voru:
Svava Eyvindsdóttir, kölluð Svava,
frá Útey í Laugardal, Árnessýslu,
Ástríður Þorsteinsdóttir, kölluð
Ásta, frá Húsafelli í Borgarfirði,
Jóhanna Valdimarsdóttir, kölluð
Hanna, frá Reykjavík, og Hallbera
Leósdóttir, kölluð Ninna, frá Akra-
nesi, sú sem þetta ritar.
Þessar ungu stúlkur áttu að deila
kjörum að Gilsbakka næstu níu
mánuði. Milli þeirra myndaðist ein-
( læg og traust vinátta og mikil holl-
usta. Samveran öll var með þeim
ágætum sem best mátti verða. Sam-
heiti þeirra var „Gilsbakkasystur“.
Við Gilsbakkasystur áttum einn
heiðursfélaga, það var Ragnheiður
Jónsdóttir, þá kennari við skólann,
var hún frá Deildartungu í Reyk-
holtsdal. Og ekki má gleyma honum
Bjössa, þeim dáðadreng, en hann
sá um ljósavél skólans og kölluðum
við hann „ljósgjafann".
Við Gilsbakkasystur vorum allar
mjög glaðlyndar, lífið var okkur
gott og gleðin og gáskinn réðu ríkj-
um. Það var oft mikið hlegið og
ekki alltaf af miklu tilefni. Við vor-
um ungar og glaðar og nutum lífs-
ins. Þess var ekki að vænta að mik-
il tilbreytni væri í heimavist á hús-
mæðraskóla og sumum þessara
ungu stúlkna fannst nú, að þarna
kynntust þær „klausturlífi". En við
Gilsbakkasystur vorum ekki í nein-
um vandræðum með að gera okkur
dagamun og þau voru mörg uppá-
tækin og af ýmsum toga. Á þessum
árum áttu margar ungar stúlkur
sérstakan regnfatnað, sem
samanstóð af gúmmístígvélum,
regnkápu og regnhatti. Við Gils-
bakkasystur áttum slíkan búnað.
Einhveiju sinni tókum við upp á
því að fara í sturtu á hveiju
kvöldi í nokkuð langan tíma, sem
væri ekki í frásögur færandi
nema vegna þess, að þá höfðum
við regnhattana á höfðinu. Ekki
man ég hvernig þessir regnhattar
voru á litinn, kannski voru þeir
gulir, rauðir, bláir eða svartir.
Skemmtum við okkur konung-
lega og var þetta ótrúlega spaugi-
legt og alltaf kitlar hláturinn
þegar ég í huganum sé fyrir mér
myndina af okkur í sturtu með
regnhattana á höfði.
Einhveiju sinni vorum við seinar
fyrir og lentum í svartamyrkri að
Gilsbakka. Ljósin voru alltaf tekin
af klukkan 11 á kvöldin nema á
laugardagskvöldum, þá á miðnætti.
Þegar við hlupum eftir löngum nið-
dimmum ganginum fórum við ef til
vili ekki alltof hljóðlega og þá sagði
Svava: „Uss, þið vekið allan skól-
ann, það gustar svo af ykkur.“
Svona var Svava, full af gáska og
gríni en stutt var í alvöruna, um-
hyggjuna og ábyrgðartilfinninguna.
Og hún hélt okkur hinum við jörðina.
Ég minnist þess þegar ég kom
úr matreiðsluprófi. Það hafði tekið
mig óraiangan tíma að komast frá
því verkefni og svo heyrði ég próf-
dómarann segja: „Maturinn verður
einhvern tímann seinn hjá henni
þessari." Þegar ég kom inn á Gils-
bakka og sagði frá þessum ósköp-
um, var heldur aum, og að Iíkiega
fengi ég ekki mikið út úr þessu
prófinu, sagði Svava: „Vertu ekki
að gera þér rellu út af þessu. Þú
færð annaðhvort 8.5 eða 10 og ef
ekki, þá hefurðu bara lært meira
MIIMIMIIMGAR
af þessum mistökum en annars hefði
orðið.“ Svava var ávallt ráðagóð,
sá björtu hliðarnar og lagði gott til
málanna.
