Morgunblaðið - 15.09.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.09.1994, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1994 2 7 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarssen. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 125 kr. eintakið. HÆTTULEGT LAND 'C'JÖLDI erlendra ferðamanna hingað til lands hefur farið stöðugt vaxandi á undanförnum árum og hafa þeir aldrei verið fleiri en í ár. Bendir margt til að erlendum ferðamönnum fjölgi enn frekar á næstu árum. Þetta er mikið ánægjuefni, enda er ferðamannaiðnað- urinn orðinn ein mikilvægasta gjaldeyristekjulind ís- lendinga er veitir fjölda manna um land allt atvinnu. Þetta mál snýst aftur á móti ekki bara um fjölda ferðamanna og þær tekjur sem við höfum af þeim. Það vill oft gleymast að því fylgir líka mikil ábyrgð að taka á móti hundruðum þúsurída erlendra ferðamanna á ári hverju. Ábyrgð gagnvart landinu okkar og hinni við- kvæmu náttúru þess og einnig ekki síst gagnvart því fólki, sem sækir okkur heim. Því miður þýðir fjölgun ferðamanna að sama skapi aukna hættu á að útlendingar fari sér að voða hér á landi. Okkur hættir nefnilega til að gleyma því hversu hættulegt land ísland er. Hið varhugaverða er í okkar hugum sjálfgefið. Við vitum af eigin reynslu hversu óáreiðanlegt veður getur verið hér. Blindbyljir skella á nær fyrirvaralaust og skyggni getur skyndilega orðið ekkert sökum þoku. Við höfum lært að varast ægikraft fallvatnanna og straumharðra fljóta og þekkjum hættur hverasvæðanna og jöklanna. Þrátt fyrir það halda slys- in áfram að gerast. Ferðamennirnir, sem ‘ hingað koma, gera sér hins vegar ekki nærri því allir grein fyrir þessum hættum og sýna því oft ekki nægilega aðgæslu á ferðalögum sínum um landið. Er þess skemmst að minnast að talið er að ítalskur ferðamaður hafi fallið í Gullfoss fyrr í vikunni og í síðasta mánuði brenndist spænsk kona lífs- hættulega í Deildartunguhver. Því miður eru slysin á þessu ári og árunum á undan mun fleiri, mörg þeirra banaslys. Náttúruperlur íslands á borð við Gullfo.ss eru flestar hverjar ekki afgirtar eða aðgangur að þeim takmarkað- ur á annan hátt. Þetta eykur vissulega hættuna á slys- um en á móti er hægt að njóta þeirra óspilltra eins og náttúran skapaði þær. Sú er ekki raunin á flestum öðr- um stöðum í heiminum og eru ferðamenn því ekki allir á varðbergi er þeir koma hingað. Hætturnar er þar að auki ekki bara að finrta í náttúr- unríi sjálfri og getur til dæmis íslenska vegakerfið einn- ig reynst ferðamönnum varasamt. Margir þeirra er hing- að koma hafa aldrei ekið á malarvegum áður og kunna þar af leiðandi ekki að varast þær hættur sem því fylgja. Spyija má hvort ekki sé nauðsynlegt að ferðamönnum verði, til dæmis við komuna til íslands, afhentar upplýs- ingar um landið og umgengni við það. Þar mætti greina frá þeim hættum sem helst ber að varast á ferðalögum og brýna fyrir fólki þær reglur sem fylgja verður til að tryggja slysalausa ferð. Samhliða þessu mætti líka upplýsa ferðamenn um það hversu viðkvæm náttúra Islands er og hvetja þá til að umgangast hana með virðingu. Þetta verður æ brýnna eftir því sem ferðamönnunum fjölgar. Margir af helstu ferðamannastöðum landsins eru farnir að láta á sjá vegna átroðnings ferðamanna. Má nefna Dimmu- borgir, Landmannalaugar og Gullfoss í því sambandi. Ef við