Morgunblaðið - 15.09.1994, Blaðsíða 31
aði. Alltaf þegar ég vaknaði var búið
að breiða ofan á mig teppi svo mér
yrði ekki kalt. Svona var Vala alltaf
að hugsa um aðra.
Valgerður var afar bamgóð. Helga
Berglind dóttir mín á margar góðar
minningar um langömmu sína og
voru þær afar samrýndar, en Jón
Ómar þekkti hún minna því hún var
farin að gieyma síðustu árin.
Þessar góðu minningar og margar
fleiri um yndíslega konu mun ég
geyma um alia ævi. Ég minnist henn-
ar með þakkiæti í huga fyrir allt sem
hún gaf mér með nærveru sinni. Ég
á eftir að sakna hennar mikið, en
gleðst yfir að þrautum hennar sé nú
lokið.
Ég votta Böggu, Óla og öðrum
aðstandendum innilega samúð mína.
Elsku Vala. Blessuð sé minning þín.
Soffía Ragnarsdóttir,
Kirkjubæjarklaustri.
sem við áttum eftir að fara og
skoða. Eitt sinn fórum við saman
til Kanada ásamt afa og mömmu
minni að heimsækja frænkur mín-
ar. Það var sérstaklega gaman að
ferðast með ömmu, því hún var
alls ekki óörugg og við hjálpuð-
umst öll að. Þetta var ferðaiag þar
sem við þurftum að millilenda á
tveimur stöðum og var amma ós-
meyk því hún hafði komið þama
áður og fannst þetta því ekkert
stórmál.
Amma hafði mjög gaman af öliu
félagsstarfi og fór hún því oft út
á meðal fólks. Það er ekki lengra
síðan en síðasta vetur að amma
og afi fóru oft á spilakvöld í Hauka-
húsinu, í Gúttó og hjá Fríkirkj-
unni. Amma kom oft heim og
mamma greiddi á henni hárið áður
en hún fór á fundi eða þegar að
hún og afi fóru að dansa.
Ömmu þótti gaman að fara á
listsýningar og fóram við stundum
saman í Hafnarborg og fengum
okkur þá kaffi og með því. Ég man
að eitt skiptið þegar ég fór til
ömmu í heimsókn, þá voram við
að rabba saman og komumst að
því að okkur langaði báðar að fara
á glerlistasýningu í Hafnarborg og
fóram við þá saman og fannst okk-
ur báðum mjög gaman.
Það var nú í sumar að amma
veiktist og ég fór til hennar í hvert
skipti sem ég kom suður og reyndi
ég þá að stoppa dálítið hjá henni.
Amma var jákvæð og bjartsýn í
fyrstu á að hún myndi læknast, því
læknavísindin væra orðin svo góð
í dag. Og við héldum öll í vonina
um að amma myndi læknast en
allt kom fyrir ekki og að lokum
sigruðu æðri máttarvöld.
Ég kveð ömmu með söknuði og
bið góðan guð að styrkja afa minn
og okkur öll sem syrgjum hana.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
lést þar 8. ágúst sl.
Utför Valgerðar var
gerð frá Prestbakka-
kirkju 13. ágúst.
þegar hún og Ingimundur maður
hennar fluttu að Teygingalæk árið
1974 til fyrrverandi tengdaforeldra
minna, en þangað kom ég oft og það
var ekki ósjaldan sem ég kom inn í
herbergið hennar og þar sat hún með
pijónana. Ég settist á rúmið hennar
og hlustaði á glamrið í pijónunum.
Hún sagði mér oft sögur um gamla
daga þegar hún var lítil stúlka í
Meðallandinu. Oft töluðum við um
trúmál en Vala var mjög trúuð kona.
Hún sagði mér margt um lífið sem
ég hlustaði lítið á þá, en ég sé það
núna að ég hefði betur hlustað á það
sem hún hafði að segja. En maður
er alltaf vitur eftir á. Oft er við sát-
um samnan í herberginu hennar var
svo rólegt að ég lagðist í rúmið henn-
ar og sofnaði, en hún sat og pijón-
+ Valgerður Ingi-
bergsdóttir /'^fl
fæddist 9. apríl 1905
á Melhól í Meðal-
landi. Hún var dóttir IÉ,
hjónanna Guðríðar M
Arnadóttur og Ingi-
bergs Þorsteinsson- Æfl;,..
ar. Valgerður bjó á
Melhól með manni jjgj
sínum Ingimundi fl
Sveinssyni til ársins I
1974 er þau fluttu |
að Teygingalæk til
dóttur sinnar og I
tengdasonar. Ingi- l
mundur lést árið
1982. Síðastliðið ár
dvaldi Valgerður á elli- og hjúkr-
unarheimilinu á Klaustri og hún
MIG langar með nokkr-
um orðum að minnast
af Valgerðar vinkonu
~ ' gt minnar og langömmu
bamanna minna. Ég hef
jflfeg þekkt Völu í mörg ár
en ætla ekki að rekja
I ættir hennar hér. Vala
íSllÉIÍll var mjög hógvær kona
I og fór ekki með miklum
| hávaða í gegnum lífið.
