Morgunblaðið - 15.09.1994, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.09.1994, Blaðsíða 23
MORGiUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15, SEPTEM.BER 1994 23 AÐSEIMDAR GREIIMAR Spilling af versta tagi Enda á ég eða blaðamenn ekki neitt með að krefja svo persónulegra upp- lýsinga. Aðeins það að hún er ekki í eigin húsnæði ætti þó að duga til að setja spurningarmerki við enn eina fullyrðingu blaðamanna. SPILLING er sorg- legt fyrirbæri hvar og hvernig sem hún birtist, — misnotkun á trausti, valdi og ábyrgð. Sorg- legastir eru þó þeir sem. nota traust sitt til að leggja einstaklinga í einelti. Hvað er það annað en spillt hugarfar þegar blaðamenn endurvarpa fagnandi illkvittni, slúðri og pólitísku fuss- umsvei-i gagnrýnis- laust? Hvar eru blaða- menn staddir sem telja það fullgilda afsökun fyrir vinnubrögðum sínum að ráðherra hafi einhvern tím- ann verið „ókurteis" við þá? Forsagan Fyrir rúmum átta árum var ráðinn bæjarstjóri í Hafnarfirði ungur mað- ur sem leitt hafði flokk sinn til stór- sigurs. Bærinn hafí í langan tíma safnað miklum vanræksluskuldum. Á þeim tíma kostaði hver grunnskólanemandi Hafnarfjarðarbæ helmingi minna en bæði Kópavog og Reykjavík. Nú fór í hönd mesti alhliða upp- gangstími sem _ sést hefur í einu bæjarfélagi á íslandi. Menn geta reynt að þakka það einhverju öðru en bæjarstjóranum unga og þeirri bæjarstjórn sem hann leiddi. En Hafnfirðingar voru stolt'ir af því að vera Hafnfirðingar. Þessi mikli árangur hlaut að kalla á andsvar andstæðinga og öfundar- fólks í sama mæli. Það kom vart neinum á óvart. Það kemur hins vegar á óvart hve margir sprenglærðir blaðamenn féllu á prófinu. Þegar blaðamenn gera gagnrýnis- laust pólitískt fussumsvei og smá- borgarasmjatt að íjölmiðlaveislu, vakir eitthvað annað fyrir þeim en blaðamennska. Þeir þyrftu ekki að rýna langt til að sjá að veislustjórinn ætlar sér ekkert nema pólitískt líf Guðmundar Árna Stefánssonar. Krónprinsar og ættarlaukar Margir virðast ekki gera sér grein fyrir að á ýmsan hátt líkist Hafnar- íjörður fremur bæ úti á landi en t.d. Kópavogi. Hafnarfjörður á margt fremur sameiginlegt með t.d. Súða- vík. Þar eru rótgróin ættar- og féla- gatengsl eins og margofið net um allan bæinn. Guðmundur Árni Stefánsson er..af stórri og virtri ætt í Hafnarfirði og trúlega þeirri áhrifamestu í seinni tíma sögu bæjarins. Til marks um það má benda á að faðir hans, Stef- án Gunnlaugsson, var áður bæjar- stjóri í Hafnarfirði og þingmaður Alþýðuflokksins. Fyrra valdaskeiði Alþýðuflokksins _ lauk þegar föður- bróðir GÁS, Árni Gunnlaugsson, stofnaði sérstakt bæjar- málafélag, Félag óháðra borgara. Það fór með völd ásamt Sjálfstæðis- flokknum í tuttugu_ ár, þar til Guðmundur Ámi Stefánsson tók efsta sæti á lista Alþýðu- flokksins 1986. Andstæðingunum finnst því hrakfarir sín- ar kristallast í einum manni, Guðmundi Árna Stefánssyni. Krónprinsar Mathi- esen-ættarinnar hafa haft opinbera forystu um árásir á Guðmund Árna ættarlauk Gunn- laugssonanna. Það skal sagt þeim til hróss að í stíl höfðingja ganga þeir fram fyrir skjöldu og standa sjálfir fyrir ásökunum sínum. Á meðan er enn ófundin óþreytandi uppspretta annars óhróðurs. Það sem kemur á óvart er að blaðamenn lepji það allt upp án þess að rýna í mótsagnir sem við blasa. Óteljandi dæmi um það væri hægt að taka en aðeins fá rúmast hér í blaðinu. Of mikið — of lítið! Blaðamenn segja GÁS sjálfum sér ósamkvæman fyrir að taka að sér niðurskurðarhnífinn í heilbrigðis- ráðuneytinu eftir yfirlýsingar um að oft langt væri gengið í þeim efnum. Misseri seinna birta þeir umfjöllun og viðtal við Árna Mathiesen þing- mann sem krefst afsagnar ráðherra, og af hverju? Jú hann var sér sam- kvæmur og hægði á niðurskurði í heilbrigðisráðuneytinu í samræmi við fyrri yfirlýsingar sínar og ein- róma kröfu landsmanna þar um. Þegar Hafnfirðingar stýra Hafnarfirði Það er vandséð hvernig GÁS átti að geta afgreitt nokkurt mál í Hafn- arfirði án þess að þar kæmu við sögu samfiokksmenn, ættingjar, kunningjar, vinir og íþróttafélagar. Það er í raun merkilegt að eftir sjö ára valdatíma skuli ekki finnast „svæsnari" dæmi um slík tengsl en að maður tengdur GÁS skuli hafa fengið húsvarðarstarf við einn af grunnskólum bæjarins. Sérstaklega þar sem á fárra mánaða stjórnartíð núverandi bæjarstjórnar hefur nýi bæjarstjórinn þegar þurft að sætta sig við að eiginkona hans sækti um og fengi stöðu hans sem aðstoðar- skólastjóri við stærsta grunnskóla bæjarins. Þetta sýnir okkur erfiða stöðu sveitarstjórnarmanna í svona málum. Enda hafa ýmsir næstu ná- granna Hafnfirðinga „þurft“ að út- hluta nánustu ættingjum sínum svo sem systkinum ogbörnum félagsleg- ar íbúðir, verkefni og vinnu og jafn- vel sjálfum sér tugmilljóna króna verktaka- og viðskiptasamninga. Helgi Jóhann Hauksson EGIA - röð ogregla Margir litir margar stærðir. Þessi vinsælu bréfabindi fást í öllum helstu bókaverslunum landsins. Múlalundur Vinnustofa SÍBS Símar: 628450 688420 688459 Fax 28819 i vernd Þegar blaðamenn gera gagnrýnislaust pólitískt fussumsvei bg smá- borgarasmjatt að fjöl- miðlaveislu, vakir eitt- hvað annað fyrir þeim en blaðamennska, segir Helgi Jóhann Hauks- son. Þeir þyrftu ekki að rýna langt til að sjá að veislustjórinn ætlar sér ekkert nema pólitískt líf Guðmundar Árna Stefánssonar. Annars geta kratar í Hafnarfirði horft björtum augum á framtíðina. í það minnsta ef þá vantar vinnu og eru ekki af Mathiesen-ætt eða öðrum íhalds- eða kommaættum og auðvitað ekki ef þeir eru í vinfengi við Magnúsana eða Mathiesenana. Kratar eru nefnilega eini andstöðu- flokkurinn í bæjarstjórn og ef Press- an og DV gera sömu kröfur til núver- andi bæjarstjórnar og kratanna þá sitja kratar einir að öllum störfum, styrkjum og verkum fyrir bæinn. Það má ekki ráða stuðningsmenn, ættmenni, vini eða félaga. Þessi bæjarstjórn getur því aðeins ráðið til starfa ókunnuga og óskylda and- stæðinga, þ.e. krata. Stóra hneykslið — leigumálið! Kunn sómamanneskja, einni kyn- slóð eldri frænka, tekur á leigu íbúð bæjarins í Reykjavík. Hvað blasir við af framlögðum upplýsingum Pressunnar um málið? Sagt er að leigja hefði átt skjól- stæðingi félagsmálastofnunar Hafn- arfjarðar íbúðina. Hvernig? Þegar flutt er til Reykjavíkur er ekki leng- ur um skjólstæðing Hafnarfjarðar að ræða heldur Reykjavíkur. Sagt er að íbúðin hafi verið tekin úr sölu þegar hún var sett í leigu. — Eg spurði blaðamanninn hvort hann hefði gengið úr skugga um þetta. Hann kvað svo ekki vera. Sagt er að konan sé vel stæð og hafi ekki þurft á þessu að halda. Þeir sem til þekkja vita að hver sem væri mynda hrósa happi yfir að fá svo ráðvandan ieigjanda í íbúð sem hann bæri ábyrgð á. En hvers vegna er kona á þessum aldri í leiguíbúð ef fullyrðing Pressunar um stöndug- leika væri rétt? Ég veit ekki svarið. Bæjarábyrgðir, hvílíkt hneyksli! Eða hvað? Stendur virkilega, hér í grein Pressunnar, í næstu línu, að bæjarábyrgðir hafi verið samþykkt- ar með atkvæðum allra bæjarfull- trúa — líka sjálfstæðismanna og Alþýðubandalags? Bíðið við, hvert er þá eiginlega hneykslið? Hafa ein- hverjar bæjarábyrgpir tapast? Hvað gerði Guðmundur Árni af sér? Pólitískt „fussumsvei“ Þar með er þó ekki sagt að ekkert sé umdeilanlegt eð_a aðfinnsluvert við störf Guðmundar Árna Stefánssonar. Ekki eru allir á eitt sáttir um hvað- eina sem gert er og ekki er ólíklegt að einhvers staðar liggi eftir hrein mistök þegar hraustlega er tekið til hendi. Áf því sem blaðamenn hafa borið á borð fyrir okkur er hins veg- ar ekkert bitastætt. Þeir hafa kosið sjálfir að leggja til hliðar heilbrigða skynsemi, hlutlægni og eðlilega rýni sannrar blaðamennsku til að geta boðað til fjölmiðlaveislu þar sem að- eins era bornar á borð gnægtir af pólitísku fussumsveii og smáborgara- smjatti, soðið í sjóðandi heitri ill- kvittni sem hefur pólitískt líf Guð- mundar Árna eitt að markmiði. Þetta kalla ég spillingu af versta tagi. Höfundur er kennari og starfar að útgáfumálum. FARSIMAKERFIÐ GSM farsímakerfið Póstur og sími hefurtekið í notkun nýtt farsímakerfi hér á landi. Kerfið kallast GSM (Global System for Mobile Communication) og er stafrænt farsímakerfi fyrir talsímaþjónustu innanlands og milli landa. Fyrst um sinn nær GSM kerfið aðeins til höfuðborgarsvæðisins, Suðurnesja og Akureyrarsvæðisins en það verður síðan byggt upp í áföngum út frá helstu þéttbýlissvæðum landsins. Alþjóðlegt kerfi Notandi fær einnig aðgang að GSM farsímakerfum í öðrum Evrópulöndum eftir að nauðsynlegir samningar hafa verið gerðir. GSM kortið - lykillinn að kerfinu Áskrift að GSM kortinu er bundin við kort, svokallað GSM kort sem stungið er í símann. Kortið er í senn lykill að kerfinu og persónulegt númer þess sem er notandi og greiðandi þjónustunnar. Kynntu þér nýja GSM farsímakerfið og stígðu skref í átt til framtíðarfjarskipta. Allar nánari upplýsingar um GSM farsímakerfið er að fá hjá seljendum farsímatækja. Þeir eru: Bónusradíó, Bræðurnir Ormsson hf., Hátækni hf., Heimilistæki hf., (stel hf., Nýherji hf., Radíóbúðin hf., Radíómiðun hf., Símvirkinn - Símtæki hf., Smith & Norland hf., söludeildir Pósts og síma í Ármúla, Kirkjustræti, Kringlunni og á póst- og símstöðvum um land allt. FARSÍMAKERFl PÓSTSOGSÍMA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.