Morgunblaðið - 15.09.1994, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1994
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Barry sigrar forkosn-
ingar í Washington
Hlaut dóm fyrir krakkneyslu í borgarstj óratí ð sinni
Washington. Reuter.
MARION Barry, fyrrum borgarstjóri í Washington, sigraði á
þriðjudag í forkosningum demókrataflokksins í borginni og verð-
ur því frambjóðandi hans til borgarstjóraembættisins. í nóvember
nk. Barry hrökklaðist úr embætti vegna ásakana um krakk-
neyslu og hlaut hann dóm fyrir hana fyrir fjórum árum. Hafa
stjórnmálaskýrendur spáð því að sigur Barrys kunni að ýta und-
ir flótta miðstéttarinnar, hvítra og svartra frá borginni til ná-
lægra ríkja, Maryland og Virginíu. Er þá ekki síst vísað til eig-
enda fyrirtækja, sem muni flytja starfsemi sína út úr borginni.
Barry sigraði John Ray, sem á
sæti á löggjafarsamkundu Wash-
ington D.C. með 48% atkvæða
gegn 37%. Sharon Pratt Kelly,
núverandi borgarstjóri í Washing-
ton hlaut 13% atkvæða. Allir fram-
bjóðendurnir voru svartir en
blökkumenn eru í miklum meiri-
hluta í borginni.
Reynt að koma í veg
fyrir kjör Barrys
Kjósendur úr miðstétt og hvítir
fylktu sér um Ray til að koma í
veg fyrir að Barry yrði kjörinn en
þeir óttast að nái hann aftur emb-
ætti, verði borgin höfð að háði og
spotti. Gengu fjölmargir repúblik-
anar í demókrataflokkinn til að
tryggja framgang Rays. Stjórn-
málaferill hans er talinn flekklaus
en Ray að sama skapi án persónu-
töfra.
Barry naut hins vegar stuðnings
blökkumanna úr fátækrahverfum
Lögreglumaður færir Barry
til yfirheyrslu árið 1990 er
hann var handtekinn fyrir
krakkneyslu.
borgarinnar og skráðu þúsundir
ungra blökkumanna sig í flokkinn
til að styðja hann.
Sharon Pratt Kelly, núverandi
borgarstjóri, átti aldrei sigur-
möguleika. Að sögn dagblaðsins
Washington Post hefur hún ekki
sýnt fram á það að hún búi yfir
pólitískum hæfileikum sem þurfi
til að koma á þeim umbótum sem
hún hafi lofað.
Barry læknaður
Bandaríska alríkislögreglan
handtók Barry í borgarstjóratíð
hans en hann var staðinn að því
að reykja krakk á hótelherbergi
með vinkonu sinni. Hann hlaut
dóm fyrir og neyddist til að láta
af embætti. Barry segist nú hafa
læknast af eiturlyþ'afíkn sinni og
frelsast og að hann telji sig geta
gert það sama fyrir borgina og
fyrir sjálfan sig. Glæpir og fátækt
eru alvarlegt vandamál í Washing-
ton.
Kosning ekki trygg
í vígi demókrata
Jafnan er talið tryggt að fram-
bjóðandi demókrata sigri í borgar-
stjórakosningum í Washington
enda er borgin talin eitt af vígjum
flokksins. Barry er þó ekki talinn
öruggur um sigur vegna mögulegs
framboðs óháðs frambjóðanda.
Maharishi Mahesh Yogi,
frumkvöðuli innhverfrar
íhugunar.
^lnnhverf íhugun
(TM-hugleiðsla)
Niöurstööur 350 vísindarannsókna sem birst hafa í vísindatíma-
ritum undanfarin 20 ár á áhrifum innhverfrar íhugunar (TM) á
huglægt og líkamlegt atgervi iökenda sýna aö innhverf íhugun er
áhrifaríkasta þroskaaöferð sem þekkt er. Innhverf íhugun er
náttúruleg, einföld og auölærö hugleiðsluaðferð sem iökuð er 20 mín. kvölds og
morgna.
lökunin er áreynslulaus og krefst engra breytinga á trú, skoöunum eöa lífsstíl.
Um fjórar milljónir manna af öllum trúarbrögðum og þjóöernum hafa lært tæknina. -
Endurtekin reynsla af djúpri og endurnærandi hvíld losar líkamann viö djúpstæða
streitu og þreytu. Langtímaáhrif þessarar daglegu endurnæringar eru m.a. afger-
andi betri heilsa, skýrari hugsun, meiri lífsfylling, minni streita og kvíði og meiri
árangur í daglegu lífi.
Bandarísk athugun* á fjölda innlagna á sjúkrahús leiddi í Ijós aö iðkendur
innhverfrar íhugunar dvöldu um 50% sjaldnar á sjúkrahúsum en þeir sem ekki
iðkuðu tæknina. Þar af:
55% sjaldnar vegna góökynja og illkynja æxla
67% sjaldnar vegna liða- og beinasjúkdóma
87% sjaldnar vegna hjartasjúkdóma
- Námskeiö í innhverfri íhugun byrja fimmtudaginn 15. sept. kl. 20.30 og laugard.
17. sept. kl. 14.00 meö kynningarfundi um tæknina. Námskeiö tekur 5 daga í beinu
framhaldi, um 1 1/2 tíma í senn.
-Helgarnámskeið verður haldiö helgina 31. sept.-2. okt. í Veiðihúsinu við Grímsá í
Borgarfirði fyrir þá sem hafa lokið grunnnámskeiði í innhverfri íhugun. Þar verður
boðið upp á djúpa hvíld og hagnýta þekkingu á heilsuvernd sem þú getur notað í
daglegu lífi. Námskeiðsgjald er 9.500 kr.
-Einstaklingar, fyrirtæki og félög sem vilja kynna sér ofangreind atriði nánar, geta
pantað kynningarfundi sérstaklega.
-Upprifjunarnámskeið fyrir alla sem hafa lært innhverfa íhugun verður haldið
miðvikudagskvöldið 21. sept. kl. 19.30. Aðgangur ókeypis. Skráið þátttöku í síma
628485.
TM-kennslu og þjónustumiðstöðin, Vitastíg 10 — íslenska íhugunarfélagið.
Opið milli kl. 10 og 18 virka daga. 10—14 laugardaga. Sími 62 84 85.
Geymið auglýsinguna.
‘Psychosomatic Medicine 1987
Reutpr
MARION Barry fagnar sigri í forkosningum Demókrataflokksins.
Veiðar Islendinga í Smugunni
Bretar lýsa
áhyggjum sínum
Ósló. Morgunblaðið.
RÍKISSTJÓRN Bretlands hefur
áhyggjur af veiðum íslenskra skipa
í Smugunni og styður sjónarmið
Norðmanna í deilunni. Þetta kom
fram er sjávarútvegsráðherrar land-
anna tveggja funduðu í Lundúnum.
Jan Henry T. Olsen, sjávarútvegs-
ráðherra Noregs, kom á þriðjudag í
fögurra daga heimsókn tii Bretlands
og átti m.a. fund með hinum breska
starfsbróður sínum, Michael Jack.
Gerði hann breska ráðherranum
grein fyrir stöðu mála í Smugunni.
„Bretum er ljós þróun mála í
Barentshafi. Þeir gera sér grein fyr-
ir að veiðar þær sem nú fara fram
geta ekki einungis haft áhrif á kvóta
Rússa og Norðmanna heldur einnig
á kvóta þá sem Evrópusambandið
fær. Bretarnir eru mjög ákveðið
þeirrar skoðunar að þetta sé óviðun-
andi ástand," sagði Jan Henry T.
Olsen í samtali við norska dagblaðið
Aftenposten eftir fundinn með Jack.
„Norskir og íslenskir embættis-
menn munu hittast að nýju eftir
nokkrar vikur en það á eftir að koma
í ijós hvort lausn fmnst á deilunni.
Við höfum rætt við íslendinga í heilt
ár og við erum tilbúnir til að taka
margvísleg atriði til skoðunar í við-
ræðum þessum. Við munum hins
vegar ekki láta undan þrýstingi,"
sagði Olsen.
Af hálfu Breta kom fram á fund-
inum að þeir teldu stöðu mála í
Smugunni flókna en þeir lýstu sig
jafnframt reiðubúna til að leggja
sitt af mörkum til að unnt reyndist
að leysa deiluna.
Norski sjávarútvegsráðherrann
mun eiga fundi með sjómönnum og
fulltrúum útgerðar bæði í Englandi
og Skotlandi en heimsóknin er liður
í undirbúningi fyrir hugsanlega aðild
Norðmanna að Evrópusambandinu.
Michelle al-Nasseri ræðir við fréttamenn.
Feeney á síður Time
í NÝJASTÁ hefti fréttatímarits-
ins Time er rakið hvernig banda-
ríkjamaðurinn Donald Feeney,
sem sat í ár í fangelsi á Litla-
Hrauni fyrir misheppnaða tiiraun
til að nema dætur Ernu Eyjólfs-
dóttur á brott, aðstoðaði við að
ná barni frá frak. Það var Mich-
elle al-Nasseri sem bað Feeney
um aðstoð en íraskur eiginmaður
hennar fór með tveggja ára son
þeirra til írak. í samtali við Time
segir Feeney það of auðvelt að
yfirgefa Bandaríkin með börn.
Leggur hann til að forráðamönn-
um barna undir 10 ára aldri verði
gert skylt að leggja fram sam-
þykki beggja foreldra fyrir
ferðalagi barnanna. „Víst er það
óþolandi, en það sama átti einnig
við um öryggiseftirlit á flugvöll-
um er því var komið á,“ segir
Feeney. Á síðasta ári sáu um 800
bandarískar
mæður á eftir
börnum sínum til
heimalands
feðra þeirra.
Fyrrverandi
eigininanni
Michelle, Hait-
ham al-Nasseri,
Feeney tókst að flýja
með því að taka
25.000 dala húsnæðislán, sem
Michelle var ábyrg fyrir. Að ráð-
um lögfræðings síns hefði hún
samband við fyrirtæki Feeneys,
Corporate Training Unlimited,
CTU, þar sem hann hefði reynslu
í því að ná börnum sem hefðu
verið rænt. Segir í blaðinu að
aðgerðir CTU hafi vakið mikla
athygli og jafnan tekist, nema á
íslandi þar sem Feeney hafi hlot,-
ið dóm.