ætlum að halda áfram að markaðssetja ísland sem ferðamannaland verðum við að takast á við þá ábyrgð sem því fylgir. Við eigum að líta svo á að þeir ferðamenn sem hing- að til lands koma séu gestir okkar og að við berum vissa ábyrgð á því að þeir komist heilir á húfi heim. Við viljum ekki að minningin um voveiflega atburði sé það eina er standi eftir er þeir yfirgefa landið. Að sama skapi viljum við að þeir skili okkur aftur landinu ósködd- uðu er þeir hverfa á brott. VEGAMÁL Tröllaukin verk- efni framundan INNLENDUM VETTVANGI Bundið slitlag á sér ekki langa sögu hérlendis en eins og Guðjón Guð- mundsson komst að vinnst nú hver áfanga- sigurinn af fætur öðrum og áherslur í vegamálum breytast eftir því sem þeim fjölgar. Vegagerðin og landsmenn allir fagna nokkrum tíma- mótum um þessar mundir. Lokið er lagningu bundins slitlags á leiðinni frá Reykjavík til Akureyrar, frá Reykjavík til Víkur, framkvæmdum við Kúðafljótsbrú og vegagerð í tengslum við brúna, sem styttir hringveginn um 8 km, verið er að brúa síðustu ána á leiðinni yfir Kjalveg, sem með því verður fólksbílafær að sumarlagi, og búið er að bjóða út tengivegi vegna bygg- ingar Höfðabakkabrúar. Þetta eru markverðir áfangar í samgöngusögu íslendinga og merki- legir þegar haft er í huga að fyrir 1970 voru nánast engir þjóðvegir með bundnu slitlagi aðrir en svokall- aðir þjóðvegir í þéttbýli. 1972 var mikið um dýrðir þegar leiðin frá Reykjavík að Selfossi var vígð en árin þar á undan hafði nánast ekk- ert verið um slíkar frámkvæmdir að undanskilinni Reykjanesbrautinni (Keflavíkurvegi), sem var lögð var á árunum 1961 til 1965. Fyrir 1970 voru aðeins átta km, frá Pósthús- stræti í Reykjavík til Akureyrar, með bundnu slitlagi, þ.e.a.s. frá Pósthús- stræti að Höfðabakka. Nú er öll leið- in, 432 km, með bundnu slitlagi. Það er þó enn langt í land að þjóð- vegir landsins verði klæddir bundnu slitlagi. Þjóðvegirnir eru samtals 8.190 km að lengd og þar af hefur verið lagt bundið slitlag á 2.671 km um síðustu áramót og áætlað er að við bætist á þessu ári 174 km. Þjóð- vegir í þéttbýli eru malbikaðir en þeir eru 170 km að lengd þannig að í heild verður bundið slitlag á 3.015 km í árslok. Enn vantar því að lagt verði á 5.175 km. Klæðingin flýtti fyrir Eymundur Runólfsson, yfirverk- fræðingur Vegagerðar ríkisins, segir það ennþá vera helsta _____________ keppikeflið að setja bundið slitlag á allan hringveginn en þó eru áherslurnar að breytast og þær raddir gerast háværari að meira af vegafé landsmanna —— renni til höfuðborgarsvæðisins. Það hafi orðið útundan í fjárveitingum og þar séu úrbætur orðnar hvað brýnastar miðað við umferðarþunga. Það er líka eitt af markmiðum Vega- gerðarinnar, að sögn Eymundar, að stemma stigu við slysum á þjóðveg- um landsins og því verði fyrr en síð- ar að gera úrbætur á eldri þjóðveg- um, einkum umferðarmikla vegi með einbreiðum brúm. ENDURBÆTUR á ýmsum vegum sem þegar eru með bundnu slitlagi þykja jafnbrýnar og að leggja bundið slitlag á malarvegi. Hér er unnið við að steypa eyjar á Reykjanesbraut við Vogaveg. Lagning bundins slitlags á þjóðvegi til ársloka 1994 Stofnbrautir 1 RVIK/REYKJANES VESTFIRÐIR Þjóðbrautir —j p Lagt 1994 ^ 276 km, samtals, 58,0% v \ af vegakerfi kjördæmisins 4 - 327 km/ 24,5% NORÐURL. VESTRA 328 km/30,0% NORÐURL. EYSTRA VESTURLAND AUSTURLAND | 350 km/29,1 % I 395 km/28, 523 km/37,1 % SUÐURLAND 646 km 40,7% Endurbæta þarf þjóðvegi með bundnu slitfagi Það var ekki fyrr en upp úr 1980 sem verulegur skriður komst á lagn- ingu bundins slitlags á leiðinni frá Reykjavík til Akureyrar. I árslok 1978 hafði verið lagt bundið slitlag á 46 km af 432 og því stóðu enn eftir 386 km á möl. Ekkert var lagt árið 1979 en upp úr 1980, þegar Vegagerðin hóf svokallaða klæð- ingu vega, fór að ganga betur. Með klæðingu er olíu dreift á þjappað og unnið undirlag og möl rennt ofan á hana. Áður hafði allt malbik verið ________ blandað í malbikunar- stöðvum og keyrt út sem er mun kostnaðarsamari og seinvirkari aðferð. Klæðingin er einnig þynnri og umferðin sjálf —“ látin sjá um þjöppunina að mestu leyti. Okostirnir við þessa aðferð er grjótkast sem óhjákvæmi- lega fylgir akstri á nýlagðri klæðn- ingu. 1980 bættust við 42 km og 69 km 1981 og 1982. Mest var þó lagt af bundnu slitlagi á þessari leið árið 1986, eða 58 km og á þessu ári var lokaspottinn á leiðinni, 10 km, lagður bundnu slitlagi. Til stendur að vígja nýja vegarkaflann innan skamms formlega og ef þetta sögulegur áfangi í samgöngusögu landsmanna. Skortir mikið á bundið slitlag á hringveginn á Austurlandi Sá hluti hringvegarins sem einna skemmst er á veg kominn hvað varð- ar bundið slitlag er á Norð-Austur- landi en þó hafa framkvæmdir í Austurlandsfjórðungi verið hlutfalls- lega næstmestar en fjórðungurinn er sá stærsti hvað varðar stofnvega- kerfi. Þar er áætlað að lagt hafi verið bundið slitlag á 523 km í lok þessa árs og aðeins á Suðurlandi er áætlað að lagt verði bundið slitlag á lengri kafla, eða 646 km. Fyrir 1970 var leiðin milli Akur- eyrar og Egilsstaða lögð bundnu slit- lagi á eins km kafla og í árslok var komið bundið slitlag á aðeins fimm km kafla. Hægt hefur miðað á þess- ari leið en mest var framkvæmt árið 1987 þegar 17 km kafli var lagður bundnu slitlagi og áætlað er að 15 km kafli bætist við á þessu ári. Þar með yrði bundið slitlag á þessari leið orðið 97 km en alls er leiðin 271 km þannig að enn á eftir að leggja bund- ið slitlag á 174 km. Einnig skortir enn á að lagt verði bundið slitlag á 111 km leið frá Höfn til Egilsstaða. Eramkvæmdir við þessa leið hófust ekki fyrr. en árið 1980 og 1984 hafði verið lagt bundið slitlag á 12 km kafla. Mest var framkvæmt árið 1986 þegar 22 km leið var lögð bundnu slitlagi en áætlað er að 136 km leið af 247 km verði lögð bundnu slitlagi í lok þessa árs. Víðar þörf á bundnu slitlagi Strax upp úr 1970 var hafist handa við lagningu bund- ins slitlags frá Reykjavík til Víkur í Mýrdal og í árs- lok 1984 hafði verið lagt bundið slitlag á 154 km af 187 km leið. Fram- kvæmdir lágu síðan niðri .......— á árunum 1988 til 1992 en þá hófst lokahnykkurinn sem áætlað er að verði lokið í lok þessa árs. Eymundur segir algerlega óvíst hvenær takist að ljúka lagningu bundins slitlags á hringveginn. Hall- dór Blöndal samgönguráðherra hef- ur látið í ljós þá ósk að því verði lokið um næstu aldamót. Eymundur segir að til þess að það takist yrði framkvæmdahraði að vera svipaður á hveiju ári og hann hefur verið fram til þessa. Hins vegar sé nú orðin mikil þörf á því að endurbæta þjóð- vegi með bundnu slitlagi, eins og t.a.m. í Skagafirði, ákveðna kafla í Borgarfirði sem eru að verða hættu- legir, þar sé mun minni vegsýn en annars staðar, meiri beygjur og fleiri mjóar brýr. Ætli ökumenn sér að halda sama ökuhraða á þessum köfl- um og á öðrum góðum köflum þá eru þeir orðnir hættulegir. „Þetta eru verkefni sem eru a.m.k. jafn brýn og lagningu bundins slitlags á um- ferðarminnstu hlutum hringvegar- ins.