Morgunblaðið - 09.09.1994, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 09.09.1994, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1994 37 ■ I I I í i ( t . i SKÁKMÓT í LOMPOM Ovænt úrslit í London SKAK London LLOYDS BANK MÓTIÐ 19.-29. ÁGÚST SAUTJÁN ára gamall Rússi, Alexander Morozevich, sigraði með ótrúlegum yfirburðum á árlega Lloyds Bank mótinu í London. Hann hlaut níu og hálfan vinning af tíu mögulegum. Enskir reiknimeistarar voru fljótir að finna það út að þetta væri þriðji besti árangur skáksög- unnar mældur í stigum, á eftir Bobby Fischer sem vann allar skák- ir sínar á bandaríska meistaramótinu fyrir 30 árum og sigri Anatólí Karpovs á Linaresmótinu í febrúar. Lloyds Bank mótið var afar sterkt, 30 stórmeistarar mættu til leiks til að freista þess að vinna eitt af fimm sætum á atskákmóti Intel og at- vinnumannasambandsins PCA sem fram fer í London um mánaðamótin. Það urðu þó afar óvænt úrslit og enginn af tíu stigahæstu keppendun- um hreppti eitt sætanna fimm. Þau komu öll í hlut lítt þekktra meist- ara. Auk Morozevich voru það Þjóð- veijinn Mainka, Adianto frá Indó- nesíu, Tkaciev frá Kazakstan og sænski alþjóðameistarinn Ralf Akes- son sem komust áfram, þeir þrir síð- astnefndu eftir aukakeppni. Úrslit mótsins: 1. Morozevich 9'A v. 2. Mainka, Þýskalandi 8 v. 3. -11. Adianto, Tkaciev, Akesson, Englendingarnir Miles, Norwood, Nunn og Wells, Markowski, Pól- landi, og Yermolinsky, Bandaríkj- unum, 7 lh v. 12.-25. Margeir Pétursson, Psakhis og Alterman, ísrael, Asejev og Zil- berman, Rússlandi, G. Garcia, Kól- umbíu, D. Gurevich, Bandaríkjunum, Kaminski, Póllandi, Hebden, King, Howell, Davies og Kumaran, Eng- landi, 7 v. 26.-47. Speelman, Mestel, Gallag- her, Lane, Summerscale, Mortazavi, Webster, Crouch og Byway, allir Englandi, 011, Eistlandi, McNab, Skotlandi, Wolff, I. Gurevich og Frias, Bandaríkjunum, Thipsay og Mitrakanth, Indlandi, Gufeld, Savc- henko, Ragozin og Cherniaev, Rúss- landi, 6V2 v. Þátttakendur á mótinu voru tæp- lega 300 talsins. Undirritaður byrj- aði afar vel og í sjöundu umferð náði ég að stöðva sigurgöngu Speel- mans á mótinu, en hann sigraði tvö undanfarin ár. En síðan tapaði ég með svörtu fyrir Morozevich sem var hreinlega í banastuði og klaufalega með hvítu fyrir John Nunn eftir að hafa átt mun betra tafl og hafnað jafntefli. Þar með voru möguleikar mínir á því að komast áfram úr sög- unni. Þeir Sigurbjörn Björnsson, 18 ára, og Matthías Kjeld, 15 ára, tóku þátt í mótinu og stóðu vel fyrir sínu. Sigurbjörn hlaut 5 v. og tefldi aðeins við andstæðinga með FIDE-stig. Hann ætti því að fá u.þ.b. 2.300 stig á næsta lista um áramótin. Matthías hlaut 4 v. og hækkar einn- ig í stigum. Hvítt: Margeir Pétursson Svart: Speelman, Englandi Móttekið drottningarbragð 1. d4 - d5 2. c4 - dxc4 3. e4 - Rf6 4. e5 - Rd5 5. Bxc4 - Rb6 6. Bb3 - Rc6 7. Re2 - Bf5 8. Rbc3 - e6 9. 