Ekki mágleyma „kokknum", sem
ekki var kokkur í eiginlegri merk-
ingu þess orðs, heldur bíll sem við
Gilsbakkasystur höfðum til afnota
og bílnum fylgdi einkabílstjóri því
ekki höfðum við bílpróf. Á „kokkn-
um“ þeyttumst við um allar sveitir,
við mögulegar og ómögulegar að-
stæður. Allt var grín og gaman og
ótrúlega skemmtilegt, þó ekki væri
farartækið af fullkomnustu gerð og
kannski einmitt þess vegna.
Það var margt brallað að Gils-
bakka og margs að minnast en verð-
ur ekki frekar fært í letur hér. Mik-
ið væri það notaleg tilfínning ef við
Gilsbakkasystur allar íjórar gætum
sest niður, rabbað saman og rifjað
upp allar samverustundirnar á Gils-
bakka. En við uggðum ekki að okk-
ur og nú er það of seint. Hugurinn
er fullur af söknuði og mikilli eftirsjá.
Tímans hjól snýst hratt. Hver
stund ævi vorrar fellur eftir aðra í
tímans djúp og fyrr en varir er
ævin liðin, stundaglasið tæmt og
dauðans lúður gellur. Og nú er
ævisólin hennar Svövu til viðar
gengin.
En hnípr ei sól að kveldi og ris dýrðleg
næsta morgun?
Fylgir ei dagur nótt og vor vetri?
Hvert fræ, sem í foldu fellur, spírar og breið-
ir blöð sín mót hækkandi sól.
Vakna ei nýjar rósir sumar hvert?
Er þetta ekki hin staðfasta stöðuga hring-
rás hins eilífa lífs?
Elskulegu ástvinir Svövu. Nú eru
sporin þung, sorgin sár og söknuður
mikill. En minningin um elskulega
og mikilhæfa konu lifir. Minningin
um þá dýrmætu perlu sem þið áttuð
og eigið í henni Svövu, hún mun
létta sporin, sefa sorgina og milda
söknuðinn. Sem ung stúlka tamdi
Svava sér það lífsviðhorf að betra
væri að kveikja á einu kerti en for-
mæla myrkrinu. Þess vegna var hún
og verður það ljós, sem lýsir ykkur
um ófarna ævibraut. Á kveðjustund
tileinkaði Svava mér litla vísu. Þessa
vísu vil ég nú senda ykkur, ástvinum
hennar. Henni fylgja kveðjur mínar
til ykkar.
Lifðu sæl við svanahljóm,
sorgin flýi leiðir þínar.
Hrynji á veg þinn heillablóm,
sem hjartans bestu óskir mínar.
Heill og blessun, friður og farsæld
fylgi ykkur öllum um ókomin ár.
Þær eru margar minningarnar frá
liðnum samverustundum, allar eru
þær ljúfar og góðar. Með þær í
huga kveð ég nú elskulega skóla-
systur mína með virðingu og kærri
þökk.
Blessuð sé minning hennar. Frið-
ur sé með sálu hennar.
Hallbera Leósdóttir, Akranesi.
STEFANÍA TORFA-
DÓTTIR ERVIN
+ Stefanía Torfa-
dóttir Ervin,
búsett í Havre de
Crace, í Maryland,
Bandaríkjunum,
fæddist í Reykjavík
20. september 1923.
Hún lést 10. maí síð-
astliðinn á Harford
Memorial sjúkra-
húsinu eftir löng
veikindi. Hún var
fædd í Hafnarfirði
á íslandi, dóttir
hjónanna Torfa
Björnssonar og
Maríu Adolfsdótt-
ur. Stefanía giftist Wilbur Er-
vin 1949 og stóð hjónaband
þeirra því í 45 ár. Fyrsta árið
áttu þau heima á íslandi en
fluttu þá til Havre de Crace.
Stefanía hafði lokið gagn-
fræðaprófi á Islandi og stund-
I aði síðan nám við Northwestern
háskólann. Hún átti og rak
verslunina Midnight Sun (Mið-
nætursólina), sér-
verslun með íslenska
ull og tískuverslun
kvenna á því sviði.
Hún var fata- og
tískuhönnuður. Hún
stofnaði félagsmið-
stöð fyrir unglinga í
Havre de Crace og
vann við hana í tvo
áratugi. Hún starfaði
í foreldrarfélögum
meðan dætur hennar
voru í skóla og var
forfallakennari og
vann sjálboðaliða-
störf við skólann í
Havre de Crace. Stefanía var
formaður og fulltrúi í vináttu-
nefnd Soroptimistaklúbbs stað-
arins og stuðlaði að samskipt-
um við Dani og íslendinga. Hún
sá um sýningar á listaverkum
og árlega tiskusýningu í Havre
de Crace. Eiginmaður liennar,
dæturnar Stefanía og Cynthia
og þrjú barnabörn lifa hana.