“ Þegar mjóu brýrnar voru byggðar fyrir u.þ.b. 30 árum eða meira var löglegur hámarkshraði aðeins 70 km hraða en hann hefur síðan verið aukinn upp í 90 km hraða og ekki er óalgengt að raunverulegur akst- urshraði sé nálægt 110 km. Höfuðborgarsvæðið æpir á fjárveitingar Sú vegaáætlun sem nú er starfað eftir var samþykkt fyrir tveimur árum og verður hún endurskoðuð í vetur. Eymundur segir að því sé lítið hægt að grufla í framtíðinni því nú sé allt breytingum undirorpið. Þó hafi verið viðurkennt í orði að höfuð- borgarsvæðið þurfi stærri hluta af vegafé. „Höfuðborgarsvæðið æpir á ijárveitingar. Stefnan hefur alltaf verið sú að koma sæmilegu vega- kerfi um allt landið. Umferðarþung- inn hefur aukist það mikið að notend- ur vegakerfisins á höfuðborgarsvæð- inu hætta að komast leiðar sinnar á viðunandi tíma og um leið eykst slysahættan," segir Eymundur. Hann segir það mikið verkefni og kosta marga milljarða kr. að koma á betri samöngum innan höfuðborg- arsvæðisins og auk þess sé það verk- efni sem aldrei ijúki. „Það verður að gera átak innan höfuðborgar- svæðisins. Það er hægt að hugsa sér að bæta úr brýnustu þörfinni á t.d. næstu sex árum.“ Verði jarðgöng undir Hvalfjörð að veruleika fara 700 milljónir kr. sem ekki eru inni á núverandi vegaáætlun til þeirra framkvæmda. Nú er búið að bjóða út tengivegi vegna mis- lægra gatnamóta við Höfðabakka en sú framkvæmd öll kostar nálægt hálfum milljarði króna. Flest bendir því til að hlutur höfuðborgarsvæðis- ins í framkvæmdum sé að aukast. Á síðasta ári veitti ríkisstjórnin 1‘A milljarði kr. aukalega til vegafram- kvæmda í atvinnuaukningarskyni þannig að framkvæmdafé það ár var 7.2 milljarðar kr. en hefði ekki yerið nema 5,7 milljarðar hefði aukaíjár- veitingin ekki komið til. Fram- kvæmdafé á þessu ári er einnig 7,2 milljarðar en hefði ekki verið nema 6.3 milljarðar hefði ekki komið til 900 milljóna kr. aukaijárveiting í atvinnuaukningarskyni á þessu ári. Á næsta ári er gert ráð fyrir 450 milljónum kr. aukalega. Fastar tekj- ur Vegagerðar ríkisins, sem eru bensíngjald og þungaskattur, eru nálægt því að vera 6‘A milljarður kr. á ári. Önnur verkefni í bið Eymundur segir að auk þess bíði verkefni eins og jarðgöng og fjarðar- þveranir. Austurlandsgöng séu enn- þá á langtímaáætlun. A næstu árum verði aðkallandi að endurbyggja nokkrar dýrar brýr eins og Þjórsár- brú og Lagarfljótsbrú sem eru dýrar og miklar framkvæmdir. Einnig eigi eftir að byggja marga vegi á Vest- fjörðum. _________ Hálendisvegum hafi verið ýtt til hliðar vegna þeirrar stefnu að byggja fyrst upp vegakerfið í byggð landsins. Eymundur segir aukna umræðu um ““hálendisvegina fyrst og fremst til komna í tengslum við ferðaþjónustu. Það geti verið einn liður í því að styrkja atvinnugreinina að gera veg yfir Sprengisand þar sem Mývatn er við enda vegarins í norðri og Suðurlandsundirlendið í suðri. „Um þetta hefur ekki verið tekin nein ákvörðun en mér finnst að inn- an kannski tíu ára verði farið að taka ákvarðanir um svona fram- kvæmdir,“ segir Eymundur. Bundið