0-0 - Dd7 Speelman þekkir þetta afbrigði vel og endurbætir taflmennsku Rússans Ibragimovs gegn undirrit- uðum frá Reykjavíkurmótinu í febr- úar. Þá lék svartur strax Be7 og hrókaði stutt, en fékk mjög slæma stöðu. 10. a3 - 0-0-0 11. Be3 — Kb8 12. Ba2 - Be7 13. b4 - h5 14. Hcl - h4 15. Bb3 - f6! 16. exf6 - gxf'6 17. Ra4 - Hhg8 18. Rf4 - Rd5! Eftir 18. — Rxd4 hefði skákin lík- lega leyst upp í jafntefli. 19. Bxd5 - exd5 20. Khl - Bd6 21. f3 - Hde8 22. Dd2 - Dg7?! Hér fer svartur að tefla upp á kóngssókn af mikilli bjartsýni og fórnar peði. Rétt var hins vegar 22. — Rxb4! 23. Rc5! — Dg7! og staðan verður mjög tvísýn, en Speelman yfirsást síðastnefndi leikurinn. 23. Rxd5 - Re7 24. Rac3 - Bd3? Svartur hefur vissar bætur fyrir peð en hér teygir hann sig alltof langt. Nú vonast hann eftir 25. Hf2 sem svara má með 25. — Bg3! 26. hxg3 — hxg3 27. Dxd3 — Dh6+ 28. Kgl - Dh2+ 29. Kfl - gxf2 og svartur vinnur. 25. Hfel - Rf5 26. Bf4 26. - Rg3+ 27. Bxg3! - Hxel + 28. Hxel - Bxg3 Svartur fórnar nú öðrum manni, en 28. — hxg3 29. Dxd3 — gxh2 30. He2 var einnig vonlaust. 29. hxg3 - hxg3 30. Dxd3 - Dh6+ 31. Kgl - Dh2+ 32. Kfl - Dhl+ 33. Ke2 - He8+ 34. Re3 - Dxg2+ 35. Kdl - Dxf3+ 36. Kd2 - a6 37. De2 - Dc6 38. Dg4 - f5 39. Dxg3 og í þessari vonlausu stöðu féll svartur á tíma. BURKNI í uppvexti á vordögum. BURKNI Síðari grein BLOM VIKUNNAR 300. þáttur llmsjón Ájjúsla Itjörnsdóttir Hermann Lund- holm heldur áfram að segja frá burkn- um: Burknarnir eru ákaflega mismun- andi, bæði að stærð og gerð, frá nokkr- um sentimetrum á hæð og allt upp í 2 metra. Sumar teg- undir hafa alveg heil blöð, en aðrar svo margskipt að blöðin virðast nær óteljandi. Hjá sum- um tegundum eru bllöðin mjúk og næstum gagnsæ, en hjá öðrum leður- kennd, þykk og stinn. Liturinn getur verið frá ljós-gulgrænu og svo allt að því svartur. Mikil fjöl- breytni getur líka verið í haust- litum. Sumir visna fljótlega þeg- ar tekur að hausta, aðrir standa með græn blöð fram eftir vetri eða eru næstum sígrænir. Einkar skemmtilegt er að fylgjast með vexti burknanna á vorin þegar blöðin koma saman- undin uppúr moldinni, eins og hjól, og byija að vinda ofan af sér — hver tegund á sinn sér- stæða hátt. Fjöldamargar burknategundir má rækta í görðum, en frumskilyrði er að þeir fái skjól, raka og hæfilegan skugga, — og skal hér lýst fáein- um tegundum: Fjöllaufungur, (Athyrium filix femina) mun allra burkna al- gengastur í ræktun hér á landi, nær allt að 80 sm hæð. Þúsundblaðarós (Athyrium alpestre) líkist mjög fjöllauf- ungum en er ívið lægri og þéttvaxn- ari. Stóriburkni (Dry- opteris filix mas) er stórvaxnastur allra íslenskra burkna. Hann mun líka vera sá sem þolir birtu hvað best og gerir minnstar kröfur til skugga. Fer t.d. vel upp við stóran stein. Þríhyrnuburkni (Dryopteris phegopteris) er al- gengur um vestanvert landið í gjám og hraungjótum. Eins og nafnið bendir til er blaðkan þrí- hymd, dökkgræn, 30-40 sm há, og er því auðþekkt. Slqaldburkni (Polysticum lonc- hitis) öðru nafni nefndur uxa- tunga er ekki eins hávaxinn. Algengt er að hann sé um 30 sm á