Hún vann öll sín störf
af mikilli natni og
myndarskap.
Mín fyrstu kynni af Valgerði voru
Lífeyrissjóöurinn Eining
(V. Briem.)
Anna Sigríður.
Kveðja
Við upplifum nú fegurð hausts-
ins. Það er eins og þeirri fegurð
fylgi mýkt og friður, en sterkasti
dráttur þessa árstíma er þó föln-
andi gróður, það haustar að.
Annað árið í röð kveður ættar-
fjölskylda Siguijóns Amlaugssonar
og Steinþóra Þorsteinsdóttur ein-
stakling úr nær jafnaldra hópi
yngstu bama þeirra og elstu bama-
bama, hóps sem tengdur var sterk-
um böndum sem fyrst vora knýtt
í þeirra húsum. Það fylgdi þessum
hópi gleði og vinátta. Sönghneigðin
var þeim í blóð borin. Ekki átti
þetta síst við um þau Kristin, sem
féll frá sl. haust, og Ástu, sem nú
er kvödd. Þau unnu þessum arfi
og ræktuðu hann. Við sem tengd-
umst fjölskyldunni síðar sem af-
komendur eða tengdafólk skynjuð-
um ilm þessara minninga sem fjar-
lægast nú óðum. Ný heimili, afar
og ömmur reyna að skapa eitthvað
þessu líkt, fjölskyldusamkennd.
Ásta átti orðið stóra fjölskyldu
líkt og Steinþóra amma hennar og
hún fellur nú einnig frá eins og
hún, um aldur fram. Það er skarð
fyrir skildi og það reytiir á §öl-
skylduböndin. Það er sárt að vera
kvaddur á góðum aldri frá stórri
fjölskyldu, frá eiginmanni eftir nær
hálfrar aldar hjónaband. Ásta átti
líka svo margt ógert, því hugur
hennar var svo opinn fyrir því sem
hægt er að njóta. Hún var unnandi
útivistar, hreyfingar og samfylgdar
góðra vina. Órlögum sínumtók hún
með reisn og ég vil mega óska
þess að sú reisn sem hún sýndi svo
oft, bæði á gleði- og sorgarstund-
um, gefi ástvinum hennar styrk til
að takast á við það sem framundan
er. Guð blessi alla þá, sem henni
vora kærir.
Lífeyrissjóðurinn Eining er séreignarsjóður sem býður
hagstæða tryggingavernd. Markmið sjóðsins er að
tryggja sjóðfélögum og erfingjum þeirra lífeyri og gefa
sjóðfélögum kost á að tryggja fjárhagslegt öryggi sitt
gagnvart veikindum og öðrum áföllum.
Séreignarsjóður
- Lífeyriseign erfist við fráfall sjóðfélaga.
- Sjóðfélagi stjórnar töku lífeyris eftir sextugt.
- Því fyrr sem byrjað er að greiða í sjóðinn þeim mun
betri lifeyrir.
Tryggingavemd
- Hægt erað verja hluta afséreign til líftrygginga og slysa-
og sjúkratrygginga vegna varanlegrar eða timabundinnar
örorku. Hagstætt verð á tryggingum ér í boði.
LfcEYRlSSJÓÐURINN
EINTNG
-framlag þitt til fmmtSéar
Qóð yfirsýn
-SjóðféJagar fá ársfjórðungslega sentyfírlit sem veitír góða
yfirsýn yfirséreign og tryggingavernd viðkomandi.
Ufeyrissjóðurinn Eining hentar öflum þeim sem ekki
eru lögskyldaðir til að greiða í ákveóinh lífeyrissjóð og vilja
standa vörð um lifeyrisréttindi sín.
kaupþinghf-
Löggilt æröhréfafyrirtaiki.
/ eigu Búnaðarbankans og sparisjóðanna
Nánari upplýsingar fást hjá ráögjöfum Kaupþings hf.,
Kringlunni 5 og í síma 68 90 80.
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1994 31
MINNINGAR
Dagbjört.