Morgunblaðið - 09.09.1994, Page 48

Morgunblaðið - 09.09.1994, Page 48
48 FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ EVRÓPUKEPPNI LANDSLIÐA íslandgetur náð ödru sæti - segir í iDAG eftir leikinn við Svía Grétar Þór Eyþórsson skrifar frá Sviþjóð SÆNSKIR fjölmiðlar eru á einu máli um að Svíar hafi sloppið með skrekkinn, þeg- ar þeir unnu íslendinga 1:0 á Laugardalsvelli í 1. umferð Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu í fyrrakvöld. ÆT Íslenska liðinu er hælt fyrir marga þætti og það talið eiga framtíð- ina fyrir sér. „ísland á frískt og teknískt lið, sem er tvímælalaust á Evr- ópumælikvarða," segir í Expressen. „Hamingjudísirnar halda áfram að koma Svíum til bjargar í alþjóða- mótum,“ er skrifað í iDAG. „Leikur- inn við ísland varð eins erfiður, harð- ur og skemmtileg- ur og allir höfðu vónast til. íslend- ingar skutu Ra- velli & co skelk í bringu í báðum hálfleikjunum. ís- lendingar hafa alla möguleika á að hreppa annað sæt- ið í riðlinum, því það er styrkur og geta í þessu stór- kostlega, baráttu- glaða liði frá sögu- eyjunni." Aftonbladet tekur í ámóta streng. „Þið getið betur Svíar,“ segir Lasse Sandlin í blaðinu. „Gangið hægt um gleðinnar dyr yfir sigrin- um. Leikurinn hér sýndi okkur þó svo ekki varð um villst að Sviss mun eiga erfitt uppdráttar hér á Laugardalsvellinum. ísland á gott lið þó aðeins vanti í það broddinn." Og um leikinn sjálfan: „Jafnvel þó íslendingar hafí haft boltann meira en Svíar, þá sköpuðu þeir sjálfir varla nokkur marktækifæri. Patrik Andersson sá um að bjóða upp á þau.“ Arnar skemmtilegastur Tvíburabræðumir Arnar og Bjarki vöktu mesta athygli Svíanna. Aftonbladet kallar Arnar „íslenska stormsveipinn“ og telur að hann hafi verið skemmtilegasti leikmaður vallarins. Sænskir sjónvarpsmenn, sem lýstu leiknum til Svíþjóðar, voru einnig mjög hrifnir af tvíbur- unum og þökkuðu sínum sæla fyrir að Bjarka skyldi ekki skipt inn á fyrr. Hins vegar vom þeir ekki jafn hrifnir af vörninni hjá íslendingum og markvörðurinn Birkir Kristins- son fékk ekki háa einkunn fyrir frammistöðu sína hjá fyrrum at- vinnumönnunum Hans Holmqvist og Ronnie Hell- ström. Sænsk blöð eru sammála um að Kennet Anders- son og Thomas Ravelli hafi verið bestu menn Svía og sagði Tommy Svensson, þjálf- ari, að Ravelli hefði bjargað öll- um stigunum með markvörslu sinni, en 1:1 hefði verið sanngjarnt. Tomas Brolin sagði að 1:0 sigur gegn íslandi væru úrslit, sem fiest- ar knattspyrnuþjóðir gætu verið hreyknar af í dag. „íslenska liðið spilar árangursríkan og fastan fót- bolta. Miðjumenn okkar áttu mjög erfitt uppdráttar og töpuðu barátt- unni um mikilvægasta hluta vallar- ins.“ Morgunblaðið/Ámi Sæberg Ásgelr Elíasson landsllösþjálfari OPIÐ MÓT SJÓVÁ ALMENNAR OPIÐ MOT VERÐUR HALDIÐ ÞANN 11. SEPT. N.K.Á VÍFILSSTAÐAVELLI í GARÐABÆ. KEPPNISFYRIRKOMULAG 18 HOLUR MEÐ/ÁN FORG. Vegleg verðlaun fyrir 1.-2.-3. sæti Fyrir hoiu í höggi á 7/16 braut utanlandsferð með SAS. Verðlaun fyrir næst holu á 2/11 og 7/16. Verólaun fyrir lengsta upphafshögg á 6/15 og 8/17 braut. Skráning í golfskálanum í síma: 657373 fyrir kl. 15.00 laugardaginn 10. sept. n.k. „íslenski stormsveipurinn“ Morgunblaðið/Sverrir ARNAR Gunnlaugsson vaktl athygli Svíanna í lelknum og var hann kallaður íslenskl storm- sveipurlnn í einu sænsku blaðanna í gær. Hér er hann sloppinn framhjá markaskoraranum, Klas Ingesson. Hverjir komast áfram í úrslitakeppnina? Sextán lið verða í úrslitakeppni