hæð. Mjög fallegur burkni en ekki sem auðveldastur í rækt- un og því ekki algengur. Köldugras (Polypodium vulg- are) öðru nafni nefndur sæturót hefur sígræn skinnkennd blöð með stórum gróblettum. Vex í klettum og hellisskútum. Til smávaxinna tegunda ís- lenskra burkna má t.d. nefna: Tófugras (Cystopteris fragilis) sem flestir þekkja, enda vex það nær alls staðar í hraungjótum, klettum og hellisskútum um land allt. Þrílaufungur (Dryopteries linneana) vex víða um norðan- og vestanvert landið í skjólgóðu blómlendi og birkikjarri. Mjög fíngerður burkni með ljósgræn- um, þríhymdum blöðum á örfín- um, gljáandi svörtum stönglum. Liðfætla (Woodsia ilwensis) er með allra smávöxnustu burkn- um hérlendis, aðeins 6-16 sm á hæð. Blaðstilkurinn rauðbrúnn. Vex í klettum og urðum um sunnan- og vestanvert landið. Þessa upptalningu ætla ég að enda á: Körfuburkna (Matteuccia struthiopteris) stundum líka nefndur strútsfjaðraburkni, stórvaxin erlend tegund sem þrífst hér vel og getur — þar sem hann kann vel við sig — myndað heilt burknastóð. Hann fjölgar sér með neðanjarðarr- englum og á það til að skjóta upp kollinum annars staðar en til er ætlast. Þær tegundir sem hér hafa verið nefndar hef ég allar rækt- að með góðum árangri. Hvað jarðveg fyrir burkna snertir þarf hann að vera gljúp- ur, svampkenndur og næringar- ríkur. Gott er að blanda hálfvi- snuðu laufi, muldum mosa eða jafnvel veðraðri mómold og gömlum húsdýraáburði í mold- ina, það ætti að gefast vel. Burkna er heppilegt að rækta undir tijám eða við veggi þar sem þeir hafa skugga einhvern hluta dagsins. Hermann Lundholm. Arnað heilla Ljósm.st. MYND BRÚÐKAUP. Gefin voni saman 20. ágúst sl. í Selja- kirkju af sr. Valgeiri Ástráðs- syni Svava Rögn Þorsteins- dóttir og Garðar Þór Ing- varsson, til heimilis í Hrís- rima 4, Reykjavík. Ljósm.st. MYND BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 20. ágúst sl. í Dóm- kirkjunni í Rvík. af sr. Þór Haukssyni Bryndís Krist- jánsdóttir og Jóhann Örn Arnarson, til heimilis í Lúx- emborg. Ljósm.st. MYND BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 20. ágúst sl. í Skál- holtsdómkirkju af sr. Guð- mundi Óla Ólafssyni Sigríður Egilsdóttir og Guðmundur Sigurðsson, til heimilis í Vatnsleysu í Biskupstungum. Ljósm.st. MYND BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 20. ágúst í Fríkirkj- unni í Hafnarfirði af sr. Gunn- ari Siguijónssyni Gréta H. Grétarsdóttir og Gunnar B. Finnbogason, til heimilis á Móabarði 36, Hafnarfirði. Ljósm.st. MYND BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 27. ágúst í Fríkirkj- unni í Reykjavík af sr. Cecil Haraldssyni Júlía Björg Sig- urbergsdóttir og Skúli Örn Andrésson, til heimilis í Veg- húsum 9, Reykjavík. Ljósm.st. MYND BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 27. ágúst sl. í Kópa- vogskirkju af sr. Þorbergi Kristjánssyni Kristín Emils- dóttir og Helgi Björnsson, til heimilis á Bakkasíðu 4, Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.