slitlag á 2.845 af 8.190 km þjóðvega Skiptar skoðanir eru um hvernig velja á sóknarpresta Reynsla og mennt- un verði ráðandi Umræður um val sókn- arpresta hafa orðið í kjöl- far nýafstaðinna prests- kosninga á Selfossi. Hallur Þorsteinsson kynnti sér afstöðu bisk- ups, formanns Prestafé- -------*------------------- lags Islands og kirkju- málaráðherra til málsins. Prestskosningar sem fram •fóru á Selfossi síðastliðinn laugardag og aðdragandi þeirra hafa vakið upp um- ræðu um hvernig staðið skuli að ráðn- ingu ,sóknarpresta. Ólafur Skúlason biskup íslands hefur lýst þeirri skoðun sinni að embættisveiting ætti að vera í höndum biskups og kirkjumálaráð- herra, og segist hann þá vísa til niður- staðna könnunar sem gerð var á veg- um Prestafélags íslands síðastliðinn vetur. Geir Waage formáður Prestafé- lags íslands segir þá könnun vart hafa verið marktæka vegna ónógrar þáttöku og nauðsyn sé að fá fram með ótvíræðum hætti álit prestastétt- arinnar á málinu. Þorsteinn Pálsson, dóms- og kirkjumálaráðherra, segist almennt vera þeirrar skoðunar að kirkjan eigi að ráða sem mestu um það sjálf hvernig staðið er að ráðn- ingu presta, en samkvæmt núgildandi lögum fer dóms- og kirkjumálaráð- herra með veitingarvaldið. Samkvæmt gildandi lögum frá 1987 er fyrirkomulagið við val á sókn- arpresti með þeim hætti að sóknar- nefndir velja prest úr hópi umsækj- enda, en heimild er hins vegar fyrir því að viðhafa kosningu milli umsækj- enda ef tiltekinn fjöldi sóknarbarna fer fram á það. Kirkjuþing gerði á sínum tíma ráð fyrir að aðalmenn í sóknarnefnd veldu prestinn, en á Al- þingi var síðan varamönnum í sóknar- nefnd bætt við. Þar með er fjöldi kjör- manna jöfn tala, en á Selfossi hlutu einmitt tveir umsækjendanna jafn mörg atkvæði í kjörnefnd. Að loknu vali kjörnefndar sendir prófastur síð- an bréf til biskups þar sem hann skýr- ir frá niðurstöðunni. Biskup gerir síð- an sína tillögu til ráðherra, byggða á niðurstöðu kjörnefndar, og þaðan kemur svo skipunin í embættið. Tilheyra liðinni tíð Ólafur Skúlason sagði í samtali við Morgunblaðið að könnun_ sem gerð var á vegum Prestafélags íslands síð- astiiðinn vetur hefði leitt í ijós að prestar vildu aimennt að embættis- veiting væri í höndum biskups, sem síðan hefði sér við hlið stöðuvalsnefnd til aðstoðar. Hann sagðist vera þeirrar skoðunar að almennar prestskosning- ar tilheyrðu liðnum tíma, en þær hafi áður verið mikið frelsisbaráttumál. Kirkjan hefði síðan samþykkti að gera tilraun með að færa valdið í hendur sóknarnefnda og Alþingi samþykkt lög þar að lútandi 1987. „Eg held að þetta hafi fengist í gegn á Alþingi af því að þingmenn eru sjálfir búnir að kynnast því hvern- ig návígið er í prófkjörum flokkanna, en það má helst líkja prestskosningum við prófkjör. Þess vegna var þetta samþykkt, en þó með þeim varnagla að óskaði fjórðungur atkvæðisbærra sóknarbarna eftir því að ógilda ákvörðun sóknarnefndarinnar þá yrði almenn kosning," sagði Ólafur. Hann sagði að umrædd könnun Prestafélagsins sýndi hiklaust að prestar óska eftir breytingum á því fyrirkomulagi sem nú er viðhaft við val sóknarpresta, en það hefði haft í för með sér nokkra árekstra sums- staðar þar sem sóknarnefndir teldu að þar sem þær hefðu rétt til að velja prestinn þá réðu þær jafnframt á viss- an hátt yfir honum í starfi og hve lengi hann gegndi því. Sóknarnefndir njóti leiðbeiningar Geir Waage sagði að ummæli bisk- ups í sambandi við prestskosningarn- ar á Selfossi væru algjörlega óskilj- anleg þar sem þar hefði í einu og öllu verið farið að réttum lögum. „Vegna aðstæðna sem koma þarna upp nýta menn sér lög- bundin réttindi sín og efna til prestskosninga og þó ég sé enginn fylgismaður prestskosninga, þá er þetta úrræði sem var fyrir hendi í lögunum og það er fráléitt að liggja mönnum á hálsi fyrir að nota það,“ sagði hann. Hann sagði að í umræddri skoðana- könnun Prestafélagsins hefðu aðeins tekið þátt um 50 af 140-150 félögum í Prestafélagi íslands og niðurstöður hennar því vart marktækar vegna slælegrar, þátttöku. Niðustaðan hefði hins vegar orðið sú að enginn ótvíræð- ur viiji hefði komið fram á að breyta núverandi fyrirkomulagi um að sókn- arnefndir velji presta, en mikill áhugi hefði hins vegar komið fram á því að sóknarnefndirnar nytu ákveðinnar leiðbeiningar við valið. í gildandi lög- um væri reyndar gert ráð fyrir að biskup veiti umsögn um umsækjend- ur, en sú hafi ekki orðið raunin í reynd. „Það er þó ekki um það að ræða að menn vilji almennt að hendur sókn- arnefndarmanna séu bundnar af þess- um umsögnum heldur hafi þeir í hönd- unum upplýsingar um menn og geti þar af leiðandi tekið afstöðu til hæfni þeirra eftir þessum upplýsingum. Þá vilja menn að það sé tekið tillit til hluta eins 0g meiri menntunar, langs starfsaidurs og reynslu og hvo'l þeir hafa brúkast vel. Það eru þessi sjónar- mið sem eru mjög aimenn í stéttinni, én það er ekki hægt að tala um að stéttin hafi tekið afdráttarlausa mark- tæka afstöðu til málsins," sagði hann. Geir sagði að umræður meðai presta í þessa veru hefðu orðið áber- andi eftir launakerfisbreytinguna sem varð á síðasta ári þegar prestar voru settir undir kjaranefnd. Þá hefði orðið sú breyting á að nú skipti það engu máli hversu mikla menntun prestar hefðu til viðbótar við kandídatspróf og starfsreynsla kæmi þeim heldur ekki til góða í launum, og enginn trygging væri fyrir að þessi atriði kæmu til góða þegar sótt væri um embætti. „Miðað við núverandi kerfi þá verðum við með einhverjum hætti að koma leiðbeiningu í hendurnar á sóknarnefndarmönnum. Eg hef hugsað mér það þannig að ef tekin verður upp einhver stöðuvalsnefnd, eða nefnd manna þá í nafni biskups eða í umboði hans, til þess að búa í hendur sóknarnefndarmönnunum umsagnir um menn, þá er jafnvel hugsanlegt að mönn- um verði raðað eftir forsendum sem ákveða þarf hverjar skuli vera. Ef sóknar- nefndarmenn víkja frá röðuninni þá geri þeir grein fyrir ástæðum fyrir vali sínu. Þetta er sú bót á núverandi kerfi sem ég sé að ætti að vera auðvelt að koma fyrir. Ég álít að það sé stéttarinnar að segja til um það með ótvíræðum hætti hver er vilji manna í þessu efni og að fenginni þessari reynslu mun- um við kalla eftir því með einhverjum hætti,“ sagði hann. Aukið sjálfstæði kirkjunnar mikilvægt Þorsteinn Pálsson dóms- og kirkju- málaráðherra sagðist almennt vera þeirrar skoðunar að kirkjan eigi að ráð sem mestu um það sjálf hvernig staðið er að ráðningu presta. Hann teidi að þróunin ætti frekar að vera í þá átt að taka þau mál frá ríkinu fremur en að auka vald ráðherra í þeim efnum. Helst má líkja prestskosningnm við prófkjör

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.