Evrópumóts landsliða í knattspymu í Englandi sumarið 1996, en þau hafa verið átta hingað til. En hveijir verða það sem komast til Englands? • Englendingar eru eina þjóðin sem þegar er örugg með sæti, sem gestgjafi. • Efsta liðið í hverjum riðlanna átta fer auðvitað beint í úrslitakeppn- ina, og þá eru níu sæti farin af 16. • Sex þeirra liða, sem verða í öðru sæti í riðlunum, fara einnig sjálf- krafa áfram í úrslitakeppnina í Englandi — þau sex lið sem ná bestum árangri í öðru sæti. •Þá er eitt sæti eftir. Um það bítast þau tvö lið sem ná lökustum árangri í öðm sæti riðlakeppninnar, þegar tillit er tekið til árangurs leikja þeirra við þau lið sem eru í fjórum efstu sætum viðkomandi riðils — þ.e. úr- slit leikja gegn liðunum númer eitt, þijú og fjögur. Þetta er gert vegna þess að mis mörg iið em í riðlunum — sex í sumum og sjö í öðrum. Umrædd tvö lið mætast á hlutlausum velli í desember 1995, og sigurliðið í þeirri viðureign hlýtur 16. sætið í úrslitakeppni EM í Englandi árið eftir. UN6L1N6AM0TIÐ LAU6ARDA6INN 10.SEPTEMBER '' ---Rástímar kl. 8 -10 oq 13 - 15. Flokkar: Stúlkur, 18 ára oq yngri. Drenqir, 14 ára oq ynqri. Piltar, 15 -18 ára. Stúlkur oq drenqir hafa mest Z8 höqq í forqjöf —— en piltar mest 24 höqq. Stórqlæsileq verðlaun í öllum flokkum fyrir 1.2. oq 3. saeti með oq án forqjafar. Verðlaunaafhendinq kl. 19. Skráninq í Golfskálanum, sími 91-611930. —— Pátttökugjald er 500 krónur. Nesklúbburinn - Golfklúbbur Ness jfe SPARISIÓÐUR REYKJAVÍKUR OC NÁGRENNIS ■ EMIL Kostadinov, landslið- smiðheiji Búlgaríu, hefur verið lánaður frá Porto í Portúgal til Deportivo Coruna á Spáni. Leigan er sögð vera um 70 millj. kr., en spænska félagið á rétt á að kaupa kappann í júní á næsta ári. ■ JOE Jordan, þjálfari Stoke í ensku 1. deildinni hætti störfum í gær, og er ástæðan slæmt gengi liðs- ins undanfarið. Þorvaldur Orlygs- son leikur sem kunnugt er með lið- inu. Líklegt þykir að Lou Macari taki við liðinu. Hann stjórnaði Stoke þar til í fyrra, er hann hætti og fór til Glasgow Celtic, en var rekinn þaðan. ■ ENSKA úrvalsdeildarliðið Ipswich keypti í gær Adrian Paz, 25 ára landsliðsframheija frá Pena- rol Montevideo í Urugvæ fyrir eina milljón punda. ■ TONY Polster skoraði þrennu og Franz Aigner gerði eitt mark er Austurríki sigraði Liechtenstein 4:0 í 6. riðli Evrópumóts landsliða í fyrrakvöld. ■ DARKO Pancev, fyrirliði Makedóníu, var rekinn af velli snemma í seinni hálfleik í l:l-jafn- teflisleiknum gegn Evrópumeistur- um Dana í fyrrakvöld. Dómarinn taldi Pancev hafa slegið mótheija með olnboga, en hann leikmaðurinn sagðist blásaklaus. ■ BILLY Wright, fyrrum fyririiði enska landsliðsins í knattspyrnu og Wolves, lést á laugardag úr krabba- meini, sjötugur að aldri. Hann var fyrsti enski leikmaðurinn sem náði 100 landsleikjum; þeir urðu 105 alls Wright var fyrirliði landsliðsins í 90 leikjum. ■ NASKO Sirakov, landsliðs- framheiji Búlgaríu, var á föstudag úrskurðaður í átta leikja bann frá Evrópukeppninni vegna slæmrar framkomu í leik. Þá var Svíinn Jörgen Petterson úrskurðaður í átta landsleikja bann, vegna fram- komu hans í leik með landsliði 21 árs og yngri gegn Frökkum í lok júlí. ■ TONY Cottee var í vikunni seld- ur frá Everton til West Ham. Cottee var sex ár hjá Everton. H DAVID Borrows fyrrum leik- maður Liverpool, var í vikunni seld- ur frá West Ham til Everton. Borrows var seldur frá Liverpool í fyrra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.