Þá á hún á lífi sex systkini,
Guðmund, Einar, Gunnar Má,
Vilborgu og Hrönn á Islandi
og Köllu í Kaliforníu, og einnig
lifir hana mágur hennar Krist-
inn. Útförin fór fram frá Me-
þódistakirkjunni í Havre de
Crace 14. maí síðastliðinn.
TIL HAMINGJU með 50 ára lýð-
veldisafmælið.
Ég er hjartanlega þakklátur fyrir
að hafa eignast dásamlega eigin-
konu sem ég naut samvista við í
45 ár.
Stefanía Torfadóttir háði langa
og stranga baráttu við krabbamein.
Hún lést 10. maí 1994.
Stefanía var dæmigerð ímynd
Fjallkonunnar, gædd þeim krafti
sem einkennir íslensku þjóðina. Ég
er að eilífu þakklátur og skuldbund-
inn fyrir að fá að njóta slíkra kosta.
Ég þakka Guði það lán að hafa
átt þvílíka konu, hugulsama og
umhyggjusama móður tveggja
háttvísra og fallegra dætra sem
okkur varð auðið. Hún var sannur
vinur og við söknum hennar.
Ég þakka þér, ísland, fyrir mína
hönd og dætra okkar, Stephaníu og
Cynthiu.
Wilbur Ervin.
t
Útför mannsins míns,
RAGNARS STEFÁNSSONAR,
Skaftafelli,
fer fram frá heimili hans laugardaginn 10. september kl. 13.30.
Jarðað verður í heimagrafreit.
Laufey Lárusdóttir.
t
ÓLÍNA PÉTURSDÓTTIR
fyrrum húsfreyja á Daðastöðum í Núpasveit,
síðast til heimilis á Ekrugötu 3,
Kópaskeri,
lést í Fjórðungssjúkrahúsinu Akureyri að morgni 8. september.
Fyrir hönd vandamanna,
Börn hinnar látnu.
t
Eiginmaður minn,
BJÖRN BJÖRNSSON
fyrrverandi kaupmaður,
Bakka,
Neskaupsstað,
verður jarðsunginn frá Norðfjarðarkirkju mánudaginn 12. septem-
ber kl. 14.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag íslands.
Guðlaug Ingvarsdóttir.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
JAKOB EMIL VILHELM FREDERIKSEN,
lést að Kumbaravogi 5. september.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Innilegt þakklæti til starfsfólks Kumbaravogs fyrir góða umönnun.
Kristján Frederiksen, Edda Hálfdánardóttir,
Inga Frederiksen,
Gréta Frederiksen, Karl Einarsson,
Henning Frederiksen, Ingibörg Jónasdóttir,
og aðrir vandamenn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför elskulegr-
ar eiginkonu minnar, móður okkar,
tengdamóður, ömmu, systur og mág-
konu,
HERDÍSAR HJÖRLEIFSDÓTTUR,
Hátúni 29,
Keflavík.
Stefán Ólafsson,
Ellen Guðrún Stefánsdóttir, Birgir Rafn Jóhannesson,
Hjörleifur Stefánsson, Sigríður Ásdís Guðmundsdóttir,
Stefán Stefánsson, Sigriður Sólveig Ólafsdóttir,
Arnar Thor Stefánsson,
ömmubörnin,
Magnús Hjörleifsson, Gfovanna Hjörleifsson,
Jóhanna Hjörleifsdóttir, Geir Pétursson,
Þorkell Hjörleifsson, Stefania Vigfúsdóttir,
Edda Hjörleifsdóttir, Viktor Már Gestsson,
Kristin Hjörleifsdóttir, Páll E. Ingvarsson,
Guðrún Hjörleifsdóttir.
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar end-
urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl-
unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akur-
eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi í númer
691181. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greinanna fari
ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega
línulengd — eða 3600-4000 slög. Greinarhöfundar eru beðnir að
hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar
greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl-
isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tví-
verknað.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu
tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og
Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu.