Morgunblaðið - 15.09.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.09.1994, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Friðrik Sophusson fjármálaráðherra Húsbréfin ganga ekki til þurrðar FRIÐRIK Sophusson, fjármálaráð- herra, segir enga ástæðu til að óttast að húsbréf gangi til þurrð- ar. Nú sé búið að gefa út þá flokka húsbréfa á þessu ári sem lög heim- ili, en þurfi að gefa út fleiri áður en þing komi saman verði það gert með ákvæði í lánsfjáraukalög- um. Engin beiðni um útgáfu Af 11,5 milljörðum sem Hús- næðisstofnun hefur heimild fyrir á árinu til að lána í húsbréfakerfinu eru nú eftir um 1,3 milljarðar og er reiknað með að búið verði að ráðstafa því fé innan eins mánað- ar. Húsnæðisstofnun telur þörf á 2-3 milljörðum króna til viðbótar, en að meðaltali eru afgreidd hús- bréfalán fyrir um einn milljarð á mánuði. „Það hefur ekki borist nein beiðni til fjármálaráðuneytisins um útgáfu nýrra flokka húsbréfa," sagði Friðrik Sophusson. „Það mun vera beðið eftir að húsnæðisstjórn afgreiði breytt greiðslúmat og hugsanleg útgáfa nýrra flokka húsbréfa verður rædd að því loknu. Það er hins vegar engin ástæða fyrir fólk að óttast að engin hús- bréf verði afgreidd síðustu mánuði ársins. Búið er að gefa út þá flokka sem lög heimila á þessu ári, en sé ný útgáfa nauðsynleg áður en þing kemur saman verður útgáfan stað- fest í lánsfjáraukalögum.“ Morgunblaðið/Þorkell HALLDÓRA Þorvarðardóttir húsvörður virðir fyrir sér afleið- ingar þeirra skemmdarverka sem unnin voru. Kosningar í framkvæmdastjórn Alþjóðaþingmannasambandsins Geir H. Haarde fram- Skemmdar- verk unnin á skeiðvelli bjóðandi í stjómina ALLAR líkur eru á að Geir H. Haarde alþingismaður verði kjörinn í ellefu manna framkvæmdastjóm Alþjóðaþingmannasambandsins, Inter- Parliamentary Union (IPU), sem fulltrúi vestrænna lýðræðisríkja næst- komandi laugardag, en þing sambandsins stendur nú yfir í Kaupmanna- höfn. í alþjóðaþingmannasambandinu eiga sæti fulltrúar um 130 þjóð- þinga og er það elsti alþjóðlegi samstarfsvettvangur á sviði stjórnmála sem starfandi er. Yrði það í fyrsta sinn sem íslendingur tæki sæti í stjórn samtakanna. Geir hefur verið formaður svo- kallaðs Vesturlandahóps innan IPU undanfarin tvö ár, en í honum eru öll lýðræðisríki Evrópu ásamt Ástr- alíu, Nýja-Sjálandi, Bandaríkjunum og Kanada. Geir hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs í Vesturlandahópnum og hefur fall- ist á að vera framþjóðandi vest- rænna ríkja í kosningunum til fram- kvæmdastjórnar en þar losnar staða sem Vesturlönd hafa skipað og er talið ósennilegt að mótframboð komi fram. Nýtur mikils álits fyrir störf sín Að sögn Margrétar Frímanns- dóttur, alþingismanns, sem situr þingið, virðist Geir hafa einróma stuðning þingfulltrúa í kosningun- um til framkvæmdastjórnarinnar, sem er valdamesta stofnun sam- bandsins. Margrét sagði áberandi að Geir nyti mikils álits og trausts innan sambandsins og þætti hafa staðið sig mjög vel. Sagði hún að það væri sérstaklega ánægjulegt að fylgjast með hvað ísland nyti mikillar virðingar vegna starfa Geirs á vegum Alþjóðaþingmanna- sambandsins og sagði hún að marg- ir, einkum fulltrúar Norðurland- anna, hefðu einnig hvatt Geir að gegna áfram formennsku í Vestur- landahópnum. Geir sagði í samtali við Morgun- blaðið að kjörtímabil fulltrúa í framkvæmdastjórninni væri fjögur ár. Framkvæmdastjórnin tæki m.a. ýmsar ákvarðanir um störf og stefnu sambandsins, en það lætur sig varða öll helstu heimsmálefni á hverjum tíma, m.a. alþjóðleg deilumál, mannréttindamál og framþróun lýðræðis í heiminum. Fulltrúar 115 ríkja sitja þingið í Kaupmannahöfn. Á laugardag verður einnig kosinn nýr forseti sambandsins. RANNSÓKNARDEILD lögreglunn- ar í Hafnarfirði hafði í gær uppi á japönskum fólksbíl sem notaður var til að vinna skemmdarverk á hesta- gerði og girðingum umhverfis hring- völl og skeiðbraut hestamannafé- lagsins Sörla í bænum í fyrrinótt. Völlurinn er í útjaðri bæjarins og gat tjónvaldurinn athafnað sig óá- reittur í skjóli nætur, en hann ók bifreiðinni fram og aftur þrisvar í gegnum gerðið og í gegnum girðing- una. Að sögn Gissurar Guðmunds- son, rannsóknarlögreglumanns, voru „nokkur hundruð metrar af timbri keyrð í spað“. Auk girðinga voru tré- og plaststaurar brotnir. Bíll ökumannsins fannst í gærmorgun við Klukkuberg í Hafnarfirði og er bifreiðin gjörsamlega ónýt, að sögn Gissurar. Bifreiðin skipti nýlega um eigendur og er enn skráð á nafn fyrri eiganda sem mun hvergi hafa komið nærri skemmdarverkunum. Gissur segir ekki hægt að finna neina skýringu á þessu athæfi. Ný- búið var að setja upp girðinguna umhverfis skeiðbrautina og er tjónið talsvert. Leit enn árang- urslaus LEIT að ítalska ferðamanninum sem talið er að hafi fallið í Gullfoss hófst að nýju í birt- ingu í gærmorgun en hefur enn ekki borið árangur. Ámundi Kristj- ánsson í leitarstjórn björgunarsveita í Árnessýslu segir ekki líklegt að mað- urinn hafi borist mjög langt niður Hvíta, hafi hann fallið í Gullfoss, meiri líkur séu taldar á að hann gæti verið í gljúfrunum nærri fossin- um. Ekki sé fært að kafa á því svæði vegna iðukasta og sterkra strauma. Ferðamaðurinn ítalski heitir Gius- eppe Mirto, fæddur 31. janúar 1965. Hann starfaði á ítölsku skrifstofu Alþjóðlegra ungmennaskipta í Róm og var hérlendis á vegum alþjóða- samtaka þeirra sem einn þriggja dagskrárstjóra ráðstefnu um mann- réttindi í Evrópu. Mirto hafði komið hingað til lands áður en aldrei ferð- ast út fyrir höfuðborgarsvæðið, en ferðin til Gullfoss var einn liður ráð- stefnuhaldsins. ----♦ ♦.♦--- Fyrirtæki styrkja þátttöku Kristjáns ÓPERAN Vald örlaganna eftir Giué- seppe Verdi verður frumsýnd í Þjóð- leikhúsinu á laugardagskvöldið og er þetta frumflutningur óperunnar á íslandi. í einu aðalhlutverkanna er Krist- ján Jóhannsson og hafa eftirfarandi aðilar tekið að sér að styrkja þátt- töku hans í óperunni: íslandsbanki, Landsbanki íslands, Búnaðarbanki íslands, Samband íslenskra spari- sjóða, Seðlabanki íslands, Sjóvá- Álmennar, Olíufélagið hf., Essó og Eimskip. Tengibygging fjarlægð í tillögu hönnuða að endurbyggingu Aðalstrætis 2 og Vesturgötu 1 Útlit Geysis- húss miðað við árið 1890 í TILLÖGU hönnuða að endurbygg- ingu Geysishúss við Aðalstræti 2 og Vesturgötu 1, er gert ráð fyrir að núverandi tengibygging verði fjarlægð. í stað hennar verði reist tveggja hæða bygging úr gleri er tengi húsin saman. Að sögn Ólafs Jenssonar, forstöðumanns Geysis- húss og starfsmanns vinnuhóps um Ingólfstorg, Grófartorg og Geysis- hús, er hugmyndin að húsin verði að útliti eins og þau voru árið 1890. Áætlaður kostnaður er rúmar 227,7 milljónir. „Þetta er hugmynd enn sem kom- ið er og engar ákvarðanir hafa ver- ið teknar," sagði Ólafur. „Með því að rífa núverandi tengibyggingu minnkar Geysishús töluvert en byggingin er í raun gamalt port á milli Aðalstrætis 2 og Vesturgötu 1, sem byggt hefur verið yfir í áföngum. Húsinu var síðast breytt árið 1977 eftir að kviknað hafði í því en þá var lokið við núverandi tengibyggingu og um leið var opnað á milli húsanna." Það er teiknistofa Manfreðs Vil- hjálmssonar arkitekts sem lagt hef- ur drög að forsögn breytinganna. Þar segir meðal annars að augljóst þyki að sú umfangsmikla starfsemi sem þar fari fram fái ekki þrifist nema til komi tengibygging eins og forsögnin geri ráð fyrir. Aðalstræti 2 Fram kemur að á fyrstu hæð í Aðalstræti 2 er gert ráð fyrir upp- lýsingamiðstöð ferðamála og upp- lýsingaþjónustu fyrir borgarbúa. Á 2. hæð er skrifstofa starfsmanna Geysishúsin í Reykjavík (útlit húsanna erfrá 1890) Aðalstræti 2 Vesturgata 1 VESTURGATA (Horft til suðurs) GÖTUMYND af Geysishúsi við Aðalstræti 2 og Vesturgötu 1, að lokinni endurbyggingu samkvænit hugmyndum hönnuða. Tillagan hefur verið kynnt í borgarráði. og í risi er fundarsalur fyrir 16 til 18 manns, kaffiaðstaða og snyrt- ing. Áætlaður kostnaður við fram- kvæmdina er um 45,2 millj. Tengibygging Tengibyggingin er 160 fermetrar og er hugsuð sem upphituð gler- bygging úr hefðbundnu gagnsæju gleri með fullkomnu loftræstikerfi. I forsögn segir að þar megi hugsa sér aðstöðu fyrir minniháttar uppá- komur, tengdar Ingólfstorgi. Bygg- ingin ætti þó fyrst og fremst að vera tengiliður milli Upplýsinga- miðstöðvar ferðamála og kynning- ar- og fræðslustarfs sem lagt er til að verði í húsinu við Vesturgötu. Er það skoðun hönnuða að til þess að húsin njóti sín sem best skuli þau vera laus við lokaðar viðbygg- ingar. Áætlaður kostnaður er rúm- lega 57,6 millj. Vesturgata 1 í kjallara Vesturgötu 1 er gert ráð fyrir snyrtingum og ræstiklef- um, geymslum, tæknirými og bún- ingsaðstöðu. Á 1. hæð er 250 fer- metra kynningar- og fræðslusalur fyrir kynningar á vegum borgarinn- ar, stofnana hennar og ýmissa fé- lagasamtaka. Á 2. hæð er 250 fer- metra salur sem hugsanlegt væri að nýta undir hluta fyrirhugaðs Borgarbókasafns í Aðalstræti 6. Til dæmis tónlistar- og eða mynd- bandadeild með aðstöðu til að hlusta eða tímarita- og blaðadeild með les- aðstöðu. Þá gæti salurinn nýst til bókmenntakynninga, upplesturs og leshringa. Á sömu hæð er einnig aðstaða fyrir starfsfólk og fyrir sýningar á myndböndum. Á 3. hæð er 150 fermetra salur fyrir stærri fundi, fyrirlestra og fræðslu um land og þjóð. Áætlaður kostnaður er rúmar 124,7 millj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.